Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 Skátahreyfíngin lítur til nýrrar aldar Margrét Tryggvi Tómasdóttir Felixson ÁRIÐ 2007 verða 100 ár frá því að Baden Powell fór með tuttugu drengi í fyrstu skátaútileguna. Fljótlega eftir þessa útilegu breidd- ist skátastarf út um allan heim og á íslandi hófst skátastarf árið 1912. í september sl. þinguðu fulltrúar ís- lenskra skáta og mörkuðu stefnu fyrir starf skátahreyfingarinnar á nýrri öld. Ung hreyfing á gömlum merg Þótt skátahreyfingin eigi sér nú orðið langa sögu hér á landi er end- urnýjun í hreyfingunni mikil. Meðalaldur þingfulltrúa á Skáta- þingi 1998 var um 25 ár. í flestum skátafélögum landsins, en þau eru tæplega fjöi-utíu að tölu, bera for- ingjar á aldrinum 18 til 25 ára hit- ann og þungann af starfinu. Skátastarf er leikur, en ekki af- þreying. Hver er munurinn? Jú, í skátastarfi er lögð áhersla á að ein- staklingar spreyti sig á verkefnum sem auka þekkingu þeirra og leiða þá til meiri þorska. Skátastarfið leitast við að efla það sem kallast má lífsleikni - að takast á við lífið og hið óvænta sem allir mæta. Kjörorð skáta er „vertu viðbúinn" og viðfangsefni skátastarfsins eiga að stuðla að því að gera skáta við- búna til að takast á við það sem að höndum ber. Svona hefur það verið frá upphafi og þannig vill skáta- hreyfingin halda áfram að starfa. En samfélagið breytist og nauð- synlegt er að taka á nýjum við- fangsefnum. Því ákvað skátahreyf- ingin að marka skýrari stefnu í nokkrum málaflokkum sem hafa Skátastarfið leitast við að efla það sem kallast má lífsleikni, segja Margrét Tómasdóttir og Tryggvi Felixson, að takast á við lífíð og hið óvænta sem allir mæta. lengi verið henni hugleiknir og eru vaxandi viðfangsefni í íslensku samfélagi. Skátastarf er forvamastarf Rannsóknir benda til þess að skátahreyfingin gegni mikilvægu hlutverki í fíkni- og vímuefnavörnum. Börnum og ungmenn- um sem eru virk í skátastarfi reiðir bet- ur af og neyta síður vímuefna. I ljósi vax- andi vímuefnavanda í samfélaginu hefur skátahreyfingin mark- að sér skýrari stefnu í þessum málum sem hafa ber að leiðarljósi í skátastarfi. Neysla fíkni- og vímuefna, þar með talið tó- baksneysla, er bönnuð í skátaheimilum, skátaskálum, á skáta- mótssvæðum og í öllu skátastarfi með börnum. Á milli 300 og 400 ungmenni sækja foringja- námskeið hreyfingarinnar á hverju ári og þar verður fræðsla í fíkni- og vímuvörnum aukin. Vaxandi vitund um gildi náttúrunnar Skátahreyfingin hefur frá upp- hafi lagt rækt við að efla skilning á náttúrunni og mikilvægi þess að umgangast hana þannig að það valdi sem minnstu raski á dýralífi og gróðri. Á skátaþingi var mörkuð skýr stefna í þessum málum. Þar segir m.a. að skátahreyfingin styðji aðgerðir sem stuðla að sjálfbærri þróun og muni beita sér fyrir því að hver skáti öðlist betri þekkingu á náttúrunni og sambýli manna við lífríkið. Skátahreyfingin mælir fyr- ir því að náttúruauðlindir verði ekki nýttar í þeim mæli að þær tæmist, að líffræðileg fjölbreytni sé varðveitt og miðað sé að því að nýta sem best öll verðmæti. I vetur er væntanleg sérstök verkefnabók til að efla kunnáttu og vitund í þessum málum. Næsta sumar er von á um 5.000 skátum á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni og þar verður lögð sérstök áhersla á umhverfis- mál. Borgaralegar skyldur í lögum Bandalags íslenskra skáta segir að markmið skátastarfs sé að þroska börn og ungmenni til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í þjóðfélaginu. Það er skylda skáta að hjálpa öðr- um og skerast í leikinn þegar sam- borgarar eru í neyð. Með vaxandi stórborgarumhverfi er enn meiri þörf en áður á að efla vitund ungs fólks um þessi gildi. Á foringjanám- skeiðum er fyrirhugað að efla fræðslu um borgaralegar skyldur og réttindi og jafnframt á að efla lýðræðisleg vinnubrögð í almennu skátastarfi. Janfréttismál eru skátum hug- leikin og í skátastarf er tekið fullt tillit til mismunandi trúarskoðana, litarháttar, kyns og fjölskylduað- stæðna. Virk þátttaka í alþjóða- starfi, lifandi umræðum um jafn- réttismál og fjölþætt verkefni eiga að tryggja að þessi markmið verði höfð að leiðarljós í öllu skátastarfi. Skátastarf á nýrri öld Með markvissri stefnu 1 ýmsum þjóðþrifamálum vill Skátahreyfing- in leggja sitt af mörkum til að und- irbúa íslenska æsku fyrir framtíð á nýiri öld. Gamall grunnur, ný við- horf og viðfangsefni og starfsemi sem stýrt er af ungu fólki fyrir ungt fólk er traust undirstaða sem lengi má byggja á. Höfundar eru aðstodarskátahöfð- ingjar ístjórn Bandalags íslenskra skáta. HAGKAUP 17 verslanir og þjónustuabilar bjóða frábært vöruúrval ti( hátíbarundirbúnings og jólagjafa. Næg bílastæbi. Vib bjóbum (æknavaktina veíkomna í Smáratorg í jólapakkann! Cardinal 85 R Margar gerðir. Verð frá 3.950,- Með stól. Verð frá 2.890,- Margar stærðir. Verð frá 2.490, **ssagké Margar gerðir. Verð frá 1.950,- ahu kc Stöng og hjól. Verð frá 3.290,- AViuifcafriilliuÉr Fjölbreytt úrval af aukahlutum Þetta er aðeins lítið brot af veiðivörum frá Abu Garcia sem fást í öllum helstu sportvöru- verslunum landsins. Mbu Garcia for life
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.