Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 49 MINNINGAR fyllast þessir stafír bleki sínu og merking hugtaksins fær líf. Hugur minn leitar fram og aftur um tím- ann og stöðvast við atburði og kringumstæður þar sem Alfreð var viðstaddur og gæddi dagfarsprúða daga meira lífí. Hann var um margt ekki ólíkur hinni íslensku veðráttu, hann sýndi skapgerð sína afdrátt- arlaust þegar því var að skipta. Glaðleg lund ásamt skopskyggni var jafnan hans daglega fas ásamt hláturmildi og gustaði jafnan vel um hann í mannfagnaði og fór eng- inn varhluta af nærveru hans. Hann gat líka verið þögull og hæg- ur á stundum en þær stundir voru stuttar og honum frekar sem söfn- un orku . Alfreð hafði fágæta hæfí- leika á mörgum sviðum. Mannleg samskipti voru honum mjög eigin- leg og það að rækta vinskap við vini og kunningja. Hestamennska var hans líf og yndi. Alfreð var góður tamninga- og sýningamaður, meist- ari járninga og góður gæðingadóm- ari. Allt lék þetta í höndum hans og huga sem góðs listamanns. Hann var í blóma lífs síns, fullur sjálfs- trausts og bjartsýni þegar örlögin gripu svo snögglega inn í. Blessuð sé minning um góðan dreng. Astvinum votta ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafíð; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún skal hverfa til upphafs síns, sem báran - endurheimt í hafið. (Einar Benediktsson) Þormar Ingimarsson. Það er oft sagt á meðal þeirra sem ferðast hafa um náttúru Is- lands á hestum að þeir „kynnist sjálfum sér betur“ með hverri ferð sem þeir fari. Þessi tilvera með hestum, góðu fólki, fallegu um- hverfi og með það eitt að leiðarljósi að allir komist á næsta áfangastað jafn glaðir í sinni og lagt var upp með. Og eftir nokkurra daga ferð þar sem þessu markmiði er náð töl- um við hestamenn oft um ákveðið „tímaleysi" í tilverunni og að þá verði þessi kynni við sjálfan „mig“ svo sterk. Manneskjan sjálf sem sí og æ er að minna sig á hve flókin hún er verður barnsleg og skýr. Það er ekki bara maður sjálfur sem verður gegnsær, allir hinir ferðafé- lagamir verða eins og opin bók þar sem síðasti kaflinn verður lesinn það sem eftir lifír ferðar. Það var m.a. við slíkar aðstæður sem ég fékk tækifæri til að kynnast Alla. Verksvit hans og handlagni var á við marga ferðafélaga og þar nægir að nefna handbragð hans við jám- ingar sem var einstakt og lands- frægt. Eg horfði alltaf á hann jáma þegar hann kom upp í hesthús til mín „til að járna upp“ hrossin hjá mér, því hann gerði það svo fim- lega, fljótt og vel að unun var á að horfa. Síðan var sest niður til að skeggræða um lífið og tilveruna og þar kom maður aldrei að tómum kofunum. Alltaf var Alli að prófa eitthvað nýtt hvort sem um hesta- mennsku var að ræða, múriðn eða sitt persónulega líf. Svo átti hann það til að hverfa í einhvern tíma svoleiðis að enginn vissi hvar hann var niðurkominn. En jafn fljótt birtist hann aftur og hann hvarf með nýjar reynslusögur og allt var þetta gert eins og hann sagði: „Til að kynnast lífinu“. A síðustu missuerum var Alli far- inn að gera sér ferðir austur í sveit- ir, til hennar Freyju í Votmúla. Þar sá ég hve vel hann naut sín með at- orkusamri og fallegri konu sem hef- ur þetta lsitræna lag á hrossum. Þessi faglega umgengni þeirra beggja við þetta stórbrotna dýr sem íslenski hesturinn er hreif mig og kenndi mér margt. Slíkar stund- ir eru ógleymanlegar. Hans dygga hönd var ávallt reiðubúin til hjálar hvort sem um var að ræða verklega eða andlega gjörninga. Einu sinni nefndi ég það við hann að Elliða- vatnssvæðið