Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
*
Frumvarp um Háskóla Islands
er að verða tilbúið
Ráðherra skipar 2
menn í háskólaráð
Þróun gasolíverðs
Frá okt. 1997 til nóv. 1998
Krónur/lítrinn
J'F'M'A m'j'j 'á's'o'n'
Þróun bensínverðs1997 og 1998
82
c 80
c
I 78
‘S
= 76
-o
£ 74
Meðalverð hálfs mánaðar 'j Verð frá dæiu, með þjónustu
1 Verð á íslandi 1 M M i i 1 cSSO / OLIS / SKcLJUNGUR
! | u ■ W44J i éJ- ; /J ; ; ■ M Hækkun bensingjalds |
í \ J ! j 14 í i ! |
i _ i 4 1997 1998 \ .1 1 i 4 í i i i i í 1 , i 1 i i
JFMAMJJASONDJFMAMJJASON
4 * . ‘w1
n=n
199711998:
i.. i _ I.l_i .1.1.1.1.i . I I I .1 I
""’l.I.I.f.t.I.I‘">"t.t.t.I.I.f.t.t.t.I.I.f"V"f.t.I.I'
JFMAMJJ ASONDJFMAMJJ ASON
LIU ósátt við verðlækkun olíufélaganna
Vaxandi gremju gætir í
röðum útgerðarmanna
FÉLAG íslenskra biíreiðaeigenda
telur að lækkun á verði bensíns og
dísilolíu hafi verið heldur minni en
vænst hafi verið. Félagið bendir á
stóran hlut ríkisins í verðmyndun
eldsneytis sem takmarki möguleika
til lækkunar á útsöluverði bensíns.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna er ósátt við að útgerðar-
menn greiði um fimm krónum
meira að meðaltali fyrir hvem lítra
af gasolíu en samkeppnisaðilar i ná-
grannalöndunum.
kiorm um olíuinnflutning á veg-
um LIU eru enn til umræðu og seg-
ir Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag-
fræðingur samtakanna, að vaxandi
gremju gæti í röðum útgerðar-
manna með það að olíuverðslækk-
anir á heimsmarkaði skili sér ekki í
lægra verði til útgerðarinnar hér á
landi en raun ber vitni.
Sveinn Hjörtur segir að lækkunin
nú sé ekki í samræmi við það sem
hafi verið að gerast á olíumarkaðn-
um almennt. „I fyrsta lagi er sam-
bærilegt verð á gasolíu til skipa í
nágrannalöndunum 7-8 kr. en hefur
lengst af verið um 13 kr. hérlendis
án virðisaukaskatts. Gasolían hefur
lækkað um 45% á rúmu einu ári
meðan lækkun hér innanlands á
sama tíma á skipagasolíu er 23% og
minna á venjulegri gasolíu. Pessar
tölur tala gleggst um það hvað þessi
lækkun sem hefur orðið á olíu er-
lendis skilar sér seint og illa hingað
heim,“ segir Sveinn Hjörtur.
Hann segir að í byrjun vikunnar
hafi verð á gasolíu til skipa í ná-
grannalöndunum verið 7 kr. lítrinn
en eftir lækkun væri verðið 12 kr. á
Islandi. Hann segir að flutnings-
kostnaður skýri ekki þennan mikla
verðmun. Verðið í Færeyjum hafi
t.a.m. verið mun lægra en hér hafi
þekkst, eða á bilinu 7-8 kr.
„Okkur vantar alveg skýringuna
á því hvernig sé hægt að bjóða oli-
una á svo miklu lægra verði í ná-
grannalöndunum en hér. Engum
opinberum gjöldum er til að dreifa
öðrum en flutningsjöfnunargjaldi,"
segir Sveinn Hjörtur og bætir við
að gjaldið hleypi verðinu hugsan-
lega upp um eina krónu á hvern
lítra.
