Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 42
4Q FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RÚMAR BÁRÐUR
OLAFSSON
+ Rúnar Bárður
Ólafsson fædd-
ist í Njarðvík 15.
mars 1962. Hann
Iést að slysförum
14. nóvember s.l..
Foreldrar hans eru
Guðlaug Bárðar-
dóttir, f. í Njarðvík
12. janúar 1943 og
Ólafur Þorgils Guð-
mundsson málara-
meistari f. í Sand-
“'gerði 24. júlí 1939.
Systkini eru Við-
ar Ólafsson slökkvi-
liðsmaður, f. 31. ágúst 1966,
kvæntur Róbertu B. Maloney, f.
9. ágúst 1963, dóttir
þeirra Anita Eva og
börn Róbertu frá
fyrra hjónabandi
Oskar og Auður.
Sveinbjörg Sigríður
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 10 mars 1972,
unnusti hennar er
Kjartan Ingvars-
son, f. 22. júlí 1970
sonur hennar er
Ólafur Elí.
Utför Rúnars
Bárðar fer fram frá
Ytri-Njarðvíkur-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku Rúnar okkar, það að þú
sért dáinn er okkur óskiljanlegt, ég
og mamma í helgarferð út í Amer-
íku þegar við fáum þessar sorgar-
fréttir að þú værir látinn af slysför-
um. Það er svo margt sem kemur
upp í huga okkar og svo margt sem
okkur langar að segja. Við þökkum
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman, betri bróður gátum
við ekki átt. Þú sem varst svo góð-
aSi og notalegt að vera í návist
þinni. En minningin um þig verður
aldrei frá okkur tekin. Hvað við
vorum stolt af að eiga svo hug-
myndríkan og handlaginn bróðir,
allt lék í höndum þér og það sem
þú tókst þér fyrir hendur var gert
af svo mikilli natni og samvisku-
semi.
Söknuður okkar er svo mikill, þú
svo tryggur og yndi okkar allra.
Gaman var þegar þú passsaðir
okkur þegar við vorum ung, þá var
Vg.ypt heilt Blokksúkkulaði og búið
til piparmyntunammi, vakið fram-
eftir og við sváfum öll í sama her-
bergi. Minningamar eru margar,
við í hjólhýsinu, í sumarbústaðnum
að spila á spil, í krikket og heima
hjá þér því öll höfum við búið hjá
þér tímabundið. Avallt var pláss
fyrir okkur og þér fannst sjálfsagt
að umturna þínu eigin heimili svo
við gætum verið hjá þér. Ahugamál
þín voru mörg og þú varst svo
ánægður og ljómaðir þegar þú til-
kynntir okkur að þú væri að láta
draum þinn rætast að læra köfun.
En slysin gera ekki boð á undan
sér, þeir einir sem átt hafa mikið,
geta misst mikið.
v'Við systkinin kveðjum þig kæri
bróðir með söknuði og megi góði
guð styrkja fjölskyldur okkar og
foreldra.
Sveina og Viðar.
Vegir Drottins eru órannsakan-
legir, það er oft erfitt að að trúa
staðreyndum lífsins, sérstaklega er
erfitt að trúa því að ungur maður í
blóma lífsins sé skyndilega horfinn
frá okkur. Maður finnur til smæðar
sinnar og vanmættis. Þvflíkt reið-
arslag reið yfir fjölskyldu okkar
einu sinni enn þegar við fréttum að
Rúnar frændi okkar væri dáinn.
-Farinn er góður drengur, óvænt-
úr og miskunnarlaus er dauðinn.
Stutt er síðan að við hittum hann
og var hannn hress í bragði og var
farinn að læra köfun. En hann ætl-
aði einmitt að nýta sér köfunina til
að taka myndir neðansjávar. Rún-
ar hafði mörg merkileg áhugamál,
hann hafði mikinn áhuga á flugvél-
um, t.d. smíðaði hann flugvélamód-
el og á hann eitt merkilegasta flug-
vélaljósmyndasafn á Islandi og
þótt viðar væri leitað. Þessar
myndir hafði hann tekið þegar
flugvélar höfðu viðkomu hér á flug-
vSllinum. Rúnar var í mótorhjóla-
klúbbi og ferðaðist hann mikið með
félögum sínum um landið. Þegar
Rúnar var yngri starfaði hann mik-
ið í KFUM og var oft í Vatnaskógi,
var hann virkur þar í mörg ár.
