Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 44
4T FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIGFÚS SIGURÐSSON + Vigfús Sigurðs- son fæddist á Húsavík 18. janúar 1924. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónína Mál- fríður Gunnarsdótt- ir, f. 10. desember 1895 í Naustavík við Skjálfandallóa, d. 18. mars 1977, og Sigurður Vigfússon, f. 1. desember 1897 í Landakoti í Stað- arsveit, d. 4. febrúar 1986. Systkini Vigfúsar eru: Gunnar Bergmann, f. 15. október 1922, d. 3. júní 1983, Viggó Matthías, f. 20. febrúar 1926, og Áslaug Sólveig Guðrún, f. 21. júní 1927. Hinn 22. október 1949 kvænt- ist Vigfús Rögnu Þorgerði Stef- ánsdóttur frá Reyðarfirði, f. 18. október 1924, foreldrar hennar voru Sigríður Jónsdóttir og Stefán Guðmundur Bjarnason. Barn þeirra er Hanna Rúna, f. A*apríl 1956, og hennar barn er Ragna, f. 7. desem- ber 1977. Fyrir átti Vigfús soninn Inga, f. 2. mars 1951, kvæntur Hrefnu Eyjólfsdóttur, f. 9. ágúst 1954, og eiga þau fjóra syni. Vigfús ólst upp á Vargsnesi við Skjálfandaflóa hjá Sigurbirni og Petrínu frá fimm til tíu ára aldurs og á Húsavík lijá móður sinni ásamt systkin- um si'num. Hann fluttist sextán ára gamall suður, fyrst í Mosfellssveit þar sem hann starfaði hjá Magnúsi á Blikastöðum, og tæpum tveim árum seinna til Reykjavíkur og vann þar almenna vinnu til sjós og lands. Frá árinu 1956 starfaði hann sem leigubílstjóri hjá Hreyfli og síðan allt frá stofnun Bæjarleiða 1958 til loka starfs- aldurs síns. títför Vigfúsar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku afi minn, það er svo ei*fítt að þú skulir vera farinn. Þú sem ég elskaði svo mikið. Eg veit ei hvert skal snúa eða hvað skal gera í leit minni að orðum til að lýsa tilfinn- ingum mínum. Orðin virðast svo lít- ilfjörleg. En ég hef minninguna sem lifir í hjarta mínu að eilífu og er máttugri en nokkurt orð. Nú þegar þú ert dáinn er min eina huggun að ég^yeit að þér líður vel. Þú ert á fal- legásta og besta stað sem til er þar sem þú bíður eftir okkur ömmu og mömmu með frátekin stæði handa okkur þér við hiið. Ég veit líka að við erum öruggar hvar sem er því þú ert ávallt vakandi yfir okkur og gætir okkar. Þú hefur alltaf skipað stóran sess í lífi mínu og varla hefur liðið sú vika sem ég hef ekki komið í heim- sókn til ykkar ömmu því hjá ykkur hef ég átt mitt annað heimili. Ég sakna þess að þú skulir ekki lengur skilja undanrennuna eftir yfir nótt- inan á eldhúsborðinu svo að hún yrði volg daginn eftir til að nota hana ofan á hafragrautinn sem þú bpiglaðir alltaf í morgunmat. Ég sáfiía þess að sjá þig ekki lengur drekka úr afa-bollanum sem ég gaf þér og þú drakkst alltaf úr. Eg sakna þess að geta ekki lengur strítt þér með því að bjóða þér grænmeti sem þú kallaðir alltaf „helvítis kanínufóðrið". Ég sakna þess að geta ekki lengur spurt þig: „Og hvað var svo í fréttunum“ eða „hvernig fór svo leikurinn", því þú fylgdist með öllum fréttum og íþróttum sem færi gafst á bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ég sakna þess að geta ekki komið til þín tii að ræða málin eins og við gerðum svo oft. Áhugi þinn var ætíð mikill á því sem ég tók mér fyrir hendur og þú vajgt alltaf svo stoltur af mér. Þér var það mikið í mun að fá að vita hvað ég tæki mér næst fyrir hend- ur, hvað ég ætlaði að „stúdera" og hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Það var alveg sama hvað mér datt í hug, alltaf leist þér jafn- vel á hugmyndir mínar og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að draumar mínir rættust. Þess vegna finnst mér einna þungbærast að þú skulir ekki vera mér lengur sam- ferða til að sjá hvað tekur við hjá mér og ég mun sakna þátttöku þinnar í lífi mínu. Ég sakna þess að viS <skulum ekki lengur getað rök- rætt, því