Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 11 FRETTIR Fyrstu umræðu lokið um frumvarp um breytta kjördæmaskipan Þingmenn landsbyggðar ósáttir við stækkun kjördæma DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til stjórn- skipunarlaga á Alþingi í gærmorg- un en það kveður á um breytingu á núverandi kjördæmaskipan lands- ins, m.a. þá að landinu verði skipt í sex kjördæmi. Verði frumvarpið samþykkt fylgja breytingar á kosn- ingalögum í kjölfarið. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs við fyrstu umræðu um þingmálið og voru gagnrýnisraddir þingmanna landsbyggðarinnar hvað háværast- ar í þeim hópi. Þeir töldu ekki rétt að skipta landinu í fæm og þar með stærri kjördæmi, m.a. vegna þess að þá væri erfiðara fyrir þingmenn að halda uppi persónulegum sam- skiptum við umbjóðendur sína. Þá gagnrýndu nokkrir þingmenn ákvæðið um að þau stjórnmálasam- tök kæmu ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hefðu minnst fímm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Sögðu þeir að það torveldaði „litlum flokk- um“ að ná manni inn á þing. Fylgjendur frumvarpsins lögðu hins vegar áherslu á að tillögurnar væru ekki gallalausar en þær væru málamiðlun ýmissa sjónarmiða og með þeim mætti ná sátt um kjör- dæmaskipan og tilhögun kosninga til Alþingis. Forsætisráðherra gerði í upphafi framsöguræðu sinnar grein fyrir undirbúningi frumvarpsins en það er byggt á tillögum nefndar sem ráðherra skipaði haustið 1997 sam- kvæmt tilnefningu allra þingflokka er þá voru á Alþingi. „Segja má að undirrót þeirra breytinga, sem frumvarp þetta leggur grunninn að, sé að rekja til þess að í þjóðfélaginu ríkir ekki lengur sú sátt, sem vera þarf um kosningakerfið, til að við það megi una vegna þeirrar búsetu- þróunar sem verið hefur undanfar- in ár. Eg hygg að óhætt sé að full- yrða að öll stjórnmálasamtök hafi með mismunandi orðalagi látið í ljós þá skoðun sína og stefnu að jafna verði atkvæði milli lands- hluta. Að því miða þessar tillögur og leiða óhjákvæmilega til þess að þingsæti færast frá landsbyggðinni ALÞINGI til þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins." Væntir breiðrar samstöðu Ráðherra skýrði nánar frá tillög- um nefndarinnar um skiptingu landsins í sex kjördæmi og sagði m.a. að samkvæmt þeim væru mörk núverandi kjördæma aðeins rofin á tveimur stöðum, í Reykjavík og á Reykjanesi, ef frá væri talið að Siglufjörður fylgdi Norðaustur- kjördæminu. Að síðustu sagði ráðherra að honum væri ljóst að í ýmsum atriðum byggðist frum- varpið á málamiðlun milli ólíkra sjónanniða en þó þannig að mark- mið þau sem lagt var upp með í byrjun næðu fram að ganga. „í ljósi þess vænti ég þess að breið sam- staða geti tekist um framgang máls þessa hér á hinu háa Alþingi og samþykkt þess megi verða landi og lýð til heilla," sagði hann. Sighvatur Björgvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði m.a. eftir framsöguræðu forsætisráðherra að tillögurnar væru alls ekki gallalaus- ar vegna þess að þær tryggðu ekki alveg jafnvægi milli flokka og leið- réttu ekki til fullnustu misvægi at- kvæða. Eina leiðin, sagði hann, til að tryggja hvort tveggja væri sú að gera landið allt að einu kjördæmi. „Það hefur verið stefna Alþýðu- flokksins um áratugi og er enn. Hér er hins vegar um málamiðlun að ræða, niðurstöðu, sem að mínu áliti er vel viðunandi og við stöndum að og erum reiðubúin til að styðja,“ sagði Sighvatur og bætti því við að hann liti svo á að tillögurnar væru stórt skref í þá átt að gera landið allt að einu kjördæmi. „Þarna er ég algjörlega ósam- mála háttvirtum þingmanni,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, í andsvari við ræðu Sighvats. „Eg lít þvert á móti á þessar tillög- ur sem vörn gegn því að landið verði gert að einu kjördæmi. Ég sé það fyrir mér að þessar breytingar sem nú er