Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 4*T tveir voru miklir pabbastrákar enda veitti hann þeim mikla ást og umhyggju. Þeir gátu alltaf leitað til pabba síns ef eitthvað bjátaði á. Kristín kona hans var honum einnig mjög mikilvæg og voru þau afar samrýnd. Að fæðast er ferð út úr myrkri inn í furðulegt villuljós; þú dafnar til þess að deyja eins og dulítil afskorin rós. Einstaka flýgur sem fuglinn og fagnar við nýjan dag: aðrir heitast við heiminn og hata þitt Ijúflingslag. Efharpaþínþagnar hjarta þitt kólnar myrkvast sjálf sólin himinninn rignir hagli úr gleri vindurinn kveinar, vötnin þau deyja ogvisnarhvertblóm. Kaldlyndið kemst upp í vana; hvar eru augu þín hlý? Sorgin býr sálinni bana: sorgin er þung eins og blý. (Ólafur H. Símonarson) Elsku Kristín, Grétar og Gísli, missir ykkar er mikill og munum við standa við hlið ykkar í framtíð- inni. Megi góður Guð styrkja okkur öll í þessari miklu sorg. Gísli og Inga. I minningu frænda. Minningin um þig framkallar tár. Myndin á veggnum, opið er sár. Sem ekki mun gróa, um ókomin ár. A flóði og íjöru ég hugsa um þig. (Rabbi.) Fregnin um að Óskar frændi væri allur, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta er ekki rétt- látt, hann sem var svo ungur og hamingjusamur. Upp í hugann koma óteljandi minningarbrot. Við vorum fyrstu bai-nabörnin, nánast jafngömul. Eg elst fímm systkina og hann elstur fjögurra barna Dísu frænku og Gísla. Sambandið við frændfólkið í Keflavík var alltaf mikið og sér- stakt, og allt frá því að ég man fyrst eftir mér hefur Öskar frændi skip- að sérstakan sess í hjarta mínu. Ég man eftir heimsóknum í Keflavík þegar við vorum lítil og Óskar var að reyna að kenna mér ensku og fræða mig um enska fót- boltann, kenna mér öll þessi skrítnu nöfn. Þegar við urðum örlít- ið eldri fór hann að reyna að fræða mig um músík. Hann gaf mér mína fyrstu hljómplötu, Elton John, og reyndi mikið að koma mér í skiln- ing um hve góður hann væri. Oft hittumst við á Asvallagötunni hjá ömmu, þá var gott að setjast inn í eldhús og spjalla saman um alla heima og geima. Amma reyndi alltaf að passa að við fengjum frið fyrir yngri systkinum til að tala saman. Eg man líka hve okkur þótti við vera stór þegar við áttum í fyrsta skipti að fá að fara ein í bíó í Reykjavík. Minningarnar um jólaboðin eru mér sérlega kærar. Þau eru orðin mörg, allt frá því að við vorum börn, unglingsárin, og svo eftir að við vorum sjálf farin að búa og eiga börn. Mér þótti alltaf yndislegt að fylgjast með börnunum okkar þeg- ar þau hittust, pínulítið feimin fyrst, en svo léku þau sér saman eins og við gerðum þegar við vorum lítil. Af því að mér þótti alltaf svo sér- staklega vænt um frænda minn, gladdi það mig mikið að sjá hann og Kristínu saman. Þau voru ímynd alls þess sem maður heldur að geti falist í góðu hjónabandi. Það var alltaf kyi-rð og friður yfir þeim og einstaklega gott að vera nálægt þeim. Við erum öll næturgestir í ókunnum stað. En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð. (Halldór Laxness.) Minningarnar um Óskar frænda eru Ijúfar og það er sárt til þess að hugsa að þær verði ekki fleiri, en minningin lifir um góðan dreng. Hún gleymist aldrei. Dísa, Gísli, börn, tengdabörn og barnabörn, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur, ég