Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 31 Goethe-Zentrum Þýskir höf- undar lesa úr verkum sínum TVEIR þýskir rithöfundai' lesa úr verkum sínum í Goethe-Zenti'um, Lindargötu 46, í dag og á morgun. Ul- rich Peltzer les úr skáldsögu sinni írá árinu 1995 „Stefan Martinez“ í kvöld kl. 20.30 og á morgun, laugardag kl. 16, les Angela Rrauss úr skáldsögu sinni Yfíi-burðakonan (Die Úberfli- egerin) sem einnig kom út árið 1995. Ulrich Peltzer fæddist í &efeld árið 1956 en hefur búið í Berlín frá 18 ára aldri. 1987 birtist fyrsta skáldsaga hans, Syndir letinnar. I „Stefan Mai'tinez“ lýsir Peltzer and- legu og tilfinningalegu ástandi „efth'- 68-kynslóðai'innar“ í stórborginni Berlín tveimur árum fyi'h' fall múrs- ins. Peltzer hlaut m.a. bókmennta- verðlaun Berlínar 1996 og Anna Seg- hers-bókmenntaverðlaunin 1997. Angela Ki'auss fæddist í Chemnitz árið 1950 og bjó alla tíð í Þýska al- þýðulýðveldinu þar til þýsku ríkin sameinuðust. Krauss lauk námi í rit- störfum við bókmenntastofnunina „Johannes R. Becher" í Leipzig og er búsett í þeirri borg. Hún hefur birt nokki'ar skáldsögur og lýsir þar gjaman hversdagslífi meðalmannsins sem aldrei þekkti annað en Þýska al- þýðulýðveldið og þeim miklu áhrifum sem hin stjórnmálalegu kaflaskipti órið 1989 höfðu á tilveru hans. Angela Ki'auss hlaut Ingeborg Bachmann- bókmenntaverðlaunin árið 1988 og bókmenntaverðlaun Berlínai' 1996. Nýjar bækur • LEÓPOLD sirkusljón hrell- ir borgarbúa er eftir Helga Guðmundsson. I kynningu segir: „Hér segir af því þegar Leópold strýkur úr Sirkus Maiína sem er kominn til Reykjavík- ur. Það verður uppi fótur og fít og leikurinn berst víða, enda ekki á hverjum degi sem ljón leikur lausum hala í borginni. Margir koma við sögu, meðal annars borgai'- stjórinn, staðarhaldarinn í Við- ey, álfar, galdranorn og ráð- snjöll dýr í Húsdýragarðinum.“ Helgi Guðmundsson hefur skrifað fjölda bóka, m.a. barna- bækur um köttinn Markús Ár- elíus. Utgefandi er Mál og menning. Bókina erlOO síður, prentuð í Svíþjóð. Olafur Pétwsson mynd- ski-eytti bókina. Verð: 1.880 kr. • LILJULEIKHÚSIÐ eftir Lulu Wang, í þýðingu Sverris Hólmarssonar. I kynningu segir að sagan gerist á ái'unum 1971-1974 þeg- ar hin alræmda menningarbylt- ing stóð sem hæst í Kína. Á sérstæðan og ljóðrænan hátt lýsir Lulu Wang þessum um- brotatímum af sjónarhóli ung- lingsstúlkunnar Lian sem horf- ir undrandi á hegðun hinna full- orðnu umhverfis sig. Bókin seg- ir einnig sögu af vináttu tveggja stúlkna af ólíkum stigum. Lian er af fyrstu stétt og foreldrar hennar eru menntamenn, en Kim, vinkona hennar, er af þriðju stétt og býr í örbirgð með fjölskyldu sinni í moldai'- kofahverfí Pekingborgar. Lulu Wang er fædd í Peking árið 1960. Hún hefur lengi búið í Hollandi og skrifar á hollensku. Bókin um Liljuleikhúsið hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 471 bls., unnin í Svíþjóð. Kápumynd er eftir Sigui'borgu Stefánsdóttm’. Verð: 4.280 kr. Helgi Guðmunds. Tónlist í lækn- ingaskyni? TJARNARKVARTETTINN; Rósa Kristín Baldursdóttir, sópran og stjórnandi, Kristján E. Hjartarson bassi, Hjörleifur Hjartarson tenór og Kristjana Arngrímsdóttir alt. Útgáfutónleikar Tjarnarkvartettsins Frá Tjörn í Svarfaðardal í Tjarnarbíó TJARNARKVARTETTINN úr Svarfaðardal heldur útgáfutón- leika í Tjarnarbíói í Reykjavík á morgun, laugardag, kl. 16. Þar munu fjórmenningarnir syngja lög af nýútkominni geislaplötu sinni, sem ber nafnið I fíflúlp- um. Þetta er þriðja geislaplata Tjarnarkvartettsins og að sögn stjórnandans, Rósu Kristínar Baldursdóttur, ákváðu þau að þessu sinni að einbeita sér að ís- lensku efni. „Þetta eru tuttugu íslensk lög, ýmist ný sönglög eða gömul lög í nýstárlegum út- setningum,“ segir hún. Músík grundvölluð á íslenskri sönghefð Um það bil helming laganna hefur Hróðmar Ingi Sigur- björnsson samið og útsett en að auki eiga þar lög Atli Heimir Sveinsson, Ríkarður Örn Páls- son, Jón Múli Árnason, Sigfús Halldórsson, Sigvaldi Kaldalóns, Tryggvi M. Baldvinsson, Gunn- ar Reynir Sveinsson, Heimir Sindrason, Sigríður Hafstað og Ingibjörg Bergþórsdóttir. Ljóð- in ei-u eftir Davíð Stefánsson, Hallgrím Pétursson, Halldór Laxness, Jónas Hallgrímsson, Halldór Blöndal og fleiri. Camelot Skartgripir Gæðavara á góðu verði Heildsölubirgðir EINCO EHF. Skúlagötu 26. sími 893 1335 Rósa Kristín var nýbúin að fá geislaplötuna í hendur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hennar. Hún