Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Vel að verki staðið * HESTAR________________ ÍM v n <11> a n (1 s s p ó 1 n r LANDSMÓT HESTAMANNA Myndbandsspólur með efni frá landsmóti hesta- manna á Melgerðismelum 1998. Framleiðandi Saga film og uppl ókustjórar Bjarni Þór Sigurðsson og Erna Kettler. Dreifing hjá Hestamanninum ALDREI fyrr hefur verið eins veglega staðið að útgáfu rayndbanda af vettvangi landsmóta sem nú. Hvorki fleiri né færri en fimm spólur hafa verið gefnar út hver með sínu móti og sú sjötta væntanleg. Fyrst er að nefna spólu sem hefur að geyma þverskurð af því helsta sem gat að líta á mótinu. Þá er sérstök spóla með gæðingum þar sem getur að líta öll þau 20 hross sem náðu í fullnaðardóm í hvorum flokki, yngri flokkarnir eru á sér spólu og kynbótahrossum er skipt á tvær spólur, stóðhestar á annarri og hryssur á hinni. A sjöttu spólunni verða svo ræktunarhóp- ar og töltkeppnin. Með þessum hætti era landsmótinu að sjálf- sögðu gerð afar góð skil og má fullyrða að aldrei fyrr hafi eins vel verið að verki staðið. Aldrei fyrr hefur heldur verið eins mikið lagt í sjón- varpsupptökur á nokkru hestamóti á Islandi. Sýnt var beint frá mótinu og unnu sextán manns við upptökur á mótinu. Sem dæmi má nefna að fjórar fastar upptökuvélar vora stað- fttar niðri við jörð inni á aðalhringvellinum á elgerðismelum iýrir utan aðrar vélar á svæð- inu. Það verður þó að segjast eins og er að þess- ar fóstu vélar gerðu h'tið gagn því sjónarhornið sem þær virtust taka er ekki það sjónarhorn sem hestamenn vilja sjá þegar þeir horfa á myndir af glæstum gæðingum. Auðvitað er sjálfsagt að skjóta inn einu og einu slíku skoti. En hvað um það, þarna var greinilega ferðinni fólk sem lagði mikið undir og vildi gera vel. Annað atriði sem vert er að minnast á er sýn- ing fets í fullnaðardómum gæðinga. Þá er í tíma og ótíma verið að sýna fætur hrossanna, höfuðið á þeim og andlit knapans í nærmynd. Látum vera með andlit knapana, það er gaman að sjá einbeitingu, hvernig sumir knapanna era jafnvel í hrókasamræðum eða öllu heldur eintali við hestinn til að halda einbeitingu hans eða róa þá niður. Fótum og höfði hests í nærmynd í sýn- ingu hafa hestamenn lítinn eða engan áhuga á. Þeir vilja sjá hestinn í heild sinni, hvort hann nær framfótarspori með afturfæti, sjá og heyra hvort takturinn sé réttur og svo framvegis. Enginn þulur er með gæðingaspólunni en hinsvegar er notað að hluta tal þeirra Samúels Arnar Erlingssonar og Guðmundar Birkis Þor- kelssonar og svo að hluta orð stjórnanda keppn- innar Sigrúnar Sigurðardóttur. Kemur þetta ágætlega út að því undanskildu að Guðmundur Birkir sem þama á að vera í hlutverki sérfræð- ingsins þekkir hvorki knapa né hest í alltof mörgum tilvikum. Annars kemur ágætlega út að hafa enga þuli þar sem myndefni skýrir sig nokkuð sjúlft eins og gert var á spólunni frá stóphestastöðinni í vor. Á öðram spólum er Júlíus Brjánsson þulur og kemst hann prýðilega frá sínu en þó má að finna að því að rómur og framsetning hans er óþarf- lega mikið í þá veru eins og hann sé að lesa sögu fyrir börn í Stundinni okkar. Myndbandsspólur frá hestasýningum ásamt hægspólunartækni hafa stuðlað að miklum framfóram í mati manna á einstökum atriðum hæfileika. Landsmótsspólurnar nú hafa skapað mikla umræðu bæði meðal hinna fjölmörgu brekkudómara og alvöru dómara. Hross hafa ýmist fallið eða risið í þessari nákvæmu endur- skoðun. Þessi umræða hefur jákvæðan tilgang að því leyti að mönnum lærist betur að skynja atriði sem geta verið flókin eins og til dæmis kýrstökk þegar hratt er riðið. Myndbandatækn- in