Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Fiskurgangur er vannýtt auðlind
Verðmæti fiskúrgangs
tug'milljónir króna á ári
„Fjárfestinga-
kapphlaup og
lakari lífskjör“
Sj ávariitvegsráðherra
leggst gegn sérstakri úthlutun
viðbótar aflaheimilda
VERÐMÆTATAP vegna úrgangs
sem dælt er í hafið úr fiskvinnslu-
húsum hérlendis nemur á hverju ári
á bilinu 30 til 70 milljónum króna.
Þetta kom fram í erindi Ingibjargar
E. Björnsdóttur, starfsmanns verk-
fræðistofunnar Línuhönnunar, á
ráðstefnu um mengun í sjó við ís-
land sem haldin var í gær.
í nágrannalöndum íslands eru
víða unnin verðmæti úr úrgangi frá
fiskvinnsluhúsum. Hérlendis hefur
honum hins vegar verið dælt í firði
og flóa með tilheyrandi mengun við
þéttbýli og í höfnum. A undanfórn-
um misserum hefur verkfræðistofan
Línuhönnun fengist við ýmis verk-
efni fyrir sveitarfélög og fiskvinnsl-
ur á landinu þar sem unnið hefur
verið að athugunum á sorp- og frá-
rennslismálum. Könnun á vatns-
notkun fiskvinnslustöðva hefur með-
al annars leitt í ljós að vatnsnotkun í
íslenskri bolfiskvinnslu er á bilinu 14
til 36 tonn á hvert innvigtað hráefn-
istonn eða ríflega helmingi meiri en
tíðkast í sambærilegum vinnslum í
nágrannalöndunum. Munurinn er
enn meiri ef horft er til rækjuvinnsl-
unnar en hérlendis er vatnsnotkun
rækjuvinnslunnar um 40 til 100 tonn
á hvert innvigtað hráefnistonn.
6-12 þúsund tonn á ári
Með aukinni vatnsnotkun fylgir
aukin útskolun hráefnis sem leiðir
af sér lélegri nýtingu á hráefninu. í
máli Ingibjargar kom fram að um
3-5% þyngdar af innvigtuðu hrá-
efni í fiskvinnslum yrði að úrgangi
HVER MÍNÚTA PRÁ
KL. 8 TIL 19 Á DAGTAXTA
Kvöld- og næturtaxti verður
óbreyttur, 33 kr./mín.
Muitið að velja oo áðuren hringt er sjálfvirkt til útlanda S í MIN N www.simi.is
JÓN Ólafsson, sérfræðingur á
Hafrannsóknastofnun og hjá
Háskóla Islands, flytur erindi á
ráðstefnu um mengun í sjó við
Island.
sem síðan bærist til sjávar. Á
landsvisu geti því verið verið um að
ræða um 6-10 þúsund tonn á ári ef
miðað er við um 200 þúsund tonna
ársafla. Sagði Ingibjörg að væri
þetta hráefni umreiknað yfir í mjöl
og lýsi væri verðmæti þess frá
hálfri til einnar milljónar Banda-
ríkjadala eða um 30-70 milljónir ís-
lenskra króna.
Rannsóknir sýna að í hefðbundn-
um sjávarplássum getur mengun frá
fiskvinnslu verið margfalt meiri en
megnun frá íbúum og þjónustu.
Ingibjörg sagði rannsóknir sýna að
lífræn megnun frá fiskvinnslunni
samsvarði 20-30 milljón persónuein-
• •
Orverur
í hafinu
ÖRVERUFRÆÐIFÉLAG ís-
lands mun á morgun, laugai’-
dag, standa fyrir ráðstefnu sem
nefnist Örverur í hafinu af til-
efni 10 ára afmælis félagsins og
ári hafsins. Á ráðstefnunni
munu 13 fræðimenn, þar ef
tveir erlendir, flytja erindi um
veirur, bakteríur og svif í haf-
inu. Fjallað verður um líffræði
þessai’ lífsforma sem sam-
kvæmt skilgreiningu sjást ekki
með berum augum en eru ein
mikilvægasta undirstaða lífs í
hafinu og þar með á jörðinni.
Þá verður fjallað um ógnanir
sjúkdóma sem af örverum stafa
og tækifæri sem þær veita.
Ráðstefnan verður í Há-
skólabíói, sal 4, frá kl. 9.15 til
17.00 og er öllum opin. Að-
gangseyrir er 500 krónur.
ingum á ári en ein persónueining
samsvarar því sem ein persóna læt-
ur frá sér af lífrænum úrgangi á
dag.