Hann sagði að erlendis fengju
skip olíu á því verði sem skráð væri
á alþjóðlegum olíumarkaði í Rotter-
dam. „Fyrir útgerðina er þetta
mjög bagalegt því afiahlutur sjó-
manna er tengdur olíuverðsbreyt-
ingum á alþjóðlegum markaði í
Rotterdam. Verði lækkun þar fá
sjómenn strax verðbreytinguna í
sinn vasa en útgerðin verður að bíða
eftir verðlækkun innanlands.
Lækkun af því tagi til útgerðarinn-
ar hefur ekki átt sér stað í að
minnsta kosti tvo mánuði.“
Útgerðin notar um 260 milljónir
iítra af gasolíu á ári og nemur olíu-
kostnaður hennar á bilinu 3-4 millj-
örðum kr. að því gefnu að meðal-
verð sé um 13 kr. á ári. Útgerðin
sparaði sér 1,3 milljarða kr. á árs-
grundvelli ef olíuverðið væri hið
sama hérlendis og í nágrannalönd-
unum, eða um 7 kr. lítrinn.
50 kr. af verði bensínlítra
renna í ríkissjóð
Runólfur Olafsson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, kveðst hafa átt von á heldur
meiri lækkun á verði bensíns og
dísilolíu en orðið hafi en í ljósi þró-
unar á heimsmarkaði megi gera ráð
fyrir frekari lækkun á næstunni.
Hann segir að meðalverð á 95
oktana bensíni í ágúst sl. á heims-
markaði hafi verið um 7,50 kr. á
lítra. Þetta verð sé nú um 6,30 kr.
Fyrir hálfum mánuði hafi það veríð
um 7 kr. Möguleiki til lækkunar á
útsöluverði bensíns takmarkist
mjög af háum sköttum sem fólgnir
eru í útsöluverðinu. Hlutur olíufé-
laganna í verðmynduninni sé 12-13
kr. 97% vörugjald leggst á innflutn-
ingsverð hvers lítra bensíns. 50 kr.
af verði hvers bensínlítra renni í
ríkissjóð, þar af eru 27,55 kr. á
hvern lítra í formi bensíngjalds sem
er eyrnamerkt fé til vegamála.
Bensíngjaldið var hækkað í júní sl.
um 95 aura. Þá er ótalinn virðis-
aukaskattur og flutningsjöfnunar-
gjald.
I fjárlögum fyrir næsta ár er gert
ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði
tæpir 7,5 milljarðar kr. vegna vöru-
gjalds af bensíni, þar af nemur
bensíngjaldið tæpum 5,5 milljörðum
kr. Bensínsalan nam á síðastliðnu
ári 182,2 milljónum lítra.
BJÖRN Bjamason menntamálaráð-
herra segir að í frumvarpi um Há-
skóla Islands verði gert ráð fyrir að
menntamálaráðherra tilnefni tvo
menn í háskólaráð. Þetta sé í sam-
ræmi við almennu lögin um háskóla,
sem tóku gildi um síðustu áramót.
Björn segir jafnframt að háskólaráð
hafi fellt eigin tillögu um gjaldtöku
vegna meistara- og doktorsnáms.
Asdís Magnúsdóttir, formaður
Stúdentaráðs, sagði í ræðu á full-
veldisdaginn að háskólaráð hefði í
umsögn um drög að nýjum sérlög-
um um Háskóla Islands samþykkt
að fella út ákvæði um gjaldtöku
vegna meistara- og doktorsnáms.
Þarna væri um stefnumarkandi
ákvörðun að ræða. Jafnframt hefði
ráðið gert tillögu um að Hollvina-
samtök HI tilnefndu fulltrúa í ráðið
í stað ráðherra.
