Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 39 LISTIR A Traust og góð þjónusta BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010 RUNIR OG LJOÐ BÆKUR Ljöð VERTU eftir Eyvind P. Eiríksson. Andblær. 1998 - 64 bls. EITT megineinkenni fræði- mennsku og ekki sist bókmennta- fræða er flokkun ýmiss konar. Menn reyna að sjá meginlínur í bók- menntasögu og gefa þeim heiti. Vill þá oft brenna við að umræðan snúist um þá höfunda sem yrkja sam- kvæmt meginlín- Eyvindur P. um en aðrir falla Eiríksson í skuggann. Við þessu er sjálf- sagt ekkert að segja. Þetta er enn eitt óréttlætið í heiminum. Það er reyndar svo að bókmenntaumræðan hlýtur ávallt að mótast af áhuga þeirra sem um fjalla og er sá er þetta ritar ekki undan skilinn. Eitt þeirra skálda sem athygli manna hefur lengi vel lítt bemst að er Eyvindur P. Eiríksson. I fyrra hlaut hann þó bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir skrif sín og margt það sem hann skrifar er vert umfjöllunar. Skýringin kann að vera sú að Eyvindur fer sínar eigin leiðir og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt einhverjir módernismar með pósti fyrir framan ráði för. Kannski er hann mestur póstmódernista fyrir það. Nýútkomin bók hans Vertu er dálítið í þessum sérlundaða anda. Kvæði Eyvindar eru mörg óm- stríð og sækja mjög til fornkvæða. Andi Hávamála og Völuspár svífur yfir vötnum. Eitt kvæðið er meira segja stafsett með samræmdri staf- setningu fornri. Annað kvæði langt og mikið er tilbrigði við vísuorð úr Völuspá og rúnastafróf. Frekar túlkar þetta kvæði myrka heimssýn líkt og ragnarök séu í nánd. fjalla raunar um tungumálið ef vel er að gáð. Það er raunar best að hafa sem fæst orð um þann hátt eins og skáldið sem segir í kvæðinu Var: „Var ég andvökull. / Bar ég orð sam- an / í málköst / - sló eld. // Fátt er að segja frekar.“ Eyvindur hefur þýtt nokkur ljóð frá Palestínu sem hann nefnir Filist- ínu. Þetta eru kvæði sem túlka vanda Palestínumanna og ekki síst landleysi þeiri'a og er fengur að þeim. Þótt kvæði Eyvindar séu á vissan hátt ómstríð og ljóðmálið stundum fornyrðasamt leiftra þó margar lag- legar myndir innan um og mörg kvæðin eru ágætlega ort. Skafti Þ. Halldórsson Ask vissi ég standa, háan baðm ausinn hvíta auri, er klúkir nú kaltré, sýru seyrður. og Skelfur Yggdrasill askur standandi. Ymur hið aldna tré. Og fellur stynjandi í storminum. Eyvindi er vináttan hugleikin líkt og höfundi Hávamála, sömuleiðis ýmsar tálbeitur og vandræðagripir nútímans svo sem auglýsingar, bílar og rafmagnssnúrur. Eg hygg að flokka mætti sumt af því sem Ey- vindur yrkir sem raunsæi. Eitt af betri Ijóðum hans í þessari bók fjall- ar raunar um hið pólitíska ljóð. Það nefnist Tuldurstak: HÓ! segja þeir - Pólitíska ljóðið er loksins dautt! Við andans untermensjen bergmálum snjallt - Er orðið Endanlegri lausn að bráð! En meðan - við tuldrum einskis vísir í eigin barm síbyljusöknuð tómu tunnunnar stendur fyglið álengdar og glottir hefst áreynslulaust til flugs á ný þegar tuldrið dagar uppi. Oft leikur Eyvindur sér að margræðni orða. Mörg ljóða hans Eigum nokkra bíla til afgreiðslu strax! Verðlaun fyrir verstu kynlífslýsinguna London. Reuters. BRESKI nietsöluhöfundurinn Sebastian Faulks varð í vikunni aðnjótandi þess vafasama heið- urs að hljóta „Lélegu kynlífs- verðlaunin“ sem tímaritið The Literary Review veitir. Verð- launin hlýtur sá sem þykir hafa samið hlægilegustu kynlífslýs- ingu ársins. Dómurum tímaritsins var nokkur vandi á höndum að þessu sinni og áttu þeir erfítt með að gera upp á milli Faulks og kynlífslýsinganna í skýrslu Kenneths Starrs um kynferðis- samband Bills Clintons Banda- ríkjaforseta og Monicu Lewin- sky. Þá þótti Douglas Hurd, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta, eiga góða spretti í spennusögu sem hann sendi frá sér á árinu. Faulks hirti ekki um að veita verðlaununum viðtöku er til- kynnt var um þau. Hann hefur komist á metsölulistann í Bret- landi og hlotið lof gagnrýnenda fyrir bókina „Birdsong", sem gerist í heimsstyrjöldinni fyrri. Hann hlaut verðlaunin hins vegar fyrir nýjustu bók sína, „Charlotte Gray“. Var verð- launasetningin svohljóðandi í lauslegri þýðingu: Á sömu stundu fyllti hljómur lágra en æstra andkafa eyru hennar og nokkur tími leið áður en hún bar kennsl á hljóðin sem sín eigin.“ Brimborg-Þórshamar Tryggvabraiit 5, Akureyri sími 462 2700 Bíley Búðareyri 33, Reyðarfirði sími 474 1453 Bilasala Kcflavíkur Hafnargötu 90, Keflavík sími 421 4444 Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum simi 481 3141 Ford Transit Van # Þarft þu a i nýju atuinnútæki fyrir áramót? Ford Transit er fyrirtaks vinnustaður - öruggur, þægilegur og hagkvæmur. Lengdin, breiddin og burðargetan tala þar sínu máli, til dæmis þegar flytja þarf varning á brettum. Margir kostir í útfærslu og fjármögnun, þar á meðal rekstrarleiga. Komdu og reynsluaktu og nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn. Verð frá 1.348.000 kr. án vsk. Ford Transit grindarbíll 3-6 manna Verð frá 1.604.819 kr. án vsk. Ford Transit pallbíll 3-6 manna Verð frá 1.644.980 kr. án vsk. Bctri bílasalan Hrfsmýri 2a, Selfossi sími 482 3100 Mikið úrva af fallegum rútnfatnað f^EinHD n _ Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sím i 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.