Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 1
265. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Söguleg rannsókn hafín sem leitt gæti til ákæru til embættismissis á hendur Clinton
Starr gagnrýndur harðlega
fyrir starfsaðferðir sínar
Israelsmenn hefja
afhendingu lands
Jerúsalem, Hebron, Jenín. Reuters.
ISRAELSSTJORN fyrirskipaði í
gær að hafist skyldi handa við að af-
henda Palestínumönnum land á
Vesturbakkanum en tvö ár eru liðin
frá því ísrael lét síðast land af hendi.
Tók stjórnin þessa ákvörðun eftir að
Yasser Arafat, forseti heimastjórnar
Palestínumanna, hafði gefið út fyrir-
skipun sem leggur blátt bann við því
að menn æsi til átaka. Var þetta lyk-
ilatriði í huga Benjainins Netanya-
hus, forsætisráðherra Israels, og vís-
bending um að Palestínumenn muni
standa við loforð sín um hertar að-
gerðir gegn þryðjuverkum, en það er
lykilkrafa Israelsmanna og hluti
samningsins um ,Jand fyi'ir öryggi“
sem náðist í Bandaríkjunum í síðasta
mánuði.
Verður einnig 250 palestínskum
föngum sleppt úr haldi á morgun,
föstudag, auk þess sem nýr flugvöllur
Palestínumanna verður senn loksins
opnaður á Gaza-svæðinu. Hótuðu
meðlimir Hamas-samtakanna, öfga-
hóps íslamstrúarmanna, í gær að
halda áfram baráttu sinni gegn Isra-
elsríki þrátt fyrir þessi tíðindi og
sögðu heilögu stríði Hamas gegn her-
setu zíonista ekki nándar nærri lokið.
Sjö meðlimir ísraelsku stjórnarinn-
ar munu hafa greitt atkvæði með til-
lögunni um að hefja afhendingu lands
en fimm verið á móti. Hér er um að
ræða fyrstu hrinu af þremur sem
Wye-samkomulagið, sem Bandaríkja-
menn höfðu milligöngu um í síðasta
mánuði, kveður á um og í þessari
fyrstu hrinu afhenda Israelsmenn
land í nágrenni borgarinnar Jenín
norðarlega á Vesturbakkanum.
Gengu þúsundir Palestínumanna
fylktu liði í gegnum Jenín í gær til að
fagna tíðindunum, en nærri tvö ár eru
liðin síðan Israelsmenn afhentu síðast
land á Vesturbakkanum. Palestínu-
menn fengu næstum alla borgina
Hebron afhenta í janúar 1997.
Washington. Reuters.
DÓMSMÁLANEFND fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings hóf í gær
rannsókn sem leitt gæti til ákæru til
embættismissis á hendur Bill Clinton,
forseta Bandaríkjanna, og er það ein-
ungis í annað skipti á þessari öld, og
aðeins í þriðja skipti í sögunni, sem
slík rannsókn er haldin. Var Kenneth
Starr, sem falið var að rannsaka
hugsanleg embættisafglöp Clintons,
helsta vitni í málinu í gær. Sýndu níu
bandariskar sjónvarpsstöðvai- beint
frá vitnaleiðsiunum, sem fram fóru í
sama herbergi og sams konar rann-
sókn á hendur Richard Nixon, sem
neyddist til að segja af sér forseta-
embættinu árið 1974.
Ekki kom mikið af nýjum upplýs-
ingum fram í gær en það vakti þó
ómælda athygli demóki-ata þegar St-
arr viðurkenndi að hann hefði á sín-
um tíma iokið við að skrifa skýrslu
um meinta glæpi Clintons í
Whitewater-málinu, sem hann var
upphaflega fenginn tii að rannsaka,
en ekki sent hana til dómsmála-
nefndarinnar þar sem hann hefði
ekki fundið nægar sannanir fyrir því
að Clinton hefði auðgast með óeðli-
legum hætti á lóðabraski.
Staðfesti Starr við yfirheyi’slur að
hann myndi ekki heldur koma til
með að beina til Bandaríkjaþings
ásökunum á hendur forsetanum um
starfsafglöp vegna brottreksturs
nokkurra starfsmanna á ferðaskrif-
stofu Hvíta hússins, eða vegna að-
dróttana um að Clinton hefði safnað
FBI-skýrslum um ýmsa repúblik-
ana. Gagnrýndi Barney Frank, full-
trúi demókrata, Starr fyrir að halda
þessum upplýsingum leyndum og
spurði hvers vegna Starr hefði ekki
gert þær opinberar fyrir þingkosn-
ingarnar í síðustu viku. „Mergurinn
málsins er að þú vilt ekkert segja um
Clinton nema þú hafir eitthvað
slæmt um hann að segja.“
Repúblikanar tóku Starr öllu bet-
Endurheimta
skyrtu forföður síns
Reuters
KENNETH Starr sver eið við upphaf yfirheyrslna dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær.
ur og sagði Bill McCollum, einn full-
trúa þeirra í dómsmálanefndinni, að
Starr hefði gefið raunsanna mynd af
Clinton sem kaldlyndum og út-
smognum manni sem ekki hikaði við
að fremja meinsæri.