þær voru ófáar stundirnar sem við ræddum heimsmálin og þá voru vísindi gjarnan efst á baugi. Ég sakna þess að hafa ekki verið hjá þér þegar þú sofnaðir en ég veit að sál þín var hjá mér því ég var að spila á tónleikum með tveimur öðr- ucj^þar sem við fluttum þennan fal- lép» texta úr óperunni Dido and Aeneas eftir Henry Purcell: When I am laid in earth, may my wrongs create no trouble in thy breast, remember me, but ah! forget my fate. (Þegar ég leggst til hinstu hvílu, megi misgjörðir mínar ei angra hjarta þitt, mundu mig, en fástu ei um örlög mín.) Ég er döpur og sakna svo margs en jafnframt gleðst ég og hlakka til þess dags er við hittumst aftur. Þín Ragna. Mig langar að kveðja bróður minn í dagblaði, sumpart í þeirri von að vinir hans og samverkamenn í gegnum lífið reki augun í myndina af honum og fái tækifæri til að fylgja, eða til að hugsa til hans og óska honum velfarnaðar á þeirri leið sem hann er nú lagður út á. Vigfús eða Viffi eins og hann var kallaður sem barn var alinn upp af einstæðri móður ásamt þremur systkinum norður á Húsavík, fyrir utan fimm ár (5-10) sem hann var í fóstri hjá móðurfrænda og konu hans á Vargsnesi í Náttfaravíkum. Það var mjög úr alfaraleið, þurfti að sæta sjávarföllum ef fara átti landveg, hin leiðin á sjó og þurfti þá upp ein- stigi í hömrum til að komast á höfð- ann, þannig að allir hlutir voru bornir á herðunum úr báti upp á bæ. Til að gera sér grein fyrir fjar- lægðinni frá Húsavík þvert yfir Skjálfanda vestur í Víkur minnist ég sögu um sérstakan mann, sem ég heyrði aldrei nefndan annað en Stebba stutt. Hann var spurður hversu langt mundi á milli og hann svaraði drjúgur: „Það hafa alltaf verið taldar átta mílur vestur yfir, en mér vitanlega aldrei verið mælt til baka.“ I Náttfaravíkum var eng- inn skóli og því ekki um neina skóla- göngu að ræða, námið aðeins það sem hjónin og uppkomin dóttir gátu miðlað, annað fólk var ekki á bæn- um. Þegar Viffi kom svo alfarið heim og settist á skólabekk með jafnöldr- um sínum og væntanlegum skóla- systkinum, ja, hvað þá, getur nokk- ur sett sig í spor þessa drengs í dag, allt í einu kominn í hóp yfir tuttugu barna sem höfðu notið kennslu hjá menntuðum kennurum í þrjá vetur, manni gæti dottið í hug áfallahjálp. En bróðir minn átti þá eiginleika að vera hógvær og friðsamur, stundum kíminn en alltaf orðheppinn. Vegna þessa varð þetta ekki vandamál. Æskuárin liðu við leik og störf í sveit á sumrin. Þú varst á Ljóts- stöðum í Laxárdal, hjá afa og ömmu sem við kölluðum af því að móðir okkar var alin þar upp, þú varst líka í Múla í Aðaldal, varst duglegur og eignaðist kind og byrjaðir að leggja til heimilisins. Haust og vor var staðið í skúrunum við að stokka og beita fyrir 25 aura á stokkinn ef ég man rétt. Þær voru oft erfiðar flækjurnar og sviðinn af marglytt- unni, manstu? En það voru líka leikm í fjöru- sandinum, oft hef ég hugsað um það, bróðir, hvílíkir öðlingar sjó- mennirnir voru að lána okkur þess- um strákum árabátana sína, fjór- róna með góðum seglum alltaf mál- aða á vorin, suma með nöfnin út- skorin í harðvið. Enda sóttu þeir á þessum litlu bátum haust og vetur, oft býsna langt, t.d. austur með Tjörnesi, og áttu bókstaflega lífið undir því að ekkert bilaði. Það var ekki komin hafskipabryggja, ekki fyrr en seinna og víkin opin fyrir hafi, þess vegna þurfti að setja upp á haustin alla báta sem ekki þrír eða fjórir menn réðu við að bera upp frá sjó. Mig minnir að stærstu mótor- bátarnir hafi verið um 12 tonn, sett- ir upp undir bakka með handspili á haustin. Seinna, ekki löngu áður en við fórum frá Húsavík, komu tveir stærri bátar, líklega um 20 tonn. Það er langt síðan, bróðir, nærri 60 ár. Mig langar að rifja upp áfram, veturinn kom og skólinn, skíðin og skautarnir, líka