Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 50
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Nettoí
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
Danskar baðinnréttingar í
miklu úrvali. Falleg og
vönduð vara á vægu verði.
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
mbl.is
__AL.L.TAf= e/TTHV'AO rjÝTT
DAGURINN í dag,
19. nóvember 1998,
hefur verið valinn sem
alþjóðlegur baráttu-
dagur til að styðja
kröfu palestínskra há-
skólastúdenta á Gaza-
svæðinu um náms-
frelsi. I meir en tvö ár
hafa ísraelsk yfirvöld
neitað þeim um að
sækja háskóla sína á
Vestubakkanum, og
komið þannig í veg
fyrir aðgang þeirra að
öflugustu mennta-
stofnunum Palestínu.
Þar er á ferðinni aug-
ljóst brot á friðarsam-
komulagi þeirra og PLO sem og
þeim mannréttindasáttmálum sem
Israelar eiga aðild að.
Barátta Gaza-stúdenta
Það var í mars 1996 sem yfir
1.300 háskólanemendum og kenn-
urum frá Gaza-svæðinu var neitað
um leyfi til að ferðast frá heimilum
sínum til háskóla sinna á Vestur-
bakkanum. Stúdentar og háskólar
í Palestínu hófu þegar baráttu
gegn banninu. Þegar ljóst var að
því yrði ekki aflétt fór í gang al-
þjóðleg baráttuherferð til að
styðja sjálfsagðan rétt stúdenta á
Gaza til menntunar. Mannrétt-
indahreyfingar í Israel og Palest-
ínu ásamt félagasamtökum og
stúdentum víða um heim stóðu fyr-
ir mótmælum, undirskriftasöfnun-
um og dreifingu á upplýsingum
t.d. með hjálp Netsins.
Þessi barátta náði hápunkti í
mars 1997 þegar ísraelskum sendi-
ráðum víða um heim var afhent
áskorun um að virða rétt palest-
ínskra stúdenta. Einnig birtust
heilsíðu auglýsingar í
ísraelskum blöðum
þar sem ísraelskir
menntamenn vöruðu
við afleiðingunum sem
bannið hafði á friðar-
ferli Israela og PLO.
Israelska ríkis-
stjórnin hefur þó hald-
ið banninu til streitu.
Hún hefur réttlætt að-
gerðir sínar með því
að lýsa því yfir að
stúdentar á Gaza
væru „líklegir hryðju-
verkamenn" eins og
talsmaður Netanyahu,
forsetisráðherra Isra-
els, komst að orði.
Samkvæmt þessum ummælum á
að líta á alla unga Palestínumenn
frá Gaza sem efni í hryðjuverka-
menn. Þessi kjánalegu rök eru enn
í dag helsta réttlætingin fyrir því
að engum einasta palestínskum
Dagurinn í dag, segir
Eidar Astþórsson, er
alþjóðlegur baráttudag-
ur Gaza-stúdenta.
nemanda frá Gaza er leyft að
stunda nám við menntastofnanir á
Vesturbakkanum. Það er augljóst
að hryðjuverk geta haft skaðleg
áhrif á friðarferlið í Miðaustur-
löndum, en það ætti að vera jafn-
augljóst að brot Israelsmanna á
friðarsamningum eru það einnig.
Friðarsamkomulag
ísraels og PLO
Gaza-svæðið og Vesturbakki
Jórdanár eru tvö aðskilin land-
svæði sem hertekin voru af ísra-
elsmönnum árið 1967. Óbreytt
hernám ísraela þar stóð í tæp 30
ár í algjöru trássi við samþykktir
SÞ og enn í dag hemema þeir
stærstan hluta Vesturbakkans.
Hafa þeir jafnvel innlimað hluta
hans (Austur-Jerúsalem og ná-
grenni) í ísrael, en þá innlimun
viðurkennir ekki nokkurt ríki.
I kjölfar friðarsamkomulags
ísraels og PLO í Ósló árið 1993
var ísraelsku hernámi aflétt af
flestum íbúum Gaza-svæðisins og
einhverjum prósentum Vestur-
bakkans var skilað til Palestínu-
manna. I friðarsamningnum er
einnig að finna ýmis önnur
ákvæði. Eitt þeirra segir að „báðir
aðilar [samningsins] viðurkenna
Vesturbakkann og Gaza-svæðið
sem eina svæðisheild“ og skuld-
binda sig til að tryggja greiðar
samgöngur þar á milli. Einnig
eiga Israelar aðild að mannrétt-
indasáttmála SÞ sem segir að
„hver maður á rétt til menntun-
ar“.