Háskólaráð felldi eigin tillögu
„Háskólaráð gerði til mín tillögu
á sínum tíma um að það yrði tekin
upp gjaldtaka vegna meistaranáms
og doktorsnáms. I tillögum ráðsins
var m.a. gert ráð fyrir því að nem-
endur yrðu að greiða fyrir kennsl-
una. Að tillögu ráðsins tókum við
þetta upp í frumvarpið um Háskóla
Islands. Við breyttum tillögunni
reyndar aðeins og tókum út ákvæði
70 ný störf í
stækkaðri
flugstöð
ÁÆTLAÐ er að 70-80 ný
störf skapist við stækkun
Flugstöðvar Leifs Eiríksson-
ar. Nú eru samtals 576 stöðu-
gildi við flugstöðina. Þetta
kemur fram í svari utanríkis-
ráðherra á Alþingi við fyrir-
spurn Hjálmars Arnasonar al-
þingismanns.
Af þessum 576 störfum eru
303 við verslunar-, banka- og
veitingastarfsemi og 229 störf
vegna starfsemi Flugleiða í
flugstöðinni. Breytingar sem
gerðar voru á verslunarrekstri
í flugstöðinni á síðasta ári
leiddu til þess að störfum við
verslunar-, banka- og þjón-
ustustarfsemi fjölgaði um 108.
um að nemendur ættu að greiða
vegna kennslunnar. Máhð var síðan
sent aftur til háskólaráðs og þá
gerðist það að háskólaráð felldi eig-
in tillögu. Það er því alrangt að
menntamálaráðuneytið hafi verið
upphafsaðili að þessum tillögum.
Ráðuneytið mun ekki gera annað í
þessu máli en háskólaráð leggur til
og hefur aldrei ætlað að gera annað.
Við að vísu milduðum aðeins tillög-
una áður en hún var send aftur til
háskólaráðs."
Björn sagði að það hefði aldrei
komið til sín tillaga um að Hollvina-
samtök Háskóla íslands tilnefndu
mann í háskólaráð. Háskólaráð
hefði hins vegar vakið máls á því
hvort Alþingi ætti að kjósa menn í
háskólaráð.
„Við munum hins vegar fara að
almennu lögunum um háskóla, sem
samþykkt voru á síðasta þingi og
tóku gildi 1. janúar sL, þar sem gert
er ráð fyrir að menntamálaráðherra
tilnefni tvo menn í háskólaráð,"
sagði Björn.
Björn sagðist hafa farið yfir þetta
mál með háskólarektor eftir að há-
skólaráð gerði sínar samþykktir.
Honum hefði verið gerð grein fyrir
afstöðu menntamálaráðuneytisins
til málsins. Frumvarpið yrði fljót-
lega lagt fyrir ríkisstjórnina.
Landsráð-
stefna nýrrar
hreyfíngar
VINSTIHREYFINGIN - grænt
framboð boðar til ráðstefnu dagana
4.-5. desember nk. á Hótel Sögu.
„Landsráðstefnan er opin öllu
áhugafólki um vinstristefnu, jafn-
rétti og umhverfisvernd. Þar verður
fjallað um drög að stefnuskrá, mál-
efnaáherslum og lögum fyi'ir sam-
tökin sem verða formlega stofnuð
snemma á næsta ári,“ segir í frétta-
tilkynningu. Einnig verður kosin
undirbúningsstjórn.
Ráðstefnan verður sett á fóstu-
dag kl. 17.30. Þá verða flutt nokkur
ávörp, Strengjasveit Tónskóla Sig-
ursveins leikur tónlist og Anna
Ki-istín Arngrímsdóttir les ljóð.
Milli klukkan 13.30 og 15 á laugar-
dag verður sérstök dagskrá um há-
lendi Islands.
Hjúkrunarforstjóri við Ríkisspítalann
í Qsló um gæði í heilbrigðismálum
Endurskoða
þarf skipulag
sjúkrahúsa
Morgunblaðið/Golli
INGER Margarethe Holter flutti erindi á málþingi deildar hjúkrunar-
forstjóra um stjórnun og skipulag í heilbrigðisþjónustu.
