Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Framkvæmdir hafnar við Barnaspítala Hringsins Hringskonur leggja fram 100 milljónir FRAMKVÆMDIR við nýbyggingu Barnaspítala Hringsins á Landspít- alalóðinni í Reykjavík hófust í gær með því að Ingibjörg Pálmadóttir heil’origðisráðherra tók fyi-stu skóflustunguna. Áætlaður heildar- kostnaður er einn milljarður króna og er gert ráð fyrir að spítalinn komist í gagnið vorið 2001. Ingibjörg Pálmadóttir sagði að undirbúningsnefnd hefði staðið vel að málum. Hún sagði bæði stjórn og stjómarandstöðu styðja fram- kvæmdina. Ráðherra þakkaði sér- staklega hlutdeild Kvenfélagsins Hringsins en Hringskonur hefðu einnig átt drýgstan hlut að máli þegar barnadeild Landspítalans var komið á fót árið 1957. Að loknu ávarpi ráðherra flutti biskup ís- iands, Karl Sigurbjörnsson, bless- unarorð og síðan var athöfninni fram haldið í anddyri K-byggingar Landspítalans. Hátíðisdagur fyrir börn á Islandi Siv Friðleifsdóttir, formaður bygginganefndar, sagði þetta há- tíðisdag fyrir börn á Islandi þegar hefja ætti framkvæmdir við sér- hannað barnasjúkrahús. Hún sagði löngu tímabært eftir áratuga starf barnadeildarinnar að hún fengi sérhannaða byggingu og að góð samstaða hefði myndast um það. Hún þakkaði Hringskonum dugnað við fjársöfnun og að þrýsta á stjórnvöld um að ráðast í úrbætur fyrir sjúk börn. Siv sagði bygging- una hafa stækkað um 13% við hönnunina, bæði tæknirými á fimmtu hæð og í kjallara en einnig hefðu álmurnar verið stækkaðar lítillega. Hún sagði mikla greining- ar- og hönnunarvinnu hafa farið fram síðustu árin vegna barnaspít- alans. Hefðu arkitektar hússins, Sigríður Magnúsdóttir og Hans- Olav Andersen, starfað mest að henni ásamt starfsfólki barnaspít- alans. Elísabet Hermannsdóttir, for- maður Hringsins, sagði gleði í hug- um Hringskvenna þegar séð væri að markmið þeirra í áratugi væri nú í augsýn. Hún sagði marga eiga þakkir skildar fyrir stuðning enda þyrfti mikið og sameiginlegt átak margra til að reisa og reka bygg- ingu sem bamaspítalinn væri, ríkis- ins, félagasamtaka, fyrirtækja og almennings. Að síðustu sýndi Anna Ólafía Sig- urðardóttir, hjúkrunarfræðingur, sem starfað hefur sem verkefnis- stjóri með tæknimönnum við undir- Morgunblaðið/Ásdis INGIBJÖRG Pálniadóttir heilbrigðisráðherra tekur fyrstu skóflustung- una að nýbyggingu Barnaspítala Hringsins á Landspítalalóð. Að baki henni standa frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Elísabet Hermannsdóttir, Ingólfur Þórisson, Vigdfs Magnúsdóttir og Karl Sigurbjömsson biskup. búning byggingar, teikningar og greindi frá helstu atriðum barna- spítalans nýja. Alls verður húsið 6.500 fermetrar að stærð og skiptist þannig: Á fyrstu hæð eru göngu- deild og dagdeild, á annarri leik- og kennslustofur ásamt skrifstofum, á þriðju hæð almenn legudeild og handlæknisdeild, á fjórðu hæð ung- barnadeild og gjörgæsla nýbura og á þakhæð og í kjallara eru tækni- rými. Áætlaður byggingakostnaður er einn milljarður. I fjárlögum þessa árs og samkvæmt fjárlagafrum- varpi næsta árs verða alls 385 millj- ónir til ráðstöfunar, frá Hringskon- um koma um 100 milljónir króna og úr sérstökum byggingarsjóði sem verið hefur í vörslu Landspítalans koma nokkrir tugir milljóna að sögn Ingólfs Þórissonar, aðstoðarfor- stjóra Ríkisspítala, en í þann sjóð hafa síðustu 10 til 15 árin safnast framlög frá einstaklingum og fyrir- tækjum. Uppsteypa hefst í mars á næsta ári Eins og fyrr segir eru fram- kvæmdir hafnar og er gert ráð fyrir að jarðvinnu ljúki um miðjan mars á næsta ári. Verktaki við jarðvinnuna er Suðurverk hf. og var tilboð fyrir- tækisins 47% af kostnaðaráætlun. Að henni lokinni er áætlað að upp- steypa hússins hefjist. Henni á að ljúka með haustinu en þá tekur við frágangur utanhúss sem standa mun fram í apríl árið 2000. í mars það ár hefst einnig vinna við frá- gang innanhúss og við búnað húss- ins skömmu síðar. Þá á lóðafrágangi að ljúka vorið 2000. Verklok eru síð- an áætluð í apríl árið 2001. Bygginganefnd skipa ásamt Siv Friðleifsdóttur og Elísabetu Her- mannsdóttur, Ásgeir Haraldsson, forstöðulæknir barnadeildarinnar, Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður stjómar Ríkisspítalanna, og Vigdís Magnúsdóttir, forstjóri Rík- isspítala, en hún stjórnaði jafnframt athöfninni í gær. Morgunblaðið/Kristján Bóksala á mbl.is Læknir á fyrstur til EIRÍKUR Páll Sveinsson, háls-, nef- og eyrnalæknir á Akureyri, var fyrstur til að nýta sér nýjan vef Morgunblaðsins á mbl.is, Bókatíðindi 1998, en hann pant- aði sér bókina Áin mín, veiðibók eftir Eirík S. Eiríksson, strax á áttunda tímanum í gærmorgun. Eiríkur sagðist í samtali við Morgunblaðið aldrei áður hafa nýtt sér Netið í viðskiptum. „Ég sá fréttina um bókavefinn fyrir tilviljun í Morgunblaðinu snemma [í gærmorgun] og af því að mig langaði í þessa bók brá ég Akureyri að kaupa á það ráð að panta hana í gegn- um Netið.