Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 4i
BRIDS
MINNING^A
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Noi'ðurlandatvrmenning’ur-
inn/landstvímenningurinn
spilaður í kvöld
500 PÖR á öllum Norðurlöndun-
um spila sömu spilin í „beinni út-
sendingu" á Internetinu á föstudag-
inn. Á íslandi verða fjórir riðlar
með á netinu: Bf. Akureyrar, Bf.
Siglufjarðar, Bs. Austurlands spilar
á Reyðarfirði og BSÍ í Þöngla-
bakka. Á öllum þessum stöðum
hefst spilamennska kl. 18. Þar sem
fjöldi þátttakenda er takmarkaður
er vissara að ski'á sig fyrirfram.
Keppnis- og netstjóri er Sveinn
Rúnar Eiríksson. Hægt verður að
fylgjast með mótinu á heimasíðu
BSI: http://www.islandia.is/— is-
bridge
Hefðbundinn landstvímenningur
verður spilaður á Patreksfírði,
Þingeyri, Húsavík, Hornafirði og
Borgarnesi. Spilamennska hefst kl.
19.30. f Þönglabakkanum verður
einnig hefðbundinn landstvímenn-
ingur sem hefst kl. 19.00. Reikni-
meistararnir Sveinn Rúnar Eiríks-
son og Jakob Kristinsson verða
væntanlega tilbúnir með úrslitin
fljótlega eftir miðnætti.
íslandsmót kvenna
um helgina
fslandsmót kvenna verður spilað
í Þönglabakkanum helgina 21.-22.
nóv. Keppnisstjóri verður Jakob
Kristinsson. Spilamennska hefst kl.
11 báða dagana. Skráning á skrif-
stofunni s: 587 9360.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 12. nóv. spiluðu 25
pör Mitchell tvímenning, úrslit urðu
þessi:
N/S:
Olafur Ingvarsson - Rafn kristjánsson 389
Kai-1 Adólfsson - Eggert Einarsson 359
Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 355
A/V:
Jón Andrésson - Guðmundur Guðmundsson 354
Jón Stefánsson - Sæmundur Bjömsson 351
Þórólfur Meyvantsson - Sigþór Helgason 341
Meðalskor 312
Mánudaginn 16. nóv. spiluðu 28
pör Mitchell tvímenning, úrslit urðu
þessi:
N/S:
Lárus Heimannsson - Eysteinn Einarsson 390
KarlAdólfsson-EggertEinarsson 387
Þórólfur Meyvantsson - Hilmar Valdimarsson
339
A/V:
Sæmundur Björnsson - Jón Stefánsson 386
Andrés Finnbogason - Garðar Jóhannsson 385
Halla Ólafsdóttir - Magnús Halldórsson 365
Meðalskor 312
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Þá er aðaltvímenningi félagsins
þetta árið lokið. Síðustu 4 umferð-
irnar voru spilaðar mánudaginn 16.
nóvember. Fyrir síðasta kvöldið
höfðu Ársæll Vigniss. og Ingvar
Ingvarss. 22 stiga forskot á Sigur-
jón Harðarson og Hauk Árnason.
Þeir rétt héldu sér réttum megin á
barómetinu síðasta kvöldið á meðan
Sigurjón og Haukur voru að skora.
Og svo fór í lok að einungis 3 stig
skildu pörin að. Ein röng ákvörðun
við borðið. En hæstu skor þetta síð-
asta kvöld náðu eftirtalin pör:
Sverrir Jónss. - Gunnlaugur Óskarss. 38
Kristinn Kristinss. - Óli M. Guðmundss. 34
Sigurjón Harðarson - Haukur Ámason 29
Ólafur Þ. Jóhannss. - Guðm. Magnúss. 21
Og lokastaðan varð því þessi:
Arsæll Vigniss. - Ingvar Ingvarss. 121
Sigurjón Harðars. - Haukur Árnas. 118
Ólafur Þ. Jóhannss. - Guðm. Magnúss. 95
Guðbr. Sigurbergss. - Friðþjófur Einarss. 52
Asgeir Asbjömss. - Dröfn Guðmundsd. 16
Þeir Ársæll og Ingvar eru því tví-
menningsmeistarar Hafnarfjarðar
1998. Næsta keppni félagsins er að-
alsveitakeppnin, sem hefst næsta
mánudag, 23. nóvember. Áætlað er
að spila tvo 16 spila leiki á kvöldi og
reikna jafnframt út árangur allra
para í butler, svo ekkert fari á milli
mála og hverjir eru að gefa stigin
út. Spilað er í samkomusalnum
Hraunholti, Dalshrauni 15, og eru
allir spilarar velkomnir, þó þeir séu
ekki fyrirfram búnir að mynda heila
sveit.