Það að heimila ekki stúdentum
frá Gaza að ferðast til Vesturbakk-
ans er skýlaust brot á friðarsamn-
ingi PLO og ísraels. Ekki ífkh-
bjartsýni meðal palestínskra stúd-
enta um að nýlegur samningur
sem Arafat og Netanyahu undir-
rituðu í Washington nú á dögun-
um, muni breyta nokkru í baráttu
þeirra fyrir námsfrelsi.
ísraelsk yfirvöld á móti
palestínskri menntun!
Af átta háskólum í Palestínu eru
aðeins tveir á Gaza-svæðinu. Þeir
taka aðeins við fimmtungi þeirra
sem útskrifast úr framhaldsskól-
um þar og bjóða ekki upp á eins
fjölbreytta menntun og háskólar á
Vesturbakkanum. Palestínska
þjóðin á fyrst nú, eftir langvarandi
hernám, kost á að ráða hluta af
landi sínu sjálf. Menntun þjóða er
mikilvægur þáttur í möguleikum
þeirra á velferð og stöðugu stjórn-
arfari. Takmarkanir Israelsmanna
á menntun Palestínumanna eru
greinileg höft á möguleikum þeirra
til betri framtíðar.
Naomi Khazan, talsmaður ísra-
elska þingsins, Knesset, missti út
úr sér i sumar ummæli sem skýra
hver raunveruleg stefna Israels-
manna er í máli Gaza-stúdenta:
„Hún er kerfisbundin og harðsnú-
in áætlun sem hefur áhrif á öll
æðri menntunarmál í Palestínu.
Tilgangurinn er að sundra. Við er-
um að tala um tilraun til að dreifa
forystuhópnum og koma í veg fyrir
að menntaður forystuhópur nái að
myndast [meðal Palestínu-
manna]“.
Hvað getur þú gert?
Dagurinn í dag er eins og áður
sagði alþjóðlegur baráttudagur
þar sem stúdentar ásamt öðrum
einstaklingum, félagasamtökum
og mannréttindahreyfingum víða
um heim reyna að vekja máls á
ranglætinu sem háskólastúdentar
á Gaza-svæði Palestínu eru beitt-
ir. Frekari upplýsingar um að-
stæður Gaza-stúdenta er að finna
á vefsíðunni: www..birzeit.edu/aff
og þar er einnig að finna undir-
skriftalista til stuðnings baráttu
þeirra.
Ef þér líkar ekki framferði Isra-
elsmanna í garð Gaza-stúdenta og
brot þeirra á friðarsamningum þá
er um að gera að skrifa bréf eða
póstkort til forsætisráðherra Isra-
els þar sem þú tekur fram að þú
styðjir baráttu stúdentanna á Gaza
fyi-ir námsfrelsi (I support the
Gaza Student Campaign for
academic freedom). Heimilisfangið
er: Prime Minister Benjamin Net-
anyahu, 3 Kaplan Street, Jerusal-
em 91007, Israel.
Höfundur er ncmi við HÍ og vara-
fomiaður félagsins Island-Palestína.
____________AÐSENPAR GREINAR
Barátta fyrir
námsfrelsi í Palestínu
Eldar
Astþórsson
LANDK) OG ORKAN
á Egilsstöðum
t- ___________________
Ljósmyndasýning á 2. hæó í Flugstöðinni á Egilsstöóum
Sýndar eru myndir Ragnars Axelssonar Ijósmyndara Morgunblaðsins af svæðum sem gætu
farið undir virkjanir, samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið. Einnig eru sýndar saman-
burðarmyndir þar sem fyrirhuguð uppistöðulón og mannvirki hafa verið teiknuð inná.
Sýningin stendur til mánaðamóta og eru myndirnar til sölu.
Hlífðarefni undir
borðdúka
Uppsetningabúðin
Hverfisgötu 74, sími 552 5270.
20% afsláttur af ekta
skosku smjördeigs-
og hafrakexi
frá 12.-20. nóvember.
mbl.is