Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GYLFIÞÓR
MAGNÚSSON
+ Gylfi Þór Magn-
ússon fæddist í
V estmannaeyjum
20. desember 1942.
Hann lést af slys-
förum 6. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Hallgrímskirkju 13.
nóvember.
Með örfáum orðum
langar okkur að minn-
_ ast Gylfa Þórs. Það er
svo margt sem kemur
upp í hugann þegar litið
er til baka þótt aðeins séu um þrjú ár
síðan við kynntumst fyrst. Það var
þegar Gylfi Þór tók við forstöðu
skrifstofu SH á Akureyri og fluttist
ásamt fjölskyldunni norður, nánar
tiltekið í Eikarlund 20 sem varð
þeirra heimili, en við bjuggum þá í
húsinu handan götunnar. Við fyrstu
kynni fannst okkur sem við hefðum
alltaf þekkt Gylfa Þór og Siggu
Dóru, okkur varð strax vel til vina.
Gylfi var alltaf hress og alþýðleg-
ur og átti svo auðvelt með að fitja
upp á ólíklegastu hlutum til að ræða
um, oft si svona yfir götuna á leið í
eða úr vinnu. Þá sýndi sig hversu
' hjálpsamur og úrræðagóður hann
var og gilti þá einu hvort umræðu-
efnið var garðrækt, viðhald húsa,
hundauppeldi eða nánast hvað sem
var, allt vissi Gylfi. Þrátt fyrir mikið
annríki oft á tíðum gaf hann sér tíma
til að ræða málin við okkur og hann
umgekkst okkur alltaf sem jafningja
þrátt fyrir aldursmuninn. Oftar en
ekki enduðu samtölin á því að Gylfi
sagði einhverja skemmtilega sögu
eða frá einhverju skondnu atviki sem
hafði hent hann. Hann var alltaf svo
mikið á ferðinni vegna vinnunnar og
hafði frá svo mörgu og skemmtilegu
að segja. Hann hafði til að bera
sterka jákvæða útgeislun sem hafði
góð áhrif á fólk, einhvers konar sam-
bland af miklum lífskrafti og atorku-
semi.
Fyrir rúmu ári eignuðumst við
hundinn Sólon sem þá
var lítill hvolpur. Hann
var „frændi" Depils
hans Gylfa og Siggu
Dóru en Depill var
nokkru eldri. Gylfi var
ánægður að heyra að við
værum að fá Sólon og
sagði að þá gætu þeir
leikið sér saman, enda
sýndi það sig þegar til
kom að þeir voru nær
óaðskiJjanlegir. Þegar
Sólon kom síðan til okk-
ar kom Gylfi strax yfir
með færanlega girðingu
og fleira sem Depill var
vaxinn upp úr. Hann sagði að þetta
væri gjöf frá Depli til Sólons.
Síðastliðið vor, eftir að Ijóst vai- að
fjölskyldan þyrfti að flytja suður, kom
upp sú hugmynd okkar í milli að við
keyptum húsið þeirra. Þessar umræð-
ur urðu síðan smám saman að raun-
veruleika og var um þetta samið milli
okkar án þess og áður en til kæmi að
húsið yrði auglýst til sölu. Þá kom í
ljós hæfileiki Gylfa til samninga, mikil
nákvæmni í öllu en umfram allt heið-
arleiki og hversu umhugað honum var
um að allir yrðu ánægðir. Allt hefur
staðið eins og stafur á bók.
Stundin rann upp síðasta dag
júnímánaðar. Gylfi, Sigga Dóra og
Helga Björg voru ferðbúin og komið
var að kveðjustund og afhendingu
hússins nokkrum vikum fyrir áður
ákveðinn afhendingartíma.
Þau höfðu staðið í ströngu vegna
fiutninganna í nokkra daga og tím-
inn var naumur því Gylfi þurfti að
fara til Rússlands einhvern næstu
daga. Kveðjustundin var erfið því
eftirsjáin var mikil. Okkur grunaði
þá ekki að önnur og lengri ferð væri
fyrir höndum og að við værum að
kveðja Gylfa Þór i hinsta sinn.
Elsku Sigga Dóra, Magnús Þór og
Helga Björg. Við vottum ykkur og
fjölskyldu ykkar okkar dýpstu
samúð og biðjum algóðan Guð að
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Inga Arnar og
Guðmundur Pétursson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SVEINN MATTHÍASSON,
Eyjahrauni 9,
áður Brimhólabraut 14,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn
15. nóvember.
z Jarðsungið verður frá Landakirkju laugardaginn
María Pétursdóttir,
Matthías Sveinsson, Kristjana Björnsdóttir,
Pétur Sveinsson, Henný Dröfn Ólafsdóttir,
Sævar Sveinsson, Hólmfrfður Björnsdóttir,
Halldór Sveinsson, Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir,
Ómar Sveinsson, Margrét Ólöf Eyjólfsdóttir,
Þórunn Sveins Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
21. nóvember kl. 11.00.
