Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 2 7 ÞÓRUNN Sigþórsdóttir söngkona (t.v.) ræðir við konsúl Islands í Stuttgart, Emiliu Hartmann. Reykjavíkur- myndir Asgeirs Smára í Þýskalandi SÝNING á verkum Ásgeirs Smára Einarssonar listmálara var nýverið opnuð í ráðhúsi Abstatt í Þýskalandi. Málverkin á sýningunni eru óður til Reykja- víkur og kvaðst Ingimundur Sig- fússon sendiherra Islands í Þýskalandi, sem opnaði sýning- una, vona að þau myndu vekja áhuga sýningargesta á nánari kynnum við land og þjóð og auka líkurnar á því að þeir sæktu ls- land heim. Undir þetta tók Ás- geir Smári og óskaði sýningar- gestum góðrar ferðar um Reykjavík - í gegnum verk sín. Aðrir sem tóku til máls við opnunina voru Rúnar Emilsson skólastjóri tónlistarskólans í Abstatt og Rúdiger Braun bæjar- stjóri. Lýsti sá síðarnefndi ánægju sinni með þau tengsl sem myndast hafa milli Islands og Þýskalands gegnum listina. Þá söng Þórunn Sigþórsdóttir sópransöngkona við undirleik Rúnars Emilssonar og var þeim ÁSGEIR Smári Einarsson við eitt verkanna á sýningunni. vel fagnað af sýningargestum sem voru á annað hundrað tals- ins. Þetta er þriðja sýning Ásgeirs Smára í Þýskalandi. Hann hefur áður sýnt í Bocholt og Borken in Gesher. 4,4 milljómr fynr vafasaman van Gogh Ziirich. Morg^unblaðið. ÞRJÁTIU og sjö listaverk úr lista- safni Reader’s Digest voru seld á uppboði hjá Sotheby’s í New York á mánudagskvöld fyrir 86 milljónir dollara. Mynd eftir Amedeo Modigl- iani af Jeanne Hebuterne fór á 15,1 milljón en það er metverð fyrir verk eftir Modigliani. Myndin „Les Chaumiéres á Au- vers“ (Kofar með stráþaki í Auvers) eftir Vincent van Gogh var seld fyr- ir 4,4 milljónir dollara. Sjálfskipaðir van Gogh sérfræðingar efast um að myndin sé eftir hollenska meistar- ann. Sotheby’s tekur gagnrýni þeirra ekki alvarlega en sagði fyiúr uppboðið að kaupandinn myndi fá myndina endurgreidda ef það ætti eftir að koma í ljós að van Gogh hefði ekki málað hana. Listaverkin voru seld af því að út- gefendur Reader’s Digest eru í fjár- þröng. Fyrrverandi ritstjóri tíma- ritsins sagði að Lila Acheson Wallace, meðstofnandi Reader’s Digest, hefði orðið æf ef hún hefði vitað að myndirnar yrðu boðnar upp á uppboði. „Hún vildi að venjulegir Bandaríkjamenn gætu notið mynd- inna. Hún hefði sannarlega ekki kært sig um að þær yrðu lokaðar inni hjá einhverjum ríkisbubba." Jóhann Maríusson sýnir í Svarta pakkhúsinu FÉLAG myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar nýjan sýning- arsal á Hafnargötu 2 í dag kl. 18, með sýningu Jóhanns Maríussonar. Þetta er fyrsta einkasýning Jó- hanns, en hann hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og einnig í Flórída. Á þessari sýningu eru högg- myndir, unnar í tré í bland með öðr- um náttúruefnum, s.s. gleri, málmi, steinum og beinum. Jóhann er sjálfmenntaður lista- maður en naut tilsagnar Ralf Hurst, er Jóhann dvaldi ytra við nám. Félagið hefur rekið sýningarsal í húsinu í u.þ.b. ár, en Reykjanesbær hefur nú afhent félaginu nýjan sal í húsinu til afnota fyrir starfsemina, sýningar- og námskeiðshald. Fé- lagsmenn hafa sjálfir unnið að standsetningu húsnæðisins sem hlotið hefur nafnið Svarta pakkhús- ið, en fyrrum var í húsinu fiskverk- un. Jóhann var einn af fyrstu með- limum félagsins sem komu sér upp vinnuaðstöðu í nýja húsnæðinu. Þetta er sölusýning og lýkur henni 6. desember. Aðgangur er ókeypis. Þjóðbúningar í Listhúsi Ófeigs SIGRÚN Jónsdóttur með búninga sína sem tákna árstíðirnar fjórar. SIGRÚN Jónsdóttir, kirkjulista- kona, opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugar- daginn 21. nóvember kl. 16. Það er nánast árlegur viðburður til fjölda ára að Sigrún hafi á að- ventunni sýningu listaverka sinna og þá jafnan með nýja gripi handa kirkjum. Svo er einnig nú, en að þessu sinni verður í fyrirrúmi þjóðbúningur sem hún gerði fyrir 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974 og þróaði frekar á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins 1994. Hún hefur enn bætt mynstrum við þau sem fyrir voru og sýnir þau á brúðum ásamt búningum til notk- unar. Þessi búningur Sigi’únar hef- ur unnið sér hefð í notkun. m.a. hafa fegurðardrottningar Islands skartað þessum búningum á er- lendri grund. Sigrún nam textfllist í sjö ár í Sví- þjóð, lengst af í fremsta textfllista- skóla Svíþjóðar, Slöjdfóreningens skola í Gautaborg, og lauk náminu þar með sérhæfingu í kirkjutextíl. Fyrstu sýningu sína á Islandi hélt hún í Bogasal Þjóðminjasafnsins 1955, og í kjölfarið hefur fylgt fjöldi sýninga víða um land og erlendis, þar sem hún hefur unnið til alþjóð- legra vei’ðlauna og viðurkenningar. Sýningin verður opin á versl- unartíma og stendur til 9. desem- ber. frumsýnd i dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.