Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 20.11.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Orkunefnd Húsavíkur og hreppsnefndir í Aðaldal og Reykjadal Samvinna um orku- vinnslu rædd Húsavík - Umræður, að frumkvæði Orkuveitu Húsavíkur og hrepps- nefndanna í Aðaldal og Reykjadal um rannsóknir og orkuvinnslu á hitasvæði Þeistareykja, hafa átt sér stað. Síðar komu Akureyringar að málinu og er nú fyrirhugað að stofna hlutafélag um málið og í því sambandi var eftirfarandi tillaga samþykkt á fundi bæjarstjómar Húsavíkur. „Bæjarstjórn Húsavíkur fyrir hönd Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að taka þátt í stofnun einkahlutafélags um rannsóknir og orkuvinnslu á Þeistareykjum sam- kvæmt framlögðum gögnum um málið. Eignarhluti OH í félaginu verði 2.800.000 kr. eða 40% Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að sitja stofnfund félagsins og undirrita nauðsynleg skjöl vegna stofnunar þess.“ Á sama fundi samþykkti bæjar- stjórnin að álagningarstigi og inn- heimtuprósenta útsvara á árinu 1999 verði 12,04% og mun það vera það hæsta sem leyfílegt er sam- kvæmt lögum. --------------- Nýr prófastur í Vestur-Skafta- fellssýslu Fagradal - Séra Haraldur M. Kristjánsson, sóknarprestur í Vík í Mýrdal, var um síðustu helgi settur inn í embætti prófasts í Vestur-Skaftafells- sýslu en hann tók við embættinu af sr. Siguijóni Einarssyni sem lét af störfum fyrir aldurs sakir. Biskup íslands, hr. Karl Sig- urbjörnsson, setti Harald inn í embættið og flutti predikun við hátíðarguðsþjónustu í Víkur- kirkju. Börn úr tónskóianum spiluðu á hljóðfæri og kór Vík- urkirkju söng. Eftir messu buðu sóknarnefndir prófastsdæmis- ins til kaffidrykkju í Leikskál- um. Ný svæðisþjónustu- stöð Landssímans á Sauðárkróki Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STJÓRN Rauða kross deildarinnar í Stykkishólmi afhendir hjarta- og kransæðasjúklingum í Stykkishólmi að gjöf áhöld til notkunar við æf- ingar hópsins í íþróttahúsinu. Rauði krossinn styrk- ir hjartasjúklinga Stykkishólmi - í Stykkishólmi hafa þeii' sem haldnir eru hjarta- og kransæðasjúkdómum ákveðið að standa fyinr æfingum í íþrótta- miðstöðinni tvisvar í viku. Þeir vita að endurhæfing og líkamsrækt er mikilvægur þáttur í að halda góðri heilsu og eins til að forðast frekari áfóll. Því var farið af stað með æfing- amar og hafa 23 einstaklingar látið skrá sig. Þeir njóta leiðsagnar sjúkraþjálfara sem starfa við St. Fransiskuspítalann í Stykkishólmi. Æfingarnar eru einstaklingsbundn- ar og miðast við ástand hvers og eins og eiga að auka þrek þeiiTa. Nú á dögunum afhenti Stykkis- hólmsdeild Rauða krossins hjarta- sjúklingum áhöld til að nota við æf- ingarnar. Um var að ræða yfir- breiðslur og mjúka púða til að nota við slökun að loknum æfingum og einnig göngutæki. Áður hafði hópur- inn fengið tvö þrekhjól að gjöf. Leikið í frímínútum Sauðárkróki - Nýlega opnaði Lands- sími íslands verslun og þjónustustöð að Borgarmýii 1 á Sauðárkróki. í kjölfar þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Pósts og síma um síðustu áramót hefur nú rekstur þessara tveggja fyrirtækja á Sauðár- króki að fullu verið aðskilinn og með opnun hinnai- nýju svæðisþjónustu- stöðvar tekur Landssíminn við öllum þeim verkefnum sem Islandspóstur hefur sinnt fyrir símann frá því að fyiirtældnu var stópt. Reynir Kárason, sem áður var stöðvarstjóri Pósts og síma á Sauðárkróki, veitir forstöðu hinu nýja fyrirtætó og sagði hann að gert væri ráð fyrir að stöðin á Sauðár- króki væri miðstöð fyrir Norðvestur- land og þjónaði því öllu. Þetta nýja húsnæði sagði Reynir, sem