Rúnar var mjög traustur og trygg-
ur drengur og mjög samviskusam-
EHann lærði málaraiðn hjá fóður
um og var hann kominn með
meistararéttindi. Rúnar starfaði
sem málari á Kefiavíkurflugvelli.
Á þessari sorgai-stundu viljum
við senda stutta kveðju frá ömmu
Rúnu, sem er vistmaður á Garð-
vangi. „Kæri Rúnar minn, ég vil
þakka þér fyrir hvað þú hefur
reynst mér góður og tryggur
drengur og hvað þú varst duglegur
að heimsækja okkur afa Bárð og
mig í seinni tíð eftir að ég varð ein.
Guð varðveiti minningu þína.“
Við viljum biðja guð að blessa
minningu um góðan dreng. Minn-
inginn um Rúnar frænda mun lifa
um aldur og ævi. Fyrir hönd fjöl-
skyldu okkar viljum við votta Gullu
og Óla, Viðari, Sveinu og fjölskyldu
þeirra okkar dýpstu samúð og
biðja góðan guð að styrkja þau í
sorg þeirra.
Ingólfur Bárðarson og
Halldóra Jóna Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 12. nóvember
síðastliðinn kom Rúnar Bárður
Ólafsson í aðalstöðvar okkar í
Reykjavík. Erindi hans var að sýna
nokkrum drengjum í Skógamnum
KFUM myndir af flugvélum og
mótorhjólum og segja þeim frá
þessum áhugamálum sínum. Hann
var glaður og reifur og gladdist yf-
ir því að geta enn á ný lagt eitthvað
af mörkum til félagsstarfs KFUM.
Aðeins tveimur dögum síðar
barst okkur svo hin hörmulega
frétt að Rúnar hefði látist við köf-
un.
Rúnar tók þátt í starfi KFUM í
Keflavík frá unga aldri. Hann var í
hópi áhugasamra drengja sem
margir taka enn virkan þátt í 813141
KFUM. Rúnar var með í öllum
deildum félagsins, fyrst í yngri
deild og síðan í unglingadeild. Síð-
ar gerðist hann sjálfur leiðtogi í
yngri deild og unglingadeild. Rún-
ar tók þátt í starfi KFUM af lífi og
sál. Hann var ávallt boðinn og bú-
inn að aðstoða og ekki síst nutu
KFUM og KFUK þess þegar hann
hóf að læra málaraiðn. Félagar
hans minnast með þakklæti alls
þess sem hann gerði þegar félögin
festu kaup á gömlu bakaríi í Kefla-
vík og breyttu því í félagsheimili. Á
unglingsárum hóf Rúnar að taka
þátt í vinnuflokkum í sumarbúðun-
um í Vatnaskógi. Á þeim árum var
það algengt að unglingar kæmu yf-
ir helgi á sumrin og hjálpuðu til við
ýmsar verklegar framkvæmdir en
á þeim er aldrei skortur í Vatna-
skógi. Eftir að hann hóf að læra og
vinna við málun varð það hans að-
alframlag til starfsins. Oft kom
hann helgi eftir helgi til að mála
því að ef Rúnar tók eitthvað að sér
þá var staðið við það. Það má segja
að í áratug hafi hann séð um og
borið ábyrgð á málningarviðhaldi í
Vatnaskógi. Hann átti margar
ánægjustundir í Vatnaskógi og
staðurinn var honum kær. Þótt
Rúnar hafi ekki tekið mikinn þátt í
starfi Vatnaskógar seinni árin þá
býr ennþá þakklæti í hugum Skóg-
armanna fyrir trúfesti hans og
minningin um hann lifir. Við minn-
umst Rúnars sem góðs félaga og
bróður. Rúnar hafði áhuga á
mörgu og þess nutum við í KFUM.
Við sendum fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum þeim blessunar Guðs.
F.h. KFUM og Skógarmanna
KFUM,
Sveinn Valdimarsson.
Lífið er hverfult. Það voru sorg-
arfréttir sem bárast til okkar ætt-
ingjanna síðdegis síðasta laugar-
dag. Rúnar Bárður hafði látist á
æfingu í köfun við bryggjuna í
Gerðum í Garði, aðeins 36 ára að
aldri. Þennan örlagaríka dag var
komið að lokum á námskeiðinu.
