Morgunblaðið - 20.11.1998, Blaðsíða 48
^8 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Alfreð Bjarni
Jörgensen
fæddist í Reykjavík
29. apríl 1960. Hann
lést af slysförum
hinn 12. nóvember
síðastliðinn. Kjör-
foreldrar hans eru
Guðrún Kr. Jörgen-
sen, f. á Stöðvar-
fírði 13. júlí 1929,
og Bent Bjarni
__ Jörgensen bifvéla-
virkjameistari, f. í
Danmörku 25.8.
1927. Þau eru búett
í Reykjavík.
Foreldrar Alfreðs Bjarna eru
Sigrún Olafsdóttir í Reykjavík,
f. 19. september 1939, og Per S.
Jörgensen, bifreiðasmiður á
Ólafsvík, f. 11. apríl 1932. Þau
slitu samvistum. Kona Pers er
Kristín Halldórsdóttir. Systkini
Alfreðs Bjarna eru: Aðalheiður
Jörgensen, Árni Ómar Bents-
son, Þuríður Jörgensen, Bjarn-
ey Jörgensen, Margrét Jóhann-
esdóttir og Ólafur Daði Jóhann-
esson. Eftirlifandi unnusta er
^Freyja Hilmarsdóttir á Votmúla
í Sandvíkurhreppi. Alfreð
Bjarni eignaðist einn son, Agn-
Kæri vinur.
Okkar samverustund var yndis-
leg en alltof stutt. Það er svo margt
sem mig langar að segja en hið
óvænta fráfall þitt skilur mig eftir
með hugsanirnar einar. Því vil ég
kveðja þig með þessum tilvitnunum
spámannsins um ástina sem við lás-
um saman og fundum okkar sann-
. feikskom í:
Þegar ástin kallar þig, þá fylgdu
henni, þótt vegir hennar séu brattir
og hálir. Og láttu eftir henni, þegar
vængir hennar umvefja þig, þótt
sverðið, sem falið er í fjöðrum
þeirra, geti sært þig.
Og þegar hún talar til þín, þá
trúðu á hana.
Þó að rödd hennar kunni að eyða
draumum þínum, eins og norðan-
vindur, sem leggur garð þinn í
auðn.
Ástin gefur ekkert nema sjálfa sig
og þiggur ekkert nema sjálfa sig.
Ástin á engar eignir og verður
aldrei eign, því að ástin á sig sjálf
og er sjálfri sér nóg. Þegar þú elsk-
tsfir, skaltu ekki segja: „Guð er í
hjarta mínu“, segðu heldur: „Ég er
í hjarta Guðs.“ Og þú mátt ekki
halda, að þú getir ráðið for ástar-
innar, því að ástin, ef þú ert hennar
verð, stjórnar för þinni.
Þið fæddust saman, og saman
skuluð þið verða að eilfífu. Saman
skuluð þið verða, þegar hvítir
vængir dauðans leggjast yfír daga
ykkar. Já, saman skuluð þið verða
jafnvel í þögulli minningu guðs. En
verið þó sjálfstæð í einingu ykkar,
og látið vinda himinsins leika milli
ykkar. Elskið hvort annað, en látið
ástina ekki verða að fjötrum. Látið
hana heldur vera síkvikan sæ milli
ykkar sálarstranda. Fyllið hvort
•♦nnars bikar, en drekkið ekki af
sömu skál. Gefíð hvort öðru brauð
ykkar, en borðið ekki af sama hleifi.
Syngið og dansið saman og verið
glöð, en leyfið hvort öðru að vera
einu, eins og strengir fiðlunnar eru
einir, þótt þeir leiki sama lag. Gefið
hvort öðru hjarta ykkar, en setjið
það ekki í fangelsi. Og standið sam-
an, en ekki of nærri hvort öðru: Því
að það er bil á milli musterissúln-
anna og eikin og kýprusviðurinn
vaxa ekki hvort í annars skugga.
(Kahlil Gibran, Spámaðurinn.)
Kæri vinur, ég elska þig mjög
mikið en horfí nú á eftir þér í faðm
Drottins sem ég veit að mun veita
sál þinni styrk, frið og kærleika. Ég
kveð þig með söknuði, í sterkri trú
um að við fínnum hvort annað á ný.
Algóði guð geymi þig.