. „Það sem er þó mikilvægast að átta
sig á í þessu sambandi er að oft eru
aðstæður þannig hér á landi að við-
takinn, það er að segja hafið, er öfl-
ugur og getur í raun tekið við þeirri
lífrænu megnun sem frá fískvinnsl-
unni kemur. Við rekumst yfirleitt
ekki á nein veruleg mengunarvanda-
mál en samt sem áður er hér um
mikið tap að ræða fyrir fiskvinnsl-
una. Þá er ónefnd sú sjónmengun
sem af útrennsli margi-a fiskvinnslu-
húsa stafar. Hún er í fæstum tilfell-
um augnayndi," sagði Ingibjörg.
Fjárfesting í
hreinsbúnaði er arðbær
Hún sagði það vera hagsmunamál
flestra sveitarfélaga að á megnunar-
málum yrði tekið með myndarlegum
hætti. Markmiðið væri að hreinsa
afrennsli fiskvinnslunnar með sem
minnstum tilkostnaði. Einnig verði
að draga úr notkun hjálpar- og
aukaefna. Hún segir tækniþekking-
una fyrir hendi. Kostnaður við vél-
búnað og uppsetningu einfalds
hreinsikerfis fyrir meðalstjóra físk-
vinnslu _sé á bilinu 8-12 milljónir
króna. I umræðum á ráðstefnunni
kom fram að uppsetning slíks bún-
aður væri arðbær þegar til lengri
tíma væri litið og að með nýrri
tækni yrði ódýrara og hentugra
fyrir sveitarfélög að nýta sér þenn-
an kost.
UMHVERFISMERKINGAR á
sjávarafurðir settu mark sitt á
málþing tengt 57. Fiskiþingi, sem
hófst í gær. Uppbygging Fiskifé-
lagsins er nú breytt og það orðið
félag hagsmunasamtaka í sjávarút-
vegi. Á málþinginu kom berlega í
ljós að umhverfismerkingar á sjáv-
arafurðir eru óumflýjanlegar en
margt er enn ógert til að þeim
verði komið á. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra lagði á það
áherzlu í ræðu sinni á þinginu, að
alþjóðlegar stofnanir yrðu að
ákvarða viðmiðanir um sjálfbærar
veiðar og aðra þætti, sem í merk-
ingunni felast. Hann benti þar á
Landbúnaðar- og matvælastofnun
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að hugmyndir um að
taka til hliðar viðbótai’aflaheimildii’
og úthluta með öðrum hætti en verið
hefur myndu leiða til fjárfestinga-
kapphlaups og leiða til lakari lífs-
kjara, kæmust þær til framkvæmda.
Þetta sagði sjávarútvegsráðherra á
Fiskiþingi, sem haldið var í gær.
Hann sagði ennfremur að með slík-
um hugmyndum væri verið að færa
veiðiheimildir fi-á þeim sem stæðu sig
bezt til þeirra sem stæðu sig verr.
Vikju markmiðum til hliðar
„Það eru alltaf að koma fram, aft-
ur og aftur, hugmyndir sem menn
hafa verið að velta fyrú’ sér árum
saman,“ sagði Þorsteinn. „Ein er sú,
sem ég heyri nefnda núna og oft hef-
ur verið rædd, að taka eigi, eins og
sagt er, viðbótaraflaheimOdir og út-
hluta með öðrum hætti. Ég efa það
ekki að þar er góð hugsun að baki.
En það liggur í augum uppi, ef menn
fara að skoða málið, að breytingar af
því tagi myndu leiða til þess að þau
markmið, sem við erum að vinna að,
vikju til hliðar, svo vægt sé til orða
tekið. Ég sé þessar hugmjmdir sett-
ar fram í þeim tilgangi fyrst og
fremst að fiytja veiðirétt frá þeim
sem hafa staðið sig bezt til hinna
Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða
hafrannsóknaráðið.
Hagsmunasamtök
í sjávarútvegi
Breytingarnar á Fiskifélaginu
felast í því að aðildinni að Fiskifé-
lagi íslands var breytt verulega síð-
asta haust. Nú eru það eingöngu
hagsmunasamtök í íslenzkum sjáv-
arútvegi, sem eiga aðild að félaginu
í stað fiskideildanna um land allt
áður. Það eru samtök útgerðar-
manna, sjómanna, fiskverkafólks
og fískframleiðenda, svo dæmi déu
tekin. Fiskiþing hefur breytzt að
því leyti að nú er haldinn séraf-
markaður aðalfundur, þar sem
lagðir eru fram reikningar félags-
ins og unnin önnur hefðbundin að-
alfundarstörf. Eftir það er haldið
málþing um ákveðið þema og að
þessu sinni eru það umhverfis-
merkingar á fiskafurðir.
