Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tekjur af virðisaukaskatti vegna innlendrar starfsemi hafa lækkað Viðamikil úttekt gerð á virðisaukaskatti Virðisaukaskattur af innlendri starfsemi hefur lækkað síðustu ár ÁKVEÐIÐ hefur verið að hrinda af stað viðamikilli athugun á flest- um þáttum virðisaukaskattsins. M.a. er ætlunin að gera úttekt á upplýsinga- og vinnslukerfum virðisaukaskattskerfísins, skoða eftirlit með tekjuskráningu, svartri atvinnustarfsemi, ólöglegri innsköttun og hvemig tekjur af virðisaukaskatti hafa þróast í sam- anburði við aðrar hagstærðir. Jafnframt er ætlunin að meta hvort æskilegt sé að breyta lögum og meta mannaflaþörf við fram- kvæmd og eftirlit. Þessar upplýsingar koma fram í svari fjármálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Jóhönnu Sigurð- ardóttur alþingismanni. I svarinu kemur fram að heildartekjur ríkis- sjóðs af virðisaukaskatti breyttust lítið á áranum 1992-1995, vora um 45 milljarðar. Á síðustu tveimur ár- um hafa tekjurnar aukist, en þær vora á síðasta ári 55,5 milljarðar. Þegar virðisaukaskattskerfinu var komið á fót árið 1990 kom 48,4% skattsins af innlendri starf- semi. Þetta hlutfall hefur lækkað síðan og var á síðasta ári 39,3%. Frá 1994-1996 lækkuðu tekjur rík- issjóðs af virðisaukaskatti vegna innlendrar starfsemi um rúma 4 milljarða, eða úr 22,6 milljörðum í 18,5 mihjarða. I fyrra vora tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti vegna innlendrar starfsemi 21,8 milljarð- ar, en tekjurnar vora 23,8 milljarð- ar árið 1993. í svari fjármálaráðherra kemur fram að virðisaukaskattur við inn- flutning koma að veralegu leyti fram sem innskattur á virðisauka- skattsskýrslum og dragi þar með úr skilum á virðisaukaskatti innan lands. Þetta skýri að hluta til að hlutfall tekna af innlendri starf- semi hafi lækkað á síðustu áram. Skattsvik hafa ekki minnkað Bent er á að á árunum 1992 og 1993 hafi innflutningur verið lægri en árið á undan og þá hafi hlutfall innlendra skila hækkað. Frá 1994 hafi innflutningur aftur vaxið ár frá ári og við það hafi hlutfall tekna af innlendri starfsemi lækkað. I svarinu er minnt á að árið 1994 var tekið upp lægra þrep fyrir virð- isaukaskatt á matvæli. Þetta skekki tölulegan samanburð milli ára. Þróun útflutnings hafi enn- fremur áhrif á skil á virðisauka- skatti. Aukinn innflutningur sem fari til framleiðslu á útflutningsaf- urðum leiði til lækkandi hlutfalls innlendrar álagningar. Sama eigi við um aukinn innflutning til fjár- festinga og birgðasöfnunar. I fyrirspurn Jóhönnu er spurt hvort ástæða sé til að ætla að virð- isaukaskattssvik hafi aukist. I svari fjármálaráðherra segir að engar tölulegar upplýsingar um skattsvik milli ára liggi fyrir, en ekki sé ástæða til að ætla að skattsvik hafi minnkað. Lóð yfir Kópa- vogsgjá auglýst KÓPAVOGSBÆR hefur auglýst úthlutun verslunar- og þjón- ustulóðar við Hamraborg 8 lausa til úthlutunar, en lóðin sem um ræðir er við og yfir Kópavogsgjá sunnan brúarinnar yfir gjána. Á lóðinni má byggja tveggja hæða byggingu um 1.000 fermetra að grunnfleti með aðkomu frá Hamraborg. Verslunarkeðjan 10-11 sótti um umrædda lóð siðastliðið sumar og var nýtt deiliskipulag af svæðinu samþykkt