“ Eiríkur kemur einmitt við sögu í bókinni vegna veiði í Hofsá en þar hefur Eiríkur verið við veið- ar í Qóra áratugi. „Ég hef stund- að veiði í rúm 40 ár en ég veit ekki liversu mikill veiðimaður ég er,“ sagði Eiríkur ennfremur. í tilefni þess að Eiríkur var fyrstur til að nýta sér bókakaup á vefnum, heimsótti Rúnar Ant- onsson, starfsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri, hann og færði honum bók að gjöf. Bókasala hafin á mbl.is Ný og enn haldbetri a verkfæri ; v Oruggara grip léttir vinnuna og gerir hana ánægjulegri Fæst í öllum betri byggingavöruverslunum NÝR vefur Morgunblaðsins, mbl.is, Bókatíðindi 1998, sem Morgunblaðið hefur opnað í samvinnu við Félag ís- lenskra bókaútgefenda, gerir öllum kleift að kaupa bækur á vefnum með afslætti, en á vefnum má finna 455 bókatitla með lýsingu og mynd frá 81 forlagi. Nægir að skiúfa nafn tiltekins höf- undar, þegar komið er inn á fyrstu síðu Bókatíðinda. Þær bækur sem eru til sölu eftir höfundinn birtast þá á skjánum, en einnig er hægt að skrifa titil muni notandinn ekki nafn höfundar. Eftir að bók hefur verið valin má smella á „kaupa“. Þá opnast gluggi þar sem notandinn gefur upp nafn sitt, heimilisfang greiðslukorta- númer o.s.frv. Síðan er smellt á „staðfesta" og þá hefst pöntunarferl- ið, sem er gætt með ströngum ör- yggisstaðli. Viðskiptin fara fram eins og um hefðbundin posaviðskipti væri að ræða, en dreifíngarmiðstöð Vöku- Helgafells leitar heimildar korthafa hjá viðkomandi kortafyrirtæki. Þegar bækur eru keyptar á mbl.is Bókatíðindi 1998 er eingöngu um greiðslukortaviðskipti að ræða, en til að fyllsta öryggis sé gætt eru upp- lýsingarnar um viðskiptin dulkóðað- ar áður en þær eru sendar til dreif- ingarmiðstöðvai- Vöku-Helgafells. Jafnframt er tryggt að kaupandinn geti treyst því að hann sé einvörð- ungu að versla við vefþjóninn mbl.is. Þar ræður vottun frá bandaríska fyrii-tækinu VeriSign. Til nánari útskýringar má nefna að vilji fyrirtæki láta votta vefþjón sinn sækir það um slíka vottun til fyrirtækis á borð við VeriSign og sendir dulkóðunarlykil sem vef- þjónninn býr til. Eftir að vottunar- ferlinu er lokið fær viðkomandi fyiir- tæki skráningarnúmer sem kenni- mark, sem gildir fyrir viðkomandi vefþjón og er notað til að kanna hjá VeriSign hvort viðkomandi fyrirtæki SMÉn«rimui HermannMon VM& 44» v.) SwÖ»»MAMlMðw.«!OI C ft.) SwwH: I Ym<~ r Guacarf Mlkl -I iu»,i—i—i—i—«w»*nr Hm»a | Kmytl | ÞANNIG lítur greiðsluformið út, sem notað er þegar bækui' eru keyptar á bókavef mbl.is. Sjá má endanlegt verð sem kaupandinn þarf að greiða með afslætti og sendingarkostnaði. sé það sem það segist vera. Kenni- markið tengist léni fyrirtækisins, svo sem www.mbl.is og er ekki hægt að nota yfir önnur lén þótt þau séu i eigu sama fyrirtækis. Afgreiðslutíminn tveir virkir dagar Allar bókapantanir á vef Morgun- blaðsins eru sendar samdægui's til dreifíngarmiðstöðvar Vöku-Helga- fells og á hverjum morgni er pöntun- um gærdagsins safnað saman og þær afgreiddar svo fljótt sem auðið er. Afgreiðslutíminn er um tveir virkir dagar, en aldrei lengri en tíu dagar. Bækumar eru sendar inn- pakkaðar til viðskiptavina annað- hvort í gegnum dreifikerfi dreifing- armiðstöðvai'innai' eða með pósti. Bókakaup á mbl.is Notandinn tengist www.mbl.is og smellir þar á “Bókatíðindi". Hér er hægt að leita að bók eftir höfundi eða titli. Bók er svo keypt með því að smella á raBWIjlffi* Þá opnast gluggi þar sem fyllt er út nafn, heimilisfang, greiðslukorta- númer o.s.frv. (sjá mynd). Pöntunin er nú send dreifingar- aðila, sem sér um að koma bókinni til kaupenda. vÉriSigxij OrugB krwltkarlMiðAtpll Þær upplýsingar sem sendar eru dreifingaraðila eru dulritaðar (þ.m.t. upplýsingar um greiðslu- kort). Fyllsta öryggis er því gætt. Einnig er tryggt að miðlarinn sé í raun www.mbl.is. Dreifingaraðili sér síðan um að leita heimilda hjá greiðslukorta- fyrirtækjum fyrir greiðslu. HÉR má sjá myndræna fram- setningu á þvf hvernig kaup eiga sér stað á bókavef mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.