Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Listi yfir söluhæstu plöturnar Rúmlega 2.000 böm á biðlista hiá dagvist barna RÚMLEGA 2.000 börn eru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá Dagvist barna, að sögn Steinunnar Helgadóttur þjónustustjóra. Að auki er fjöldi barna á biðlista eftir að komast að hjá dagmæðrum eins og nýlega kom fram í fréttum Morgunblaðsins og er ástandið verst í vestur- og miðbænum. Af þeim börnum sem eru á biðlista hjá Dagvist barna eru 224 tveggja ára börn, fædd 1996, 763 eins árs börn, fædd 1997, og rúmlega 200, sem fædd eru á þessu ári auk barna sem ekki eiga enn lögheimili í Reykjavík en munu flytja þangað á næstunni. Að sögn Kristínar Blöndal, for- manns stjórnar Dagvistar barna, er verið að taka einn nýjan leikskóla í notkun og á næsta ári er fyrirhugað að reisa tvo leikskóla og bæta við deildum við eldri skóla. Má því gera ráð fyrir um 100 nýjum heilsdags- plássum á næsta ári. „Við erum með rúmlega 2.000 börn á biðlista og má segja að þetta sé að verða stöðug tala því það bæt- ast alltaf fleiri börn við,“ sagði Steinunn. Hluti þeh’ra sem sækir um leikskólapláss sækh- um vist hálfan daginn og 985 bíða eftir 4-6 stunda vist. Tengsl inilli hálfsdagspláss og heilsdagspláss „Það er okkar reynsla að þeir sem óska eftir hálfsdagsdvöl sæki mjög íljótlega um dvöl allan daginn og það er alltaf stór hópur sem bíður eftir lengingu,“ sagði hún. „Vegna þessa og reglu um aldursforgang, en elstu börnin sitja fyrir, ganga heils- dagsplássin til þeirra. Þess vegna styttist biðlistinn í raun lítið þó svo að verið sé að stækka leikskólana og byggja nýja. Uppbygging hefur ver- ið hröð en mikill hluti fer í heils- dagspiáss. Þetta helst í hendur við heilsdagsskólann og sjást gréinileg tengsl þarna á milli og meiri þörf fyrir heilsdagsdvöl og sex stunda dvöl, sérstaklega þegar börnin eld- ast.“ Aukin eftirspurn Kristín sagði að samkvæmt könnun sem gerð var síðastliðið ár hefði átt að vera búið að vista nær öll tveggja ára börnin og flest eins árs börn en eftirspurn hefði aukist frá því könnunin var gerð. Sagði hún hugsanlegt að foreldrum, sem samkvæmt könnuninni óskuðu eft- ir plássi hluta úr degi, hefði snúist hugur og viljað heilsdagspláss eft- ir að þeir hefðu kynnt sér það starf sem fram fer á leikskólunum. „Það er unnið mjög gott starf á leikskólum borgarinnar og for- eldrar eru upp til hópa mjög ánægðir eins og nýleg könnun sýn- ir,“ sagði hún. Kristín benti einnig á að atvinnu- ástandið hefði áhiif á biðlistana. Mun fleiri ungbai'namæður færu fyrr út á vinnumarkaðinn en áður. „Þetta eru helstu skýringar á því að biðlistinn styttist ekki meira en raun ber vitni,“ sagði hún. „Annað er að okkar reynsia hefur verið sú að um 25% þeirra sem boðið er pláss í fyrsta sinn hafa viljað fresta því að taka við plássinu en nú vill enginn frest. Þannig að þöi-fin hefur vaxið gífur- lega.“ Verið er að taka nýjan leikskóla í notkun og fyrirhugað er að byggja tvo leikskóla á næsta ári auk þess sem eldri skólar verða stækkaðir. „Þetta tekur tíma og hjálpar ekki þeim sem eru úrræðalausir núna,“ sagði Kristín. „Rætt hefur verið um hvað sé til ráða og við auglýst- um eftir dagmæðrum og það bar einhvern árangur en ekki sem skyldi.“ „ÞETTA er listi yfir söluhæstu plötur á íslandi og er hann að koma út í fyrsta skipti," segir Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sambands hljóm- plötuframleiðenda, um nýjan vin- sældalista. „Listinn verður birtur vikulega fram að jólum og aðra hverja viku eftir það, tímabilið janúar til október. Þetta er sam- starfsverkefni smásöluaðila og heildsöluaðila á hljómplötumark- aðnum og Morgunblaðsins. Þetta á að vera ábyrgur listi yfir sölu- hæstu plöturnar." Listinn er unninn þannig að fengnar eru upplýsingar úr meg- inþorra smásöluverslana á hljóm- plötumarkaðnum. „Pricewater- houseCoopers sér um að safna upplýsingunum eftir mjög ströngu kerfi,“ segir Gunnar. „Síðan sjá óvilhallir aðilar um úr- vinnslu