Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 75. Átak - félag þroskaheftra Frá fjölskyldunefnd Átaks: ÁTAK er félag þroskaheftra og berst fyrir réttindum þeirra. Fé- lagið var stofnað 20. september 1993. Um 100 félagsmenn eru í Átaki, fímm manns sitja i stjórn. en þeir eru María Hreiðarsdóttir, Hreinn Hafliðason, John Michael Doak, Þórey Jóhannesdóttir og Jón Líndal. Öllum er velkomið að gerast fé- lagar í Átaki, en aðeins þroska- heftir og fólk með annars konar fötlun getur setið í stjórn félagsins og fengið að kjósa. Átak hefur starfsmann sem heitir Hanna Björg Sigurjónsdóttir, en hún er í leyfi fram í febrúar og leysir Anna Einarsdóttir hana af. Skrifstofa félagsins er hjá Landssamtökun- um Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22. Markmið Átaks eim að fólk sem er þroskaheft: • fái vinnu á almennum vinnu- markaði, • hafi sama rétt og aðrir í lífeyris- sjóðum, • fái að búa þar sem þeir vilja sjálfir, • fái að ráða með hverjum þeir búa, • fái fleiri bækur og blöð á auð- lesnu máli. Átak heldur almennan félags- fund einu sinni í mánuði. Á hverj- um fundi eru tekin fyrir ýmis mál- efni, til dæmis: „Hvernig er líf þeiira sem eru í hjólastól?“ Átak er einnig með umræðuhópa og nefndir sem takast á við mörg málefni. Nefndin um fjölskyldulíf stendur fyrir þessari gi-ein. Við höfum rætt ýmis málefni í gegnum árin, meðal annars um kynferðislegt ofbeldi. Við höfum horft á myndbandsspólu sem heitir Nei þýðir nei. Okkur finnst mikilvægt að gera grein fyr- ir því hvað er gott kynlíf, bæði lík- amlegt og andlegt. I kynlífinu eni sterkar tilfinningar þar sem báðir aðilarnir gefa og þiggja. Að okkar mati er kynlíf gleði, blíða, snerting, tjáning og náin samskipti. Allir eiga rétt á að segja nei við kynlífi. Ef manneskja er neydd til kynlífs þá er það kynferð- islegt ofbeldi. Nauðgun er ein teg- und kynferðislegs ofbeldis sem við lærðum nánar um. Að verða fyrir nauðgun getur valdið áfalli sem erfítt er að jafna sig á. Þeir sem verða fyrir nauðgun geta leitað á neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkui' eða til Stígamóta, sem eru samtök kvenna gegn kynferð- islegu ofbeldi. Okkur finnst gott að geta talað um kynlíf og kynferðis- legt ofbeldi og við lærum mikið af því. Það hefur veitt okkur öi-yggi að vita hvert við getum leitað ef við verðum fyrir kynferðislegu ofbeldi. Við höfum einnig rætt um barn- eignir fatlaðra, en þá helst um barneignir þeirra sem eru seinfær- ir. í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra stendur: 9. regla. Fjölskyldulíf og mann- leg reisn. Aðildarríkin skyldu stuðla að því að fbtluðum sé kleift að taka virkan þátt í fjölskyldulífi. Þau skyldu ^ryggja réttindi fatlaðra til mann- legrar reisnar og tryggja að fötluð- um sé ekki mismunað með lögum hvað varðar kynferðissambönd, hjónaband og barneignir. 1. Gera skal fötluðum kleift að búa hjá fjölskyldum sínum. Aðild- arríkin skyldu stuðla að því að at- riði sem varða fótlun og áhrif henn- ar á fjölskyldulíf séu hluti af fjöl- skylduráðgjöf. Afleysinga- og stoð- þjónusta skyldi veitt fjölskyldum fatlaðra. Aðildarríkin skyldu ryðja öllum óþörfum hindrunum úr vegi fyrir þá sem óska eftir að taka fatl- að barn í fóstur eða ættleiða það. 2. Ekki má neita fötluðum um tækifæri til að njóta kynlífs, hafa kynmök og verða foreldrar. Þar eð fatlaðir kunna að eiga erfitt með að giftast og stofna fjölskyldu ættu aðildarríkin að stuðla að því að við- eigandi ráðgjöf sé fyrir hendi. Fötluðum skyldi veittur sams kon- ar aðgangur að fjölskylduáætlun- um og öðrum, svo og upplýsingum varðandi kynlíf í aðgengilegu formi. 3. Aðildan-íkin skyldu stuðla að ráðstöfunum í því skyni að breyta neikvæðri afstöðu gagnvart gift- ingum, kynlífi og barneignum fatl- aðra, sem enn ei'u við lýði í samfé- laginu, einkum hvað varðar stúlkur og konur sem búa við fötlun. Hvetja skyldi fjölmiðla til að taka virkan þátt í að eyða slíkum for- dómum. 