í kjölfarið, en á eldra skipulagi var m.a. gert ráð fyrir hóteli á lóðinni. Að sögn Birgis Sigurðssonar, skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, hefur Kópavogsbæ alla tíð verið umhugað um að byggt verði yfir gjána og það hefur verið mark- mið í fjölda ára. Þess vegna hefði umsókn um Ióðina verið vel tekið, en venjan væri sú að auglýsa lóðir sem eru til hjá bænum þannig að öllum sem áhuga hafa á gefist kostur á að sækja um. „Þetta er má segja bara brú sem tengir saman vestur- og austurbakkann alveg við norð- urbrúna. Það verða bilastæði næst brúnni og sfðan kæmi byggingin þar fyrir sunnan. Megingönguleið yrði meðfram brúnni og síðan sunnan við hús- ið. Samanlagður gólfflötur húss- ins verður 2.000 fermetrar þannig að þetta er allnokkur bygging," sagði Birgir. Miðbær Kópiilgsr rr7 Samþykkt deiliskipulag ~ ' ýr t HAMRABORG Listasafn Kópavogs Upplýsingar um nettengingar Afhentar að gengn- um dóms- úrskurði LANDSSÍMINN hefur ákveðið að afhenda Ríkislög- reglustjóra upplýsingar, sem embættið hefur beðið um, varðandi tengitíma tiltekins notanda á Netinu, ef fyrir liggur dómsúrskurður þess efnis. Olafur Þ. Stephensen, tals- maður Landssímans, segir að fyrirtækinu hafi nýlega borist beiðni frá Ríkislögreglustjóra um upplýsingar um tengitíma tiltekins notanda vegna rann- sókna á nýlegu innbroti í tölvukerfi. Vegna reikningsgerðar sinnar ski’áir Landssíminn þann tíma, sem notandi er tengdur Netinu, en ekki er haldið saman upplýsingum um hvaða heimasíður era heimsóttar. Eins og um venjuleg fjarskipti væri að ræða Beiðnin hafi verið skoðuð innan fyrirtækisins með hlið- sjón af nýlegum dómi Hæsta- réttar þar sem lögreglu var heimilaður aðgangur að gögn- um um viðskiptavini netþjón- ustuíýrirtækis. Niðurstaðan sé sú að fyrirtækið telji að það megi draga þá ályktun af dómi Hæstaréttar að með að- gang að upplýsingum um nettengingar eigi að fara eins og um venjuleg fjarskipti væri að ræða. „Við höfum talið að það eigi að fylgja sömu verklagsregl- um og hafa gilt um slíka upp- lýsingagjöf til opinberra rann- sóknaraðila. Þar af leiðandi munum við veita Ríkislög- reglustjóra aðgang að þeim upplýsingum, sem við höfum, en ekki nema samkvæmt sér- stökum dómsúrskurði eða skriflegri heimild eiginlegs notanda eða rétthafa tölvunn- ar, sem kom við sögu,“ sagði Ólafur. Hann sagðist gera í'áð fyrir að úrskurður héraðsdómara yrði látinn nægja en þetta væri sama regla og stuðst hefði verið við í þeim fáu mál- um, sem upp hafa komið, þar sem óskað hefur verið eftir heimild til símhlerunar. 7 mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot 33 ÁRA gamall karlmaður var dæmdur í 7 mánaða skilorðs- bundið fangelsi í gær fyrir kynferðisbrot gegn fjögurra ára gömlu stúlkubarni. Atvik- ið átti sér stað á heimili föður stúlkunnar í aprfl síðastliðn- um. Þetta mun vera fyrsta brot ákærða af þessum toga, en hann hefur tvisvar gerst sekur um brot gegn almenn- um hegningarlögum. Ákærða var einnig gert að greiða baminu 100 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað. Finnbogi Alex- andersson héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness kvað upp dóminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.