er í langtímaleigu, er rúmlega 300 ftn, en þar af eru Sölu- og markaðsdeildin í um það bil helmingi þess en hinn hlutinn sem tetónn verður í notkun síðar í vetur mun hýsa alla þjónustudeildina. Fjölmargir gestir lögðu leið sína að Borgarmýri 1 þegai- þjónustu- stöðin var opnuð og skoðuðu húsa- kynnin og þær nýjungai- í fjarstópta- tækjum sem Landssíminn hefur að bjóða. Þj dnustusammngur við Lund á Hellu INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðheixa og Drífa Hjartar- dóttir, formaður stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Lundar á Hellu, hafa undirritað þjónustusamn- ing vegna starfsemi stofnunarinnai-. Samingurinn felur í sér að heil- brigðisráðuneytið kaupir fyrir hönd ríkissjóðs þjónustu af stofn- uninni en hún selur 22 hjúkrun- arrými og tvö dagvistunarrými og eru ákvæði í samningnum um að nýting rýma verði ekki minni en 98 af hundraði á ári hverju. Að auki leggur stofnunin til átta dval- arrými sem lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins greið- ir fyrir. Skilgreindar eru í samningnum kröfur heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis vegna aðbúnað- ar og þjónustu við vistmenn, mark- mið með því að veita þjónustuna, um hjúkrunarþátt þjónustunnar og eftirlit með framkvæmd samnings- ins. Ríkissjóður greiðir Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu sextíu og sex milljónir og tvö hund- ruð þúsund krónur árlega fyrir þjónustuna sem vistmönnum er veitt á stofnuninni. Þjónustusamningur þessi er gerður á grundvelli 30. gr. laga nr. 88/1997 um fjárreiður rítósins. Morgunblaðið/Nanna Sjöfn Pétursdóttir BÖRNIN í grunnskólanum á Bfldudal bregða á leik í frímínút- um og virðast nokkuð leikin í snú snú. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BISKUP íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, setur sr. Harald M. Krist- jánsson í embætti prófasts í Vestur-Skaftafellssýslu. Nýr björgrm- arbátur Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson MYNDIR af björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni þegar hann kom fyrst til heimahafnar kl. 19.30 17. nóv. Grindavík - NÝR björgunarbátur er kominn til Grindavíkur. Oddur V. Gíslason hét gamli björgunarbátur- inn sem björgunarsveitin Þorbjörn átti en vígsla nýja bátsins fer fram á sunnudag. „Þetta er þriðji breski báturinn sem er hér í Grindavík," sagði Sig- urður Óli Hilmarsson, foi-maður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. „Það er búið að ganga á ýmsu á leiðinni til Grindavíkur. Eins og við er að búast á þessum árstíma er allra veðra von, það má því segja að áhöfnin hafi fengið sína fyrstu æf- ingu á leiðinni hingað frá Aberdeen í Skotlandi. Báturinn þjónaði RNLI, sem er björgunarfélag í Bretlandi. Báturinn fær fyrstu ein- kunn hjá bátsverjum og stóðst eins og vonir stóðu til í alls konar veðr- um. Það voru t.d. níu vindstig á leiðinni frá Höfn í Hornafirði til Vestmannaeyja. Þetta er mjög öfl- ugur bátur, 17 metra langur, 5 metra breiður og með tvær 460 hestafla Caterpillar-vélar. Báturinn sem gefinn er upp á 17 mílna gang- hraða náði 21 mílu hraða á lensi til Eyja. Hann er framleiddur 1976 og er kærkomin viðbót við annan björgunarbúnað sveitarinnar, sem nú er nýflutt í glæsilegt nýtt húsnæði." Um félagseininguna hafði Sigurð- ur Óli þetta að segja: „í sveitinni eru 64 skráðir félagar. Við rekum öflugt unglingastarf sem hófst 1992 og erum að æfa upp fólkið sem taka mun við og þá sem hæfari einstak- lingar. Ég vil nota tækifærið til að óska Grindvíkingum til hamingju með nýja bátinn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.