Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 29
LISTIR
BÆKUR
Smásögur
FLUGNASUÐ í FARANGRINUM
eftir Matthías Johannessen.
Vaka-Helgafell. 1998 - 190 bls.
VEGURINN mjói milli lífs og
listar, veruleika og skáldskapar
verður stundum óljós troðningur
milli draums og veru. I íslenski-i
skáldskaparhefð hafa draumar og
fyrirboðar _oft mikilvægu hlutverki
að gegna. I draumum bh-tast látnir
menn og gráir hestar og stundum er
ekki ljóst hvað er veruleiki og hvað
er draumur. Um þetta meðal annars
fjallar Matthías Johannessen í nýút-
komnu smásagnasafni sínu Flugna-
suð í farangrinum. I einu sögubrot-
inu segir sögumaður frá látnum vini
sem birtist honum í draumi „úr ver-
aldarlausu tómi“ og kvartar undan
rangri fullyrðingu um sig í minning-
argrein. Honum finnst á þessari
stundu að vinurinn sé ekki látinn og
ræðir þennan draum við föður sinn
sem einnig er látinn. Þá segist sögu-
maður ekki vita hvort hann komi
leiðréttingu á minningargreininni
við því að hann viti ekki hvort hann
sé vaknaður til þess veruleika sem
hún er ætluð.
Ætli veruleiki okkar sé ekki
stundum þannig? Óljós. Draum-
kenndur. Ög í veraldarlausu tómi.
Önnur saga segh' frá manni sem trú-
ir sterkt á annað líf. Hann lofar
sögumanni að vitja hans þegar hann
er allur. Þó er þetta að öðru leyti
mjög veraldlegur maður og lifír á
vissan hátt fábreyttu lífí og inni-
haldslitlu. Kannski sú saga fjalli um
einsemd mannsins. Eftir að hann
deyr birtist hann sögumanni í
draumi. Hann er einn og situr á stóli
í herbergi og þar er ekkert annað.
Flugur undir
fingri guðs
Kannski erum við í
dauðanum eins og í líf-
inu - ein.
Sögur Matthíasar í
þessari bók einkennast
öðru fremur af einfald-
leika. Sumpart stafar
þetta af því formi sem
hann velur þeim. Þær
hafa á sér yfirbragð
munnlegra frásagna,
margar sagðar af sögu-
manni sem skiptir sér
lítið af rás atburða en
lýsir því sem fyrir kem-
ur. Sumar eru sögurnar
því í líkingu við sjó-
ferðasögur, sögur af
sjávarháska, frásagnir
úr stríði, ævisögubrot eða sögur af
einkennilegum mönnum. I öðram
sögum tekur frásögnin á sig blæ
blaðaviðtala og minna þær sögur á
viðtöl Matthíasar. Oftast nálgast
hann atburði og persónur utan frá
þótt ekki sé það algilt. Helst er sál-
arlíf persóna skoðað í gegnum frá-
sögn annarrar persónu. Þrátt fyi'ir
þennan einfaldleika megnar Matthí-
as að sýna okkur margbrotinn heim,
eftirminnilegar persónur og gera til-
vistaramræðu að kjarna verkanna.
Söguefni Matthíasar vmðast á yf-
irborðinu býsna lík þeim alþýðlegu
og hversdagslegu sögum sem frá-
sagnarháttur hans dregur dám af,
sjóferðasögur, veiðisögur, sögur af
óvenjulegu fólki o.s.frv. En það er
einungis ytri rammi
sagnanna. Efnið dýpk-
ar við nánari skoðun.
Einfaldar mannlýsing-
ar öðlast einhvern veg-
inn aukið vægi með
óvæntum tilsvörum
persóna og við sjáum
inn í kviku þeirra oft út
frá kímnu sjónarhorni.
Konu einni, sýslu-
mannsfrú, lýsir Matthí-
as svo að hún hafi verið
einstaklega félagslynd
og hrókur alls fagnað-
ar. Hún kunni því vel
þegar hún var ófrísk:
Matthías „Sagt var að hún hefði
Johannessen einhverju sinni komið á
mannamót með eiginmanni sínum
og þau heilsað upp á tvær ófrískar
konur, en þá hafi hún snúið sér að
eiginmanni sínum og sagt, Og svo
vogarðu þér að koma með mig eins
og slægða löngu!“
Stfll Matthíasar er í senn einfaldur
og Ijóðrænn. Texti hans er auðþekkj-
anlegur vegna skáldlegra samsetn-
inga orða og óvenjulegra líkinga. At-
hyglisvert er t.a.m. hvernig hann
með einfaldri líkingu bregður stækk-
unargleri á smáa og hversdagslega
atburði og tengir þá stærri vera-
leika. Vinnustofa Júlla skóara við
Aðalstræti er „eins konar aþenskt
torg sem dró að sér alla sókratesa
borgarinnar eins og segull."