4. Nauðsynlegt er að fatlaðir og fjölskyldur þeirra fái sem fyllstar upplýsingar um ráðstafanir gegn kynferðislegu og annars konar of- beldi. Fatlaðir eru í sérstakri hættu hvað snertir ofbeldi innan fjölskyldu sinnar, samfélagsins og stofnana og þarfnast því fræðslu hvernig verjast beri ofbeldi, gera sér gi-ein fyrir því þegar það hefur átt sér stað og tilkynna slík atvik. I fleiri áratugi hefur fólk, sem er þroskaheft, mátt þola ófrjósemis- aðgerðir gegn sínum vilja eða jafn- vel án sinnar vitundar. Þar með hefur það mátt þola að líkami þess hefur verið beittur misrétti og tek- in af þeim þau sjálfsögðu mann- réttindi að geta átt böm. I dag er staðan sú að læknum er óheimilt að gera ófrjósemisaðgerðir án vilja eða vitundar fólks. En þrýstingur- inn til þess að fara í slíka aðgerð er enn mikill bæði frá foreldrum, systkinum og samfélaginu öllu. Greindarvísitalan ein og sér segir ekki til um hvort fólk sé hæft til foreldrahlutverks. I erlendum rannsóknum og rit- um eru eftirtaldir hæfileikar taldir mikilvægir í foreldrahlutverkinu: • Að geta gefið og tekið á móti ást og væntumþykju. • Að geta séð um dagleg verk hvað varðar heimili. SÍLÁRIÁ Jólaskór á börnin 3.900 24-39 PTOIgluggiwn REYKJAVfKUnVEGI 50 SfMI 505 4275 Ókeypis lögfræðiaðstoð í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema FJÖLSKYLDUNEFND Átaks. Á myndina vantar Sigurþór Dan og Birgi Örn Björnsson. • Að koma á móti líkamlegum þörfum bamanna. • Að örva barnið í skilningsþroska þess. • Að geta lifað sig inn í þarfir barnanna. Ymsar erlendar rannsóknir sýna líka að þroskaheftum foreldrum með greindarvísitölu yfir 60 geng- ur ekkert verr í foreldrahlutverk- inu en öðmm í svipuðum félagsleg- um aðstæðum. Eins og við sögðum áður segir greindai-vísitalan ekkert um hvort fólk sé hæft til foreldrahlutverks. En góður stuðningur getur skipt sköpum um hvernig til tekst. Allir foreldrar, hvort sem þeir em fatl- aðir eða ekki, þurfa stuðning. Það er þó einstaklingsbundið hvernig sá stuðningur á að vera. Það fer eftir hæfni og getu hvers og eins. Okkur finnst undirstaða góðs stuðnings vera að gagnkvæm virð- ing og tillitssemi ríki milli foreldra og stuðningsaðila. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að þroskaheft- ir foreldrar kunna best að meta stuðning sem er veittur af fólki sem lætur sér annt um þá. Einnig er mikilvægt að aðstoðin sé hagnýt, t.d. leiðbeiningar við að aga bömin, aðstoð við að fylla út eyðublöð og útskýringar á einfóldu máli. I dag em ekki til mörg stuðn- ^ ingsúrræði fyrir seinfæra foreldra. Viðhorf almennings gagnvart sein- fæmm foreldmm einkennist af þekkingarleysi og fordómum. Það virðist eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að fólk, sem er fatl- að, vilji eignast börn eins og aðrir. Til þess að auka skilning fólks á þessum málefnum þarf aukna fræðslu og meiri umræðu í þjóðfé- laginu. Það er mikilvægt að einstakling- ur, sem er seinfær, fái að taka ákvörðun um barneignir sjálfur, en oft em það ættingjar og þá helst*- foreldrar og systkini sem vilja taka þessa ákvörðun fyrir hann. Það er kominn tími til að samfé- lagið viðurkenni rétt fólks, sem er fatlað, til foreldrahlutverks. Leiðin til þess er að auka þekkingu og fræðslu um seinfæra foreldra. Lifið heil! BIRGIR ÖRN BJÖRNSSON BJÖRGVIN KRISTBERGSSON ERLA MAGNÚSDÓTTIR HELGA PÁLÍNA SIGURÐARDÓTTIR LENA CECILIA NYBERG MARÍA HREIÐARSDÓTTIR SIGURÞÓR DAN Skóveisla Við erum tíu ára og í tilefni af því veitum við 15-30% afslátt af flestum vörum verslana okkar í tíu daga BLAY -30% GABOR -15-30% ROOTS -20-30% RALPH BOSTON -20% PONNY -20% GREGOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.