+ Guðný Nikulás-
dóttir fæddist í
Reykjavík 12. júh'
1922. Hún andaðist
á heimili sínu í
Reykjavík aðfara-
nótt 14. nóvember
síðastliðins. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristín Sig-
ríður Magnúsdóttir,
f. 6. júní 1899, d. 6.
júlí 1983, og Niku-
lás Ásgeir Stein-
grímsson f. 30. júm'
1890. d. 13. ágúst
1965. Guðný var
næst elst tíu systkina, auk þess
átti hún einn hálfbróður.
17. maí 1941 giftist Guðný
Gesti H. Sigurjónssyni bifreiða-
stjóra f. 22. nóvember 1918, d.
3. janúar 1995. Þau
eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Svava Sigríður, f. 2.
mars 1939, gift
Trausta Gíslasyni, f.
10. júní 1936. Þau
eiga þrjú börn. 2)
Siguijón Jónas, f. 8.
júlí 1944, kvæntur
Svanborgu Guð-
jónsdóttir, f. 20.
janúar 1950, eiga
þau tvö börn. 3)
Rósa Guðný, f. 11.
apríl 1947, gift Kri-
stjáni Jóni Haf-
steinssyni, f. 8. maí 1944, eiga
þau þrjú börn.
Utför Guðnýjar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.00.
okkar segir, mun vera þarna og
styðja þig og þá sem þig syrgja.
Elsta barnið okkar, sem á að
fermast í vor, kom heim í síðustu
viku og var þá búin að velja sér sem
fermingarvers Davíðssálm nr. 23.
Eg varð mjög glöð vegna þess að
þetta er uppáhaldsversið mitt og
þess vegna langar okkur að kveðja
þig með þessum fallega sálmi og
þakka þér fyrir að mega að njóta þín
og samfylgdar þinnar:
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert
bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Rósa Traustadóttir
og fjölskylda.
GUÐNY
NIKULÁSDÓTTIR
Elsku mamma mín. Nú þegar þú
ert öll er svo margt sem fer um hug-
ann og margs að minnast en samt er
ég búin að sitja með penna í hönd og
stara á autt blaðið og reyna að átta
mig á að ég er að kveðja þig í hinsta
sinn. Hinsta sinn; þetta hljómar svo
hræðilega endanlegt. Það er erfitt
að átta sig á því að það skuli vera
hin hinsta kveðja, mamma mín.
Ekki hvarflaði það að mér að við
ættum ekki eftir að halda jólin sam-
an eins og alltaf áður en sjálfsagt er
best að vita sem minnst hvað morg-
undagurinn færir okkur. Hverjum
gat dottið það í hug að þú færir
svona skjótt, þú sem alltaf varst svo
hress, þú sem aldrei lést veðrið aftra
þér í þínum erindagjörðum, alltaf
ungleg og létt á fæti. Því vildi það
oft gleymast að taka tillit til aldurs
þíns, samanber berjaferðina sem við
fórum saman síðastliðið haust og
örkuðum um holt og hæðir í leit að
rétta berjastaðnum. Þú fylgdir okk-
ur fast eftir, alltaf sama seiglan.
Eg minnist þín, elsku mamma,
hversu góð þú varst og ætíð tilbúin
að rétta fram hjálparhönd ef einhver
átti bágt. Eitt er það sem einkenndi
þig öðra fremur, hversu einstaklega
barngóð þú varst og hafðir yndi af
því að vera í návist barna og þú
varst ekki lengi að fá þau á þitt
band. Enda sannar myndin það sem
tekin var á heimili mínu síðastliðið
haust þar sem þú heldur utan um
barnabörnin mín tvö og það geislar
af ykkur gleðin.
Lífið er nú ekki alltaf dans á rós-
um og þú eins og aðrir fékkst þinn
skammt af þraut og pínu sem sorg-
inni fylgir. Það var mikið áfall fyrir
þig er pabbi veiktist og þá sannaðist
enn og aftur hversu dugleg þú varst.