verið að leggja til muni vara í einhverja áratugi,“ sagði hún m.a. Sighvatur svaraði því hins veg- ar til að það væri ekkert nýtt að menn hefðu „mismunandi skoðanir á framtíðinni“. Aðrir þingmenn sem til máls tóku og kváðust styðja frumvarpið lögðu áherslu á, eins og fyrrnefnd- ir þingmenn, að tilllögurnar væru málamiðlun milli ólíkra sjónar- miða. Með þeim hefði náðst eins mikil sanngirni og mögulegt var og að um þær ætti að nást varanleg sátt um kjördæmaskipan og til- högun kosninga til Alþingis. „Ég held að hér sé um að ræða góða málamiðlun," sagði Svavar Gests- son, þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins, meðal annars. Guð- ný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Samtaka um kvennalista, sagðist einnig sátt við tillögurnar en tók fram að henni fyndist 5% þrösk- uldurinn um úthlutun jöfnunar- sæta í hærra lagi. Hugmyndir nefndarinnar hefðu hins vegar ver- ið á bilinu 2% til 6% og því hefði verið um ákveðna málamiðlun að ræða. Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, og Steingrímur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, gagnrýndu einnig þennan 5% þröskuld og sögðu hann vinna gegn lýðræðislegum niðurstöðum kosninga. Guðjón Guðmundsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, var meðal þein-a þingmanna sem taldi tillögur nefndarinnar slæmar og þá sér- staklega hvað varðaði stærð fyrir- hugaðra kjördæma. Taldi hann það ekki vænlegan kost að skipta lands- byggðinni í þrjú kjördæmi. Með því yi'ðu þau allt of stór og því miklu erfiðara fyrir þingmenn að vera í góðu sambandi við íbúa þeirra. Sagði hann nauðsynlegt að þing- menn þekktu hug fólksins í kjör- dæminu. Kvaðst hann ennfremur finna fyrir mikilli andstöðu við þessar tillögur í sínu kjördæmi, Vesturlandskjördæmi. Fleiri þing- menn af landsbyggðinni voru einnig ósáttir og kváðust ekki geta stutt fyrirliggjandi tillögur. Þar á meðal var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks úr Vestfjarðakjördæmi, Ragnar Arn- alds, þingmaður Alþýðubandalags úr Norðurlandskjördæmi vestra, og Hjörleifur Guttormsson, þing- maður þingflokks óháðra, úr Aust- urlandskjördæmi. Kvaðst hann telja að ekki væri sátt um tillögurn- ar á landsbyggðinni. Fjármálaráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi Boðar samræmingu á skattleysismörkum GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær að hann sæi ekki ástæðu til að endurskoða framkvæmd fjár- magnstekjuskatts á grundvelli þeirrar gagni'ýni sem fram hefði komið á hana. Ráðherra sagði hins vegar að ákveðið hefði verið að sam- ræma skattleysismörk fjár- magnstekna og annarra tekna og var frumvarpi þess efnis dreift á Al- þingi síðdegis í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, hóf utandag- skrárumræðuna um fjár- magnstekjuskattinn og hélt því m.a. fram að frá því að lög um fjár- magnstekjuskatt hefðu tekið gildi hefðu fjármagnseigendur getað tek- ið verulegan hluta launa sinna út í arði og greitt þannig tiu prósent skatta af tekjum sínum í stað þess að greiða um 40% skatt eins og hinn venjulegi launamaður gerði. „Hvert er álit ráðherra á því að þeir sem möguleika hafa haft á því að taka verulegan hluta launa sinna út í arði og á móti skammtað sér lágar launatekjur skuli með því móti geta tekið bótagreiðslur úr i-íkissjóði?