Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NÆTURGALINN eftir JÓN KARL HELGASON ♦ Frábærir dómar ♦ Næturgalinn er bók sem leynir á sér... hún er vel samin og þolir vel að vera lesin aftur. Textinn er þéttur og vísar í sjálfan sig fram og aftur og bókin vinnur á við frekari lestur. Sagan er könnun á ástinni og jafnframt könnun á skáldskapnum... (Geir Svansson. Mbl. 17. nóv. 1998) Söngur næturgalans hljómar undir í öllum ástarsögunum, undurfagur og seiðandi söngur sem laðar og lokkar...vönduð og vel unnin saga... (Sigríður Albertsdóttir. DV 2. nóv. 1998) Á fimlegan hátt skapar Jón Karl Helgason nýtt dulmál ástarinnar í þéttofnum texta sinum. (Úlfhildur Dagsdóttir, RÚV) £ BJARTUR LISTIR EIN mynda Péturs Gauts: Upp- stilling á ljósum dúk. Pétur Gaut- ur í Galleríi Borg PÉTUR Gautur opnar sýningu á nýjum verkum í Galleríi Borg, Síðumúla 34, laugardaginn 21. nóv- ember kl. 16. Pétur Gautur er fæddur í Reykjavík 1966. Hann stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavík- ur 1986-87 og Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, málaradeild 1987-91. Pétur Gautur hefur haldið nokkr- ar einkasýningar, t.d. í Portinu í Hafnarfírði, Listasafni Kópavogs, Gallerli Stylvig í Kaupmannahöfn, Galleríi 108 í Hróarskeldu og Gall- eríi Borg. Pá hefur Pétur tekið þátt í nokkrum samsýningum, t.d. Haustsýningunni í Kaupmannahöfn 1996. Að þessu sinni sýnir Pétur Gaut- ur á þriðja tug verka sem öll eru unnin með olíulitum á striga á þessu ári. Tómas R. Einarsson og Ómar Einarsson flytja tónlist á opnun- inni. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-16 og sunnudaga kl. 14-17. Henni lýkur sunnudaginn 6. desember. ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR ELDHÚS INNRÉTTINGAR BAÐ INNRÉTTINGAR FATASKÁPAR VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ Frí teiknivinna og tilboðsgerð N&ttúúno - fyrsta flokks frá iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI552 4420 eterna —EXCELLENT— fertu GARÐURINN -klæðir þig uel Lesið, spilað og sungið fyrir börn HVER er Bh'ð- fínnur? Er Leó- pold sirkusljón hættulegur? Af hverju á Binna að bíta á jaxlinn? Pessum og fleiri spurningum verð- ur svarað í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudaginn, en þangað er bóka- ormum og lestr- arhestum á öllum aldri boðið til þess að hlýða á bama- bókahöfunda lesa Bergljót úr nýútkomnum Arnalds bókum sínum og tónlistarmenn spila og syngja. „Þetta verður skemmtilega hreyfanleg dagskrá," segir Sif Gunnarsdóttú, menningarfulltrúi Gerðubergs, og á við að bömin verði virkir þátttakendur og eigi ekki bara að sitja kyir á stól og hlusta. „I söguhorninu verður sögustóll þar sem rithöfundamh- koma sér fyrir, einn í senn, og lesa fyrir krakkana, sem hreiðra um sig á dýnum á gólfínu." Höfundamh' sem setjast í sögustólinn á sunnu- dag em Þorvaldur Þorsteinsson, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Bergljót Amalds, Sveinbjöm I. Baldvinsson, Signín Eldjám, Helgi Guðmundsson, Yrsa Sigurðardótt- ir, Anna Dóra Antonsdóttir og Ki-istín Helga Gunnai'sdóttú. Tónlistarflutningur í Gerðu- Þoi'valdur Þorsteinsson bergi á sunnudaginn verður með óhefðbundnu sniði. „Plygillinn verður ekki uppi á sviði, heldur úti á miðju gólfi. Þar mun Snorri Sig- fús Birgisson flytja barnalög sem hann hefur samið og eru mjög sér- stök, ekki síst að því leyti að börn- in þurfa að hjálpa honum við flutn- inginn, með því að ýta á ákveðnar nótur, banka í flygilinn eða eitt- hvað slíkt,“ segir Sif og bætir við að í einu verka Snorra muni það ráðast með því að kasta teningi hvaða nóta verður spiluð fyrst. I lokin koma svo þau Anna Pá- lína Arnadóttir og Aðalsteinn Ás- berg Sigurðsson og flytja lög af nýútkominni geislaplötu sinni, Berrössuð á tánum. Dagskráin hefst kl. 14 á sunnu- dag og er aðgangur ókeypis. Ull og leir í Listasafni ASÍ TVÆR sýningar verða opnaðar í Listasafni ASI á morgun, laug- ardag, kl. 16. Ásmundarsalur I Asmundarsal sýnir Anna Þóra Karlsdóttir flókateppi úr ís- lenskri ull en hún hefur unnið með flóka í meira en fímmtán ár. Verk hennar voru áður undir nokkrum áhrifum frá öðrum greinum textíllistarinnar - þrykk og batík - en í seinni tíð hefur hún notað hreina liti og form og flókaverk hennar nýta nú nátt- úrulega fegurð íslensku ullarinn- ar, segir í fréttatilkynningu. Anna Þóra lærði við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands og Konstfackskolan í Stokkhólmi. Hún hefur víða tekið þátt í sam- sýningum, m.a. noiTæna textíltvíæringnum í Lodz í Pól- landi, auk þess sem hún hefur haldið einkasýningar, síðast í Nýlistasafninu 1993. Gryfjan LEIRVASI eftir Sigríði Ágústsdóttur. HLUTI af verki eftir Önnu Þóru Karlsdóttur. í Gryfjunni sýnir Sigríður Ágústsdótth' handmótaða reyk- brennda leirvasa. Vasamir eiu allir úr blöndu af leir sem kallast T-mater- ial og postulíni eða jarðleir. Þegar leirinn er hálfþurr er borinn á hann leirlitur, þrjár umferðir, með mis- munandi málmoxíðum. Eftir hverja umferð er pússað með skeið eða steinvölu til að fá gljáandi áferð. Þeg- ar leirinn er þomaður að fullu er hann brenndur í rafmagnsofni við 960°C. Aðalbrennslan er gerð úti und- ir bemm himni í þar til gerðum ofni sem hlaðinn er úr múrsteinum. Eldi- viðurinn er misgróft sag og spænir af mörgum viðartegundum sem gefa mismunandi litbrigði. Sign'ður stundaði nám á Englandi og í Frakklandi. Hún hefur haldið einkasýningai' hér heima og tekið þátt í samsýningum, m.a. á Englandi. Sýningamar eru opnar alla daga nema mánudaga kl. 14-18 til 6. des- ember. MFA SIMI 533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA Grafík í Gall- eríi nema hvað BJÖRG og Ingibjörg opna sýningu á gi-afíkverkum í dag, kl. 20. í Galleríi nema Hvað, Skólavörðustíg 22. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Sýningin stendur til 30. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.