+
Ástkær konan mín, móðir okkar, dóttir, tengda-
móðir, amma og systir,
GUÐMUNDA ÓLAFSDÓTTIR,
Brávallagötu 48,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum mánudaginn
16. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13.30.
Sævar Gestsson,
Ólafur G. Sævarsson, Ólafur Jón Sigurjónsson,
Sólveig Róshildur Erlendsdóttir, Ólafur Júlíusson,
Guðrún H. Ólafsdóttir,
Elfn Rós Ólafsdóttir,
Thelma Lind Ólafsdóttir,
Guðjón Óli Ólafsson,
Rakel Sjöfn Ólafsdóttir, Sigurjón Ólafsson.
Sú harmfregn barst okkur að
morgni laugardags er við vorum er-
lendis að kær vinur okkar væri lát-
inn. Með trega minnumst við Gylfa
Þórs og þökkum fyrir að hafa notið
þess að kynnast honum, en þar fór
einn sá mesti prýðismaður sem við
höfum kynnst á þessari lífsleið.
Við hittumst fyrst er hann og
Sigríður Dóra komu til Akureyrar á
skíði um vetur 1970. Það mátti strax
sjá að þar fór ekki aðeins fágaður
maður heldur einnig maður með fas
og framkomu sem var til eftir-
breytni. Þetta sama ár voru þau svo
lánsöm að eigast, við fylgdumst
með þeim af aðdáun og hrifningu og
sáum hvað þau voru dáð af
viðstöddum. Síðan líður tíminn og
sambandið var ekki mikið, en alltaf
er við hittumst var gott að hitta
góða vini.
Svo bárust okkur þau gleðilegu
tíðindi að þau ættu von á bami og
þannig var einnig um okkur og
blessuð börnin okkar fæddust 16. og
17. marz 1974; mikil hamingja fyrir
okkur öll. Þá fengu þau frumburðinn
sinn, hann Magnús Þór, elskulegan
pilt sem fengið hefur kosti beggja
foreldra í vöggugjöf.
Fyrst þegar við hittumst með kríl-
in okkar litlu voru fagnaðarfundir og
dáðumst við að sköpunarverkinu.
Síðan fæðist þeim, þá búsett í Þýska-
landi, Helga Björg, yndisleg og
geislandi björt ung stúlka sem ber
með sér þroska og hlýju hvar sem
hún fer. I ágúst 1995 fluttu þau til
Akureyrar í þar næsta hús við okkur
í Eikarlundi.
Þar gerðu þau sér fagurt hreiður
sem bar vott um þeirra góða smekk
og listfengi Sigriðar Dóru. Á þeim
árum sem þau bjuggu norðan heiða
nutum við samgangs við þessa vini
okkar í ríkum mæli.
Elsku Sigríður Dóra, Magnús,
Helga og aðrir ástvinir, við biðjum
góðan guð að blessa ykkur og
styrkja í harmi ykkar, í von um tím-
inn og minning um góðan eiginmann
og föður gefi líkn við ykkar stóru
sárum. Elsku Gylfi Þór, við þökkum
þér ljósið sem þú gafst, þín verður
sárt saknað en við vitum að þú
sómamaðurinn munt fá blíðar
móttökur í austrinu eilífa.
Rósa, Robert og dætur.
„Þetta er fasteignin mín,“ sagði
Gylfi þegar hann kynnti okkur fyrir
konu sinni og dóttur á skrifstofu
Sölumiðstöðvarinnar í Moskvu í
sumar. Síðar fórum við öll saman
GEIR HAFSTEIN
HANSEN
+ Geir Hafstein
Hansen fæddist
í Reykjavik 16. apríl
1924. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur í Fossvogi
hinn 13. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sophus Hansen, vél-
stjóri í Reylqavík, f.
4.12. 1893, d. 13.8.
1943, og Guðrún
Gísladóttir, f. 22.3.
1895, d. 31.7. 1968.
Bræður hans eru
Olav Martin, f. 16.4.
1920, d. 4.9. 1994, Gísli Hilmar,
f. 2.6. 1927, d. 28.8. 1969, Gunn-
ar Kristinn, f. 5.3. 1932, d. 1.2.