Þú sinntir honum af mikilli alúð,
ekki leið sá dagur að þú færir ekki
til hans eftir að hann gat ekki lengur
verið heima. Ég veit að þú áttir oft
erfiðar stundir eftir að hann lést.
Það verður erfitt fyrir okkur að
njóta jólahátíðarinnar án þín og það
verður söknuður í því að eiga ekki
eftir að koma í jólaboð í Keldulandi
því þar var alltaf einstaklega nota-
legt og þér tókst alltaf að skapa hina
einu sönnu jólastemmningu enda
áttuð þið pabbi einkar hlýlegt heim-
ili og þangað var gott að koma.
Að lokum vil ég enn og aftur
þakka þér fyrir svo margt, elsku
mamma mín, og dætur mínar þrjár,
Lísa, Silja og Iris, minnast þín með
gleði og trega. Farðu í friði og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Fyi-st sipr sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt aó skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði’ er frá.
(V. Briem.)
Þín
Rósa Guðný.
Elsku amma mín, ég sem hélt að
við myndum hafa þig miklu lengur,
þú varst alltaf svo frísk og máttir
hreint ekki vera að því að vera veik,
hvað þá að fara svona snögglega frá
okkur, en það breytist fljótt þetta líf
sem okkur öllum er gefið.
Við gerðum stundum að gamni
okkar í fjölskyldunni að það væri
eins og þú rækir meðalstórt fyrir-
tæki í miðbænum því þú hafðir svo
mikið að gera og oft varstu ekki
heima þegar okkur langaði að heim-
sækja þig.
Mér er það minnisstætt sem barni
hve barngóð þú varst, alltaf tilbúin
að gera gott úr öllu, kyssa á sárið og
leika, þú gafst þér alltaf tíma til að
hlusta, enda hændust börn að þér.
Ég var alltaf svolítið montin að eiga
þig sem ömmu því þú varst öðruvísi
en aðrar ömmur, þú varst svo ung-
leg og hélst þér vel til og fylgdist vel
með svo eftir var tekið. Þeir eru mér
sérstaklega minnisstæðir mánudag-
arnir á unglingsárum mínum, en þá
bjuggum við á Selfossi og þú og afi í
Reykjavík en þið komuð í heimsókn
á hverjum mánudegi og dvölduð hjá
okkur, og þá var alltaf gaman og
mikið spjallað, spilað og þú varst
alltaf með prjónana og lopann þinn í
mismörgum pokum. Já, þeir voru
alltaf tilhlökkunarefni mánudagarn-
ir. Þótt ég yrði unglingur hætti ég
ekki að vera mjög upp með mér af
þér sem ömmu því þú varst alltaf
hrókur alls fagnaðar og öllum vin-
konum mínum fannst mikið til þín
koma. Stundum kíktir þú í bolla með
okkur og þá var mikið hlegið og
spjallað. Þú hafðir líka áhuga á því
sem gerðist og tókst þátt í gleði og
sorgum unglingsins.
Þegar ég eignaðist mína fjöl-
skyldu og gerði þig að langömmu,
ábyggilega þeirri unglegustu þótt
víða væri leitað, fannst þeim alltaf
gott að koma til þín. Ég man eftir
því þegar ég bjó skammt frá þér
með frumburðinn, þá var mikill sam-
gangur og þú varst alltaf tilbúin að
passa, enda var það svo að ef þú
varst ekki heima þegar við komum
til þín þá fór sú litla að háskæla og
kalla á ömmu sína.
Þú varst sérstök að mörgu leyti
og alls ekki þessi dæmigerða amma
með hnút í hárinu og rólegt yfir-
bragð. Það var alltaf handagangur í
öskjunni hjá þér og áhugamálin
mörg og margvísleg, t.d. enski bolt-
inn og íþróttir almennt, og sérstak-
lega varstu hugfangin af skauta-
dansi. Þú varst líka einstök amma
því þú gafst þér tíma og nenntir að
sinna og leika við ömmubörnin þín.
Ég minnist þess ekki alls fyrir löngu
þegar þú varst í miklum dúkkuleik
með fimm ára dóttur minni eða að
spila Svarta Pétur eða Ólsen ólsen
með miklum hamagangi. Gjafirnar
sem þú gafst börnunum á jólum og
afmælum hittu alltaf beint í mark og
ég held það hafi verið af því að þú
kunnir að leika þér og hafðir gaman
af því og skildir þannig heim barn-
anna. Þau kölluðu þig aldrei annað
en ömmu Guð og kom það stundum
öðrum börnum á óvart.