Öðrum þræðinum er Flugnasuð í
farangrinum óður til lífsins. í einni
sjóferðasögunni lýsir aðalpersónan
ýmsum lífsháska á sjó og gerir þá
játningu að það sé að vísu ekkert
skemmtilegt að fiska við Bjarnarey
„um hávetur í kolniðamyrkri allan
sólarhringinn. En það er undarleg
og dásamleg tilfínning að sigla aftur
suður á bóginn inn í birtuna og sól-
ina. Það er eins og að vera ungur
drengur fyrir vestan, það er eins og
að leysa kýrnar á vorin.“
Bók Matthíasar er einnig leit að
gildum. Að því leytinu til hefur hún
siðferðislegan undh'tón. I tveimur
sögum af guði felst e.t.v. kjarni þess
boðskapar sem fínna má í þessari
bók. Önnur segir frá kvöldgöngu
guðs í garðinum Eden. Hann hafði
verið stoltur af þessum garði en ef-
aðist um íbúana, ekki síst eftir að
þeir fullyrtu að maðurinn væri skap-
aður í hans mynd. Þá hætti hann
kvöldgöngu í garðinum.
„Og hefur ekki sést síðan.“
Þessi mynd varpar ljósi á of-
dramb mannsins.
í hinni sögunni er dauðanum líkt
við fingur guðs. Þar er lögð áhersla
á smæð mannsins andspænis dauð-
anum. Ef til vill eru því æðstu
manngildin samkvæmt Matthíasi
fólgin í lýsingu á hjálpsömum sjó-
manni, Guðmundi Dýrfírðingi, „sem
átti öðrum fremur hjartalag fjall-
ræðufólks og var óskarphéðnastur
allra sem hann hafði kynnst um æv-
ina.“ Sælir era hógværir.
Flugnasuð í farangrinum er mikill
sagnasarpur. Smásögurnar í henni
eru einfaldar á yfirborðinu en ef bet-
ur er að gáð djúpur og athugull
skáldskapur. Umfram allt veita þær
innsýn í gróskumikið og eftii-minni-
legt mannlíf sem skoðað er í gegn-
um kímin augu skáldsins og tengja
þannig saman listina og lífið.
Skafti Þ. Halldórsson
Form á
hvítum fleti
MY]\ÐLIST
Ingólfsstræti 8
MÁLVERK
GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR
Opið frá kl. 14-18, fimmtudag til
sunndags. Sýningin stendur til
22. nóvember.
GUÐMUNDA Andrésdóttir er
fædd árið 1922 og fór utan til list-
náms strax eftir heimsstyrjöldina
síðari, árið 1946. Hún nam fyrst við
Konstfackskolan í Svíþjóð, en syo
fór um hana líkt og marga aðra Is-
lendinga sem fóru til Norðurland-
anna að læra á þessum tíma, að
hugurinn leitaði til Parísar þangað
sem mönnum fannst að væri höfuð-
borg listarinnar, og reyndar evr-
ópskrar menningar yfirleitt.
í París nam Guðmunda síðan í
Académie de la Grande Chaumiére
og einnig í Académie Ranson á ár-
unum 1951 til 1953. í Grande
Chaumiére höfðu áður verið íslend-
ingar, þau Benedikt Gunnarsson,
Gerður Helgadóttir og Hörður
Ágústsson, og þangað átti Haf-
steinn Austmann líka eftir að fara
til náms. í rue de la Grande
Chaumiére hafði lengi verið höfuð-
vígi hefðbundinnar akademískrar
listar, en árið 1950 var þar opnað
stúdíó sem lagði áherslu á afstrakt-
list. í Académie Ranson stóð af-
straktlistin hins vegar á traustum
grunni því þar hafði Roger Bissiére
kennt afstraktmálverk fyrir stríð,
en þekktasti nemandi hans var ef-
laust Alfred Manessier. í námsdvöl
sinni í París kynnist Guðmunda sem
sagt báðum þeim meginstefnum
sem uppi voru í afstraktmálverki
þar á árunum eftir stríð, hinni
„köldu“ geómetrísku afstraktlist
sem átti rætur að rekja til
konstrúktífismans og hinni „heitu“
eða expressífu list sem hefð var fyr-
ir í Académie Ranson. I verkum
Guðmundu sameinast þessi áhrif á
merkilegan hátt svo úr verða mál-
verk byggð á hreinum formum og
einföldum litum, sem þó ná ein-
hvern veginn að vekja sterk nátt-
úruhrif og nálgast það jafnvel að
virka impressjónísk líkt og einnig
má segja um afstraksjónir Manessi-
ers.