Fjölskyldu þinni og vinum sendi
ég mínar dýpstu samúðarkveðjur.
* Þín ástkæra vinkona
Freyja.
ar Bjama, f. 15.
ágúst 1989. Móðir
hans er Sigrún
Halldórsdóttir. Þau
búa á Akureyri.
Alfreð Bjarni
lauk búfræðiprófí
frá Bændaskólanum
á Hólum 1978,
meistarprófí í járn-
ingum hesta í Dan-
mörku 1981. Einnig
var hann með
sveinspróf í múr-
verki, sem hann
vann við lengst af
ásamt járningunum.
Hann var til sjós af og til frá því
hann var 18 ára, m.a. á aflaskip-
unum Garðari á Patreksfirði og
Bjarna Benediktssyni í Reykja-
vík. Helsta áhugamál Alfreðs
Bjama var hestamennska og
tók hann virkan þátt í henni,
bæði sem atvinnumaður og í fé-
lagsmálum. Hann var meðlimur
í Félagi tamningamanna og var
með landsdómararéttindi Dóm-
arafélags LH.
Utfór Alfreðs Bjarna fer
fram í dag, föstudaginn 20. nóv-
ember, frá Grensáskirkju og
hefst athöfnin klukkan 15.
Víst er þetta löng og erfið leið,
og lífið stutt og margt sem út af ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns neyð
skín takmarkið og bíður eftir þér.
Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt,
hve undarlega er gott að sitja kyrr.
Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt,
og hraðar þér af stað sem áður fyrr.
Svo styttist þessi ganga smátt og smátt,
og seinast stendurðu einn við luktar dyr.
(Steinn Steinarr)
Elsku hjartans bróðir minn er
farinn. Stórt skarð hefur verið
höggvið í mína litlu fjölskyldu.
Réttlætið eða tilganginn fæ ég ekki
skilið. Ég var fjögurra ára þegar
hann kom inn í líf mitt, hann þá
tveggja mánaða. 0, hve lánsöm ég
var að eignast bróður, en hann hef-
ur nú verið tekinn frá mér. Otal
minningar flæða fram, en samveru-
stundirnar hefðu mátt vera svo
miklu fleiri. Smitandi hlátursins,
stríðninnar og kraftsins sem fylgdi
honum verður sárt saknað. Og ekki
má gleyma hversu góður hann var
við bömin mín. Elsku bróðir, takk
fyrir allt og allt.
Guð geymi þig.
Aðalheiður.
Hörmuleg fregn barst okkur til
Danmerkur, það hafði orðið bílslys
og Alfreð Bjami væri ekki lengur á
meðal okkar. Það er erfitt og sárt
til þess að hugsa að við sjáum Al-
freð aldrei aftur, við getum ekki átt
von á að hann birtist í dyrunum og
vitum ekki af honum lifandi í lífínu,
hann er horfinn á braut yfir á ann-
að tilverustig. Setningin, vegir guðs
em órannsakanlegir, kemur upp í
hugann: ,Af hverju" og „hver er til-
gangurinn", en líf og dauði er og
verður óráðin gáta. Við minnumst
hans með söknuð í hjarta, en eigum
sem betur fer margra góðra stunda
að minnast, þegar við gerðum að
gamni okkar og hlógum saman. Al-
freð var alltaf hrókur als fagnaðar
og það er gott að eiga slíkar stundir
í minningunni. Við biðjum góðan
guð að styrkja þá sem sárt sakna
hans og blessa minningu hans.
Englar ljóssins vísi honum veginn
Sjá þú, að engill sendur var
synir Guðs hér til huggunar.
Þér góðu andar oss eru nær
alla tíma, þá biðjum vær.
(Pass.3.17.)
Sigrún, Þurý og Ulfar,
Gréta og Óli Daði.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
í æsku léttu ís og myrkur jólin;
Nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Eg harma það, en samt ég verð að segja,
að sumarið kemur allt of fljótt.
Eg gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifumar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er. Það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Frændi minn á besta aldri, sem
kenndi mér lífsreglumar, hlustaði
og hjálpaði mér, er farinn. Ég
þekkti Alfreð sem hjartnæman,
hjálplegan og glaðlyndan mann.
Var hann mér ekki bara frændi,
heldur kom mér einnig í fóðurstað.