segir plötuna hafa mjög þjóðleg einkenni. „Þetta er músík grundvölluð á ís- lenskri sönghefð, en fyrst og fremst eru þetta yndisleg sönglög sem við vonum að eigi eftir að lifa,“ segir hún. Leikgleðin sterkur þáttur í fari kvartettsins Titillinn í fíflúlpum er sóttur í eitt ljóðanna á plötunni, eftir Jónas Hallgrímsson. Þar standa þessar línur: „í fíflúlpum þeir flaksast / og fínnast, og allt í einu / hlaupast á eins og hrútar / svo höfuðin verða’ ekki’ að neinu." Þröstur Haraldsson skrifar í inngangi að plötunni að titillinn undirstriki „sterkan þátt í fari þessa svarfdælska kvartetts sem er leikgleðin, enda eiga þau sér öll bæði for- tíð, nútíð og vafalaust framtíð í leikhúsinu, innan um aðra arf- taka hirðfíflanna". Súrefiúsvörur karin Herzog • viiuia gegn öldrunareinkennuni • endurupphyggja húðina • vinna á appelsínuhúð og sliti • vinna á unglingabóluin • viðhalda ferskleika húðariunar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Lyfjabúð Hagkaups, Mosfellsbæ, í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur TAKTUR, laglína og taktvísi kunna að nýtast taugasérfræðingum vel á næstu árum, m.a. við meðferð á sjúk- lingum sem misst hafa málið. Þá bendir ýmislegt til þess að sígild tón- list stækki ákveðin svæði í heila. Kom þetta fram á ráðstefnu tauga- sérfræðinga sem haldin var í Los Angeles fyi'ir skemmstu og AP- fréttastofan greindi frá. Vísindamenn hafa lengi rannsakað hvernig heilinn bregst við hljóðum og takti, hvaða áhiáf tónlistamám hefur á heilann og á hvaða hátt heili þeirra sem fæddir eru með tónlistarhæfi- leika er frábragðinn heila annarra. Mai-k Jude Tramo, taugalíffræðingur við læknaskólann í Harvard, segir engan vafa leika á þvi að til sé líffræði tónlistar. „Tónlist er líffræðilegur hluti lífs okkar, rétt eins og listrænn." Á áðurnefndri ráðstefnu, kynntu sérfræðingar við Beth Israel-lækna- skólann í Boston niðurstöður rann- sókna sem sýna að litli heili karla, sem lært hafa sígilda tónlist, er stærri en litli heili þeirra sem ekki leika á hljóðfæri. Voru heilar 32 rétt- hentra hljóðfæraleikara bornir sam- an við heila 26 rétthentra karla, sem ekki hafa lagt stund á hljómlistar- nám. Reyndist litli heili hljóðfæra- leikaranna 5% stærri en hinna. Segja vísindamennimir ljóst að mun- urinn sé áunninn, tónlistarmennirnir fæðist ekki með stæn'i litla heila, heldur stækki hann við hljómlistar- námið. Ekki er ljóst hvort munar gætir einnig hjá konum, þar sem samanburðarhóparnir voru of litlir. Tónlist og tilfinningar Vísindamenn við Taugafræðistofn- un Montreal og McGill-háskólann hafa ennfremur kannað hvernig heil- inn bregst við tónlist og muninn á því hvernig tónlistarmenn bregðast við og fólk sem hefur ekki þjálfaða tónheyrn. Rannsökuðu - vísindamennirnir hvaða svæði heilans örvast við tón- list, eftir því hvort hún er ómþýð eða ómstríð og reyndist mikill munur þar á. Einkum hefur þægileg, óm- þýð tónlist örvandi áhrif á þann hluta heilans sem tengist tilfinning- um og segja vísindamennirnir að þetta muni án efa verða til þess að þeir uppgötvi hvernig hægt sé að nýta tónlist til að aðstoða fólk sem eigi við tilfinningaleg vandamál að stríða. I annai-ri rannsókn, sem gerð var við Texas-háskólann í San Antonio, komust vísindamenn að því með hvaða hluta heilans menn lesa nótur. Reyndist hann í hægra heilahveli en á samsvarandi stað í vinstra hveli les heOinn úr skiáft. Átta rétthentir stjórnendur voru fengnir til að lesa nótur að lítt þekktu kórverki eftir Bach. Var þeim sagt að benda á vOlur í takti og laglínu og reyndust þeir nota litla heila, þann hluta sem stjómar sam- hæfingu vöðvahreyfinga. Segja vísindamennirnir að með því að öðlast skilning á tengslum tónmáls og talaðs máls, kunni þeir að geta fundið leiðir til að aðstoða sjúklinga sem þurfi að þjálfa upp talmál, t.d. efth' heilablóðfall. Nú þegar beiti sumir læknar þeirri að- ferð að láta sjúklinga syngja það sem þeir vilji segja og með því móti hafi í sumum tilfellum tekist að þjálfa að nýju hæfileikann til að tala. http://www.simnet.is/ mannvernd blekking & ÞEKKING Fundur 3. des Norræna húsið kl 16:45 - 18:00 Hefur © hugleitt!! Fciðhelgi einkalifs ? Bersónuvemd ? Upplýst sartþykki ? Pétt bamsins þins ? Rétt hinna látrru ? Þagnarskyldu laekna ? Trúnað við s juklinga ? annvernd persónuvemd og rannsóknafrelsi S: 881-7194 milli 10:00 & 13:00 Pósthólf 94 121 Rvk. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.