Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stofnandi
KGB endur-
reistur?
Moskvu. Reuters.
MEIRIHLUTI kommúnista í
Dúmunni, neðri deild rússneska
þingsins, samþykkti í gær að taka
til umræðu hvort endurreisa skuli
styttuna af Felix Dzerzhinsky,
stofnanda sovésku öryggislög-
reglunnar. Var henni steypt af
stalli sínum 1991.
Dzerzhinsky, sem kaliaður var
Járn-Felix, stofnaði leynilögreglu
bolsévika, síðar KGB. Var það
meginverkefni hennar að hand-
taka og pynta raunveruiega eða
ímyndaða andstæðinga kommún-
ista og reka fangabúðir þar sem
milljónir manna Iétu Iífið.
Styttan af Dzerzhinsky stóð
fyrir framan aðalstöðvar KGB en
eftir misheppnað valdarán harð-
Reuters
JÁRN-Felix, stofnandi sovésku öryggislögreglunnar, kominn af stalli
sfnum í ágúst 1991. Nú vilja kommúnistar koma honum upp aftur.
línukommúnista 1991 var hún
brotin niður. Fylgdust fjölmiðlar
vel með þeim atburði og þótti
hann táknrænn fyrir endalok Sov-
étríkjanna og alræðisvald komm-
únista í 70 ár.
Járn-Felix gegn „glæpum“
Níkolaj Kharítonov, leiðtogi
bændaflokksins, samstarfsflokks
kommúnista, sagði í Dúmunni í
gær, að endurreisa ætti styttuna
af Dzerzhinsky sem „tákn fyrir
baráttuna gegn glæpum og spill-
ingu“. Var síðan samþykkt með
246 atkvæðum gegn 50 að taka
málið á dagskrá.
I Rússlandi er mikil umræða
um glæpafárið í landinu og eink-
um eftir morðið á hinum frjáls-
lynda þingmanni, Galínu St-
arovojtovu, í síðasta mánuði.
Kommúnistar vilja, að sett verði
neyðarlög en fijálslyndir menn
eru því andvígir og saka komm-
únista um að notfæra sér dauða
eindregins lýðræðissinna til fram-
dráttar andlýðræðislegri stefnu.
Umfang rannsóknarinnar
á máli Bills Clintons aukið
Washington. Reuters.
DÓMSMÁLANEFND fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings samþykkti
í fyrradag að auka umfang rann-
sóknarinnai', sem leitt gæti til
ákæru á hendur Bill Clinton forseta
til embættismissis, og taka fyrir
ásakanir um að hann hafi brotið lög
um fjáröflun stjórnmálaflokka í
kosningabaráttunni árið 1996.
Dómsmálanefndin samþykkti
með 20 atkvæðum gegn 15 að yfir-
heyra Louis Freeh, yfirmann
bandarísku alríkislögreglunnar
FBI, og Charles LaBelIa, fyrrver-
andi saksóknara, og óska eftir því
að fá skriflegar greinargerðir
þeirra þar sem þeir lögðu til að
dómsmálaráðuneytið skipaði óháð-
an lögmann til að rannsaka fjáröfl-
un forsetans. Nefndarmennirnir
greiddu atkvæði eftir flokkslínum.
Nefndin krafðist þess einnig að
Kenneth Starr, er stjórnaði fjög-
urra ára rannsókn á málum Clint-
ons, afhenti henni öll gögn sín um
þátt Johns Huangs í fjáröflun
demókrata. Huang safnaði megn-
inu af þeim vafasömu fjái’framlög-
um, sem demókratar þáðu í kosn-
ingabaráttunni og skiluðu síðar.
Nefndin sögð í
„gíslingn öfgamanna“
Demókratar mótmæltu sam-
þykkt nefndarinnar og lýstu henni
sem örvæntingarfullri tih'aun af
hálfu repúblikana til að blása lífi í
rannsóknina. „Þetta er síðasta
neyðarúrræði hóps manna sem eru
staðráðnir í að svipta forsetann
embættinu," sagði demókratinn og
fulltrúadeildarþingmaðurinn Barn-
ey Frank.
Talsmaður Clintons sagði að
samþykktin sýndi að nefndin væri
„í gíslingu öfgamanna". Demókrat-
ar sögðu að rannsóknin væri ger-
samlega komin úr böndunum og
Dick Gephard, leiðtogi þeirra í full-
trúadeildinni, skoraði á leiðtoga
repúblikana að grípa í taumana.
