Morgunblaðið - 19.11.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eftirlitsstofnun EFTA ræðir við íslensk stjórnvöld
Fjallað um Ibúðalána-
sjóð og smíði varðskips
FULLTRÚAR Eftirlitsstofnunar
EFTA (ESA) hafa undanfarna daga
verið hér á landi til að fara yfir stöð-
una í útistandandi málum, þar á
meðal flutning þeirra verkefna á
vegum Ibúðalánasjóðs, sem áður
voru í höndum veðdeildar Lands-
banka íslands, til Sauðárkróks og
fyrirhugaða smíði varðskips fyrir
Landhelgisgæsluna, en ágreiningur
er um hvort verkefni þessi séu út-
boðsskyld.
Indriði H. Porláksson, ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem
fær erindi ESA um útboðs- og ríkis-
styrkjamál, þótt þau kunni að heyra
undir önnur ráðuneyti, sagði í gær
að hann gæti ekki farið út í efnisat-
riði, en þessi mál hefði borið á
góma.
„Farið var almennt yfir stöðuna í
útistandandi málum,“ sagði hann.
„Þetta voru hins vegar ekki fundir
til að komast að niðurstöðu.“
ESA sendi 28. september bréf til
íslenskra yfirvalda og spurðist fyrir
um hvernig hátta ætti smíði nýs
varðskips í framhaldi af umfjöllun
fjölmiðla um það hvort bjóða þyrfti
verkið út á Evrópska efnahags-
svæðinu. Þama var um fyrirspurn
að ræða og hefur henni ekki verið
svarað þar sem ekki hefur verið
ákveðið endanlega hvemig varð-
skipsmálinu verði háttað.
Indriði sagði að það mál væri í
skoðun og ekki hægt að segja meira
um það. Eftirlitsstofnunin hefði
fyrst og fremst verið að gera grein
fyrir sínum sjónarmiðum og hvað
lægi að baki hjá henni. Þá yrði að
taka tillit til þess að ekki væri enn
ljóst hvernig varðskipssmíðinni yrði
háttað.
Engin formleg
afskipti enn þá
„Þeir em að fylgjast með málinu,
en í sjálfu sér eru þeir ekki með
nein formleg afskipti ennþá,“ sagði
hann. „Þeir eru að afla sér upplýs-
inga um málið.“
Hann sagði að ekki hefði komið
fram hvort stofnunin teldi að smíði
skipsins væri útboðsskyld. Það væri
matsatriði.
Hann sagði að sama væri að segja
um flutning þeirrar starfsemi, sem
veðdeild Landsbankans hefur innt
af hendi fyrir Húsnæðismálastofn-
un, og flytja á til Sauðárkróks þar
sem útibú Búnaðarbankans mun
annast hana íyrir íbúðalánasjóð.
Farið hefði verið yflr málið, en
meira væri ekki um það að segja ut-
an hvað verið gæti að farið yrði
fram á frekari upplýsingar.
Indriði sagði að auk útboðsmála
hefði meðal annars verið farið yfír
frjálsa fjármagnsflutninga. „Þeir
eru að skoða ákvæði skattalaganna
með tilliti til þess,“ sagði hann.
„Það eru þá einkum undanþáguá;
kvæði, sem miðast við Island. I
fyrra var lögum um tekju- og
eignaskatt vegna eignaskattsfrelsis
á innstæður í bönkum, sem áður
var miðað við að væru í innlendum
stofnunum, breytt á þann veg að
taki til innlána í bönkum almennt
og þeir hafa verið að skoða önnur
ákvæði laganna út frá sama sjónar-
miði.“
Spurningar um
lífeyrissparnað og skatta
Hann sagði að einnig væri verið
að fjalla um nýju lífeyrissjóðslögin.
„Þar er gert ráð fyrir að þeir aðil-
ar, sem annast vörslu á lífeyris-
sparnaði, séu innlendir eða hafí
starfsstöð hér á landi,“ sagði hann.
„Þeir voru að kanna þann flöt á mál-
inu ásamt hinu, að það væru ein-
göngu iðgjöld til slíki-a lífeyrissjóða,
sem væru frádráttarbær frá skatti.
Þeir hafa ekki tekið endanlega af-
stöðu í þessum málum, en eru að
skoða þessa hluti.“
Indriði sagði að hópur manna frá
Eftirlitsstofnuninni kæmi hingað
einu sinni til tvisvar á ári til að ræða
við íslensk yfirvöld. A þessum fund-
um væri farið yfír mál með viðkom-
andi ráðuneytum.
'■:■ f 1 'lTÍ
Morgunblaðið/Þorkell
GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hóf söfnunina á bensínstöð Olís í Álfheimum í gær.
Endurvinna
kerta-
afganga
KERTAGERÐ Sólheima hefur und-
anfarin tvö ár unnið að vöruþróun og
gæðamálum á framleiðslu sinni þar
sem að mestu er stuðst við náttúru-
legt hráefni og endurvinnslu. Nú eru
að koma á markað „endurunnin
kerti“ úr vaxafgöngum.
Af þessu tilefni hafa Kertagerð
Sólheima og OLÍS tekið höndum sam-
an um söfnun á kertaafgöngum.
í ár eru flutt inn ríflega 600 tonn
af kertum og hefur innflutningur
aukist um ríflega 260% á tíu árum.
Varlega áætlað verða um 10% af
þessu magni að sorpi og samkvæmt
því urða Islendingar um 60 tonn af
kertastubbum í ár.
Kertastubbamir sem berast
Kertagerð Sólheima em gróft flokk-
aðir eftir lit. Vaxið er brotið í litla
búta og ný kerti útbúin.
Safntunnur verða á öllum OLÍS-
stöðvum á Reykjavíkursvæðinu og
verða endumnnin kerti til sölu á
sömu stöðum.