1974, og Rúnar Sophus, f. 10.4.
1933.
Eftirlifandi eiginkona Geirs
er Una Guðrún Jónsdóttir, f.
30.5. 1926. Dóttir þeirra er
Rúna Soffia, f. 28.4. 1961, og á
Núna er hann elsku afi okkar far-
inn til Guðs á himnum og nú þarf
hann ekki lengur að finna neitt til og
verður ekki lengur veikur. Við mun-
um sakna hans ósköp mikið en erum
samt svolítið glöð af því nú líður
honum vel. Þegar við sjáum stjöm-
urnar á himnum vitum við að hann
er að fylgjast með okkur og hugsum
til hans. Þakka þér, elsku afi, fyrir
allt. Guð geymi þig.
Geir Elvar, Unnar Ingi
og Helga Jóna.
Hérna lágu léttu sporin
löngu horfmsamaveg,
sumarblíðu sólskinsvorin
saman gengu þeir og ég.
Vinir mínir - allir allir
eins og skuggar liðu þeir
inn í rökkur hljóðar hallir,
hallir dauðans einn og tveir.
(G.G.)
Geir Hansen góður vinur minn er
látinn. Kvöldið áður en hann lést
sótti hendingin „fótspor dauðans
fljótt er stigið“ sterkt á huga minn
og hljómaði þar eins og nokkurs
konar „mantra". Ég gat ekki skilið
af hverju þessi sannindi vom mér
svo ofarlega í huga, þá vissi ég ekki
að Geir væri kominn á spítala.
Næsta morgun fékk ég skýringuna
þegar Una hringdi í mig og flutti
mér fregnina um lát hans. Nú hefur
Geir stigið þetta mikilvæga spor og
séð inn í ódáinsheima. Hann var nú
eins og oft áður einu skrefi á undan
okkur.
Ég kynntist Geir fyrir nærri 40
árum þegar vinkona mín og þá
sambýliskona, Una Guðrún
Jónsdóttir, bast honum
hún þrjú börn með
Gylfa Pálssyni:
Geir Elvar, f. 19.6.
1990; Unnar Inga,
f. 17.5. 1993; og
Helgu Jónu, f.
25.11. 1995. Sonur
Unu er Stefán Haf-
steinn Ingólfsson,
f. 9.9. 1946, og á
hann þrjú börn
með sambýliskonu
sinni, Kristínu fs-
Ieifsdóttur: Sól-
veigu, f. 31.12.
1976; Stefán Orra,
f. 7.8. 1980; og
Steinar Orn, f. 22.7.1981.
Geir var vélsljóri á mörgum
skipum um árabil. Hann hóf
eigin atvinnurekstur við pípu-
lagnir 1965 og fékk meistara-
réttindi í þeirri iðngrein 1973.
Útför Geirs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
tryggðaböndum. Stuttu síðar giftist
ég og eignaðist fjölskyldu. Hafa
mikil og góð samskipti í gegnum
þykkt og þunnt og góð vinátta ríkt á
milli fjölskyldna okkar í gegnum
árin.
Eftir 40 ára trygga vináttu er
margs að minnast, en fyrst verður
mér hugsað til gömlu og góðu
áranna þegar tilveran brosti við
okkur björt og tilbreytingarík og fá
vandamál voru í sjónmáli. Ég
minnist bridge-spilakvöldanna sem
oft stóðu fram undir morgun. Geir
var ekki mikill bridge-áhugamaður,
en hann vildi gleðja okkur með
þátttöku sinni og náði hann góðum
árangri í bridge og var
bráðskemmtilegur spilafélagi. Þá
gleymast ekki ökuferðirnar á gamla
Fordinum hans. Á þessum tíma var
bílaeign íslendinga öllu fátæklegri
en síðar varð og nánast ævintýri að
ferðast með einkabíl til annarra
landshluta.
Eina ógleymanlega ferð fórum við
Marteinn maður minn með Geir
norður til Skagastrandar til að
heimsækja Unu sem var þar í
sumarfríi hjá fjölskyldu sinni. Við
lögðum af stað frá Reykjavík um
fjögurleytið eftir hádegi en komum
til Skagastrandar undir morgun.
Margt tafði ferðina. Þar sem
vegmerkingar voru nánast engar
villtumst við í Borgarfirðinum og
skömmu síðar sprakk dekk og
ekkert var varadekkið í farteskinu.