Bið ég honum blessunar og að hon-
um líði vel. Stór hluti af Alfreð situr
eftir hjá mér og öllum sem þekktu
hann. Hans er sárt saknað. Guð
geymi Alfreð minn. Minning hans
mun ávallt verma mig í hjartastað.
María Guðrún Nolan.
Er ég sagði syni mínum frá ör-
lögum Alla brast hann í grát og
grét lengi vel. Þegar loks hægði á
ekkasogunum leit hann á mig tár-
votum augum og sagði: „Við tveir
vitum allavega að Alli hafði gott
hjarta, meira að segja mjög, mjög
gott hjarta." Betri eftirmæli,
sprottin frá brjósti sjö ára drengs,
er vart hægt að hugsa sér. Alli var
að sönnu hjartahlýr og hugumstór
maður. Þegar ég hugsa til hans nú
fínnst mér hann hafa verið líkastur
stórfljóti sem streymdi fram af
þunga um kletta og klungur lífsins.
Við hin virkjuðum einatt beljandi
kraftinn okkur til gagns og gleði en
straumurinn varð ekki haminn og
hélt áfram að móta og endurskapa
landið á leið sinni. Napra vetur var
þó stundum hímt í klakaböndum og
beðið komu nýrrar sólar og úr ísa-
brotum streymdi hin mikla elfur á
ný. Áfram steyptist hún í glettnum
fossum og flúðum með ógnargný og
krafti, hvarf svo skyndilega sjónum
undir' hraun og kom upp þegar
minnst varði jafn öflug sem fyrr.
Og nú var lygna þar sem tvö fljót
loks mættust, en ekki fékk Alli að
njóta þeirra stunda lengi. Alltof
skyndilega er lífsfljót hans hnigið
að ósi í hinsta sinn, uppsprettan
stemmd og farvegurinn þurr. Við
sitjum eftir hnípin og þá er gott að
hugsa til þess að úr ómælisdjúpi
hafsins stígur vatnið upp á ný til að
taka þátt í hinni eilífu hringrás.
Fæðing, líf og dauði virðast þá að-
eins ólík birtingarform sama hlut-
ar. Fljótið breytir um mynd, dögg
verður að lind en allra innst er
kjarninn sá sami. Innsta kjarna Al-
freðs gleymir enginn sem kynntist.
Ég vil þakka almættinu kynni mín
af þessum góða dreng sem svo
sannarlega hefur mótað hinar mik-
ilfenglegustu myndir í landslag
minninganna.
Ollum þeim fjölmörgu sem nú
trega hann votta ég mína dýpstu
samúð.
Ingólfur Klausen.
Við kynntumst Alfreð vini okkar
árið 1977 á Bændaskólanum á Hól-
um í Hjaltadal. Hann birtist eins og
hvítur stormsveipur, hafði verið á
skólanum árið áður og tók okkur
strax undir sinn arm sem hinn
sjálfskipaði leiðsögumaður um
ókunna slóð. Hann var hrífandi og
skemmtilegur og örlátur á tíma
sinn, svo okkur þótti jafnvel nóg
um, en svo skyndilega var hann
horfinn að sinna öðrum verkefnum,
öðru fólki. Og þannig var það ævin-
lega þau 21 ár sem liðin eru. Hann
birtist skyndilega með geysilegum
krafti, fullur af örlæti og hjálpsemi.
Ekkert var of mikið þegar hann
gerði vinum sínum greiða. Það
skipti ekki máli hvort það var að
flísaleggja eitt baðherbergi eða
múra einn bílskúr, jafnvel að gefa
heilan bíl. Allt var þetta sjálfsagt.
Hann kallaði það að draga okkur að
landi. En hann staldraði yfírleitt
stutt við, var horfinn út í buskann
fyrr en varði. Hann þurfti að skipta
um og komast á aðrar slóðir, í aðra
vinahópa, eins og hann þyrfti hvíld.
En vináttuböndin slitnuðu aldrei og
við gátum treyst því að hann birtist
aftur fullur af lífsþrótti og nýjum
hugmyndum. Það var alltaf eitt-
hvað nýtt að gerast. Hann vann
mikið en afraksturinn ílentist ekki í
hans eigin vasa. Til þess var örlætið
of mikið og víst er að margan greið-
ann á hann óendurgoldinn.