væri minn drauma- staður, þar vildi ég eiga hús. Nokkru síðar hringir Alli í mig og segir mér frá að til standi hjá ákveðnum byggingaraðilum að reisa hús á þessu svæði. Eg var á þeim tímapunkti búinn að leggja þennan draum til hliðar en Alli hvatti mig áfram með það að láta drauminn rætast. Svo var það síðastliðið sumar sem við fórum saman, góður hópur hestamanna, í nokkurra daga ferð. I rekstrinum var hópur óreyndra hrossa og knapa. Við slíkar aðstæð- ur reynir á fimi manna við það að gefa og þiggja. Veita þeim sem ungir eru og óreyndir hvatningu til að njóta þess sem þvílíkar ferðir hafa upp á að bjóða. Allt þetta kunni Alli að veita öðrum og það var við slíkar aðstæður sem hans innri maður kom í ljós og gaf okkur hinum tækifæri til að njóta lífsins. Hið stóra ferðalag er hafið hjá okkar góða vini. Hans verður sárt saknað og ávallt minnst sem gjöfuls félaga með stórt hjarta. Far þú í friði. Hinrik Ólafsson. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur fennt yfír fótspor hans á hlaðinu á Skyggni. Hann hafði gleymt filófax- inu og hljóp út á hlaðið og við kvöddumst aftur. Ekki renndi okk- ur grun í að ferjan hans biði við ströndu á þeim tímapunkti. Nærvera hans er enn ylvolg, það var eitthvað í manngerðinni sem gerði hana þægilega. Einlæg hvatn- ing hans um uppbyggingu þess staðar sem við höfðum nýverið keypt og orð hans þar um voru ekta. Við þrjú ræddum fram á nótt og skiptumst á skoðunum um okkar hjartans mál. m.a. fræðigreinina „hesta“, þar var hann heima. Rúmlega sólarhring síðar endar líf hans á vegi. Þegar góðum mönn- um gengur allt í hag og þeim eru gefin fyrirheit af lífinu sjálfu er vissulega dapurt að sjá þeim skyndilega skellt. Alli virtist höndla hamingjuna, var glaðbeittur og orkumikill þegar hið hörmulega slys átti sér stað. Kynni okkar endurnýjuðust á þessu ári er við lögðum upp í hesta- ferð sl. sumar ásamt góðum hópi fólks. AIli gat ekki leynt því hversu hlaðinn af ást á lífínu hann var þá oft við áðum, kneyfuðum, sungum og hlógum. Hin bóhemíska afstaða hans til lífsins sem hann fléttaði góðum húmor gerði hann líka að skemmti- legum samferðamanni. Hann hafði eðlislæga hvöt til að létta öðrum róðurinn og þegar skeifur fuku undan hrossunum í umræddri ferð, mætti hann með tól sín, óð í verkin og handbragð hlut- anna var slíkt að unun var á að horfa. Það átti við um önnur hand- verk hans einnig. Dætur okkar 8 og 14 ára sem voru með í fór grétu báðar tíðindin, af falli „ljónshjart- ans“, sem ætíð var til staðar þegar þurfti að redda málum. Á því sést að ekki er það magn samverustund- anna sem telur, heldur gæði þeirra sem skilja eftir góðar minningar. En vonin er fleyg, hún tók sig sjálf og hreif indælan dreng með sér. Við trúum því að hún skili sér aftur og þá til þeirra sem á henni þurfa að halda sérstaklega nú. Freyju og barnungum syni hans sendum við samúðarkveðju sem og öði-um ástvinum Alfreðs. Vertu sæll, kæri vinur. Magnús Guðmundsson, Þóra H. Ólafsdóttir. Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum ogsamanverafáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Ástvinum öllum votta ég samúð. Brynja Þórarinsdóttir. Kæri vinur. Er mér bai-st fréttin um lát þitt var eins og tíminn stæði kyn'. Að- eins tveimur dögum áður hafðir þú hringt í mig og við talað saman. Þið Freyja væru að fara til útlanda yfir jólin. Allt væri frágengið og þú hlakkaðir svo mikið til. Mikill kraft- ur var í þér og lífið brosti við þér. Síðan kom reiðarslagið, á fimmtu- daginn 12. nóvember hringdi Ally systir þín