Þá brá Geir á það ráð að fá far með
bíl sem var á leið til Borgarness og
þar fékk hann gert við dekkið. Á
meðan biðum við Marteinn hjá
Fordinum í einni af Borgarfjarðar
fögru sveitum.
með neðanjarðarlestinni á tónleika
Rolling Stones á Luzhniki, fyrrver-
andi Lenín-Ólympíuleikvanginum í
Moskvu, og þar sást hve mikla um-
hyggju Gylfi bar fyrir fjölskyldu
sinni og hve orðin um hina andlegu
fasteign höfðu mikla þýðingu fyrir
hann. Það var greinilegt hvað hann
undi sér vel í innsta hring fjöl-
skyldu sinnar og sennilega er leitun
að slíkum húsbónda.
Það er sjaldan sem maður kynn-
ist fólki sem manni þykir strax
vænt um. Þó að kynnin og sam-
skiptin við Gylfa hafi því miður
verið allt of stutt var hann einn
slíkra öðlinga. Það er venja hjá
Rússum að heilsast með handa-
bandi þegar mætt er í vinnuna á
morgnana. Þennan sið tók Gylfi
strax upp og heilsaði öllum þegar
mætt var til vinnu á morgnana.
Hann fór ekki í manngreinarálit
og tók þétt í höndina á háum sem
lágum og brosti sínu sérstaka
brosi svo að skein í björtu augun.
Þetta er nokkuð sem gleymist
ekki.
Með þessum fáu orðum vil ég
heiðra minningu Gylfa og sendi um
leið innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldu hans og vandamanna.
Haukur Hauksson.
Við eignuðumst frumburði okkar,
tvær stúlkur, með nokkurra mánaða
millibili og þær urðu einnig
vinkonur. Una átti son frá fyrra
sambandi, Stefán Ingólfsson, sem
varð þá stjúpsonur Geirs. Oft kom
fyrir að ef aðrir foreldrarnir fóru í
frí þá sáu hinir um böm þeirra á
meðan.
En nú er þetta allt liðin tíð og þótt
tregi sæki á hugann við að sjá á bak
góðum vini, þá tjáir sút ekki til
lengdar heldur yljum við okkur við
góðar minningar og þær era margar
og notalegar.
Geir var gleðimaður og naut sín
vel í góðum vinahópi. Hann hafði
gott skopskyn og mjög góða greind,
en kannski átti hann stundum í
erfiðleikum með að tileinka sér nóga
varúð í lifnaðarháttum.
Hjartasjúkleiki þjáði hann síðustu
16 ár ævinnar en hann reyndi að
læra að lifa með honum. En ég hygg
að Geir hefði þótt lítið varið í að lifa
ef hann hefði ekki mátt lifa lífinu
lifandi. Hann var vel heima á
mörgum sviðum, las mikið og
fylgdist vel með bæði þjóðmálum og
heimsmálum. Hann var mjög
viðræðugóður og athugull, því fór
maður oftast af hans fundi fróðari
og með nýtt sjónarhorn á þeim
málum sem vora efst á baugi hverju
sinni.
Geir var ekki langskólagenginn
en mér leikur granur á að margur
háskólaborgarinn hefði mátt öfunda
hann af víðtæku sjálfsnámi hans.
Hann var fríður maður og yfirbragð
hans var látlaust og virðulegt,
vingjarnlegur var hann í viðmóti og
sérstaklega barngóður.
Geir var gæfumaður í einkalífi,
hann eignaðist frábæran
lífsfórunaut sem studdi hann í blíðu
og stríðu og dótturina Rúnu sem
reyndist honum mikil hjálparhella í
veikindum hans.
Fjölskylda mín vottar þér, Una
mín, og allri þinni fjölskyldu dýpstu
samúð og Geir óskum við fararheilla
á vegferð hans á æðra tilverusvið.
Guðrún I. Jónsdóttir.
Orð mega sín lítils þegar kvadd-
ur er kær vinur og góður
veiðifélagi. Samt langar mig að
setja nokkrar línur á blað um þann
heiðursmann sem Geir var. Allir
sem kynntust Geir vita að hann var
hæglátur, Ijúfur, traustur vinur og
mikill húmoristi. Fyrir rúmlega 15
árum hófust kynni okkar af Geir og
Unu og féllu þau strax inn í vina-
hópinn. Margar góðar og skemmti-
legar stundir áttum við með þeim
við veiðar norður í Vatnsdalsá. í
annað sinn er nú höggvið stórt
skarð í vinahópinn og með söknuði
kveðjum við góðan vin. Minning
hans mun ylja okkur um ókomna
tíð.
Elsku Una, Rúna og fjölskylda,
við sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurður Runólfsson.