Rúnar Bárður hafði farið á nám-
skeiðið fyrir það að það var metn-
aður hans að læra köfun og takast
á við það ögrandi verkefni sem köf-
un er.
Ég þekkti Rúnar Bárð nokkuð
vel. Við Ólafur faðir hans erum
systrasynir og að auki góðir vinir.
Rúnar Bárður var hár maður og
grannur, viðræðugóður, hreinn og
beinn og það fór ekki framhjá nein-
um viðmælanda hans að hugur
fylgdi máli. Hann var málari að at-
vinnu en hafði mörg áhugamál í frí-
stundum sínum. Bar þar hæst ljós-
myndun og flugmál. Hann átti
mjög vandaðar myndavélar og
hafði í mörg ár tekið ljósmyndir af
flugvélum sem lentu hér á landi.
Fjöldi myndanna skiptir þúsund-
um og er merkilegt safn.
Bárður var duglegur, skipulagð-
ur og reglusamur ungur maður
sem nýtti tíma sinn ákaflega vel.
Hann átti alitaf góða bíla og síð-
ustu árin átti hann einnig stórt
mótorhjól sem hann notaði mikið
yfir sumarið til ferðalaga. Samt var
ekkert fjær Rúnari Bárði en
glannaskapur og óvarkárni í nokk-
urri mynd. Það var eðli hans að
gera alla hluti á faglegan og örugg-
an hátt.
Ég hitti Rúnar Bárð síðast í lok
júní á þessu ári á Hvanneyri, á
niðjamóti hjónanna Unnar Sigurð-
ardóttur og Þorgils Ái-nasonar á
Þórshamri í Sandgerði. Við tókum
tal saman og talið barst fljótt ann-
ars vegar að flugsögu og mynda-
safni hans og hins vegar að flugvél-
um Atlanta-flugfélagsins, en hann
var fullur áhuga á starfsemi Atl-
anta og velvild til starfsmanna
þess, sem hann þekkti vel gegnum
áhugamál sín.
Það er gott að minnast samvist-
anna við Rúnar Bárð. Hann var
góður drengur í fornri og nýrri
merkingu þess orðs. Hinar góðu
samvistir halda áfram að iifa í
minningu, eins lengi og þeir era til
sem muna.
Við fráfall Rúnars Bárðar sendi
ég og fjölskylda mín foreldram
hans, systkinum, mágkonu og mági
hlýjar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Rúnars
Bárðar Ólafssonar.
Þorgils Jónasson.
Kynni okkar Rúnars Bárðar
Ólafssonar hófust er hann hringdi í
mig fýrir allmörgum áram og hóf
máls á sameiginlegu áhugamáli
okkar sem var flugsaga Islands.
Samtalið varð alllangt og rætt var
um Ijósmyndir af flugvélum sem
við höfðum þá báðir safnað og tekið
í nokkurn tíma, án þess að vita
hvor af öðrum. Þetta símtal mark-
aði upphafið að kynnum okkar og
áttum við eftir að tala um flugvélar
sem horfnar era, og merkingar á
þeim sem var búið að breyta. Línu
hafði verið breytt á skrokki fiug-
vélar og Rúnar vissi allt um það, og
ef ný merking kom í ljós á gamalli
ljósmynd þá glöddumst við saman.
Áldrei var komið að tómum kofun-
um hjá honum varðandi merkingar
flugvélá gamalla og nýrra, hann
var ákaflega minnugur á smáatriði
í útliti flugvéla. Eitt var það stór-
virki sem Rúnars verður minnst
fyrir á sviði flugsögunnar. Hann
réðst í það að gera myndskreytta
loftfarskrá af flugvélum frá upp-
hafi flugs á íslandi, margir höfðu
talað um að þetta væri bráðnauð-
synlegt, en ekkert orðið úr, fyrr en
Rúnar tók það upp hjá sjálfum sér
að framkvæma þetta. Hann keypti
þau tæki sem til þurfti og lærði á
þau, og hellti sér út í verkið, árang-
urinn var honum til sóma.
