Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bætt efnahagsstjórn - eða fískveiðistjórn? REKSTUR stærri sj ávarútvegsfyrii*- tækja hefur yfírleitt gengið vel undanfarin ár. Tíðindin eru ánægjuleg. Utbreidd- ur misskilningur er, að stjórnkerfi fískveiða sé hér aðalatriði. Ein- hvern tímann var sagt: „Ef þið hættið ekki að skrökva, fer ég að segja sannleikann." Fyrirtæki sem ég var í forsvari fyrir stefndi ríkissjóði í svokölluðu „gengis- munamáli“ 1984. Deilt var um rétt stjórnvalda til að taka eignarnámi gengismun af birgðum sumra fiskverkunarfyrirtækja í maí 1983, til sértækra ráðstafana í sjávarútvegi. Við málaferlin kynntist ég fjármálaákvæðum og fleiri gi-undvallaratriðum i stjórn- arskrá lýðveldisins, hjá þeim ágæta lögmanni Jóni Steinari Gunnlaugssyni (sjá bók Jóns Steinars „Deilt á dómarana"). Málið vannst í undirrétti, en tap- aðist í Hæstarétti 7:0,1986. Tveim árum síðar, þegar ég tók sæti á Alþingi, komst ég að því að málið hefði getað unnist fyrir Hæsta- rétti, því fjáraukalög frá 1983 höfðu aldrei verið samþykkt. End- urupptaka málsins fyrir Hæsta- rétti var samt óframkvæmanleg. Við upphaf þingstarfa 1988 var ég að reyna að setja mig inn í af- greiðslu fjáraukalaga. Eftir íyrirspurnir í stjórnsýslu fjármála í nokkrar vikur, kom í ljós að fjáraukalög hefðu bara alls ekkert verið afgreidd í fjölda ára!!! Ríkisendurskoð- un ráðlagði því þáver- andi fjármálaráðherra, að leggja óafgreidd fjáraukalög fram til samþykktar strax. Ráðherrann gerði það og var snöggur að. Fjáraukalög fyrir: 1979, 1981, 1982, 1983, 1984, 1985, og 1986 voru því lögð fyrir til samþykktar á einu þingskjali (1980 var af- greitt). Fjáraukalög fyrir 1987 komu á öðru þingskjali. Samtals voru þetta óafgreidd fjáraukalög að verðgildi um 156 milljarðar króna á verðlagi ársins 1988. Þessar „aukafjárveitingar" virtust aðallega hafa verið fjármagnaðar með seðlaprentun. Framkvæmdin var sú að ríkissjóður hafði heimild fyrir „tímabundinn yfírdrátt" í Seðlabanka samkvæmt 6. gr. fjár- laga. Heimildin hafði verið nýtt af- ar frjálslega árum saman, svo ekki sé nú meira sagt. Yfirdrátturinn var yfírleitt „núllstilltur" með er- lendri lántöku í byrjun hvers árs. Þar sem engin verðmæti - eða væntanlegar tekjur - stóðu bak við þessa seðlaprentun, leiddi hún til beinnar útþynningar á krón- I dag vantar punktinn yfir i-ið með lagabreyt- ingu í lögum um Seðla- banka, segir Kristinn Pétursson, þar sem yfir- dráttur verði bannaður. unni, gjaldmiðli þjóðarinnar. Verðbólga varð eðlileg afleiðing. Vegna þessarar afleitu fjármála- og peningamálastjórnar hins opin- bera, þurfti sífellt að fella gengið (til samræmis við prentunina?). Við ákvörðun um gengisfellingu (gengissig) - drógu menn lappirn- ar langt fí’amyfir elleftu stundu - og rúmlega það. Þegar til gengis- fellingar kom - hét framkvæmdin - „að fella gengið til að bjarga sjávarútveginum“ (??!!). Sjávarút- vegsfyrirtæki (og annar útflutn- ings- og samkeppnisiðnaður) voru í stöðugum taprekstri, af þessum sökum. Fyrirtæki voru tilneydd til að skipta erlendum gjaldeyi'i dag- lega - í íslenskar krónur - á gengi sem yfirleitt var einungis 85-97% af eðlilega skráðu gengi. Fyrir- tækjum var líka gert að taka er- lend afurðarlán, og erlend eða verðtryggð fjárfestingalán. Lánin hækkuðu svo þegar gengið var fellt og eigið fé fýiártækja fuðraði upp, langtum hraðar en sparifé landsmanna áður fyrr og er nú samlíkingin ærin. A tímabili var Kristinn Pétursson Bætum lífskjör í landbúnaði FORMAÐUR nefndar um lífskjör í landbúnaði, Ólafur Friðriksson, svaraði sl. þriðjudag grein minni þar sem ég gagnrýndi skýrslu nefndarinnar sem lögð var fram fyrir skemmstu. Geri ég þrjár stuttar athuga^ semdir við svör hans. I fyrsta lagi segir hann rangt hjá mér að í skýrslunni sé unnið út frá reiknuðum launum bænda. Á bls. 21 í skýrslu nefndarinnar eru tekjur af búrekstri skilgreind- ar sem reiknað endurgjald og hagnaður af búrekstri samanlagt skv. RSK. Rétt er að