Amma mín, þú fórst alltof fljótt og
þín verður sárt saknað, dillandi hlát-
urs þíns og frásagnargleði og prjón-
anna sem fylgdu þér hvert sem þú
fórst. Elsku amma, ég veit að
englarnir og afi taka vel á móti þér
og hún Guð, eins og yngsta barnið
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gerðu svo vel og geymdu mig.
Guð, í skjóli þínu.
(Ókunnur höfundur.)
Nú er hún elsku amma mín dáin,
farin í ferðalagið mikla og kom það
okkur öllum í opna skjöldu. Við átt-
um alls ekki von á að hún færi nærri
því strax. Svo ung var hún í anda,
hress og vel á sig komin. En hún fór
heldur ekki troðnar slóðir í lífinu og
því ætti hún að enda á því?
Hún Guðný amma var glæsileg
kona, létt á fæti og vakti athygli
hvar sem hún kom. Mér þótti alltaf
gaman að vera nálægt henni og gát-
um við spjallað um hvað sem var,
eins og góðar vinkonur. Þegar ég
var lítil og fékk að fara til ömmu og
afa á Laugateiginn var sem ég
breyttist í prinsessu. Þá fékk ég að
leika mér með fínu hattana og tösk-
urnar, borða lakkrískonfekt og
drekka ískalda mjólk úr kristals-
glasi. Mér þótti mjög merkilegt að
heita líka Guðný og kallaði hún mig
ávallt nöfnu sína og það þótti mér
skemmtilegt. Barngæska hennar
var ótakmörkuð og löðuðust öll börn
að henni því hún hafði endalausa
þolinmæði til að leika við þau og
segja þeim sögur.
Ámma var mjög fjölhæf kona og
gerði margt sem ekki allar ömmur
gera. Til dæmis fylgdist hún vel með
ensku kattspyrnunni, hélt með Li-
verpool, horfði á Formúlu 1 keppn-
ina svo ekki sé nú minnst á Ólymp-
íuleikana en uppáhaldsgrein hennar
var skautadans. Á þá horfði hún
með fjarrænt blik í augum. Hún
hafði gaman af dansi og átti það til
að bregða fyrir sig steppfætinum og
steppa pínulítið. Það þótti mér fynd-
ið.
Hún sat aldrei aðgerðarlaus, var
alltaf með prjónana í höndunum og
skilur eftir sig fegurstu útsaums-
listaverk er prýddu heimili þeirra
ömmu og afa. Dáðist ég að verkum
hennar og leitaði oft til hennar með
handavinnu.
Ófáar ferðirnar keyi'ðum við tvær
ásamt Trausta litla, syni mínum,
austur fyrir fjall að heimsækja
mömmu og pabba er þau bjuggu
þar. Þá var mikið skrafað og hlegið
og virtist aldursmunurinn engu
skipta og gat ég talað við hana eins
og hverja aðra vinkonu.
Nú hefur hún amma mín lagt upp
í enn lengri ferð, enda þótti henni
svo gaman að ferðast. Við höfum
ósjaldan hlustað á hana segja frá því
er þau afi sigldu saman með Gull-
fossi til ólíki'a landa. Nú sigla þau
saman á ný á öðrum stað á öðrum
höfum, þar sem allt er gott.
Það er huggun harmi gegn að
eiga svo margar minningar um hana
ömmu mína og getum við, fjölskyld-
an, eflaust skemmt okkur við að
minnast hennar og þeirra uppá-
tækja hennar er vöktu kátínu okkar.
En um leið verður hið stóra skarð er
hún skilur eftir sig ekki fyllt og
verðum við að læra að lifa með því.
Góður Guð, styrktu okkur öll í
sorginni.
Hvíldu í friði, amma mín.
Þín nafna
Guðný.