leikfimin, manstu eftir beltinu til að æfa flikk flakk úti í snjónum, þú varst lipur og góður á skíðum, og raunar við allir þrír Vetrarbrautarbræðurnir, synir Ninnu Gunnars, áttum líka ætt til þess, einn forfeðra okkar kenndi Is- lendingum skíðafar. Ég held að frækilegasta ferðin hafi verið þegar við gengum á Húsavíkurfjall, það var silkimjöll svona ökkladjúp á eldri snjó, það var svo bratt að hnén rákust í þegar við bröltum upp. Ég sé þetta fyrir mér og man vel að ég var svolítið smeykur þegar þið vor- uð farnir hver á eftir öðrum, þú og Stebbi í Seli, þið fóruð beint þver- hnípt ofan í Dagmálalág. Ég sá ekk- ert nema hvítt kófið þegar þið kom- uð undan hengjunni. Þið stóðuð báðir og stoppuðuð áður en þið fluguð yfir Skálamelinn. Þá var ekki eftir neinu að bíða og standandi kom ég niður til ykkar, þvílíkur hi-aði, þvílík gleði að þetta tókst. Við hefðum getað farið illa, það var hjarn undir lausamjöllinni, það er 61 ár síðan. Svo var skólinn búinn hjá þér og þú fermdist. Svo kom að mér, þá var komið stríð, herinn kom og mamma lánaði okkur frænda sínum, Magnúsi Þorlákssyni á Blikastöð- um. Manstu að við áttum að koma heim um haustið, en það leið eitt og hálft ár, þá fórum við norður og sóttum mömmu, systir okkar var komin til Reykjavíkur en Gunnar, elsti bróðirinn, var eftir á Húsavík. Um veturinn unnum við hjá Eim- skip vestur í Haga í Reykjavík. Þú fórst að vinna hjá smið, sem vildi að þú lærðir smíðar, þú varst fæddur smiður, en ekki tilbúinn. Þú vannst víðar, en tókst meirapróf á bíl og fórst að aka leigubíl og gerðir það að ævistarfi. Þú varst með þegar Bæjarleiðir voru stofnaðar 1956. Það var alveg sérstök umhirða þín á bílunum og þú hefur verið glúrinn þegar þú valdir eftirmann, það eru ekki margir dagar síðan ég sá bílinn R-3607 gljáandi fínan. En síðustu árin hafa verið þér erfið eftir að þú veiktist. Það var gott að systir okkar gat verið heima í október, búið hjá ykkur Rögnu og rifjað upp svo óendan- lega margt. Én hún varð að fara heim til Bandaríkjanna. Við vissum að hverju dró, þú talaðir um það að þú værir tilbúinn, ég reiknaði ekki með þessu alveg svona fljótt, bróð- ir, en þar var víst ekki eftir neinu að bíða. Við hittumst bráðum aftur og tölum saman um æskuárin á Húsavík, rifjum upp, reynum að muna. Þangað til bið ég Guð að varðveita þig og þína nánustu. Friður fylgi þér. Viggú M. Sig. PÁLL RAGNARSSON + Ríkhard Páll Ragnarsson, fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1915. Hann lést í Reykja- vík 11. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ragnar Pálsson Levi, kaupniaður þar, og kona hans, Margrét Stefáns- dóttir Levi (síðar Sigurðsson). Páll varð sfúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1934. Hann lauk skipsljóraprófí frá Svendborg Navigationsskole 1940, sjóðliðsforingjaprófi frá Soofficerskolen í Kaupmanna- höfn 1942 og sjómælingaprófi frá Kongelige dansk Sokortarkiv 1945. Páll var í siglingum og við Háa skllur hnetti hiraingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgr.) Nú er Palli vinur minn farinn ferðina miklu. En úr þeirri ferð fær enginn aftur snúið. Og Hanna mín - Hanna hans Palla ein í „Rauða hús- inu“, húsinu sem um áratugi hefur verið ramminn um eitt ástríkasta hjónaband sem ég veit dæmi um. Þegar ég hugsa um hjónaband þeirra Hönnu og Palla kemur mér í hug japanskt spakmæli sem segir: „Ást einnar manneskju á annarri er einfaldlega að tveir einstaklingar nálgast, virða og vernda og hug- hreysta hvor annan.