“ spurði hún meðal annars. I svari ráðherra kom m.a. fram að með breytingum á skattalögum sem samþykktar hefðu verið sl. vor hefði verið komið til móts við þá gagnrýni að hagræði skapaðist af því að hafa mismunandi skattlagn- ingu á arði og launum. „Þannig að það hefur þegar verið komið til móts við hluta af þeim sjónarmiðum sem þingmaðurinn er hér að kvarta undan,“ sagði hann. Síðar bætti hann við: „En það sem skiptir máli í þessu sambandi, er varðar skattlagningu arðs og launa- tekna, er auðvitað samspil og sam- eiginleg skattlagning einkahlutafé- lags og eiganda þess. Þessu atriði er gjarnan sleppt í umfjöllun um þetta. Það skiptir máli með hvaða hætti félagið greiðir skatt af hagnaði sín- um áður en kemur til útborgunar á arði,“ sagði ráðherra m.a. og taldi að Jóhanna færi viljandi með rang- færslur og blekkingar í þessu máli í þeim tilgangi einum að gera þennan skatt tortryggilegan. Siðar í umræðunni sagði Jóhanna að með breytingum á skattalögum í vor, sem ráðherra hefði vísað til, hefði ekki verið komið í veg fyrir þann möguleika fjármagnseigenda að taka út hluta launa sinna í arði. Hafnaði hún ennfremur þeim stað- hæfingum ráðherra að hún færi vís- vitandi með rangt mál. FRAM Á ÖGUR- BRÚN HÁSKANS TÓNLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Dvorák og Shostakovitsj. Einleikari: Steven Iss- erlis. Stjórnandi Itico Saccani. Fimmtudagurinn 19. nóvcmber, 1998. ÞAÐ hefur oltið á ýmsu, þegar skipt hefur verið um hljómsveitar- stjóra en óhætt er að fullyrða, að Rico Saccani kemur sannarlega á óvart, því sjaldan hefur Sinfóníu- hljómsveit Islands leikið af eins miklum glæsibrag, sem hljómsveit- arstjórinn Rico Saccani bókstaflega töfraði fram með tilþrifamikilli stjórn. Fyrsta verkefni tónleikanna var sellókonsertinn frægi eftir Antonín Dvorák og lék sellósnillingurinn Steven Isserlis þetta mikla lista- verk mjög fallega og náði sérstak- lega að laða fram fallega stemmn- ingu í niðurlagi verksins og hægi kaflinn var einnig sannarlega frá- bær og gæddur þeirri íhugun sem víða kemur fram í þessum ótrúlega konsert. Hljómsveitin lék oft mjög vel en á köflum nokkuð sterkt, mið- að við fíngerðan tón sellóleikarans, sérstaklega lúðrarnir og hefði Saccani mátt aðeins halda aftur af þeim, sem hann og gerir iðulega. Fyrir bragðið voni „tutti“-kaf!arnir nokkuð grófir og strengjasveitin náði ekki að halda sínu gegn sterkt hljómandi lúðrunum. Til þess hefði strengjasveitin þurft að vera 24-20- 18-16-12 en ekki 14-12-10-8-6, eins og strengjasveitin er núna skipuð. Þetta ætti að vera sérstaklega til at- hugunar, þegar flutt eru meiri hátt- ar hljómsveitarverk. Steven Isserlis er frábær sellisti og þrátt íyrir fínlegan tón náði hann oftast að halda í við hljómsveitina. Túlkun hans var mjög sannfærandi og sem aukalag lék hann smáverk sem hann á trúlega eitthvað í því flutningsmátinn, er var á músikmáli „pizzicato", var samt svo ótrúlega ólíkur þvi sem gerist, að aðeins svona „galdrakarl" eins og Isserlis getur sett saman slíka leiktækni- brellu, sem nánast er „gítarísk" í framkvæmd. Sú fæð sem fyrr er getið í stærð strengjasveitarinnar var á köflum áberandi í fyrsta kafla 5. sinfóní- unnar eftir Shostakovitsj en það var samt í þessu stórbrotna verki sem Saccani tókst að fá hljómsveitina með sér í meiriháttar leik og túlkun. Þar gat að heyra allan styrkleika- skalann, fínlegan og þar á móti þrungin leik strengjanna, glæsileg tilþrif blásaranna og hraða valið var stundum háskalega hratt, eins og í lokakaflanum og svo á móti sérlega þungt og hægferðugt í þriðja kafl- anum. í öðrum kaflanum var gam- ansemin og háðið sterkt mótað en á því sviði var Shostakovitsj engum líkur og oft miskunnarlaus. I heild var flutningurinn gæddur ótrúlega mikilli breidd, frá hinu fín- lega, eins og í largo-kaflanum, til hins grófa, eins og í upphafi annars kaflans og öllu svo stefnt fram á ög- urbrún háskans í ótrúlega hröðum flutningi lokakaflans. Eins og fyrr segir hefur Rico Saccani þegar gert stóra hluti með Sinfóníuhljómsveit Island og voru þessir tónleikar af þeirri gerðinni, að lengi má þá muna fyrir glæsilegan flutning og magnaða túlkun á því mikla tón- skáldverki 5. sinfóníunni eftir Shostakovitsj. Jón Ásgeirsson Loðskinnsbönd á V. EGGERT Lobskinnshúfur feldskeri Æ efst á Skólavörðustígnum, ▼ sími 551 1121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.