I heimsókn til hans á síðasta ári
varð ég dolfallinn er ég sá módel-
safn hans. Hendur hans vora frekar
stórgerðar, en módelin bára merki
fínleika og nákvæmnisvinnu sem
hann hafði lagt í til að fá allt rétt,
bæði merkingar og ýmsa aukahluti
sem á vélunum áttu að vera.
Við hittumst síðast er hann kom á
gullnu mótorhjóli sínu til Akureyrar
núna í sumar, og sátum við eina
kvöldstund á heimili mínu og skoð-
uðum nýjar og gamlar ljósmyndir af
flugvélum. Eg dáðist að þessum
stóra manni, að nú vai' hann kominn
með nýtt áhugamál, sem var köfun.
Þetta nýja áhugamál átti hug hans
allan en engan óraði fyrir að það
yrði honum að aldurtfla. Minningin
um heiðarlegan og hjartahlýjan
mann lifír, en skai'ðið er stórt við
fráfall hans fyrir þá okkar sem hafa
flugsöguna sem áhugamál. Ég færi
foreldram hans og systkinum og
fjölskyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur, megi ljóssins
Guð styrkja ykkur í sorg ykkar.
Hörður Geirsson.
Við hjá Suðurflugi voram harmi
slegnir þegar fregnir bárast af
þessu hörmulega slysi. Við höfum
misst einn úr hópnum okkar.
Rúnai' vai' tíður gestur hjá Suður-
flugi til að bæta við ljósmyndum í
hið gríðai'lega safn ljósmynda og
heimilda um flugsögu Islands. Hann
var ávallt þessi góði hlédrægi dreng-
ur sem allir höfðu velþóknun á.
I flugmannaherbergi hjá Suður-
flugi er lítið brot þessa gífurlega
safns sem var aðaláhugamál Rún-
ars. Þessar myndir munu vera
áfram sem minningar um Rúnar og
má þar með segja að hann hafi skil-
ið eftir hluta af sjálfum sér hjá
okkur. Við þökkum fyrir það.
Við sendum ættingjum öllum,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Suðurflugs
á Keflavíkurflugvelli.
Farinn er góður drengur.
Rúnar hafði verið í heimsókn hjá
okkur fóstudagskvöldið 13. nóvem-
ber s.l. og tjáð okkur að hann ætl-
aði að fara að kafa á hádegi næsta
dag.
Okkur var því bragðið þegar við
heyrðum í kvöldfréttunum laugar-
daginn 14. nóvember s.l. að ungur
maður hefði drukknað við köfun,
þá um daginn.
Þetta kvöld var mjög létt yfir
Rúnari. Köfun átti hug hans allan.
Hann hafði lokið bóklega náminu,
og nú ætlaði hann að takast á við
verklega þáttinn af fullum krafti.
Við ræddum þetta áhugamál hans
fram og aftur og hann fullvissaði
okkur um að ekkert væri að óttast.
En dauðinn er óvæntur og mis-
kunnarlaus.
Rúnar var með afbrigðum trygg-
lyndur og bamgóður maður. Álltaf
gaf hann sér tíma til að spjalla við
börnin okkar, þegar hann heimsótti
okkur á Álfaskeiðið. Það var líka
greinilegt að hann bar hag foreldra
sinna og systkina mjög fyrir brjósti
Kæra foreldrar, systkini, systk-
inabörn og aðrir aðstandendur.
Góður guð gefi ykkur styrk til að
takast á við sorgina. Þið eigið dýr-
mæta minningu um góðan og kær-
leiksríkan dreng.
Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
(Sálm. 46.2.)
Kæri Rúnar. Hafðu þökk fyrir
tryggð þína og vináttu.
Þínir vinir,
Sigurður, Nanna Björk, Lára
Halla, Guðjón Teitur, Hjalti
Hrafn og Jóhanna Margrét.
„Lát engan líta smáum augum á
æsku þína, en ver fyrirmynd trú-
aðra, í orði, í hegðun, í kærleika, í
trú, í hreinleika."