f mig og sagði mér að þú hefðir látist í hræðilegu umferðar- slysi um morguninn. Minningarnar hlóðust upp, af hverju Alfreð? Þetta er ekki réttlátt. Oft ræddum við saman um lífið og tilveruna, ást- ina og hver væri tilgangurinn með þessu öllu. Líf þitt hefur ekki verið dans á rósum, en þú tókst á við það með berum höndum og gafst þig hvergi. Þú varst búinn að finna þér fastan punkt í tilverunni og hafðir gert þín framtíðarplön með unnustu þinni. í mörg ár höfðum við verið mál- kunnugir en kynni okkar Alfreðs Bjarna hófust ekki fyrir alvöru fyrr en um fyrir fjórum árum síðan er leiðir okkar Aðalheiðar systur þinn- ar lágu fyrst saman. Hestamennska hefur verið áhugamál okkar beggja og þegar þú komst í heimsókn var oft rætt vítt og breitt um þau mál sem tengjast henni. Þar varst þú á heimavelli. Þú varst með þínar ákveðnu skoðanir. En varst alltaf til í að hlusta á aðra. Hjálpfús varst þú með afbrigð- um, vinur vina þinna, hlýr og traustur. I þessum fáu orðum langar mig til að þakka þau kynni sem voru alltof stutt. En minningin um góðan dreng lifir. Eg vil votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Hörður Hákonarson. LítUl drengur Ijós og fagur. (Vilhj. Vilhjálmsson.) Þessi ljóðlína kemur upp í huga minn þegar ég minnist æskuára okkar frændsystkinanna. Elsku Alfreð, frændi minn, ég kveð þig með sorg í hjarta og geymi ljúfar minningarnar um þig í hjarta mínu. Elsku Gauja, Bent, Allý og aðrir ástvinir, ég bið Guð um að styrkja ykkur í sorginni. Ólöf Heiður. • Fleiri minningargreinar um Alfreð Bjarna Jörgensen biða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Gunnar Pálsson fæddist á Dalvík 29. mars 1924. Hann andaðist á Hrafnistu, Hafnar- firði, hinn 12. nóv- ember síðastliðínn. Foreldrar hans voru Páll Friðfinns- son, bóndi og út- gerðarmaður frá Grund í Þorvalds- dal, f. 22.5. 1889, d. 12.2. 1956, og Ráð- hildur Ingvarsdótt- ir, húsmóðir frá Kalmannstjörn í Höfnum, f. 24.3. 1889, d. 30.6. 1944. Systir Gunnars er Kristín Pálsdóttir á Dalvík, f. 31.7. 1922. Gunnar kvæntist Jónínu Guðrúnu Egilsdóttur Thoraren- sen frá Sigtúnum, f. 15.3. 1928, d. 26.3. 1997, hinn 15.7. 1947 og eignuðust þau þrjár dætur: 1) Hrafnhildur, f. 23.7. 1947, gift Guðmundi Svavarssyni. Börn Hrafnhildar frá fyrra hjóna- bandi eru Ragnheiður Arn- grímsdóttir og Gunnar Arn- grímur Arngrímsson. 2) Kristín, f. 14.12. 1948, sambýlismaður Wim Van DerAa, búsett í Hollandi. Börn Kristínar eru Jónína Guðrún Arnardóttfr, gift Jakob Ohyaon, búsett í ísrael, Látinn er á Hrafnistu í Hafnar- firði Gunnar Pálsson mágur minn eftir nokkurra missera veikindi, 74 ára að aldri. Eiginkonu sína missti Gunnar 26. mars 1997 og varð því stutt á milli dánardægra þeirra hjóna. Gunnar var Dalvíkingur, sonur Páls Friðfinnssonar útgerð- armanns og fiskverkanda og eigin- konu hans, Ráðhildar Ingvarsdótt- ur. Eg kynntist Gunnari lauslega þegar við sátum í 3. bekk Mennta- skólans á Akureyri veturinn 1942. Ég bjó þann vetur og jafnan síðan á heimavist skólans, en hann hjá föð- ursystur sinni, Sigríði Friðfinns- dóttur, sem þá var búsett á Akur- eyri. Urðum við báðir gagnfræðing- ar um vorið. Virtist mér hann þá myndarlegur og prúðmannlegur og breyttist það álit mitt ekki af hálfr- ar aldar kynnum. Gunnar hóf síðan verslunarskóla- nám í Reykjavík og fór til London til frekara náms í sömu grein. Þar var við nám systir mín Jónína, en með þeim Gunnari tókust góð kynni og ástir, sem leiddu til hjónabands þein'a hinn 15. júlí 1947. Hjóna- band þeirra hafði því staðið í um hálfa öld þegar Nína lést. Sambúð þeirra var farsæl og ástrík til hinsta dags. Þau eignuðust 3 mynd- arlegar dætur, Hrafnhildi, Kristínu og Ragnheiði, sem allar giftust góð- um mönnum og eiga mannvænleg börn, sem glöddu afa og ömmu í ell- inni og auðguðu tilveruna. Ekki varð þó ellin þeim hjónum að ald- urtila, heldur fremur sjúkdómar, sem henni fylgja gjarnan, en Gunn- ar var lengst af heilsuhraustur maður. Hans aðalstarf um ævina var bókfærsla og reikningsgerð, sem Kristín Arna Arnar- dóttir og Benedikt Ármann Arnarson. 