veit að sorg ykkar er mikil. Elsku Kristín, Grétar og Gísli, missir ykkar er mestur. Megi góð- ur guð styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Þín frænka, Sigríður Osk Margt er það, og margt er það, sem mirmingarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson frá FagraskógL) Er Óskar frændi orðinn að engli? Þetta er spurning sem brennur á börnum okkar þessa erfiðu daga. Hvernig eigum við að útskýra fyrir litlum börnum það sem við ekki fá- um skilið sjálf? Af hverju þurfti hann að fara í ferðina löngu? Ókkur fannst ekki komin röðin að honum. Við eram innilega þakklát fyrir þær samverastundir sem við áttum með Óskari í gegnum árin. Nú í haust hittumst við frændsystkinin með fjölskyldum okkar, grilluðum saman og áttum góðar stundir. Ekki grunaði okkur þá að þetta yrði í síðasta skipti sem við hittum Óskar frænda. Við verðum að reyna að styrkja okkur með trú barnanna, að hann sé nú engill hjá Guði og sé ætlað annað og stærra hlutverk þar. Okkur þykir sárt að kveðja hann Óskar en minningarnar um hann munu lifa með okkur um ókomna framtíð, þótt hann hafi horfið svo skyndilega á braut. Hugheilar samúðarkveðjur til ykkar allra sem eigið um sárt að binda. Magnús, Ásdís, Óskar og Sigurbjörg. Það var samhentur hópur ungra manna sem réðst til starfa undir minni handleiðslu hjá Eldsneytisaf- greiðslu olíufélaganna þegar far- þegaflug var flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vorið ‘87. Þar fór fram- arlega í flokki vinui- okkar og félagi Óskar Gísalson sem við þurfum nú að kveðja hinstu kveðju á besta aldri. Engan okkar hefði grunað að við værum að sjá hann í síðasta sinn er hann veiktist alvarlega í höndum okkar hér á vinnustaðnum hinn 10. nóvember og að hann yrði allur tveimur dögum síðar. Óskar reyndist í alla staði mjög hæfur starfsmaður og góður vinnu- félagi, enda sérlega geðþekkur og prúður ungur maður og ávann sér strax virðingu og vinsemd, ekki bara okkar vinnufélaganna heldm- allra samstarfsmanna okkar hér á flughlaðinu sem honum kynntust og hann þurfti að hafa samvinnu við starf'a sinna vegna. Óskari var á síðasta ári falið að gegna ábyrgðarstöðu í fyrirtækinu en hann starfaði sem vaktstjóri frá þeim tíma er vaktfélagi hans í tíu ár, Gísli Garðarsson, hélt til náms í Bandaríkjunum. Gísli bað mig að geta sín og hugur hans væri hjá okkur og ég heyrði á honum að erfitt væri að einbeita sér að nám- inu eftir að við færðum honum hannafregnina um lát Óskars. Óskar átti góða konu, Kristínu Grétarsdóttur, og tvo syni sem hon- um varð tíðrætt um í okkar hópi og munu áreiðanlega lengi minnast ferðarinnai' sem fjölskyldan fór í sumar, enda í fyrsta sinn sem þau fóru öll saman til útlanda. Óskars verður sárt saknað á þessum vinnustað og við munum geyma í huga okkar minningu góðs vinar og gengins samstarfsmanns. Kristínu og drengjunum þeirra svo og fjölskyldum þeirra beggja sendum við hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og okkur og blessa á erfiðum saknaðarstundum. Vinnufélagar i EAK Keflavíkur- flugvelli, Baldur Gunnarsson. JOFRIÐUR GROA SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR + Jófríður Gróa Sigurlaug Jóns- dóttir fæddist í Kvíslum í Bæjar- hreppi í Stranda- sýslu 2. febrúar 1916. Hún lést á Landspítalanum 13. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Valgerður Helga Bjarnadóttir, f. í Bakkaseli, Bæjar- hreppi, og Jón Tóm- asson söðlasmiður og bóndi frá Litlu- Hvalsá í Bæjarhreppi. Jófríður ólst upp hjá foreldrum sínum, en þau eignuðust einnig son sem þau misstu er hann var á fyrsta ári. Eina systkini Jófríð- ar sem lifði til fullorðinsára var systir, Valgerður Kristín, sem Valgerður móðir þeirra átti með fyrri manni sinum Gunnari Magnússyni. Valgerður Kristín lést 29.8. 1980. Foreldrar Jó- fríðar fluttu til Reykjavíkur 1941. Jófríður giftist 31.7. 1943 eft- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuðurhUð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ irlifandi eiginmanni sínum Guðmundi Lárussyni, f. 23.4. 1903. Þau eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Lárus Ingi, f. 23.7. 1944. 2) Jón Valgeir, f. 26.2. 1948, kvæntur Sig- urlaugu Guðmunds- dóttur, f. 24.5. 1949, börn þeirra eru Jó- fríður Rósa, f. 28.7. 1970, d. 7.6. 1976, Guðmundur Ingi, f. 3.10. 1971, sambýl- iskona Auður Berg- lind Ómarsdóttir, f. 17.8. 1972, óskírð dóttir, f. 28.9. 1998, Da- víð, f. 23.4. 1978, Anna Fríða, f. 17.1. 1984. 3) Kristján Sigur- björn, f. 7.2. 1954. Jófríður og Guðmundur bjuggu á Baldurs- götu 21 til ársins 1960, er þau fluttust að Snorrabraut 81, en þar bjuggu þau til 1997 en þá fluttust þau að Hrafnistu í Reykjavík. _ Utför Jófríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín er lát- in. Ég minnist þess þegar ég kom fyrst á heimilið á Snorrabraut 81 með syni hennar, Jóni Valgeir, að- eins 17 ára gömul, þá tók hún á móti mér með sinni miklu hlýju og hóg- værð sem einkenndi hana alla tíð. Guðmundur og Fríða eru búin að vera gift í 55 ár og nú sér gamli maðurinn á eftir sinni góðu konu, orðinn 95 ára. Heimili Fríðu, Guð- mundar og sona þeirra var umvafið hlýju og ástúð enda vora þau hjón mjög samhent og aldrei heyrðist styggðaryrði þeirra á milli. Tengda- faðir minn orðaði það svo fallega: „Hver dagur með henni er eins og brúðkaupsdagurinn okkar,“ sem hann lýsti sem einhverjum fegursta degi sem hann myndi. Það varð mér og börnum mínum mikil gæfa að fá að vera samvistum við ykkur bæði í sorg og í gleði. Sérstaklega vil ég þakka þér, Fríða mín, fyrir stuðn- inginn á erfiðustu stundu lífs míns þegar nafna þín og dóttir mín dó að- eins tæpra sjö ára. Þá hjálpaðir þú mér með þinni miklu trú á Guð og líf eftir þetta líf og kenndir mér að takast á við skóla lífsins. Þið Guð- mundur voruð eins og klettar við hlið okkar Jóns. Lífið var mjög erfitt þegar ykkar fyrsti sonur fæddist, þá fjölfatlaður. Síðan hafið þið fyrst og fremst hugsað um að hagur hans væri sem bestur eins og allra hinna. í þá daga var ekki mikið um stuðning, eins og er í dag, ©iómöbwðin öarSskom v/ l-ossvogskirkjugarð Sími. 554 0500 hvorki félagslega og einnig hvað varðar tækni, en þið hélduð ótrauð áfram og fenguð kennara heim fyrir hann því ekki fékk hann að fara í skóla. Elsku Fríða mín, hafðu þökk fyr- ir samfylgdina, góða vinkona. Guð geymi þig. Þú, Kristur, ástvin alls, sem lifir, ert enn á meðal vor. Þú ræður mestum mætti yfir og máir dauðans spor. Þú sendir kraft af hæstum hæðum, svo himinvissan kveildr líf í æðum, og dregur heilagt fortjald frá. Oss fegurð himins birtist þi (V.V. Snævarr.) Sigurlaug Guðmundsdóttir. