Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Orkunefnd Húsavíkur og hreppsnefndir í Aðaldal og Reykjadal Samvinna um orku- vinnslu rædd Húsavík - Umræður, að frumkvæði Orkuveitu Húsavíkur og hrepps- nefndanna í Aðaldal og Reykjadal um rannsóknir og orkuvinnslu á hitasvæði Þeistareykja, hafa átt sér stað. Síðar komu Akureyringar að málinu og er nú fyrirhugað að stofna hlutafélag um málið og í því sambandi var eftirfarandi tillaga samþykkt á fundi bæjarstjómar Húsavíkur. „Bæjarstjórn Húsavíkur fyrir hönd Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að taka þátt í stofnun einkahlutafélags um rannsóknir og orkuvinnslu á Þeistareykjum sam- kvæmt framlögðum gögnum um málið. Eignarhluti OH í félaginu verði 2.800.000 kr. eða 40% Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að sitja stofnfund félagsins og undirrita nauðsynleg skjöl vegna stofnunar þess.“ Á sama fundi samþykkti bæjar- stjórnin að álagningarstigi og inn- heimtuprósenta útsvara á árinu 1999 verði 12,04% og mun það vera það hæsta sem leyfílegt er sam- kvæmt lögum. --------------- Nýr prófastur í Vestur-Skafta- fellssýslu Fagradal - Séra Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur í Vík í Mýrdal, var um síðustu helgi settur inn í embætti prófasts í Vestur-Skaftafells- sýslu en hann tók við embættinu af sr. Siguijóni Einarssyni sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Biskup íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, setti Harald inn í embættið og flutti predikun við hátíðarguðsþjónustu í Víkur- kirkju. Börn úr tónskóianum spiluðu á hljóðfæri og kór Vík- urkirkju söng. Eftir messu buðu sóknarnefndir prófastsdæmis- ins til kaffidrykkju í Leikskál- um. Ný svæðisþjónustu- stöð Landssímans á Sauðárkróki Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STJÓRN Rauða kross deildarinnar í Stykkishólmi afhendir hjarta- og kransæðasjúklingum í Stykkishólmi að gjöf áhöld til notkunar við æf- ingar hópsins í íþróttahúsinu. Rauði krossinn styrk- ir hjartasjúklinga Stykkishólmi - í Stykkishólmi hafa þeii' sem haldnir eru hjarta- og kransæðasjúkdómum ákveðið að standa fyinr æfingum í íþrótta- miðstöðinni tvisvar í viku. Þeir vita að endurhæfing og líkamsrækt er mikilvægur þáttur í að halda góðri heilsu og eins til að forðast frekari áfóll. Því var farið af stað með æfing- amar og hafa 23 einstaklingar látið skrá sig. Þeir njóta leiðsagnar sjúkraþjálfara sem starfa við St. Fransiskuspítalann í Stykkishólmi. Æfingarnar eru einstaklingsbundn- ar og miðast við ástand hvers og eins og eiga að auka þrek þeiiTa. Nú á dögunum afhenti Stykkis- hólmsdeild Rauða krossins hjarta- sjúklingum áhöld til að nota við æf- ingarnar. Um var að ræða yfir- breiðslur og mjúka púða til að nota við slökun að loknum æfingum og einnig göngutæki. Áður hafði hópur- inn fengið tvö þrekhjól að gjöf. Leikið í frímínútum Sauðárkróki - Nýlega opnaði Lands- sími íslands verslun og þjónustustöð að Borgarmýii 1 á Sauðárkróki. í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Pósts og síma um síðustu áramót hefur nú rekstur þessara tveggja fyrirtækja á Sauðár- króki að fullu verið aðskilinn og með opnun hinnai- nýju svæðisþjónustu- stöðvar tekur Landssíminn við öllum þeim verkefnum sem Islandspóstur hefur sinnt fyrir símann frá því að fyiirtældnu var stópt. Reynir Kárason, sem áður var stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki, veitir forstöðu hinu nýja fyrirtætó og sagði hann að gert væri ráð fyrir að stöðin á Sauðár- króki væri miðstöð fyrir Norðvestur- land og þjónaði því öllu. Þetta nýja húsnæði sagði Reynir, sem er í