„Eg óttast að rannsóknin stefni í
glundroða," sagði Gephard og kvað
ástæðuna þá að valdatómarúm
hefði skapast í repúblikanaflokkn-
um á mjög viðkvæmu stigi rann-
sóknarinnar eftir afsögn Newts
Gingrich, forseta fulltrúadeildar-
innar, en eftirmaður hans, Bob Li-
vingston, tekur ekki við embættinu
fyrr en í janúar. „Það virðist enginn
vera við stjórn. Enginn virðist taka
í taumana," sagði Gephard.
Nokki'ir repúblikanar tóku undir
þetta sjónarmið og töldu að hvorki
Gingrich né Livingston vildi taka af
skarið. Bandamaður Livingstons í
þingflokki repúblikana sagði hann
líta svo á að hann tæki ekki við leið-
togahlutverkinu fyrr en í janúar og
vildi því halda að sér höndum í mál-
inu. Bandamaður Gingrich kvaðst
hins vegar telja að það ætti að vera
„fyrsta stórvirki nýja forsetans að
leiða rannsóknina til lykta“.
Dregst rannsóknin
á langinn?
Henry Hyde, formaður dóms-
málanefndarinnar, sagði ekkert
hæft í því að rannsóknin væri komin
úr böndunum og kvaðst standa við
loforð sín um að henni lyki fyrir árs-
lok. Hann sagði að í greinargerðun-
um, sem nefndin óskaði eftir, kynnu
að koma fram vísbendingar um að
Clinton hefði gerst sekur um lög-
brot og nefndinni bæri skylda til að
rannsaka málið til hlítar.
Nokkrir repúblikanar viður-
kenndu þó að rannsóknin gæti
dregist á langinn ef eitthvað nýtt
kæmi fram í gögnunum um fjáröfl-
un demókrata. Atkvæðagreiðslu
fulltrúadeildarinnar um hugsanlega
ákæru á hendur forsetanum til
embættismissis kynni að verða
frestað þar til í janúar eða þar til
nýtt þing kemur saman.
Norma Holloway Johnson um-
dæmisdómari þarf að taka afstöðu
til þess hvort nefndin fái greinar-
gerðirnar í hendur og Hyde kvaðst
viss um að hún féllist á það.
Gert hefur verið ráð fyrir að
dómsmálanefndin gi-eiði atkvæði
um allt að þrjú ákæruatriði í máli
Clintons í lok næstu viku. Talið er
öruggt að nefndin samþykki að
minnsta kosti eitt ákæi-uatriðið,
meinsæri. Þingmenn segja hins
vegar að of snemmt sé að segja til
um hvort öll fulltrúadeildin sam-
þykki að ákæra forsetann fyrir
meinsæri og telja að atkvæða-
greiðsla hennar verði mjög tvísýn.
Lögspekingar og meinsæris-
menn yfirheyrðir
Repúblikanar í dómsmálanefnd-
inni yfirheyrðu í fyrradag nokkra
lögspekinga um afleiðingar mein-
særis og einnig tvær konur, sem
Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins
er stuðningur við mikilvægt forvarnarstarf
HJeittU' $£u*ftiífut - metff
...................."1 11 .....—— •—■■■■■■■■■■ -
hafa verið dæmdar í fangelsi fyrir
að bera ljúgvitni um kynlíf sitt.
„Guði sé lof að ég get nú loksins
viðurkennt sekt mína,“ sagði önnur
kvennanna, Sam Parson, fyrrver-
andi þjálfari kvennaliðs Suður-Kar-
ólínuháskóla í körfuknattleik. Par-
son vær dæmd í fjögurra mánaða
fangelsi árið 1984 fyrir að bera
ljúgvitni þegar hún neitaði því að
hafa sótt bar lesbía. Hún hafði
höfðað mál gegn tímaritinu Sports
Illustrated, sem skýrði frá því að
hún hefði átt í ástarsambandi við
lesbíu í háskólanum.
Hin konan, geðlæknirinn Barbara
Battalino, var dæmd fyrir að bera
Ijúgvitni um kynferðislegt samband
sitt við fyrrverandi hennann, sem
leitaði til hennar vegna geðrænna
vandamála. Báðar konurnar vitnuðu
um mikilvægi þess að „leiðtogar“
segðu sannleikann og gerðu sér
grein fyrir afleiðingum meinsæris.