þetta eru þær upplýsingar sem eru tiltækar á persónuframtali um tekjur af búrekstri. Einnig er rétt að skin og skúrir skiptast á í afkomu í bú- rekstri en nefndin átti samkvæmt erindisbréfi (bls. 1 í skýrslunni) að gera úttekt á þróun afkomunnar á 8 ára timabili. Reiknuð laun og hagnaður gefa hins vegar ekki fulla mynd af henni ef ekki er litið tO þess hvort rekstrartöp eru á sama tíma að safnast upp, en þau fyrnast síðan á fimm árum. í öðru lagi er í greininni fullyrt að sú fullyrðing mín að per- sónuframtalið gefi ekki mynd af semsetn- ingu teknanna af bú- rekstrinum sé líka röng. Á bls. 20 í skýrslu nefndarinnar segir: „Athygli er vakin á að ekki er mögulegt að sjá hve stórt hlut- fall viðkomandi búgi'einar er í heildarbúgreinatekjum bús í þeim gögnum sem nefndin leggur til grundvallar í starfí sínu.“ Um þetta þarf varla að hafa fleiri orð. I þriðja lagi er það vinnutíminn. Vinnutími bænda er oft langur og ekki síður eru miklar kröfur um viðveru. Fyrir þetta þurfa bændur Hjálmar Jónsson 20% afsláttur af ekta skosku smjördeigs- og hafrakexi frá 12.-20. nóvember. TILBOÐ £jósm pndasfofa Gmmars Sngimarssonar Suðurveri, sími 553 4852 Ég vil árétta það að mestu máli skiptir að beina huganum að því hvernig bæta megi lífskjör bænda, segir Hjálmar Jónsson, ---------------7-------- í svari til Olafs Friðrikssonar. sanngjarna umbun. Um þetta er ekki deilt en athugasemd mín sneri að því að meiri nákvæmni hefði mátt gæta í skýringum með þessum upplýsingum. Fyrirfram vænti ég mikils af störfum nefnd- arinnar þar sem henni var falið mikilvægt hlutverk. Þess vegna eru það vonbrigði hvað niðurstöð- ur og tillögur nefndarinnar um úr- bætur og aðgerðir eru litlar. Vissulega er það rétt að ég leyndi þeim vonbrigðum ekki í minni fyrri grein. Eg vil svo að lokum árétta það að mestu máli skiptir að beina huganum að því hvernig bæta megi lífskjör bænda. Nú þarf að myndast breið samstaða um að skapa landbúnaðinum sanngjörn rekstrarskilyrði. Taka skal mið af því að afurðir hans eru fleira en matvæli enda þótt sú framleiðsla skipti mestu máli. Hreinleiki hennar og gæði eru með því besta sem þekkist á byggðu bóli. Til við- bótar má nefna vörslu umhverfis og varðveislu þeirra menningar- gilda, sem standa dýpstum rótum í samfélagi fólks í dreifðum byggð- um landsins. Höfundur cr nlþingismaður. rekin „fastgengistefna", en haldið ái'ram að prenta seðla á fullu. Tjón eigenda sjávarútvegsfýrirtækja (og fleiri) vegna þessara dæma- lausu efnahags- og peningamála- stjórnar verður seint metið til fjár. Umframseðlaprentun Seðlabank- ans virðist hafa verið 7-15% ár- lega. Danska ki-ónan er vitnið: Danska krónan var jafnhá þeirri íslensku (1:1) við myntbreyting- una 1980. Tíu árum síðar - 1990 - var 1 króna dönsk 10 íslenskar. Utþynning gjaldmiðils okkar virð- ist því hafa verið að meðaltali um 9% á ári á þessu tímabili 1979-1987. Það er leitt að þurfa að rifja upp þessa hörmungarsögu. En vegna síendurtekins og vaxandi mis- skilnings um að fiskveiðistjórn- kerfið sé aðalástæða bættrar af- komu í sjávarútvegi, sé ég mig til- neyddan til þess að rifja þetta upp. Á þingi reyndi ég eftir bestu getu, að halda til streitu sjónar- miðum um að fjármálaákvæði og önnur ákvæði stjórnarskrár lýð- veldisins yrðu virt. Þessi barátta bar að einhverju leyti jákvæðan árangur, þar sem vinnureglur breyttust í grundvallaratriðum um meðferð fjáraukalaga. Eg skrifaði fjármálaráðherra form- legt bréf í maí 1989 og krafðist þess að fjármálaákvæði stjómar- skrár yrðu virt að fullu í upphafi haustþings 1989, með því að fjár- aukalög fyrir það ár yrðu lögð fram og samþykkt strax og haust- þing kæmi saman, áður en til greiðslu fjármuna kæmi vegna fjárlagahalla ársins. Ráðherrann svaraði reyndar ekki bréfinu sem er aukakatriði. Hann framkvæmdi þetta hins vegar með miklum sóma haustið 1989 (sjá þingtíð- indi). Meðferð fjáraukalaga hefur verið í samræmi við ákvæði stjórnarskrár síðan þá. Þá víkur sögunni að yfirdrætti