langtímaleigu, er rúmlega 300 ftn, en þar af eru Sölu- og markaðsdeildin í um það bil helmingi þess en hinn hlutinn sem tetónn verður í notkun síðar í vetur mun hýsa alla þjónustudeildina. Fjölmargir gestir lögðu leið sína að Borgarmýri 1 þegai- þjónustu- stöðin var opnuð og skoðuðu húsa- kynnin og þær nýjungai- í fjarstópta- tækjum sem Landssíminn hefur að bjóða. Þj dnustusammngur við Lund á Hellu INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðheixa og Drífa Hjartar- dóttir, formaður stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu, hafa undirritað þjónustusamn- ing vegna starfsemi stofnunarinnai-. Samingurinn felur í sér að heil- brigðisráðuneytið kaupir fyrir hönd ríkissjóðs þjónustu af stofn- uninni en hún selur 22 hjúkrun- arrými og tvö dagvistunarrými og eru ákvæði í samningnum um að nýting rýma verði ekki minni en 98 af hundraði á ári hverju. Að auki leggur stofnunin til átta dval- arrými sem lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins greið- ir fyrir. Skilgreindar eru í samningnum kröfur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis vegna aðbúnað- ar og þjónustu við vistmenn, mark- mið með því að veita þjónustuna, um hjúkrunarþátt þjónustunnar og eftirlit með framkvæmd samnings- ins. Ríkissjóður greiðir Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu sextíu og sex milljónir og tvö hund- ruð þúsund krónur árlega fyrir þjónustuna sem vistmönnum er veitt á stofnuninni. Þjónustusamningur þessi er gerður á grundvelli 30. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður rítósins. Morgunblaðið/Nanna Sjöfn Pétursdóttir BÖRNIN í grunnskólanum á Bfldudal bregða á leik í frímínút- um og virðast nokkuð leikin í snú snú. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BISKUP íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, setur sr. Harald M. Krist- jánsson í embætti prófasts í Vestur-Skaftafellssýslu. Nýr björgrm- arbátur Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson MYNDIR af björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni þegar hann kom fyrst til heimahafnar kl. 19.30 17. nóv. Grindavík - NÝR björgunarbátur er kominn til Grindavíkur. Oddur V. Gíslason hét gamli björgunarbátur- inn sem björgunarsveitin Þorbjörn átti en vígsla nýja bátsins fer fram á sunnudag. „Þetta er þriðji breski báturinn sem er hér í Grindavík," sagði Sig- urður Óli Hilmarsson, foi-maður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. „Það er búið að ganga á ýmsu á leiðinni til Grindavíkur. Eins og við er að búast á þessum árstíma er allra veðra von, það má því segja að áhöfnin hafi fengið sína fyrstu æf- ingu á leiðinni hingað frá Aberdeen í Skotlandi. Báturinn þjónaði RNLI, sem er björgunarfélag í Bretlandi. Báturinn fær fyrstu ein- kunn hjá bátsverjum og stóðst eins og vonir stóðu til í alls konar veðr- um. Það voru t.d. níu vindstig á leiðinni frá Höfn í Hornafirði til Vestmannaeyja. Þetta er mjög öfl- ugur bátur, 17 metra langur, 5 metra breiður og með tvær 460 hestafla Caterpillar-vélar. Báturinn sem gefinn er upp á 17 mílna gang- hraða náði 21 mílu hraða á lensi til Eyja. Hann er framleiddur 1976 og er kærkomin viðbót við annan björgunarbúnað sveitarinnar, sem nú er nýflutt í glæsilegt nýtt húsnæði." Um félagseininguna hafði Sigurð- ur Óli þetta að segja: „í sveitinni eru 64 skráðir félagar. Við rekum öflugt unglingastarf sem hófst 1992 og erum að æfa upp fólkið sem taka mun við og þá sem hæfari einstak- lingar. Ég vil nota tækifærið til að óska Grindvíkingum til hamingju með nýja bátinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.