olli straumhvörfum í greiningu þess og ætla má að flestir og vonandi allir gæðingadómarar hafi gott vald á greiningu kýrstökks. Hið neikvæða við þessa umræðu getur verið að þessi tækni flettir ofan af ótal göllum sem tekst að fela á líðandi stund. Að þessu leyti get- ur umræðan orðið neikvæð og má stundum heyra menn ganga svo langt að vera búnir að af- greiða hin ágætustu hross niður í miðlungs draslur sem ekki eiga heima í sýningum. Menn verða að gæta þess að verða ekki ofurseldir tækninni og neikvæðinu. Hrossin verða að fá að njóta sannmælis og sú útgeislun og áhrif sem sýning hrossanna skapar á líðandi stund verður alltaf grandvöllur þeirra einkunna sem hrossið. Hitt geta menn notað sér til fróðleiks og von- andi skemmtunar. Þessar fimm spólur frá landsmótinu eru sjálf- sagt eins og aðrar spólur yfirfullar af einhverj- um smágöllum sem finna má með einhverskon- ar lúsaleit. Ekki hirði ég um að reyna að finna þær. Það að þær veita fróðleik og skemmtun og endurlífga góða daga á Melgerðismelum er að- alatriðið og standa þær svo sannarlega undir góðum væntingum. Valdimar Kristinsson Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson HOPREIÐIN á landsmótinu sló eftirminnilega í gegn og má telja líklegt, að eftirleiðis fari allar hópreiðar á stórmótum fram á laugardagskvöldum eins og gert var á Melgerðismelum. A Nettölti Ljón, skrölt- ormar og arabar með tölti MJÖG fróðlegar umræður eru oft á ýmsum listum sem hægt er að tengjast á Netinu og fjalla um íslenska hesta. Á bandariskum lista koma fram ólíkar áherslur í hestamennskunni og ólíkar að- stæður, t.d. hvað beri að gera ef þú ert að ríða út og mætir skröltormi, fjallaljóni eða bimi. S&yldi engan undra að Banda- ríkjamenn leggi áherslu á gott geðslag og taugastyrk þegar þeir ætla að kaupa sér íslenskan hest. En listarnir em kjörinn vettvangur til að fylgjast með straumum og stefnum í útlönd- um Hægt er að nálgast ýmiss kon- ar spjalllista á www.online.com. Meðal annars er listi sem íjallar um íslenska hesta og heitir hann icelandichorse. Þar fer fram um- ræða um allt milli himins og jarðar sem tengist íslenska hest- inum. Á öðrum lista, iceryder, spjalla þeir seman sem eiga ís- lenska hesta og leggja stund á náttúrulega reiðmennsku (natural horsemanship). Flestir sem eru inni á icland- ichorse-listanum eru bandarískir *i þar er einnig að finna Islend- ga, Breta, Þjóðveija og eflaust fleiri. Umræðuefnin em marg- vísleg eins og áður segir og er þar að fínna frásagnir af bjöm- um, fjallaljónum og skröltorm- um auk ýmissa annarra vanda- mála og gleðilegra tiðinda. Skröltormur drap íslenskan hest Saga Helgu af örlögum Loft- fara er áhrifamikil. Hún segir frá því þegar hún var í útreiðar- túr fyrir nokkmm ámm á hest- inum Loftfara. Skröltormur, ný- skriðinn úr híði, réðst á hann og hálftíma síðar Iá hesturinn dauð- ur. Af viðbrögðum annarra virð- ist það vera mjög óvenjulegt að skröltormar drepi svo stóra skepnu, en þessi var nývaknaður af dvala og fullur af eitri. Hryssa í menningaráfalli Mikil umræða hefur einnig farið fram um hryssu sem kona nokkur í Bretlandi keypti frá fs- landi í sumar. Þegar hryssan kom til Bretlands gat hún ekki séð neitt líkt með hryssunni og þeirri sem hún hafði valið á Is- landi nema litinn. Allt fas henn- ar og ganghæfíleikar virtust gerbreytt. Hún segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að þetta sé ekki sama hrossið og viti ekki hvemig hún á að snúa sér í málinu. Ekki stóð á ráðleggingum og upp úr stendur að fólk virðist al- mennt á þeirri skoðun að sum hross verði fyrir svo miklu menningaráfalli