ríkissjóðs í Seðlabanka. Eg kom með tillögu við afgreiðslu fjárlaga 1989 um að afnema heimild í 6. gr. fjáriaga um „tímabundinn yfír- drátt“, þar sem ég taldi yfirdrátt- arheimildina hafa verið misnotaða. Tillagan kolféll. Þáverandi fjár- málaráðherra tók samt eitthvert mark á gagnrýni minni því hann byrjaði sölu ríkisvíxla á peninga- markaði hérlendis til skammtíma- fjái'mögnunar ríkissjóðs 1990. Minnkaði þannig aðeins yfirdrátt- inn og peningaprentunina. Síðari hluta vetrar 1991 kom ég með skriflega fyrirspurn til fjármála- ráðherra. M.a. var spurt hvaða reglur giltu um slíkan yfirdrátt ríkissjóðs í Seðlabanka á hinum Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi og í Bandaríkjunum. Langan tíma tók að afla gagna í svarið. Ski-iflegt svar fjármálaráð- herra kom nokkrum dögum áður en ég hætti á þingi. I svari ráð- herrans (sjá þingtíðindi) kom þá í Ijós að slíkur yfirdráttur var yfir- leitt bannaður. Friðrik Sophusson var einn af þeim sem var jákvæður í afstöðu til frekari takmarkana yfirdráttar ríkissjóðs í Seðlabanka. Þjóðinni til gæfu varð Friðrik fjármálaráð- herra 1991. Sala ríkisvíxla fór þá vaxandi og yfirdráttur minnkandi. Samkomulag var svo gert milli Seðlabanka og fjármálaráðuneytis 1993, að nota ekki yfirdráttar- heimild í Seðlabanka. I dag vantar punktinn yfir i-ið með lagabreyt- ingu í lögum um Seðlabanka þar sem yfirdráttur verði bannaður. Munurinn á því hvort prentaðir eru seðlar, eða seldir ríkisvíxlar á peningamarkaði til skammtíma- fjármögnunar ríkissjóðs er afger- andi þýðingarmikill, sem kjölfesta í stjórn efnahags- og peningamála. Eftirfarandi aðalatriði tel ég að séu veigamest varðandi aukinn hagnað stærri sjávarútvegsfyrir- tækja, annarra fyrirtækja og auk- ins kaupmáttar síðustu ár: 1. Frá 1991: markviss efnahags- stjórn ríkisstjórna Davíðs Odds- sonar. 2. Frá 1989: Meðferð fjáraukalaga í samræmi við ákvæði stjórnar- skrár. 3. Frá 1990: Sala ríkisvíxla hefst í stað yfirdráttar í Seðlabanka. 4. Frá 1993: Yfirdrætti í Seðla- banka lokað. Sala ríkisvíxla í þess stað. Hátt verð á loðnuafurðum, góð veiði og nýir markaðir loðnuaf- urða koma hér einnig við sögu síð- ari ár ásamt fleiri atriðum. Þetta eru veigamestu ástæður fyrir bættri afkomu stærri sjávarút- vegsíýrh-tækja frá 1991. Þessi at- riði eiga það sameiginlegt að hafa ekkert með stjórnkerfi fiskveiða að gera. Hækkað raunvirði gjald- miðils þjóðarinnar á ekki sístan þátt í því hversu vel hefur hér tek- ist til. Höfundur er framkvæmdastjóri. Opið bréf til skiptastjóra AUGLÝST er eftir skiptastjóra, sem hef- ur með höndum þrota- bú, iýrirtæki sem greiddi á sínum tíma vátryggingariðgjöld til Brunabótafélags ís- lands. Hér getur verið um talsverðar eignir að ræða, eignarhlut viðkomandi fyrirtækis í Eignarhaldsfélagi BI. Þar sem ekki er vit- að að á þetta hafi reynt fyrir dómstólum, er hér um að ræða verðugt verkefni, þar sem slíkt mál yrði próf- Pað er von mín, segir Asgerður Halldórs- ddttir, að einhver lög- maður fyrir hönd þrotabús, sjái sér hag í að láta á þetta reyna. mál. Það er vissulega von mín að einhver lögmaður fyrir hönd þrotabús, sjái sér hag í að láta á þetta reyna, þar sem hér er um stórt réttlætismál að ræða, sem snertir fjölda einstaklinga. Lögin nr. 68/1994 um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Is- lands orka að mínu mati mjög tvímælis og er lagasetning sem ekki stenst eignarrétt- arákvæði stjórnar- .skrárinnar. Á ég þar fyrst og fremst við það ákvæði laganna þar sem tilgreindur og ákveðinn eignarréttur í félag- inu erfist ekki og er ráðstafað af löggjafanum til óskylds aðila. Vátryggingastarfsemi Bruna- bótafélags Islands er löngu lokið og eignarréttur á eignum þess fé- lags skýr. Því ber að slíta félag- inu og skipta eignum þess, um- fram skuldir, milli allra eigenda félagsins, annað er hreinn þjófn- aður. Höftmdur er viðskiptnfræðingur og fyrrum tiyggingutaki hjá BI. Ásgerður Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.