Breiðholts-
símstöðin búin
undir árið 2000
HUGBÚNAÐUR sjálfvirkrar
símstöðar Landssíma íslands í
Breiðholti verður uppfærður að-
faranótt föstudagsins 20. nóvem-
ber. Af þessum sökum geta sím-
notendur í Breiðholti, Arbæ og
Grafarvogi búizt við truflunum á
símasambandi í stutta stund á bil-
inu klukkan eitt eftir miðnætti til
klukkan sex að morgni föstudags.
Með uppfærslu hugbúnaðar
Breiðholtsstöðvarinnar er verið
að tryggja að ekki komi upp
vandamál í búnaði stöðvarinnar
þegar árið 2000 rennur upp. Nýi
hugbúnaðurinn á jafnframt að
stuðla að bættri samnetsþjónustu.
Danskir sérfræðingar frá fyrir-
tækinu LM Ericsson munu setja
búnaðinn upp, en þeir hafa sett
upp sams konar búnað í sjálfvirk-
um símstöðvum í Danmörku.
Breiðholtsstöðin er fyrsta sjálf-
virka símstöðin í almenna síma-
kerfinu, sem búin er undir komu
ársins 2000 með þessum hætti.
Landssíminn mun á næstu mán-
uðum uppfæra hugbúnað annarra
stöðva. Aðrar símstöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu verða endurbætt-
ar í janúar og uppfærslu búnaðar
í öllum sjálfvirkum símstöðvum á
landinu á að ljúka fyrir mitt ár
1999.
Morgunblaðið/Ásdís
ÞORVALDUR B. Hauksson við vinnu sína í bakarnnu hjá Jóa Fel.
S
Islenskur bakara-
nemi hlýtur
gullverðlaun
ÞORVALDUR Borgar Hauksson
bakaranemi hlaut gullverðlaun í
keppni evrópskra hótel- og mat-
vælaskóla sem fram fór í Algarve
í Portúgal á föstudag. Verðlaunin
hlaut Þorvaldur fyrir eftirrétt
sem hann kallaði Eldsumbrotin á
íslandi.
Þorvaldur á ólokið einni önn í
Hótel- og matvælaskólanum í
Kópavogi, en hann starfar nú í
bakarunu hjá Jóa Fei á Klepps-
vegi.
Lítur örugglega vel út
á starfsskránni
Tæplega 30 þátttakendur voru í
keppni bakaranema sem fólst í
því að gera besta eftirréttinn, en
Þorvaldur var eini íslenski kepp-
andinn. Hann sagði að þeir hefðu
haft frjálsar hendur að öllu leyti
og sjálfir búið til uppskriftirnar
og ráðið útlitinu á því sem þeir út-
bjuggu, en keppendurnir höfðu
einn og hálfan klukkutíma til að
klára verkefnið.
„Ég lenti í fyrsta sætinu og
hlaut gullverðlaun, og það var
satt að segja rosalega góð tilfinn-
ing. Ég bjó til appelsínu- og
súkkulaðimús og hafði hana keilu-
laga eins og eldfjall, en við höfð-
um grúskað í þessu saman ég, Jói
Fel. og Ingólfur Sigurðsson, bak-
arameistari og kennari við Hótel-
og matvælaskólann. Það er mikill
heiður að hafa hlotið þessi verð-
laun og vita að maður stendur
svolítið framarlega miðað við
nema í Evrópu. Þetta lítur líka ör-
ugglega mjög vel út á starfs-
skránni, og ekki síður er þetta
góð auglýsing fyrir skólann og
bakaradeildina sérstaklega,"
sagði Þorvaldur.
Þetta er í fyrsta skipti sem ís-
lenskir hótel- og matvælanemar
taka þátt í keppni evrópskra hót-
el- og matvælaskóla, en auk Þor-
valdar kepptu framreiðslunemi
og ferðamálanemi í sinum grein-
um fyrir íslands hönd. Þorvaldur
sagði að þeim hefði gengið ágæt-
lega í keppninni þótt þeir hefðu
ekki komist í verðlaunasæti.
Svar við fyrirspurn um ferðalög starfs-
manna Flugmálastjórnar
Kostnaður 153
milljónir á 5 árum
Á FIMM ára tímabili nam heildar-
ferðakostnaður vegna utanlands-
ferða stjórnenda og starfsmanna
Flugmálastjórnar rúmum 153 millj-
ónum króna og voru heildarferða-
dagar alls 6.284. Eftirlitsferðir til að
fylgjast með rekstri flugfélaga eða
til að skrá flugvélar eru ekki reikn-
aðar með ferðadögum og heildar-
kostnaði.
Þetta kemur fram í svari sam-
gönguráðherra við fyrirspurn Jó-
hönnu Sigurðardóttur á Alþingi um
rekstrarkostnað Flugmálastjórnar.
Jóhanna segir frá svarinu á nýrri
heimasíðu sem hún hefur opnað á
Netinu. Þar segir hún að ferðadag-
arnir samsvari því að 3-4 starfsmenn
á vegum Flugmálastjómar hafi á
hverjum einasta degi allt árið um
kring verið á ferðalögum erlendis en
starfsmenn stofnunarinnar eru um
250 talsins.
Jóhanna segir að í svarinu komi
fram að ferðadagar 7 stjórnenda á 5
ára tímabili hafi verið 1.369 sem
svari til þess að stjórnendurnir hafí
að meðaltali verið í hálft ár erlendis
á þessum tíma. Þetta eru flugmála-
stjóri, og framkvæmdastjórar flug-
leiðsöguþjónustu, flugumferðarþjón-
ustu, fjármálaþjónustu, ílugvallar-
þjónustu, loftferðaeftirlits og al-
þjóðadeildar.