Elsku amma Guðný, þá kveð ég
þig í hinsta sinn, en veit að ég mun
ávallt finna nærveru þína. Þú hefur
verið mjög stór hluti af lífi mínu frá
því að ég man fyrst eftir mér. Alltaf
varstu boðin og búin að passa okkur
systurnar, og þú varst líka tilbúin að
passa langömmubörnin því þau voru
sólargeislarnir þínir eins og þú kall-
aðir þau oft. Þær eru svo margar
minningarnar sem brjótast um í
huganum núna og helst vildi ég
segja frá þeim öllum en það er ekki
hægt. Þegar ég var lítil stelpa var
amma stórkostlegasta kona í heimi.
Hún skúraði á pósthúsi og æðsti
draumur minn var að gera slíkt hið
sama. Hún var mjög meðvituð um
það sem var í tísku og fannst það
vera skylda hveirar konu að líta v.p)
út, og hún passaði að vera alltaf vel
til höfð allt til síðasta dags, enda átti
fólk bágt með að trúa að hún væri
orðin 76 ára. Við fjölskyldan áttum
líka til að gleyma því og það gerðist
síðast í haust þegar hún fór með
okkur mömmu, pabba, Irisi og Ægi í
berjamó. Pabbi æddi af stað upp á
Esjuna í leit að berjum, sem aldrei
fundust, og þegar við vorum komin
upp í miðjar fjallshlíðar þá heyrist
allt í einu í ömmu: „Ég er nú orðin
dálítið þreytt.“ Enginn gerði sér
grein fyrir því að hún myndi þreyt-
ast því hún var svo rösk, og endaði
ferðin á því að þegar berin loksins
fundust þá var hún síðust að hætta
að tína og gáfumst við unga fóllg^
upp löngu á undan henni.
Mér finnst ég verða að segja frá
því hvað amma var ótrúlega sterk
þegar afi veiktist. Á hverjum degi
fór hún að heimsækja hann, sama
hvernig viðraði. Þegar hún kom til
hans byrjaði hún á því að heilsa öll-
um vistmönnum og starfsfólki og
tók síðan þátt í starfsemi dagsins af
heilum hug. Hjá afa var hún allan
daginn, og það var mikil breyting á
lífi hennar þegar hann dó 3. janúar
1995, en hún sýndi mikinn styrk og
tókst á við lífið og þær breytingaí
sem nú höfðu orðið.
Amma var ofsalega barngóð og ég
er þakklát fyrir að Kalman Tumi,
sonur minn, fékk að kynnast
langömmu sinni. Ég veit að hún bar
sterkar tilfinningar til hans, ekki
síst vegna þess að hún fékk að hitta
hann á vökudeild Landspítalans
þegar hann fæddist sex vikum fyrir
tímann í febrúar 1997, en hún átti
ekki til orð yfir hvað hann var lítill.
Ég veit að innst inni var hún stolt
yfir því að hafa fengið að sjá hann á
undan flestum öðnim.
Elsku amma, ég get bara sagt að
ég vona að þér líði sem best núna og
að þið afi séuð saman á ný, ég bið að
heilsa honum. Guð geymi þig.
Þín
Lísa Margrét.
Elsku amma mín, mig langaði
bara að pára nokkur orð til að
kveðja þig. Þú varst yndisleg
amma, alltaf í góðu skapi og hafðir
alltaf tíma til að tala við mig, klóra
mér á bakinu eða fíflast eitthvað
með mér.
Takk, elsku amma, fyrir að hafa
fyllt líf mitt með svo yndislegum
minningum. Þær reynast mér vel
núna þegar ég reyni eins og ég get
að takast á við sorg mína. Hvíl í
friði, elsku amma mín, og takk fyrir
að hafa verið mér svona góð ani|^i
og vinur.
Þín
Iris.
Elsku langamma, okkur langar
með nokkrum orðum að þakka þér
fyi'ir það hvað þú varst góð við okk-
ur. Þú færðir okkur alltaf eitthvert
smá dót þegar þú komst í heim-
sókn. En það var ekki dótið sem
vakti mesta lukku, heldur varst það
þú. Þegar við sáum þig gleymdum
við öllum öðrum í kringum okkjjg,
enda ekkert skrýtið því að þú varst
alveg ótrúlega viljug að snúast í
kringum okkur, leika við okkur og
bara dekra við okkur á allan hátt.
Það var alveg ómetanlegt fyrir okk-
ur, svona kríli, að fá að kynnast
þér. Með hjálp fjölskyldunnar mun
minningu þinni ávallt haldið á lofti.
Elsku amma, hvíl í friði. *r-
Kalman Tumi og Sóldís Rós. *'