Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ
Kynning í
Ingolfs Apófeki
Kringltinni 8-12
í dag frá
M.35:QQ til 18:00
fyrsta náttúrulega húðkremið
sem seinkar
árvexti
húð er fallegust
s 56 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
1 Fylltu og byggc >:Uy
Fyllir vöðva orkuforða
og byggir upp
Venjulegir orkudrykkir irini-
halda einfaldar sykrur sem
hvetja líkamann til að losa of-
magn insúlíns sem aftur hvet-
ur líkamann til fitumyndunar
og veita vöðvrmum engin
uppbyggingarefni.
330 ml Kick Start inniheldur:
Fulikomna blöndu af sykrum,
próteinum, steinefnum og
16.010 mg af hreinum
amínósýrum
Fita = 0
Fæst í verslunum Hagkaups, Nýkaupa, World Class og Gym 80.
Umboðsaðili: Cetus, sími 551 7733
Dagskráin þín er komin út
12.-25. nóvember
í DAG
VELVAKAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Islensk tunga
MÁLFAR Morgunblaðs-
ins hefur oftast verið til
fyrinnyndar en nú orðið
er jafnvel Mogginn farinn
að bila á þessu sviði. Að
þessu sinni nefndi ég bara
eitt dæmi. Undanfarin ár
hafa birst auglýsingar í
Morgunblaðinu þar sem
boðið er upp á erfidrykkj-
ur. Þetta er að sjálfsögðu
rangt mál því eignarfalls-
mynd orðsins erfi er erfís
sbr. bls. 179 í íslenskri
orðabók. Því er rétt að
fara til erfísdrykkju. I
Mbl. þann 7. nóvember sl.
var á bls. 14 fyrirsögn
greinar: Vil taka þátt í
erfidrykkju. Eg vona að
þessi villa komi ekki aftur
fram á síðum Morgun-
blaðsins og einnig vona ég
að blaðið hafni auglýsing-
um um erfídrykkjur. Ein
slík er í blaðinu frá laug-
ardeginum 14. nóvember
frá Hótel Loftleiðum. Ég
fer fram á að Morgun-
blaðið birti ekki þessa
auglýsingu aftur nema
hún verði leiðrétt.
Með bestu kveðjum,
Bjarni Einarsson.
Gott námskeið
MIG langar að vekja at-
hygli á námskeiði í sál-
rænni skyndihjálp sem
haldið verður fyrir al-
menning á vegum Rauða
kross Islands þann 20. og
21. nóvember nk. Ég var
svo heppin að vera þátt-
takandi í samskonar nám-
skeiði fyrr í haust. Þar er
miðlað fróðleik sem allir
ættu að hafa einhverja
kunnáttu í.
M.B.
Ábending
HÉR ER ábending til
Ríkisútvarpsins, þeirra
sem þar hafa með að gera
lestur Péturs Péturssonar
úr bókum séra Arna Þór-
arinssonar. Eins og kunn-
ugt er skiptu þeir með sér
verkum, sr. Árni var
sögumaður og meistaii
Þórbergur færði í stílinn,
síðan les og ieikur Pétur
Pétursson þetta í útvarpið
með þvílíkri snilld að
þeim sem þekktu séra
Árna finnst hann sjálfúr
vera kominn í útvarpið.
Margir telja að hefði Pét-
ur lagt leiklistina fyiár
sig, þá væri hann meðal
fremstu leikara þjóðar-
innar.
Ábendingin er þessi:
Þetta má ekki glatast.
Gefið þetta út á hljóðbók-
um til sölu og til leigu.
Margir muna líka snilld-
arlestrana hans próf. Ein-
ars Olafs Sveinssonar úr
Njálu.
Að öðrum ólöstuðum
hefur enginn lesari kom-
ist með tærnar þar sem
hann hafði hælana í
Njálu-lestri, ef svo má að
orði komast. En líklega er
þetta glatað.
Það ætti líka að gefa út
hljóðbækur af lestri á
Bjarti í Sumarhúsum sem
Arnar Jónsson les af mik-
ili snilld.
Þ.K.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
GLERAUGU með gylltri
umgjörð, frekar nett,
týndust í veislusal Rauða
ljónsins 5. september.
Þeir sem kannast við
gleraugun hafi samband í
síma 588 2651.
Dýrahald
Læða týndist
frá Skipasundi
GRÁBRÖNDÓTT læða,
með hvítan blett á hálsi og
hvítar loppur, týndist frá
Skipasundi í síðustu viku.
Þeir sem hafa orðið henn-
ar varir hafi samband í
síma 568 7939.
- Hxc2 og með tveimur peð-
um meira 1 endatafli vann
svartur um síðir. Enders
vann fjórar fyrstu skákir
sínar og tók óvænt forystu,
en síðan ekki söguna meir.