„Markmiðið með þeirri vinnu hjá
okkur er ekki að koma með ein-
hverjar niðurstöður, heldur fyrst og
fremst að kalla eftir því hvaða sjón-
armið eru ríkjandi, hvaða rökstuðn-
ingur er fyrir þeim og hvar sam-
hljómur er innan sjávarútvegsins og
hvar ekki,“ segir Pétur Bjarnason,
formaður stjórnar Fiskifélagsins, í
samtali við Verið.
„Við höfum fengið marga góða
fyrirlesara um þessi mál og vonumst
síðan til þess á eftir að fá góða vinnu
í þremur vinnuhópum, þar sem
menn geta sett sig inn í þessi mál og
dýpkað og þroskað þessa umræðu
og tekið hana úr þeim slagorðastíl,
sem hún hefur einkennzt af.
Áherzla á umhverfismál
Starfsemin áður fyrr var mest
verktakastarfsemi fyrir stjómvöld,
einkum sjávarútvegsráðuneytið. Því
verður nú hætt, en í stað þess mun-
sem hafa staðið sig verr. Það þjónar
ekki heildar efnahagslegum mark-
miðum okkar.
Ég sé að þetta geti haft það í fór
með sér að þeir sem ákvarðanir
þui’fa að taka í atvinnugreininni
hætti að hafa áhuga á því að láta
langtímasjónarmið ráða ákvörðunum
sínum. Þeir hljóta að freistast til
þess að segja: Eg vil fá sem mest í
minn hlut strax. Ég tek ekki þátt í
erfiðum ákvörðunum um að skera
niður aflaheimildh’ til að byggja upp
þorskstofninn vegna þess að þegar
það skilar árangri verður árangui’inn
tekinn og færður öðrum.
Við missum þann hvata sem við
höfum í greininni í dag að því hún
sjálf styður stefnu sem leiðir til þess
að þjóðin fær hámarks afrakstur til
lengri tíma. Við myndum augljóslega
með aðgerðum af þessu tagi vera að
stórauka óarðbæra fjárfestingu því
það yrði kapphlaup að ráða yfir skip-
um sem ekki hefðu veiðiheimildir til
þess að stjórnvöld tækju veiðiheim-
ildir frá þeim sem hefðu skip með
eðlilegar heimildh- og færðu til
hinna. Þetta myndi leiða til fjárfest-
ingakapphlaups, sem óhjákvæmilega
myndi draga úr efnahagslegum ár-
angri og færa niður lífskjörin," sagði
Þorsteinn Pálsson.
um við leggja áherzlu á að sinna
umhverfismálum og verðum með 6
starfsmenn í vinnu. Við munum allt
í senn fylgjast með gangi mála, upp-
lýsa og reyna að hafa áhrif. Við höf-
um verið með mann, sem hefur
sinnt sjóvinnukennslu um árabil og
því verður haldið áfram í samvinnu
við sjávarútvegsráðuneytið. Við er-
um með verkfræðing, sem hefur
unnið að mælingum og fleiru kring-
um mengunarmál og skipalýsingar
og svo verður áfram. Svo munum
við vinna fyrir Verðlagsstofu skipta-
verðs, verðum með hagfræðing í
starfi og vonandi getum við í fram-
tíðinni beitt okkur í að vinna sér-
tækar upplýsingar, sem markaður
er fyrir.
Við höldum áfram útgáfu, sem
komin er í sérstakt hlutafélag sem
heitir Fiskifélagsútgáfan. Við gef-
um út tímaritið Ægi og sjómanna-
almanak, en hættum útgáfu Útvegs,
en sú upplýsingasöfnun færist
væntanlega til Hagstofu Islands.
Við höfum trú á því að við getum
tekið þátt í þeim verkefnum á sviði
sjávarútvegsins sem verið er að
vinna að, til dæmis að bæta ímynd
íslenzkra sjávarafurða erlendis og
fleira af þeim toga. Framtíðarsýnin
er að vinna að ýmsum slíkum sam-
eiginlegum hagsmunamálum sjáv-
arútvegsins og við teljum okkur
fullfær um að sinna sh'kum verkefn-
um/‘ segir Pétur Bjarnason.
Á málþinginu um umhverfis-
merkingar kynntu sjávarútvegs-
ráðuneytið, SH og LIÚ umhverfis-
stefnu sína. Fjallað var um stöðu
þessara mála almennt og umhverf-
isstefna íslenzki-a og erlendra fyrir-
tækja borin saman. Loks var kynnt
vinna Fiskiðjusamlags Húsavíkur
að mótun umhverfisstefnu sam-
kvæmt ISO 14001 staðlinum, en hún
er nú að nálgast lokastigið.
KYNNIG I DAG OG A MORGUN
RoC & Filodoro
RoC - skemmtilegur kaupauki
Filodoro - 20% afsláttur og
skemmtilegur kaupauki.
I -
íh LYFJA
Lyf é légmarksveröi
Umhverfísmerkingar í
brennidepli á Fiskiþingi