Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 29 LISTIR BÆKUR Smásögur FLUGNASUÐ í FARANGRINUM eftir Matthías Johannessen. Vaka-Helgafell. 1998 - 190 bls. VEGURINN mjói milli lífs og listar, veruleika og skáldskapar verður stundum óljós troðningur milli draums og veru. I íslenski-i skáldskaparhefð hafa draumar og fyrirboðar _oft mikilvægu hlutverki að gegna. I draumum bh-tast látnir menn og gráir hestar og stundum er ekki ljóst hvað er veruleiki og hvað er draumur. Um þetta meðal annars fjallar Matthías Johannessen í nýút- komnu smásagnasafni sínu Flugna- suð í farangrinum. I einu sögubrot- inu segir sögumaður frá látnum vini sem birtist honum í draumi „úr ver- aldarlausu tómi“ og kvartar undan rangri fullyrðingu um sig í minning- argrein. Honum finnst á þessari stundu að vinurinn sé ekki látinn og ræðir þennan draum við föður sinn sem einnig er látinn. Þá segist sögu- maður ekki vita hvort hann komi leiðréttingu á minningargreininni við því að hann viti ekki hvort hann sé vaknaður til þess veruleika sem hún er ætluð. Ætli veruleiki okkar sé ekki stundum þannig? Óljós. Draum- kenndur. Ög í veraldarlausu tómi. Önnur saga segh' frá manni sem trú- ir sterkt á annað líf. Hann lofar sögumanni að vitja hans þegar hann er allur. Þó er þetta að öðru leyti mjög veraldlegur maður og lifír á vissan hátt fábreyttu lífí og inni- haldslitlu. Kannski sú saga fjalli um einsemd mannsins. Eftir að hann deyr birtist hann sögumanni í draumi. Hann er einn og situr á stóli í herbergi og þar er ekkert annað. Flugur undir fingri guðs Kannski erum við í dauðanum eins og í líf- inu - ein. Sögur Matthíasar í þessari bók einkennast öðru fremur af einfald- leika. Sumpart stafar þetta af því formi sem hann velur þeim. Þær hafa á sér yfirbragð munnlegra frásagna, margar sagðar af sögu- manni sem skiptir sér lítið af rás atburða en lýsir því sem fyrir kem- ur. Sumar eru sögurnar því í líkingu við sjó- ferðasögur, sögur af sjávarháska, frásagnir úr stríði, ævisögubrot eða sögur af einkennilegum mönnum. I öðram sögum tekur frásögnin á sig blæ blaðaviðtala og minna þær sögur á viðtöl Matthíasar. Oftast nálgast hann atburði og persónur utan frá þótt ekki sé það algilt. Helst er sál- arlíf persóna skoðað í gegnum frá- sögn annarrar persónu. Þrátt fyi'ir þennan einfaldleika megnar Matthí- as að sýna okkur margbrotinn heim, eftirminnilegar persónur og gera til- vistaramræðu að kjarna verkanna. Söguefni Matthíasar vmðast á yf- irborðinu býsna lík þeim alþýðlegu og hversdagslegu sögum sem frá- sagnarháttur hans dregur dám af, sjóferðasögur, veiðisögur, sögur af óvenjulegu fólki o.s.frv. En það er einungis ytri rammi sagnanna. Efnið dýpk- ar við nánari skoðun. Einfaldar mannlýsing- ar öðlast einhvern veg- inn aukið vægi með óvæntum tilsvörum persóna og við sjáum inn í kviku þeirra oft út frá kímnu sjónarhorni. Konu einni, sýslu- mannsfrú, lýsir Matthí- as svo að hún hafi verið einstaklega félagslynd og hrókur alls fagnað- ar. Hún kunni því vel þegar hún var ófrísk: Matthías „Sagt var að hún hefði Johannessen einhverju sinni komið á mannamót með eiginmanni sínum og þau heilsað upp á tvær ófrískar konur, en þá hafi hún snúið sér að eiginmanni sínum og sagt, Og svo vogarðu þér að koma með mig eins og slægða löngu!