Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 54
5g FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
5NATL HERNA KEMUFt SiE>
ASTA SPURNIN6IN
Hundalíf
Smáfólk
600D M0RNIN6„|'M
HERETOTELLVOU ABOUT
THE "6REAT PUMPKINí:
HEV', MA! THERE'S A
FAL5E PROPHET AT
THE POOR..LOHAT
5HOOLPI TELL HIM?_
Góðan dag, ég kem til að segja
frá „Graskerinu mikla“...
r.
Heyrðu mamma! Það er kominn
falskur spámaður hingað ...
hvað á ég að segja honum?
í alvöru? Hann er farinn ... ég
held að hann hafi heyrt til þfn,
mamma ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Mannlífíð kemur
alltaf á óvart
Frá Arngiími Arngrímssyni:
ÞANN 11. nóvember birtist í blað-
inu greinin Orsakir búferlaflutn-
inga og fjallar um mannflóttann af
landsbyggðinni. Fyrir fólk er lagð-
ur listi um húshitun, barnaheimilis-
pláss, íþróttaaðstöðu, samgöngur,
afþreyingu. Allt gott og blessað.
En eins og svo oft þegar ríldsstofn-
un vinnur fyrir ríkisstofnun (könn-
unin er unnin af félagsvísindadeild
fyrir Samband sveitarfélaga) sting-
ur í augun það sem vantar. Nefna
má að fyllilega er eðlilegt að leggja
spurninguna beint fyrir: Hvers
vegna fluttir þú af landsbyggðinni?
Það er, treysta málhæfni fólks til
að tjá sig um flókið efni, þó svo töl-
fræðin fjúki þar með út um glugg-
ann. Auðvitað verður fyrirspyrj-
andi sjálfur fyrst að svara erfiðum
spuniingum: Er ég að leita svara
sem hugnast yfirvöldunum, eða er
ég að leita sannleikans? Taki hann
síðari kostinn er engan veginn nóg
að leggja fram gerilsneyddan
spurningalista (Listi 1) án þess að
sýna jafnhliða svör samanburðar-
hóps. Niðurstöður sem fengnar eru
úr slíkum samanburðarlausum
lista eru satt best að segja næsta
marklitlar.
En hvað á þá hinn heiðarlegi fyr-
irspyrjandi að gera? Jú, fyrst er að
fá ferskar hugmyndir um spurn-
ingar til að leggja fyrir fólk. Félag-
arnir í öðrum deildum Háskólans
eru ágæt uppspretta þeirra. En
samt er nú mikilvægast að þora.
Því vilji menn í raun og veru vita af
hverju fólk flyst af landsbyggðinni
verða þeir að spyrja óþgæilegra
spurninga, draga það sjálfsagða í
efa. Sumar af þess konar spurning-
um gætu verið: Hefur bæjarstjórn
eða sýslumaður beitt þig órétti,
kúgun eða misneytingu? Hvað tek-
ur langan tíma að fá viðtal við bæj-
arstjóra? Fékkstu einhverja úr-
lausn? Hefur verkalýðsfélagið sett
fótinn fyrir þig? Eru fasteignagjöld
þín reiknuð út á sama hátt og ann-
arra? Fær lóðarumsókn þín sams
konar umfjöliun og annarra? Hefur
þú sama gengi að vinnu og aðrir?
Ef þú nú vilt stofna fyrirtæki, gera
þá nefndir, ráð og eftirlitsiðnaður
bæjar og ríkis þér lífið leitt, eða
hjálpa þær kannski til?
Efni í doktorsritgerðir liggja hér
á lausu fyrir alla þá sem vilja vinna
og þora að spyrja. „Nokkur hluti
fólks flytur alltaf frá höfuðborgar-
svæðinu til að starfa við opinbera
þjónustu og í öðrum þjónustu- og
verslunarstörfum." Það skyldi þó
ekki vera vegna þess að óæskileg-
um heimamönnum sé haldið frá
þeim störfum? Hvers vegna flutti
fólk í bylgjum til Suðurnesja og
Akraness frá Vestfjörðum? Vegna
vinnunnar. Já, en kom eitthvað
annað til? Af hverju gat fólkið ekki
aukið umsvif sín í sinni heima-
byggð og losnað við að skilja eftir
rætur sínar og fasteignir og byrja
frá grunni annars staðar?
ARNGRÍMUR ARNGRÍMSSON,
Baldursgötu 23, Reykjavík.
Spilakassar og
reynslan erlendis
Frá Helga Geirssyni:
GLÆPAMENN erlendis komust
fljótt uppá lagið með að gera sér
fjárhættuspilasýki fólks að féþúfu
og berjast sín á milli upp á líf og
dauða yfír fómarlömbunum. I
Bandaríkjunum sáu stjórnvöld sér
ekki annað fært en að gefa eftir
ákveðin svæði fyrir alls konar fjár-
hættuspil. Þar á fullorðið fólk, bæði
spilasjúkt og heilbrigt að geta full-
nægt fíkn sinni og skemmt sér.
Með þessu móti töldu ráðamenn að
stjómun fengist á málin og hægt
væri að skattleggja ósómann, sem
gæti komið upp í kostnað við lækn-
ingar og löggæslu. Þessi viðleitni
hefur náð takmörkuðum árangri,
því spilavítin eru enn nær undan-
tekningalaust í höndum glæpa-
manna sem ráða öllu.
Glæpamennirnir verða feitari og
voldugri, svo þeir ráða oft tilnefn-
ingu og kosningu stjórnmála-
manna, lögreglustjóra og dómara,
sem eiga síðan að þjóna hagsmun-
um almennings.
Eitt sem hefur tekist er að spila-
vítiskössunum hefur verið komið af
almannafæri, svo börn og ungling-
ar eiga erfiðari aðgang að þeim.
Eins hefur orðið mögulegt að fylgj-
ast með að spilasjúkt fólk fari sér
ekki að voða. Sem iðulega endar
annars með því að það tapar pen-
ingum sínum, atvinnu og ástvinum
og bíður þess ekki bætur. Jafnvel
fremur sjálfsmorð...
Það má skrifa langt og ítarlegt
mál um skaðsemi spilafíkninar.
Jafnframt um miskunnarlausa
peningagræðgi þeiiTa sem standa
að spilavítismaskínunum sem not-
aðar eru til að peningaplokka fólk.
Eg hef skrifað mai'gar greinar um
málefnið í gegnum árin, því ég hef
reynslu af endurhæfingu hvers
konar fíkla erlendis. Tilgangur
þessarar greinar er þó ekki á þeim
fræðilega grundvelli.
Heldur er tilgangurinn að
spyrja; hvernig íslenskir ráðamenn
geta réttlætt peningaplokkið af
„veikgeðja fólki,“ með spilavítisvél-
um á almannafæri.
Hvað þarf skaðinn að vera mikill
svo að ráðamenn ranki við sér? Er
ekki tími til kominn að allt gott
fólk, þar með kirkja og stjórnvöld,
taki í taumana áður en skaðinn
verður meiri en komið er?
HELGI GEIRSSON,
Urðarbakka 30, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.