Fyrir síðustu umferð á mót-
inu voru þeir Christopher
Lutz, Jörg Hickl og Christi-
an Gabriel efstir og jafnir
með 6‘/2 vinning af 9 mögu-
legum.
Hxh4 25. Hxh4
- Hxc3 26. Be3
SVARTUR leikur og vinnur
SKÁK
llmsjnn Margcir
Pclursson
Staðan kom upp á þýska
meistaramótinu í ár. Artúr
Júsupov (2.640) var með
hvítt, en Peter Enders
(2.485) hafði
svart og átti
leik. Hvítur lék
síðast 20.
He3-h3? sem
gaf kost á
óvæntri vinn-
ingsleið:
20. - Be4H 21.
Hxe4 - Rxe4
22. Dxe4 -
Dxd4! (Notfær-
ir sér veikleika
hvíts á fyrstu
reitaröðinni)
23. Dxd4 -
Hxd4 24. Bc2 -
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
ÍKVERJI er mikill áhuga-
maður um ensku knatt-
spymuna og missir helst
ekki af leik í sjónvarpinu. Undan-
farið hálft annað ár hafa Stöð 2 og
Sýn annast beinar útsendingar frá
ensku úrvalsdeildinni hér á landi
og staðið sig með stakri prýði.
Langflestir leikir sem breska sjón-
varpsstöðin Sky Sports, sem hefur
einkarétt á beinum útsendingum í
Englandi, sjónvarpar beint til
sinna áskrifenda, oftast á sunnu-
dögum og mánudögum, eiga fastan
sess í dagskrá Sýnar, auk þess sem
Stöð 2 býður jafnan upp á leik
dagsins á laugardögum. Við þetta
bætast beinar útsendingar frá
deildabikarnum, bikarkeppni
enska knattspymusambandsins og
leikjum ensku liðanna á Evrópu-
mótunum annað veifið, auk margra
leikja enska landsliðsins. Þetta er
aldeilis frábær þjónusta.
xxx
BÖGGULL fylgir þó skamm-
rifi. Víkverja þykir nefni-
lega hvimleið sú árátta
þeirra sem lýsa leikjunum, starfs-
manna íþróttadeildar Stöðvar 2 og
Bylgjunnar, að gera sér sífellt í
hugarlund viðbrögð margvíslegra
manna úti í bæ við tíðindum úr öðr-
um leikjum, sem birtast jafnóðum
á skjánum. Þessi árátta er farin að
setja leiðinlegan svip á beinar út-
sendingar frá ensku knattspyrn-
unni! Þannig er ekki óalgengt að
heyra þegar Coventry City gerir
mark: „Þetta ætti að gleðja Guð-
mund Pétursson dómara!" Og:
„Kætist nú Kjartan Björnsson á
Selfossi," þegar vel gengur hjá Ai'-
senal. „Sérðu þetta, Steingrímur?"
gall meira að segja í Ai-nari
Björnssyni þegar hann var að lýsa
leik Aston Villa og Tottenham
Hotspur á dögunum, þegar þau tíð-
indi birtust á skjánum að Derby
County væri tveimur mörkum yfir
gegn Liverpool á útivelli. Ekki var
Steingrímur þessi kynntur nánar
fyrir áhorfendum.
Látum vera að mennirnir missi
svona lagað út úr sér endrum og
sinnum en þegar þetta verður að
ávana keyrir um þverbak. Um
langt skeið hefur Valtýr Björn Val-
týsson til að mynda ekki mátt
minnast á Tottenham Hotspur án
þess að vísa í kunningja sinn, og að
því er Víkverji kemst næst, sam-
starfsmann á Stöð 2, sem búsettur
er í Viðarrima í Grafai-vogi. Öll tíð-
indi af Tottenham eru skoðuð með
hliðsjón af hugsanlegum viðbrögð-
um þessa manns. Þegar Tottenham
kemst yfir í leikjum er „dregið frá
gluggum í Viðarrimanum", þegar
andstæðingurinn jafnar er oftar en
ekki „dregið fyrir í Viðarrimanum"
og þegar andstæðingurinn tekur
forystuna eru „ljósin slökkt í Við-
arrimanum". Viðarriminn er meira
að segja farinn að koma við sögu í
íþróttafréttum á Bylgjunni.
Víkverja leiðist þetta - þykir
kunningjahjal af þessu tagi ekki
eiga við í fréttaflutningi og beinum
lýsingum frá kappleikjum. Svipur
kæmi vafalaust á sparkfíkla í
Englandi ef Martin Tyler, helsti
knattspyimuþulur Sky Sports, færi
að ávarpa kunningja sína og sam-
starfsmenn í lýsingum. Návígið er
vissulega meira hér á landi en ytra
en breytir því ekki að unnendur
góðra kappleikja hljóta, á tímum
siðrænnar sérfræði, að eiga heimt-
ingu á faglegum vinnubrögðum
lýsenda. Er ekki mál að linni?