“ Stfll Matthíasar er í senn einfaldur og Ijóðrænn. Texti hans er auðþekkj- anlegur vegna skáldlegra samsetn- inga orða og óvenjulegra líkinga. At- hyglisvert er t.a.m. hvernig hann með einfaldri líkingu bregður stækk- unargleri á smáa og hversdagslega atburði og tengir þá stærri vera- leika. Vinnustofa Júlla skóara við Aðalstræti er „eins konar aþenskt torg sem dró að sér alla sókratesa borgarinnar eins og segull." Öðrum þræðinum er Flugnasuð í farangrinum óður til lífsins. í einni sjóferðasögunni lýsir aðalpersónan ýmsum lífsháska á sjó og gerir þá játningu að það sé að vísu ekkert skemmtilegt að fiska við Bjarnarey „um hávetur í kolniðamyrkri allan sólarhringinn. En það er undarleg og dásamleg tilfínning að sigla aftur suður á bóginn inn í birtuna og sól- ina. Það er eins og að vera ungur drengur fyrir vestan, það er eins og að leysa kýrnar á vorin.“ Bók Matthíasar er einnig leit að gildum. Að því leytinu til hefur hún siðferðislegan undh'tón. I tveimur sögum af guði felst e.t.v. kjarni þess boðskapar sem fínna má í þessari bók. Önnur segir frá kvöldgöngu guðs í garðinum Eden. Hann hafði verið stoltur af þessum garði en ef- aðist um íbúana, ekki síst eftir að þeir fullyrtu að maðurinn væri skap- aður í hans mynd. Þá hætti hann kvöldgöngu í garðinum. „Og hefur ekki sést síðan.“ Þessi mynd varpar ljósi á of- dramb mannsins. í hinni sögunni er dauðanum líkt við fingur guðs. Þar er lögð áhersla á smæð mannsins andspænis dauð- anum. Ef til vill eru því æðstu manngildin samkvæmt Matthíasi fólgin í lýsingu á hjálpsömum sjó- manni, Guðmundi Dýrfírðingi, „sem átti öðrum fremur hjartalag fjall- ræðufólks og var óskarphéðnastur allra sem hann hafði kynnst um æv- ina.“ Sælir era hógværir. Flugnasuð í farangrinum er mikill sagnasarpur. Smásögurnar í henni eru einfaldar á yfirborðinu en ef bet- ur er að gáð djúpur og athugull skáldskapur. Umfram allt veita þær innsýn í gróskumikið og eftii-minni- legt mannlíf sem skoðað er í gegn- um kímin augu skáldsins og tengja þannig saman listina og lífið. Skafti Þ. Halldórsson Form á hvítum fleti MY]\ÐLIST Ingólfsstræti 8 MÁLVERK GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR Opið frá kl. 14-18, fimmtudag til sunndags. Sýningin stendur til 22. nóvember. GUÐMUNDA Andrésdóttir er fædd árið 1922 og fór utan til list- náms strax eftir heimsstyrjöldina síðari, árið 1946. Hún nam fyrst við Konstfackskolan í Svíþjóð, en syo fór um hana líkt og marga aðra Is- lendinga sem fóru til Norðurland- anna að læra á þessum tíma, að hugurinn leitaði til Parísar þangað sem mönnum fannst að væri höfuð- borg listarinnar, og reyndar evr- ópskrar menningar yfirleitt. í París nam Guðmunda síðan í Académie de la Grande Chaumiére og einnig í Académie Ranson á ár- unum 1951 til 1953. í Grande Chaumiére höfðu áður verið íslend- ingar, þau Benedikt Gunnarsson, Gerður Helgadóttir og Hörður Ágústsson, og þangað átti Haf- steinn Austmann líka eftir að fara til náms. í rue de la Grande Chaumiére hafði lengi verið höfuð- vígi hefðbundinnar akademískrar listar, en árið 1950 var þar opnað stúdíó sem lagði áherslu á afstrakt- list. í Académie Ranson stóð af- straktlistin hins vegar á traustum grunni því þar hafði Roger Bissiére kennt afstraktmálverk fyrir stríð, en þekktasti nemandi hans var ef- laust Alfred Manessier. í námsdvöl sinni í París kynnist Guðmunda sem sagt báðum þeim meginstefnum sem uppi voru í afstraktmálverki þar á árunum eftir stríð, hinni „köldu“ geómetrísku afstraktlist sem átti rætur að rekja til konstrúktífismans og hinni „heitu“ eða expressífu list sem hefð var fyr- ir í Académie Ranson. I verkum Guðmundu sameinast þessi áhrif á merkilegan hátt svo úr verða mál- verk byggð á hreinum formum og einföldum litum, sem þó ná ein- hvern veginn að vekja sterk nátt- úruhrif og nálgast það jafnvel að virka impressjónísk líkt og einnig má segja um afstraksjónir Manessi- ers. Guðmunda var einn þeirra mál- ara sem sýndu á vorsýningunni í Listamannaskálanum árið 1953, en það ár festi