gagna og uppsetningu listans." ■ Geta alItaf/64 Morgunblaðið/Kristinn Hlýtt í frímínútunum STRÁKARNIR í Hliðaskóla voru á stutterma- bolum í frímínútum í gær eins og um mitt sum- ar væri. Mikil hlýindi hafa verið að undan- förnu en hætt er við að stuttermabolir dugi skammt gegn slagviðrinu sem Veðurstofan spáir í dag. 70% hlutafjár í 10-11 selt ISLANDSBANKI hafði milligöngu um sölu á 70% hlut í Vöruveltunni hf., rekstrarfélagi 10-11-verslana- keðjunnar, í gær. Kaupendur voru Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf., Landsbréf hf., Lífeyrissjóður- inn Lífiðn auk nokkurra fyrirtækja sem ekki eni á matvörumarkaði. Einnig tók Islandsbanki að sér sölu á 5% eignarhlut til viðbótar á al- mennum markaði í dreifðri sölu. Hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir eiga áfram 25% hlut í fyrirtækinu. Stefnt er að því að Vöruveltan hf. verði orðin almenningshlutafélag snemma á næsta ári. Heildarvelta Vöruveltunnar hf. er áætluð rúmir 3,3 milljarðar króna á þessu ári. Verslanirnar eru nú tólf og sú þrettánda bætist við fyrir áramót. Áformað er að opna fimm nýjar verslanir undir merkj- um keðjunnar á næsta ári. Fyrsta verslunin var opnuð í nóvember 1991. Salan átti sér stuttan aðdrag- anda og leituðu eigendur 10-11- verslananna til Islandsbanka til að hafa milligöngu um hana. Umhverfísráðherra segir að fara þurfí yfír gjaldskrármál Landmælinga í heild Ekki ætlunin að gjörbreyta tekjugrunni GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra segist vera ósáttur við að sjá að Landmælingar Islands hafi aðrar reglur til að vinna eftir en gjaldskrá stofnunarinnar og segh- hann að þörf sé á að fara yfir gjald- ski'ármál stofnunarinnar í heild. Ekki hafi verið ætlunin að gjör- breyta tekjugrunni hennar. „Mér finnst að gjaldskráin þurfi bara að bera það með sér ef það eru heimildir til samninga við aðila, hvort sem það eru magnsamningar eða hvaða aðrir samningar sem það eru, þá þurfi þetta bai’a að koma fram. En það er nokkuð sem ég vissi ekki um eða okkur var ekki ljóst að Landmælingarnar væru með ákveðnar leikreglur eða vinnuaðferð- ir í því sambandi, þannig að mér finnst að það þurfi að taka þetta allt til skoðunar í samhengi,“ sagði Guð- mundur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að hörð gagnrýni á gjaldskrá Landmælinga Islands og uppbyggingu hennar hefði komið sér og ráðuneytinu á óvart og málið yrði að sjálfsögðu tekið til skoðunar. „Eg verð að fara yfir það vel og vandlega og sjá hvað þarna liggur á bakvið. Þó að við vildum skýra gjald- skrána og fá ákveðna niðurstöðu í umræðu sem Landmælingarnar hafa haft í frammi við okkur um það að þær þurfi að vita rétt sinn í þessu efni þá var ekki ætlunin að fara að valda einhverri byltingu eða gjör- breyta tekjugrunni stofnunarinnar heldur fyrst og fremst að skýra leik- reglurnar," sagði Guðmundur. Hann sagði að bæði stjómarfor- maður Landmælinga íslands og nýráðinn forstjóri væru nú staddir erlendis, en þeir væru væntanlegir til landsins um helgina og gjald- skrármálið yrði skoðað í næstu viku. --------------- * Islendingur lést í vinnu- slysi á norsk- um togara 53 ÁRA gamall íslenskur sjómaður lét lífið í vinnuslysi um borð í norska togaranum Solskjer í fyiradag, um 60 mílur vestur af Álasundi. Maður- inn, sem var búsettur í Álasundi og hafði nýráðið sig á togarann, að sögn norsku lögreglunnar, lenti með höf- uðið á milli trollhlera og veggs á skipinu er verið var að hífa trollið um borð og lést samstundis. Björg- unarþyrla frá flugvellinum í Vigra sótti hinn látna og flutti hann til lands. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu. SSldUlt Á FÖSTUDÖGUM Dulbúin ættarnöfn, Konum kynntir tvínefni og ýmsar leyndardómar nafngiftir Netsins EJUAL Blaðinu í dag fylgir 24 síðna vörulisti frá TALLÓ. „Verslaðu á þínu verði“. Gangi þér vei! Keflavík efst eftir naum- an sigur á KR / C2 Miklar breytingar hjá Skagamönnum / C1 Fyígstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.