(I Tím.4:12)
Undarlegt hve tíminn líður
hratt. Okkur finnst sem við höfum
verið í gær að starfa saman í lifandi
og blómlegu stai-fi KFUM og K í
Keflavík. I raun era liðin nær tutt-
ugu ár. Við vorum unglingar sem
söfnuðust saman um Guðs orð und-
ir styrkri handleiðslu Emilíu og
unnum stói'virki eiginlega án þess
að vita það. Við byrjuðum í leigu-
húsnæði og hittumst á föstudags-
kvöldum þar sem við sungum, báð-
um, sprelluðum og hugleiddum
boðskap Krists. Af hugsjónum og
krafti störfuðum við saman og töld-
um okkur geta allt. Við öfluðum
fjár til kaupa á húsnæði fyrir starf-
ið. Við seldum blóm, sælgæti, jóla-
kort, kökur, fermingarskeyti og
gáfum út blöð ár eftir ár. Draum-
urinn varð að veraleika og keypt
var gamalt bakarí og það gert upp.
Hafið var starf meðal barna og
unglinga sem leitt var af ungling-
um og orð Guðs boðað af krafti. Við
trúðum á Jesú Krist sem frelsara
okkar og vildum að fleiri kynntust
honum. þess vegna söfnuðumst við
saman, sögðum öðram frá því sem
hann hafði gert fyrir okkur og
sungum Guði lof og dýrð í ein-
lægni.
Rúnar sem hér er minnst var
einn af eldri leiðtogunum og hafði
nokkra sérstöðu. Hann var með
þeim elstu og þarafleiðandi fljótur
að fá bílpróf, lengstur og þar að
auki úr Njarðvík. Við töldum að
sjálfsögðu að best væri að búa í
Keflavík en hann hélt uppi sterk-
um vörnum fyrir bæinn sinn og
hafði oft betur því þeir voru miklu
betri í körfubolta á þeim árum og
höfðu meira að segja umferðarljós!
Við fóram oft í Vatnaskóg og þau
sem yngri voru fengu stundum að
sitja í hjá Rúnari. Þá stoppaði hann
iðulega hjá flugvöllum og beðið var
meðan hann tók myndir af flugvél-
um sem hann hafði mikinn áhuga á
og safnaði af þeim myndum. Hann
tók mikinn þátt í starfinu og lagði
ómetanlega vinnu í að gera upp
gamla bakaríið enda að læra sína
málaraiðn á þessum tíma. Við gönt-
uðumst stundum með að hann væri
fæddur í starfið þar sem hann
þyrfti ekki að nota stiga. Hann tók
því með umburðarlyndi enda vanur
slíkum athugasemdum og hafði
líka lúmskt gaman af þrætum.
Hann lagði sig fram í þessu merki-
lega starfi sem var að mestu leyti
haldið upp af unglingum. Eftir því
sem árin liðu fóram við hvert í sína
áttina til náms og starfa. Sum okk-
ar stofnuðu heimili með maka og
börnum, aðrir héldu út í hinn stóra
heim og tengslin rofnuðu. Við viss-
um samt hvert um annað. Böndin
sem tengdu okkur í upphafi vora
sterk og best finnum við það nú
þegar sá fyrsti hverfur úr þessum
hópi. Rúnar er dáinn og við syrgj-
um hann. Ef til vill gerði hann sér
ekki grein fyrir því frekar en við
hin hve mikilvægur hann var og
ómetanlegur sá skerfur sem hann
lagði fram til starfsins. Stundum
þarf eitthvað mikið til að staldra
við og líta til baka og minnast og
þakka. Við þökkum fyrir að hafa
átt Rúnar að félaga og vini. Við vit-
um að hann lifir nú með frelsara
sínum og hvílir í faðmi Guðs, í
faðmi þess sem hann treysti og
þjónaði í sínu lífi.
Við biðjum Guð um að hugga
foreldra hans, systkini og alla ást-
vini. Minning hans lifir í huga okk-
ar.
Emilía, Linda Sjöfn
og Petrína Mjöll.
Elsku Rúnar. Okkar fyrstu
kynni voru fyrir mörgum áram, ég
var á brautarvakt að fylgjast með
flugumferð um Keflavíkurflugvöll
og þú varst að taka ljósmyndir af
flugvélum sem áttu leið um völlinn.
Við fórum að spjalla saman og
þarna fann ég að þú hafðir að
geyma þvílíkan fróðleik um flug-
vélar að forvitni mín opnaðist upp á
gátt. AJlt í einu varst þú rokinn í
burtu og sagðist koma aftur. Við
áttum síðan eftir að hittast oft og
spjalla saman um þetta sameigin-