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur úr þessu lífí og yfir í það næsta. Við eram þó ekki í vafa um að þú átt eftir að gæta okkar áfram eins og þú hefur gert alla tíð. Þegar við hugsum til baka koma upp í hugann minningar um góðar stund- ir með þér og afa. Það var svo gott að fá að koma til þín á Snorrabrautina, fara í skápinn og hræra aðeins í dótakassanum góða. Þó að dótið hafi verið gamalt var alltaf jafn skemmtilegt að skoða það því það var allt öðruvísi en allt það sem við áttum heima. Það var líka svo merkilegt að þú vissir alltaW þegar við vorum að koma í heim- sókn, það þurfti ekki að hringja í þig og láta vita að við væram að koma. Þú sagðir okkur að Fríða Rós systir okkar léti sig vita á morgnana með því að banka í náttborðið hjá þér. Við komum því alltaf í nýbak- aðar pönnukökur í hvert sinn og eina brúna með og af því að afi hafði unnið í Ölgerðinni lengur en elstu menn muna fengum við aðeins Spur Cola eða Sinalco í glerflöskum. Það var því ekki amalegt að fá að koma til þín í heimsókn á kaffitíma þegag__ við vorum lítil og til að kóróna allt saman varst þú svo með róluvöll beint fyrir neðan húsið hjá þér. Eftir því sem árin liðu gátum við farið að koma í heimsóknir til þín og afa upp á eigin spýtur. Sérstak- lega var það þó Davíð sem oft hringdi til þfn um hádegisbilið og spurði hvað þú værir með í pottun- um. Ef það voru kjötbollur var hann mættur eftir tíu mínútur og sestur við borðið. Enn í dag borðar hann ekkert nema ömmumat þannig að eldamennska þín hefur greinilega haft á okkur varanleg og góð áhrif. Og svona hefur þetta alltaf verið, við höfum rétt verið komin inn úr dyrunum þegar þ^_ hefur verið byrjuð að bera í okkur kræsingarnar. Svona eiga ömmur að vera. En það var ekki aðeins þetta sem fékk okkur til þess að dragast að þér og afa. Það var sama hvað var að gerast í dagsins önn, heima hjá ykkur var alltaf ró og friður og hægt að setjast niður og spjalla. Þannig munum við minnast þín og heimsóknanna til þín. Það er ekki ofsögum sagt að amma hafi verið ein besta maniL- eskja sem við höfum kynnst. Húii var alltaf sú sama hvað sem á gekk. Amma var mikið fyrir andleg málefni og vissi marga hluti sem okkur hinum eru huldir. Hún og afi eiga sér einstaka sögu allt frá fyrstu kynnum. Líf þeirra hefur oft verið erfitt en þrátt fyrir það hefur hjónaband þeirra verið hamingju- ríkt í rúm 55 ár. Það er því margt hægt að læra af ömmu um lífið og hvernig því skal háttað. Við kveðjum þig, elsku amma, með söknuði og þökkum þér jafn- framt fyrir allar þær hamingju- stundir sem þú gafst okkur. Vertu yfir og allt um kring með eiiífri blessun þinni. '*r' Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson fra Presthólum) Guðmundur, Davíð og Anna Fríða. Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR SIGFINNSDÓTTIR, frá Borgarfírði eystra, Hraunteigi 21, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 18. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Árbæ, Reykhólasveit, verður jarðsungin frá Reykhólakirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Barmahlið, Reykhólum. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30. Guðlaug Jónsdóttir, Þórður Magnús Jónsson, Valdimar Óiafur Jónsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.