„AÐ MÍNU viti þarf að breyta
nokkuð skipulagningu á sjúkrahús-
um og hugsunarhætti heilbrigðis-
stétta þannig að þær hugsi meira
um að sjúklingurinn sé í fyrsta sæti,
en mér finnst of mikið hafa borið á
því að þær þurfí að koma að sér-
þekkingu sinni án tillits til þess
hvers sjúklingurinn þarfnast ná-
kvæmlega," sagði Inger Margar-
ethe Holter, hjúkrunarfræðingur
frá Noregi, sem flutti erindi á mál-
þingi deildar hjúkrunarforstjóra i
Reykjavík fyrir helgina.
Inger Margarethe Holter er
hjúkrunarforstjóri við Ríkisspítal-
ann í Osló og gegnir jafnframt starfi
dósents við Oslóarháskóla. Hún tel-
ur að taka verði skipulag sjúkrahúsa
til endurskoðunar. „Starf á sjúkra-
húsum hefur breyst mjög mikið síð-
ustu áratugina og með tækninýjung-
um fleygir meðferð á sjúklingum
stöðugt fram. En meðan hátæknin
hefur þróast má segja að skipulagið
hafi gleymst og orðið algjörlega eftir
því þar hefur engin framför orðið
frá því röntgentæknin kom fram
fyrir áratugum. Við verðum að bjóða
upp á gæðaþjónustu á öllum sviðum
og þar á ég við meðferð, samskipti
við sjúklinga, aðstöðu heilbrigðis-
stétta og nýtingu fjármuna."
Inger Margarethe Holter segir
líka stöðugt halda uppi kröfu um að
fjármunir ríkisins sem renna til
heilbrigðiskerfisins séu vel nýttir
svo og öll aðstaða og heilbrigðis-
stéttir verði að vera sammála um
það verkefni. Hún er spurð hvort
heilbrigðisstéttir í Noregi séu sam-
taka í þessum efnum:
Yfir landamæri stétta
„Það hefur verið mikil umræða
um heilbrigðiskerfið í Noregi und-
anfarin misseri, meðal annars vegna
nýn-ar lagasetningar um rétt sjúk-
linga, um sameiningu sjúkraþúsa á
Oslóarsvæðinu og fleira. Ég tel
hjúkrunarfræðinga hafa verið 1
nokkurri forystu í þeim málflutningi
að reyna að ná fram breytingum í
skipulagi og þeir eiga að ganga á
undan með góðu fordæmi. í þessum
efnum er ég ekki síst að tala um
stjórnunarþekkingu. Okkur vantar
betri stjórnendur í heilbrigðiskerfið
og þann þátt þarf til dæmis að bæta
í námi lækna. Verði kennsla í
stjórnun aukin á sem flestum svið-
um í heilbrigðiskerfinu held ég að
mikið verði fengið.
Hverju öðru þarf helst að breyta í
skipulaginu?
„Við þurfum að starfa enn meira
sem teymi en ekki einstaklingar og
þá á ég við allar heilbrigðisstéttir,
lækna, hjúkrunarfræðinga, iðju-
þjálfa, sjúkraþjálfara og fleiri. Með-
ferð og umönnun tekur í mörgum til-
vikum meiri tíma en áður, hún er
orðin mjög flókin og margar stéttir
koma við sögu. Þá vita sjúklingar
líka orðið miklu meira um sjúkdóma
sína og rétt sinn og það þarf meiri
tíma til að ræða margvísleg málefni
við þá. Þess vegna þurfum við stund-
um að teygja okkur og starfa saman
yfir „landamæri“ einstakra stétta."
Fást nógu margir hjúkrunar-
fræðingar til starfa í dag?
„Tæplega og það stendur í
nokkru sambandi við hvernig að-
staða hjúkrunarfræðingum er búin.
Ef starfið er ekki aðlaðandi, og þá á
ég við vinnutíma, aðstöðu og allt
fyrirkomulag, þá horfa menn annað,
en hér spila launin líka nokkra
rullu. Þetta hangir saman og ef
menn njóta þess í starfi sínu að geta
valið um áherslur og sinnt rann-
sóknum og kennslu auk meðferðar
við góðar aðstæður held ég að við
þurfum ekki að óttast skort.“