Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 25 HHHhHHHÍÍÍ f O R L A G 1 i |lVI Á l_ O G IVI E IM IM 1 VM gI Reuters BILL Clinton svarar spurningum japanskra áhorfenda í sjónvarpssal. Clinton í opin- berri heim- sókn í Japan Tókýó. Reuters. TVEGGJA daga opinber heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Japans hófst í gær, og munu efna- hagsmál verða í brennipunkti í við- ræðum hans við japanska ráða- menn. Forsetinn þáði í gær teboð Aki- hitos Japanskeisara og Michiko keisaraynju. Joe Lockhart, tals- maður Hvíta hússins, sagði að í virðingarskyni við japanskar siða- reglur gæti hann ekki skýrt frá því sem fór á milli keisarans og forset- ans. Hann greindi þó frá því að Clinton hefði hitt keisarahjónin í einkavistarverum þeirra í keisara- höllinni. Spjall þeirra hefði verið svo ánægjulegt að teboðið hefði staðið tíu mínútum lengur en áætl- að hefði verið, þar sem þau hefðu fengið sér annan tebolla. Nærgöngular spurningar í sjónvarpsþætti Clinton kom í gær fram í sjón- varpsþætti þar sem hann svaraði spurningum japanskra áhorfenda. Umræðurnar snerust að mestu leyti um efnahagsmál, en forsetinn þurfti einnig að svara nærgöngulum spurningum. Húsmóðir frá Osaka spurði Clinton hvernig hann hefði beðið konu sína og dóttur afsökunar á sambandi sínu við Monicu Lewin- sky, og hvort þær hefðu fyrirgefíð honum. „Eg gerði það á beinan og hreinskilinn hátt og tel að þær hafi gert það,“ svaraði Clinton, og bætti við að þessari spurningu ætti frekar að beina til þeirra en hans. Stjórn- andi þáttarins var ekki seinn á sér að skipta um umræðuefni. MARAÞON fjölvítamín maraþon* vU4tnín aNDO)íUNAKEFNI «&= Vítamín og steinefni fyrir íþrótta- og athafnafólk Clinton sagði í sjónvarpsþættin- um að viðskiptahalli Bandaríkjanna hefði aukist verulega vegna efna- hagskreppunnar í Asíu, en að bandarískir markaðir yrðu samt sem áður opnir Japönum og öðrum Asíuþjóðum. Hann sagði að Japan gæti haft mikinn ávinning af þvi að opna markaðskerfi sitt frekar, og hvatti landsmenn til að láta ekki deigan síga, þó horfur væru slæmar í efnahagsmálum. Þá sagði hann of snemmt að leggja mat á frammi- stöðu núverandi ríkisstjórnar Japans, sem tók við völdum í sept- ember. Ofgamenn mótmæla komu Clintons Öfgasinnaðir hægiámenn mót- mæltu í gær komu Clintons, og kröfðust þess að endi yrði bundinn á hernaðarsamstarf Bandaríkjanna og Japans. Öfgamennirnir keyrðu um götur Tókýó á þremur vörubíl- um, stöðvuðu umferð og hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjunum í gjallarhorn. Hægrimenn í Japan hafa á síðustu árum í auknum mæli snúist gegn Bandaríkjunum, og kennt þeim um versnandi efna- hagsástand í landinu. Tilkynning um afsögn varnar- málaráðherra Japans, Fukushiro Nukaga, varpaði einnig skugga á heimsóknina, en hann sætir nú rannsókn vegna fjármálahneykslis. 'f/f, V/ VÖRURMEÐ ÞESSUMERKI MENGA MINNA Norræna umhverfismerkiö hjálpar þér aö velja þær vörur sem skaöa síður umhverfiö. Þannig færum viö verömæti til komandi kynslóða. UMHVERFISMERKISRÁÐ W//, HOLLUSTUVERND RÍKISINS w Upplýsingar hjá Hollustuvernd ríksins I sfma 568 8848, heimasíöa: www.hollver.is I nóvember: verð frð 1. desember: Þorvaldur Guðmundsson, eða Þorvaldur í Síld og fisk eins og hann var löngum kallaður, ólst upp í fátækt hjá einstæðri móður en varð einn af mestu athafnamönnum síóari tíma og hæsti skattgreiðandi landsins um áratuga skeið. Þorvaldur var brautryðjandi í íslensku atvinnulífi, fyrst í matvælaiðnaði en síðar einnig í veitinga- og gistihúsarekstri. En Þorvaldur var einnig einstæður fagurkeri og eignaðist stærsta lista- verkasafn í einkaeign hér á landi. Margt mun koma á óvart í þessari viðburðaríku og skemmtilegu bók um einstæðan mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.