afstraktlistin sig í sessi í Reykjavík og markaði kynslóða- skipti í íslenskri myndlist. Mest bar á geómetrískri list og jafnframt má segja að hún hafi átt sér skelegg- ustu forsvarsmennina í listumræð- unni. Hún réð enda ríkjum meðal yngri listamanna fram eftir sjötta áratugnum þar til flestir þeirra sneru sér að frjálsari tjáningu, með- al annars fyrir áhrif frá New York- málurunum. Guðmunda var þó ein þeirra sem ekki brá út af sinni stefnu og hélt ótrauð áfram að mála í sínum stfl, myndir sem alltaf virð- ast sveiflast milli hreinnar afstrak- sjónar og náttúrasýnar svo áhorf- andinn getur aldrei fyllilega gert upp við sig hvorum megin þær standa. Þetta er auðvitað styrkur Guðmundu og þessi undarlega tví- ræðni er það sem kveikir svo sterkt líf í myndum hennar. Á sýningunni í Ingólfsstræti 8 eru nokkrar meðalstórar myndir sem einmitt sýna vel stílbrögð Guð- mundu. Á hreinan, hvítan flöt hefur hún málað einn hring og nokkrar lóðréttar línur undir í frumlitum. Myndirnar eru eins einfaldar og formhreinar og verið getur, strang- ur leikur með byggingu og samband lita. En um leið kviknar í þeim landslagið, náttúran, eins og séð í skuggsjá formanna. Þessar fáu myndir eru afbragðsframlag til betri skilnings okkar á list Guð- mundu Andrésdóttur sem tími er kominn til að veitt verði meiri at- hygli en verið hefur. Jón Proppé Vörðukórmn syngur til englanna VÖRÐUKÓRINN heldur þrenna tónleika nú í nóvember sem eru til- einkaðir minningu eins kórfélaga, Guðríðar Ingibjargar Pálsdóttur á Reykjum. Fyrstu tónleikarnir verða í Skál- holtskirkju laugardaginn 21. nóvem- ber kl. 16. Aðrir í Háteigskirkju í Reykjavík sunnudaginn 22. nóvem- ber kl. 17 og þeir síðustu í Selfoss- kirkju þriðjudaginn 24. nóvember kl. 21. Á efnisskránni er eingöngu kirkjutónlist, þar sem meginvið- fangsefnið er englar og bænir þeirra. Einsöngvari með kórnum er Björk Jónsdóttir sópransöngkona og orgelleikari er Jörg Sondermann. Unglingakór Selfosskirkju er sér- stakur gestur Vörðukórsins á þess- um tónleikum. Stjómandi beggja kóranna er Margrét Bóasdóttir. ------------------- Morgunblaðið/Einar Falur GUÐMUNDA við eitt verka sinna. Málþing um rómantík FÉLAG islenskra fræða efnir til málþings um rómantík laugardaginn 21. nóvember í Þjóðarbókhlöðunni, fyiárlestrarsal á 2. hæð. Málþingið hefst klukkan 14. Dagskrá málþingsins er fjöl- breytt. Hún hefst á því að Þórir Óskarsson heldur erindi sem hann kallar Hvað er rómantík? Síðan ræðir Páll Bjarnason um Vísur Is- lendinga Jónasar Hallgrímssonar. Eftir kaffíhlé eru erindi Bergljótar S. Kristjánsdóttur sem nefnist Að lappa upp á Hegel og Sveins Yngva Egilssonar sem hann kallar Háleit rómantík. Eftir framsögur fyrirles- ara verða pallborðsumræður. Fund- arstjóri verður Guðrún Nordal. -----------*-*-*----- „Artemisia“ sýnir í Galleríi Geysi „ARTEMISIA" opnar sína fyrstu einkasýningu í Galleríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfstorg, laugardaginn 21. nóvember kl. 16. Artemisia er hópur fjögurra ungra listakvenna sem allar stunda nám við myndlistarbraut í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Þær eru: Anna Jóna Heimisdóttir, Mar- gi’ét Rós Harðardóttir, Eva Engil- ráð Thoroddsen og Þórunn Maggý Kristjánsdóttir. Sýningin er opin frá kl. 9-23 virka daga, laugardaga kl. 12-18 og stend- ur hún til 7. desember. Solusyning á handhnýttum, austurlenskum gæöateppum á Grand Hótel, Reykjavík. föstudaginn 20. nóv. frá kl. 13—19 laugardaginn 21. nóv. frá kl. 12—19 sunnudaginn 22. nóv. frá kl. 13—19 Ný sending HOTEb REYKJAVIK 10% staðgreiðslu- afsláttur RAÐGREIÐSLUR ^ótrate^/^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.