“ Þannig var samband þeirra. Ég hef þekkt þessi hjón frá því ég man fyrst eftir mér. Palli, Páll nám 1934-45, starf- aði að sjómælingum og var í siglingum 1945-60. Frá 1960 var hann skrifstofu- stjóri hjá Skipaskoð- un ríkisins, sem síð- ar varð_ Siglinga- stofnun íslands, og þar vann hann til starfsloka 1983, síð- ustu árin sem að- stoðarsiglingamála- sljóri. Hinn 3. október 1942 kvæntist Páll Dagnýju Johanne Westgart, f. 12. desember 1913. Hanne var kjördóttir August Andersen málarameistara í Randers í Danmörku. títför Páls fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ragnarsson, og faðir minn voru venslaðir og þekktust frá barn- æsku, Oft var samgangur milli heimilanna og þegar sameiginlegir ættingjar komu frá Danmörku var mikið um dýrðir og veislugleði ríkti á heimilunum. Alltaf voru Hanna og Palli miðpunktur þessara fagnaðar- stunda og ég minnist þess að þegar ég komst á táningsaldur fór ég að velta fyrir mér: „Skyldu þau enn vera skotin hvort í öðru?“ Og það voru þau alveg til hinstu stundar. „Því þeir sem mikið elska, verða aldrei gamlir, þeir deyja kannski af elli, en þeir deyja ungir." (Ók. höf.) Mér finnst það forréttindi að hafa fengið að kynnast þessu einstaka sambandi tveggja einstaklinga, sem sprottnir voru úr svo ólíkum jarð- vegi, en tókst þó svo vel að varð- veita virðinguna, væntumþykjuna og verndina í 55 ára hjónabandi. Þetta hefur kennt mér ótrúlega Bæjarleiðir, já góðan daginn, mig vantar bíl, get ég fengið núm- er 45. Þegar maður er ungur, þarf að fara víða - Kópavog, Hafnar- fjörð, niður í bæ, þá er gott að hafa traustan bílstjóra og flottan bíl. Von bráðar rennur glæsibíll í hlað og Fúsi frændi býður mig velkom- inn, - hvert skal aka? Á leiðinni er spjallað um dægui-mál, íþróttir, fjölskylduna - Fúsi hefur skoðun á öllu og setur fram skondnar at- hugasemdir um menn og málefni - allt auðvitað græskulaust. Hann segir mér sögur frá uppvextinum á Húsavík og uppátækjum þeirra bræðra. Fyrr en varir erum við komnir á áfangastað og ég sé Fúsa bruna burt, tilbúinn í næsta túr. Nú ert þú farinn í síðasta túrinn á þessari stöð. I huga mínum hrannast upp myndir, þú svona yf- irvegaður alltaf og hógvær, og hvað þú komst mér samt oft á óvart. Ég minnist fjölskyldumóts- ins í Múla fyrir nokkrum árum, þegar afkomendur Jónínu ömmu komu saman í tilefni af heimsókn Áslaugar til landsins. Um kvöldið er glatt á hjalla, það er sungið og spilað á gítara. Allt í einu kveður við ný rödd; eins og silfurtær með silkisveiflu, ég hætti að glamra á gítarræksnið - kann hvorki lagið né grip hinna undirleikaranna - sit dolfallinn, hlusta. Er þetta Fúsi? Hann syngur áfram nokkur lög, ég hlusta, á ekki orð. Hann er ekki í vandræðum með háu nóturnar - þær svífa hátt og örugglega eins og fálkinn sem svífur þöndum vængjum yfir veiðilendur sínar. Það er mikils virði að eiga frænda eins og þig, sem getur sungið fram hvarma-ljós. Elsku Ragna, Hanna Rúna og Ragna, ég bið þess að Hinn hæsti höfuðsmiður gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Steingrímur B. Gunnarsson. mikið. Ég hef lært að hjón verða að rækta samband sitt eins og dýr- mætan jurtagarð. Það þarf að vökva, bera áburð í jarðveginn og hlúa að rótunum, þvi hamingjan er ekki hornreka þar sem kærleikur- inn ræður ríkjum. Og nú næða skammdegisvindar um Rauða húsið. Naktar trjágrein- ar titra í haustnæðingnum. En inni ylja kvikir arinlogar um minning- arnar. Minningar um fimmtíu og fimm ára sigurgöngu kærleikans. „Því sá sem elskar hrópar ekki á strætum heldur lifir samkvæmt því.“ Elsku Hanna, minnstu þess nú á þessum erfiðu dögum hversu marga bjarta og gæfuríka daga þið Palli áttuð saman. Þær minningar tekur enginn frá þér og þær munu ylja þér rétt eins og loginn í arninum þínum. Hjartans samúðarkveðjur frá Helga, Andra og Rafni. Megi minn- ingin um ástríkan ævifélaga gefa þér styrk í sorginni og leiða þig inn í birtuna. Þín vinkona, Hjördís Magnúsdóttir, Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fýlgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.