við að flytjast frá íslandi að það taki þau stundum heilt ár eða meira að jafna sig. í kaupbæti fylgdu dæmisögur um hesta sem breyttust úr ljóta andarungan- um í svan þegar þeir höfðu jafn- að sig. Arabar með tölti eða lítill, loðinn hestur Flýgur fískisagan og ekki alltaf rétt. Strax eftir síðustu helgi kom sú frétt á listann að búið væri að reka Kristin Huga- son hrossaræktarráðunaut. Sú spurning fylgdi í kjölfarið hvort Islendingar ætluðu þá að hætta að rækta araba með tölti og snúa sér að litla, þétta og loðna hestinum! Islendingar á listan- um vom fljótir að leiðrétta þennan misskilning með Kristin og málið virðist úr sögunni í bili. Þýskumælandi fólk ætti líka að líta á lista sem er á síðu þýsku Islandshestasamtakanna www.ipzv.de. Stjórn Bændasam- takanna ætl- ar að finna lausn á deilunni STJÓRN Bændasamtaka ís- lands fjallaði á fundi sínum á mið- vikudag um deilur þær sem upp eru komnar milli Kristins Huga- sonar hrossai-æktan-áðunautar Bændasamtakanna og Kristins Guðnasonar formanns Félags hrossabænda og greint var frá í hestaþætti á þriðjudaginn. Ari Teitsson formaður Bænda- samtakanna sagði í samtali við Morgunblaðið að þar sem trúnað- arbrestur hafi orðið á milli þess- ai-a aðila sé ekki hægt að bjóða hrossabændum upp á þjónustu ráðunautarins ef þeir treysta honum ekki og hann ekki þeim. Hann segir að ekki liggi fyrir hvernig stjórn Bændasamtak- anna ætli að greiða úr þessu máli en gengið verði í það á næstu dögum og á fundinum hafi stjórn- in velt vöngum yfir ýmsum möguleikum. Ai'i segir að þrátt fyiúr að lausn málsins sé ekki aðkallandi þai' sem málið snúist um fram- kvæmd dóma á kynbótahrossum sem ekki hefjast aftur fyrr en í vor verði reynt að leysa málið sem allra fyrst. Abyrgðar- sjóður vegna Saga-reiðskól- ans verði lagður niður Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Félags hrossabænda var sam- þykkt að leggja niður ábyi'gðar- sjóð félagsins vegna Saga-reið- skólans og greiða deildum og fé- lagi höfuðstólinn að fullu til baka. Á undanförnum árum hafa verið settir á fót reiðskólar í Þýskalandi undir merkjum Saga-reiðskólans. Félag hrossa- bænda varð aðili að þessu verk- efni og stofnaði ábyi'gðarsjóð sem geymdur hefur verið í ís- lenskum banka. Þegar nýr skóli hefur verið stofnaður hefur hann getað sótt um ábyrgð frá íslandi sem nemur í mesta lagi sölu- verði hrossa sem keypt hafa ver- ið af bændum hér á landi. I ársskýrslu Félags hrossa- bænda kemur fram að miklar breytingar hafi átt sér stað á rekstrarfyrirkomulagi Saga- reiðskólanna og hefur félags- skapnum verið breytt í hlutafé- lag með takmarkaða ábyrgð. Vegna þessa hafi Félag hrossa- bænda þurft að endurskoða þátttöku sína í verkefninu. Stjórn Félags hrossabænda hefur fjallað um þesssar breyt- ingar og rætt var við fulltrúa skólanna í september meðal annars um að félagið drægi til baka það fé sem það hefur lagt í ábyrgðarsjóðinn og greiddi það til baka til deilda félagsins út um land. Hluti félagsins er einnig varðveittur í banka. Ein ábjrrgð hefur verið veitt til skóla, en hún rennur út árið 2001 og verður þá greidd til baka til félagsins. Nokkur vonbrigði hafa verið meðal hrossabænda með hversu fá hross hafa verið keypt á veg- um skólanna og kemur fram í skýrslunni að ekkert hross hafi verið keypt af þeim á síðasta starfsári. Nú er verið að setja á fót tvo nýja skóla og þrátt fyrir að Félag hrossabænda leggi nið- ur ábyrgðarsjóðinn mun enn vera áhugi á að kaupa hross frá Islandi til skólanna og vera í samstarfi við félagið um að út- vega þá. Ásdís Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.