Segfist standa við skýrslu sína
David Kendall, einkalögmaður Clint-
ons, hafði enn ekki fengið tækifæri til
að spyrja Starr spjörunum úr þegar
Morgunblaðið fór í prentun en líklegt
var talið að hann myndi beina sjónum
að því að Clinton væri hér með
hreinsaður af þeim ásökunum sem
Starr var upphaflega fenginn til að
rannsaka og það eina sem Starr hefði
því á Clinton nú væri framhjáhald
með Monicu Lewinsky og tilraunir
hans til að breiða yfir sambandið.
Þetta er í fyrsta sinn sem Starr er
sjálfur í eldlínunni á þennan hátt og í
yfirlýsingu sinni í upphafi varði hann
framkvæmd rannsóknar sinnar og
sagðist standa fullkomlega við inni-
hald skýrslu þeirrar sem hann lagði
fram fyiir dómsmálanefndina í ágúst.
Itrekaði hann ásakanir um meinsæri
og misbeitingu valds á hendur forset-
anum. Sagði hann seinna að sam-
kvæmt laganna bókstaf væri hægt að
lögsækja Clinton fyrir meinsæri eftir
að hann lætur af forsetaembættinu,
hvort sem Bandaríkjaþing samþykkir
ákæru á hendur honum til embættis-
missis eður ei.
Sjálfur var Clinton víðsfjarri, en
hann hóf í gær fimm daga heimsókn
sína til Asíuríkjanna. Yfirheyrslur
yfir Starr gengu hægt í gær og var
búist við að þær stæðu fram á kvöld
og jafnvel að áfram yrði haldið í dag,
föstudag.
■ ítrekaði ásakanir/23
Reuters
RICHARD LeBeau, sem er af ætt
Sioux-indíána í Bandaríkjunum,
virðir hér fyrir sér skyrtu sem
einn forfeðra hans bar í orrust-
unni um „Undað hné“ sem indíán-
ar af Lakota Sioux-ættbálknum
háðu við bandaríska riddaraliðið
í hlíðum S-Dakota í desember ár-
ið 1890.
Skyrtan hefur verið til sýnis í
safni í Glasgow í Skotlandi allt
frá því hún var keypt þangað árið
1892 en borgarráð Glasgow
ákvað í gær að skyrtunni yrði
skilað aftur til upprunalegra eig-
enda hennar. Á henni er að finna
ýmis tákn sem ætlað var að
vernda þann sein hana bæri fyrir
byssukúlum hermanna Banda-
ríkjahers sem nægði þó ekki Si-
oux-stríðsinanninum sem hana
bar. Ekki heldur gat það bjargað
félögum lians frá því að fara
mjög halloka en í bardaganum
féllu alls um 150 indíánar.
Stj órnarkreppa
yfirvofandi í Noregi
Boðað til
neyðar-
fundar
FORSETI norska Stórþings-
ins, Kirsti Kolle Grpndahl,
hefur boðað leiðtoga þing-
flokkanna á neyðarfund nk.
mánudag til að ræða yfirvof-
andi stjórnarkreppu. Alls
liggja sex tillögur fyrir fjár-
laganefnd þingsins og nýtur
engin þeirra stuðnings meiri-
hlutans. Hins vegar hafa
Verkamannaflokkurinn og
Hægriflokkurinn náð sam-
komulagi í þremur atriðum og
telja margir það fyrsta skrefið
í átt að því að Verkamanna-
flokkurinn taki við stjórnar-
taumunum með stuðningi
Hægriflokksins, að því er seg-
ir í Aítenposten.
Samkomulag Verkamanna-
flokksins og Hægriflokksins
er á þremur sviðum. Það felst
í kröfum um virkari Evrópu-
stefnu og mögulega tengingu
norsku krónunnar við evróið,
breytingar á opinbera kerfinu
og sameiningu sveitarfélaga
og stofnun rannsóknarsjóðs
sem sé rekinn fyrir fé sem fá-
ist fyrir sölu hlutabréfa ríkis-
ins í ýmsum fyrirtækjum.
Það eru þingmenn flokkanna
tveggja í fjárlaganefnd þings-
ins sem hafa komist að sam-
komulaginu á sama tíma og
stjórnin berst við að koma
saman fjárlagafrumvarpi sem
fáist samþykkt. Hafa stjórnar-
þingmenn reynt að gera lítið úr
samkomulaginu en þingmenn
Verkamannaflokks og Hægri-
flokks segja að líta beri á sam-
komulagið af fullri alvöru, þótt
það teljist ekki enn nægur
grundvöllur fyrir stjórnar-
myndun.
■ Sameinast fornir/26
Dýrkeypt
starfsnám
London. The Daily Telegraph.
UNGUM manni, lærlingi hjá
þýsku verðbréfafyrirtæki, varð
heldur betur á í messunni í
fyiTadag þegar hann ýtti á
ranga tölvuhnappa. Með því
hrinti hann af stað viðskiptum
upp á 1.334 milijarða ísl. kr. Er
tap vinnuveitanda hans áætlað
1,16 milljarðar kr.
Lærlingurinn, sem var í
starfsþjálfun í London, olli
miklu uppnámi í kauphöllinni
þar í borg þegar upp á skjáina
komu skilaboð um, að einhver
vildi selja 130.000 framvirka
samninga um þýsk skuldabréf,
sem metnir voru á meira en
1.334 milljarða ísl. kr.
Hér var um að ræða mestu,
einstöku sölu á þýskum, fram-
virkum samningum, sem um
getur, og ringulreiðin var mikil.
Vissi enginn hvað um var að
vera og helst að mönnum dytti í
hug að salan tengdist nýjum tíð-
indum af fjármálalífi í Brasilíu.