Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 54
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Gerðu bókakaupin á bókatorgi mbl.is Nú getur þú sparað þér sporin og keypt bækurnar sem fjallað er um í Bókatíðindum á mbl.is. Þar er að finna 455 titla og er hægt að leita eftir titli og höfundi eða skoða listann yfir allar bækurnar. amazon.com Á mbl.is er einnig að finna stærstu bókaverslun heims á Netinu. í samvinnu við Amazon.com er hægt að leita að og kaupa erlendar bækur, geisladiska, myndbönd og gjafavörur. www.mbl.is AÐSENPAR GREINAR Innflutning- ur á olíu KRISTINN Björns- son, forstjóri Skeljungs hf., sendi mér kveðju í Mbl. 9. október, og seg- ir mig skrifa of mikið í blöð, en of lítið um olíu. Eg er honum sammála. Hann skrifar of mikið í blöð. Eftir athugun vil ég þó ítreka, að mark- aðshlutdeild Skeljungs fór árlega minnkandi, og er nú talin um 20%, en Skeljungur hætti að gefa upp sölutölur í júní 1997, sem minnir á aðferð strútsins, þegar hann stingur höfðinu í sandinn. Eftir að brezkir út- gerðarmenn höfðu sett löndunar- bann á íslenzkan ísfisk 1953 var gerður samningur við Rússa um kaup á svo til öllum fljótandi olíu- tegundum, nema flugeldsneyti. Allir Með tilkomu olíuhreinsunarstöðva í Noregi hafa flutningaleiðir stytzt, -------------rs-------------- segir Onundur Asgeirsson, og skammt mun í framleiðslu í Færeyjum. flutningar voru fyrstu tíu árin frá Svartahafinu, í smáum skipum vegna grunnsævis þar. Síðan lögðu Rússar olíuleiðsluna „drushba" (vináttuna) til hafna við Eystrasalt og hófust þá flutningar á stærri skipum þaðan til íslands. Þetta hafði í fór með sér, að þrengdist um í olíugeymum Olís i Laugamesi. Olís sótti þá um leyfi fyrir byggingu 15.000 rúmmetra nýs olíugeymis á lóð félagsins í Laugarnesi, en af óskýrðum ástæðum fékkst bygging- arleyfi ekki hjá bæjaryfírvöldum. Kom þá til athugunar hvernig skyn- samlegast væri að bregðast við og haga innflutningi til landsins, og var geymirinn síðan settur upp árið 1965 á frábærri aðstöðu fyrir olíu- stöð á Seyðisfirði. Innflutningur þangað var síðan ýmist í um 11- 12.000 tonna rússneskum skipum, en einnig voru notuð stærri skip, sem settu hluta farmsins á land þar, og þeim síðan beint til Reykjavíkur- svæðisins. Aukagjald við tveggja hafna losun er lítið. Þetta reyndist frábærlega vel. Það sem mestu máli skiptir í sam- bandi við slíka olíuflutninga er að velja sem stystar flutningaleiðir yfir hafið, og að komast hjá tómsigling- um skipanna við dreifingu á strönd- inni. Seyðisfjörður er sá staður, sem fullnægði báðum þessum forsend- um. Strandflutningaskip siglir með svartolíu frá Reykjavíkursvæðinu, landar hluta farmsins í Vestmanna- Tölvur og tækni á Netinu mbl.is ---<\LL.Tj*/= e/TTHV'AO NÝTT eyjum og fyllir upp á Austfj ar ðahöfnum. Tekur gasolíu á Seyðis- firði og dreifir á Aust- firði. Tekur síðan gasolíufarm á Seyðis- firði til Norðurlands- ins, og tómsigling er aðeins þaðan og til Reykjavíkur. Þetta er hagkvæmasta nýting skipsins. Samt eru menn að ræða um að setja upp innflutnings- höfn á Akureyri, en þar er óhagkvæmasta stað- setningin, bæði hvað varðar innflutning og dreifingu, og verri staður verður ekki fundinn. Siglingin inn og út Eyja- fjörð til Akureyrar tekur um 5-6 klukkustundir. Flutningaleiðir til landsins hafa smám saman verið að styttast með tilkomu nýrra olíuhreinsunarstöðva í Noregi og skammt mun undan að framleiðsla hefjist við Færeyjar. Neðanskráð tafla sýnir þessar flutningaleiðir í sjómílum: Frá/til Rvk. Seyðisfj. Ak. Bergen 875 610 780 Stavanger 930 675 850 Þórsh. í Fær. 500 290 490 Langstystu flutningaleiðirnar eru til Seyðisfjarðar og staðsetning fyr- ir gasolíuinnflutning þar augljós. Dreifing á ströndina er einnig mjög hagkvæm, fjarlægðin Seyðisfjörð- ur-Akureyri er 215 mílur, en Reykjavík-Akureyri er 325 mílur, eða um hálfs sólarhrings mismunur á siglingartíma. Núna, eftir að hætt var að nota aðstöðuna á Seyðisfirði, er gasolía flutt frá Stavanger til Reykjavíkur, 930 mílur, og síðan þaðan til Seyðisfjarðar, 380 mílur eða heildarflutningaleið 1.310 mflur, en gæti verið helmingi styttri eða 675 mflur. Þegar flutningar hefjast frá Færeyjum, eftir fá ár, verður flutningaleiðin bæði fyrir gasolíu og svartolíu til Austurlandsins um 290 sjómílur, og verður væntanlega flutt á smærri skipum en nú er, eða strandflutningaskipin notuð til þeirra flutninga og dreift beint til verksmiðja og notenda. Það verður styttra að sækja svartolíu til Færeyja en til Reykjavíkur, en tómsiglingar verða þó nokkru meiri. Það hefir einhver verið í slæmu skapi, þegar ákveðið var að hætta innflutningi á gasolíu til Seyðis- fjarðar, og notendur eiga rétt á að fá greinargóða skýringu á þessu. Oll olíufélögin hafa að undan- fömu flutt inn margar tegundir af eldsneyti fyrir fiskiflota landsins, þar sem tvær duga. Þetta hentar hvorugum, notendum né olíufélög- unum. Væri nú ekki gott að KB skýrði fyrir notendum og öllum landslýð af nýjum vísdómi sínum, hvers vegna slík vinnubrögð eru tekin upp. Það tapa allir á þessu. Höfundur er fyrrv. forstjóri OLÍS. íþróttir á Netinu mbl.is __/\L.LTA/= £/TTH\SA£> NÝTTT Önundur Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.