Guðmunda var einn þeirra mál-
ara sem sýndu á vorsýningunni í
Listamannaskálanum árið 1953, en
það ár festi afstraktlistin sig í sessi í
Reykjavík og markaði kynslóða-
skipti í íslenskri myndlist. Mest bar
á geómetrískri list og jafnframt má
segja að hún hafi átt sér skelegg-
ustu forsvarsmennina í listumræð-
unni. Hún réð enda ríkjum meðal
yngri listamanna fram eftir sjötta
áratugnum þar til flestir þeirra
sneru sér að frjálsari tjáningu, með-
al annars fyrir áhrif frá New York-
málurunum. Guðmunda var þó ein
þeirra sem ekki brá út af sinni
stefnu og hélt ótrauð áfram að mála
í sínum stfl, myndir sem alltaf virð-
ast sveiflast milli hreinnar afstrak-
sjónar og náttúrasýnar svo áhorf-
andinn getur aldrei fyllilega gert
upp við sig hvorum megin þær
standa. Þetta er auðvitað styrkur
Guðmundu og þessi undarlega tví-
ræðni er það sem kveikir svo sterkt
líf í myndum hennar.
Á sýningunni í Ingólfsstræti 8
eru nokkrar meðalstórar myndir
sem einmitt sýna vel stílbrögð Guð-
mundu. Á hreinan, hvítan flöt hefur
hún málað einn hring og nokkrar
lóðréttar línur undir í frumlitum.
Myndirnar eru eins einfaldar og
formhreinar og verið getur, strang-
ur leikur með byggingu og samband
lita. En um leið kviknar í þeim
landslagið, náttúran, eins og séð í
skuggsjá formanna. Þessar fáu
myndir eru afbragðsframlag til
betri skilnings okkar á list Guð-
mundu Andrésdóttur sem tími er
kominn til að veitt verði meiri at-
hygli en verið hefur.
Jón Proppé
Vörðukórmn
syngur til
englanna
VÖRÐUKÓRINN heldur þrenna
tónleika nú í nóvember sem eru til-
einkaðir minningu eins kórfélaga,
Guðríðar Ingibjargar Pálsdóttur á
Reykjum.
Fyrstu tónleikarnir verða í Skál-
holtskirkju laugardaginn 21. nóvem-
ber kl. 16. Aðrir í Háteigskirkju í
Reykjavík sunnudaginn 22. nóvem-
ber kl. 17 og þeir síðustu í Selfoss-
kirkju þriðjudaginn 24. nóvember
kl. 21.
Á efnisskránni er eingöngu
kirkjutónlist, þar sem meginvið-
fangsefnið er englar og bænir
þeirra.
Einsöngvari með kórnum er
Björk Jónsdóttir sópransöngkona
og orgelleikari er Jörg Sondermann.
Unglingakór Selfosskirkju er sér-
stakur gestur Vörðukórsins á þess-
um tónleikum. Stjómandi beggja
kóranna er Margrét Bóasdóttir.
-------------------
Morgunblaðið/Einar Falur
GUÐMUNDA við eitt verka sinna.
Málþing um
rómantík
FÉLAG islenskra fræða efnir til
málþings um rómantík laugardaginn
21. nóvember í Þjóðarbókhlöðunni,
fyiárlestrarsal á 2. hæð. Málþingið
hefst klukkan 14.
Dagskrá málþingsins er fjöl-
breytt. Hún hefst á því að Þórir
Óskarsson heldur erindi sem hann
kallar Hvað er rómantík? Síðan
ræðir Páll Bjarnason um Vísur Is-
lendinga Jónasar Hallgrímssonar.
Eftir kaffíhlé eru erindi Bergljótar
S. Kristjánsdóttur sem nefnist Að
lappa upp á Hegel og Sveins Yngva
Egilssonar sem hann kallar Háleit
rómantík. Eftir framsögur fyrirles-
ara verða pallborðsumræður. Fund-
arstjóri verður Guðrún Nordal.
-----------*-*-*-----
„Artemisia“
sýnir í Galleríi
Geysi
„ARTEMISIA" opnar sína fyrstu
einkasýningu í Galleríi Geysi, Hinu
húsinu við Ingólfstorg, laugardaginn
21. nóvember kl. 16.
Artemisia er hópur fjögurra
ungra listakvenna sem allar stunda
nám við myndlistarbraut í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti. Þær
eru: Anna Jóna Heimisdóttir, Mar-
gi’ét Rós Harðardóttir, Eva Engil-
ráð Thoroddsen og Þórunn Maggý
Kristjánsdóttir.
Sýningin er opin frá kl. 9-23 virka
daga, laugardaga kl. 12-18 og stend-
ur hún til 7. desember.
Solusyning
á handhnýttum, austurlenskum gæöateppum
á Grand Hótel, Reykjavík.
föstudaginn 20. nóv. frá kl. 13—19
laugardaginn 21. nóv. frá kl. 12—19
sunnudaginn 22. nóv. frá kl. 13—19
Ný sending
HOTEb
REYKJAVIK
10% staðgreiðslu-
afsláttur
RAÐGREIÐSLUR
^ótrate^/^