3) Ragnheiður, f. 29.3. 1958, gift Sig- urði Páli Óskars- syni. Þeirra synir eru Egill Orri og Snorri Páll. Barna- barnaböm Gunnars vom þijú. Gunnar ólst upp í föðurhúsum á Hrafnsstöðum í Svarfaðardal. Hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri, Verslunarskólanum og fór síðan til framhaldsnáms til Englands þar sem hann kynntist eiginkonu sinni Jónínu. Þau hjónin stofnuðu heimili sitt í Drápuhlíð í Reykjavík, en fluttu til Dalvíkur þar sem Gunnar tók við síldarútgerð eft- ir andlát föður síns. Þau fluttu þá aftur til Reykjavíkur 1964 þar sem þau bjuggu upp frá því, síðast í Garðabæ. Lengstan starfsdag átti Gunnar hja Fast- eignamati ríkisins, yfir 20 ár, allt til starfsloka. Utför Gunnars verður gerð frá Garðakirkju, Álftanesi, í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hann innti af hendi hjá fjölmörgum fyrirtækjum og einstaklingum. Tölvuöldin var þá ekki komin til skjalanna, þótt tölvur yrðu honum tamar síðar á lífsleiðinni, en Gunn- ar var afar natinn og nákvæmur við sín bókfærslustörf og reit fagra hönd, sem voru lykilatriði starfs- _ ins. Þau hjónin bjuggu lengst af á Reykjavíkursvæðinu, en Gunnar dvaldi þó löngum á Dalvík framan af, og var stoð og stytta föður síns sem rak allmikinn síldarútveg og söltun þar. Eftir lát hans fluttu þau hjón sig um set og dvöldu þar árin 1956 til 1964. Fluttu þau þá aftur til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu upp frá því, síðast í Garða- bæ. Lengstan starfsdag átti Gunnar síðan hjá Fasteignamati ríkisins, um áratugi og allt til starfsloka. Ég vil að lokum þakka þér samveruna, Gunnar minn, um hálfrar aldar skeið. Heimili þitt var mér ætíð op- ið bæði sunnan og norðan heiða og það þökkum við hjónin. Þú unnir Nínu okkar hugástum til hinstu stundar og fjölskyldu ykkar allri, en það er verðugt og þakkarvert þótt kunningjahópurinn sé eitthvað gisnari fyrir bragðið. Annars var ljúflyndi snarasti skapgerðarþáttur þinn og aðal, að mínum dómi og margra annarra. Það er góður dómur. Þá vil ég senda Kristínu Pálsdóttur systur þinni alúðar kveðjur. Hún var ykkur hjónum dýrmætur förunautur á lífsins leið- um og syrgir nú látinn bróður ásamt dætrum þínum, Gunnar minn, barnabörnum og fjölskyldu okkar allri. Guð blessi hinn látna. Benedikt Thorarensen. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ NIKULÁSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu, laugardaginn 14. nóv- ember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 20. nóvember, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Svava Sigríður Gestsdóttir, Trausti Gíslason, Sigurjón Gestsson, Svanborg Guðjónsdóttir, Rósa Guðný Gestsdóttir, Kristján Jón Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför HULDUJAKOBSDÓTTUR, Marbakka. Elín Finnbogadóttir, Sveinn Haukur Valdimarsson, Guðrún Finnbogadóttir, Sigrún Finnbogadóttir, Styrmir Gunnarsson, Hulda Finnbogadóttir, Smári Sigurðsson, Auður Rútsdóttir og fjölskyldur. GUNNAR PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.