Alfreð, eða Alli Jörg eins og við
kölluðum hann, var glæsimenni, vel
vaxinn, sterkur og fimur. Hann var
afburða afkastamaður til vinnu,
hvort sem hann var til sjós eða
vann við iðn sína, múrverkið og
járningarnar. Allt lék í höndunum á
honum og geysilegur vinnuhraðinn
bitnaði ekki á vandvirkninni. Hann
var sérlega hlátuiTnildur og sló um
sig með hæfilegu kæruleysi. Allt
þetta gerði hann eftirsóttan af
kvenfólki. Hann átti margar vin-
konur um dagana en samböndin
stóðu yfirleitt stutt. Og þannig var
allt hans líf. Hann átti í stöðugri
innri baráttu sem gerði það að
verkum að hann gat ekki numið
staðar. Hann hafði sterka löngun til
að þroskast og ná tökum á eigin lífi
og honum varð ágengt.
Það var síðastliðið sumar og
haust að við fundum að eitthvað
nýtt var að gerast í lífi hans. Hann
var rólegur og yfirvegaður en lét
ekkert uppi af fyrra bragði. Við
fi'éttum það svo á skotspónum að
hann væri búinn að kynnast konu
og það var greinilegt að það var
eitthvað meira og djúpstæðara en
áður. Það var eins og hann væri
lentur. Hann var nú ekkert að flýta
sér og ræddi um áform sín af var-
færni. Þeim mun sorglegri var því
fregnin um hið hræðilega bílslys og
að vinur okkar hefði verið kvaddur
á brott. Spurningar leita á hugann:
Af hverju nú? Við æskjum ekki
svara og vitum að fleiri spyrja þess
sama.
Við vottum foreldrum hans, Bent
og Guðrúnu, unnustu hans Freyju
Hilmarsdóttur og syninum Agnari
Bjarna okkar dýpstu samúð.
Einnig systkinum og öllum þeim
sem kynntust þessum sprettharða
og lífsglaða strák á hans allt of
stuttu ævi.
Ragnar Borgþór Ragnarsson
og Jens Einarsson.
Okkur hjónum brá mjög er við
fréttum að Alfreð vinur okkar hefði
látist í hörmulegu bílslysi.
Við vorum búin að heyra fréttina,
svona fréttir gera mann ergilegan,
en þgar það er gamall vinur, sem
maður er búinn að þekkja síðan
hann var innan við fermingu, skóla-
bróðir og félagi sonar okkar, þá er
eins og eðli atburðarins breytist og
yfir mann kemur söknuður, tregi.
Ósjálfrátt hugsar maður til baka.
Háaleitshverfið var að byggjast,
það var alls staðar nóg efni til að
byggja kofa og kastala, svo var
Vökuportið heill ævintýraheimur
fyrir drengina.
Um fermingu fengu þeir hest og
eftir það voru þeir öllum stundum í
hesthúsinu.
Á sumrin voru þeir „vinnumenn"
hvor á sínum bænum austur í Flóa.
Hestana höfðu þeir með sér svo
þeir gætu haldið þeim í þjálfun, far-
ið í útreiðartúr og á kappreiðarnar
á Murneyrum. Eftir skyldunám
fóru drengirnir hvor í sína áttina,
en voru alla tíð góðir vinir.
Alli fór í Bændaskólann á Hólum
í Hjaltadal og lauk þaðan búfræði-
prófi, síðan fór hann til Danmerkur
og lærði þar jámingar en það dugði
ekki og lærði hann líka múrverk.
Ég hef alllengi verið með hesta
og frá því Alli kom frá Danmörku
hefur hann oftast járnað fyrir mig
og verið góður ráðgjafi um það er
lýtur að hestum. Hann hefur .jafn-
vel kastað frá sér múrskeiðinni og
komið til að liðsinna mér þegar ég
þurfti á að halda.
Alltaf annað slagið kom upp
millibilsástand hjá Alla, hafði hann
þá samband við mig og fékk pláss
túr og túr bæði á Bjarna Ben. og
ALFREÐ BJARNI
JÖRGENSEN
síðar á Otto N. Það var sama hvað
Alli gerði, hann var hörkuduglegur
og bráðlaginn. Hans var alltaf
saknað þegar hann fór í land, í
hestamennsku og múrverk.
Við kveðjum þig, vinur, og vott-
um aðstandendum þínum okkar
dýpstu samúð.
Halldór Pétursson og
Ólöf Sigurðardóttir.