„Þar sem forsetinn er ekki konung-
ur verður hann að hlíta sömu lögum
og við hin,“ sagði Battalino.
Nefndin yfirheyrði einnig laga-
prófessora, dómara og fyrrverandi
herforingja um hversu alvarlegt
lögbrot það væri að bera ljúgvitni
og við hvaða kringumstæður mein-
særi réttlætti ákæru til embættis-
missis á hendur forseta.
Vitnin greindi á um hvort ákæra
bæri forsetann fyrir meinsæri og
tvö af vitnum repúblikana sögðust
andvíg því að Clinton yrði sviptur
embættinu. Þrír lagaprófessox-ar og
tvö önnur vitni demókrata sögðu að
ekki væri ástæða til ákæru.
Verða að
mæla með
Schengen
KJELL Magne Bondevik, for-
sætisráðherra Noi-egs, segir í
viðtali við Aftenposten, að rík-
isstjórnin verði að mæla með
því við Stórþingið, að það sam-
þykki Schengen-sáttmálann.
Hann sé hluti af því samkomu-
lagi, sem stjómin hefði gert við
aðra borgaraflokka, og því geti
hún ekki aðeins lagt frumvarp-
ið fram til fi'jálsrar umræðu. í
Miðflokknum, einum stjórnar-
flokkanna, er andstaða við
Schengen-sáttmálann um eftir-
litslausar ferðir fólks milli að-
ildarríkja Evrópska efnahags-
svæðisins og framkvæmda-
stjóri flokksins, Per Olaf Lund-
teigen, hefur sagt, að ríkis-
stjórnin hafi skuldbundið sig til
að hafna honum. Ymsir flokks-
bræður hans vilja þó ekki slíta
stjórnai'samstarfinu vegna
þessa máls.
Pólverjar
læri ensku
KLAUS Nauman hershöfðingi
og formaður hermálanefndar
NATO sagði í gær, að pólskir
liðsfoi'ingjar yrðu að læra
ensku. Sagði hann, að úx'eltur
vopnabúnaður pólska hersins
væri ekki mesta vandamálið
varðandi aðlögunina að NATO,
heldur lítil enskukunnátta her-
manna. Rjóminn af pólska for-
ingjaliðinu lauk sinni menntun
fyi'ir 1989 en þá var lögð
áhersla á rússnesku, sem var
samskiptamálið í Varsjár-
bandalaginu.
Bradley með
aug*un á Hvíta
húsinu
BILL Bradley, fyrrverandi
öldungadeildai'þingmaður fyrir
New Jersey, er að velta því fyr-
ir sér að taka þátt í forkosning-
um Demókrataflokksins vegna
forsetakosninganna árið 2000.
Er það haft eftir nánum vinum
hans og telja sumir, að hann
muni hefja baráttuna fyrir ára-
mót. Hefur hann áður verið
kominn á fremsta hlunn með
þetta, 1988 og 1992, en hætti
við í bæði skiptin. Sem keppi-
nautar hans í forkosningunum
hafa verið nefndir þeir Dick
Gephardt frá Missouri; Bob
Ken'ey frá Nebraska; John
Kerry frá Massachusetts og
Paul Wellstone frá Minnesota.
Þá er það A1 Gore vai'aforseti,
sem ennþá er langlíkegastur til
að hljóta hnossið
Rússneskir
hermenn
ákærðir?
FINNSK stjórnvöld eru að
velta því fyrir sér hvort rétt sé
að ákæra fyrrverandi sovéska
hermenn fyrir morð á óbreytt-
um borgurum í síðari heims-
styrjöld. Vai' það haft eftir
finnskum saksóknara, Christer
Lundström, í gær en málið
snýst um árásir sovéskra her-
manna á finnsk þorp í norðausL
urhluta landsins. Drápu þeir allt
að 300 manns, þar á meðal kon-
ur og börn, í þessum árásum.
Sagði Lundström, að hann teldi
ástæðu til að krefjast framsals
sumra þeirra, sem staðið hefðu
fyrir morðunum, en á hinn bóg-
inn væri ekki víst, að samningar
milli Rússlands og Finnlands
gerðu það mögulegt.