Lífið er óréttlátt, það er ekki til
nein sanngirni voru hugsanir sem
komu upp er ég frétti af hörmulegu
dauðsfalli æskufélaga míns og vin-
ar, Alfreðs Bjarna Jörgensens.
Þetta gat ekki verið satt, hlaut að
vera slæmur draumur. En stað-
reyndin blasir við, Alfreð er allur.
Honum hlýtui' að hafa verið ætlað
annað hlutverk í lífinu.
Leiðir okkar Alla lágu saman í
barnaskóla. Það sem tengdi okkur
var sameiginlegur áhugi á hestum.
Af þeim gi'unni óx vinátta okkar.
Við áttum okkur draum um að
eignast eigin hesta. Hann rættist
eftir fermingu, AIli keypti Grana og
ég Hvell. Þvflík hamingja. Við
gengum í Fák, fannst við orðnir
menn með mönnum. Eftir þetta leið
varla sá dagur að við færum ekki
upp í hesthús, riðurn út, kemdum
hestunum og nutum vináttu okkar.
í þá daga var margt brallað,
fyrstu kærusturnar, mótorhjólin,
smá vesen, sorgir, ósætti en alltaf
sátt og vinátta að lokum. Mikið var
gaman að vera tfl. Á þessum áram
var ég heimagangur á heimili for-
eldra Alla, þeirra Guðrúnar og
Bents. Umhyggja þeirra og örlæti
rfldr sterkt í minningunni. Alli var
náttúruunnandi og hæfileiki hans til
að ná sambandi við hesta var mikill,
hann var hestamaður af guðs náð.
Um vorið sem við urðum 15 ára
og skólanum að ljúka fórum við að
huga að sumarvinnu. Ég var helst á
því að fara aftur að vinna hjá Haf-
skip eins og sumarið áður. Einn
daginn þegar ég heimsótti Alla var
þar staddur Stefán Jasonarson,
bóndi í Vorsabæ í Flóa. Um kvöldið
sagði ég foreldrum mínum að ég
væri búinn að ráða mig sem kaupa-
maðnn í sveit í Vorsabæ og Alli yrði
á næsta bæ, Vorsabæjarhóli. Þarna
sáum við tækifæri til að hafa hest-
ana hjá okkur alla daga. Sumrin
okkar tvö sem kaupamenn í Flóan-
um styrktu vináttu okkar enn frek-
ar. Utreiðar á kvöldin, umræður
um hvað við ætluðum okkur í fram-
tíðinni, minkaveiðar, að ógleymdum
hestamannamótunum.
Þessi tími æviskeiðsins leið allt of
hratt. Við tók alvara lífsins. Hugur
Alla hafði alltaf stefnt til þess að
verða búfræðingur og lauk hann
þvi námi frá Bændanskólanum á
Hólum.
Bestu mannkostir Alla lýstu sér
meðal annars í hversu auðveldlega
börn hændust að honum. Hann var
einstaklega barngóður. Já, Hildur
mín, hann Alli leynivinur er dáinn,
en svo kallaði næstelsta dóttir mín
Alla.
Alltaf var stutt í grínið hjá Alla,
stundum meira að segja of stutt.
Hann hafði unun af því að fá fólk til
að hlæja, gera grín og hafa gaman.
Alli var listamaður í sínu fagi og
handlaginn svo af bar. Hjálpsemi
hans og greiðvikni var mikil og ekki
rukkað fyrir verkið eftir taxta. „Við
jöfnum þetta síðar“ var viðkvæðið
þegar minnst var á borgun. Þannig
var og með fleiri viðskipti hans, því
Alli var aldrei sérstakur efnis-
hyggjumaður.
Það er erfitt að sætta sig við að
Alli hafi verið kallaður burt í blóma
lífsins. En nú þurfum við að læra að
lifa með því, þótt það verði erfitt.
Kæru Freyja, Guðrún, Bent, Að-
alheiður, Agnar, Sigrún, Per og
aðrii' aðstandendur, ég votta ykkur
dýpstu samúð í sorg ykkar. Minn-
ing um góðan dreng mun lifa.
Pálmar Halldórsson.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur“ er hugtak sem er
öllum vel kunnugt en þegar allt
leikur í lyndi eru orð setningarinn-
ar sem holir staflr. Við fráfall vinar