Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fullorðnir hvattir til að kaupa ekki áfengi fyrir unglinga Morgunblaðið/Kristinn NOKKRIR forráðamenn átaksins „Kaupum ekki áfengi fyrir unglinga" með skilti sem hanga nú uppi í öllum verslunum ATVR. „Gerðu ekki slæm kaup“ ÁTAK stendur nú yfír til að brýna fyrir fullorðnum að kaupa ekki áfengi fyrir ung- linga. Slagorð átaksins: „Gerðu ekki slæm kaup“, hefur verið fest upp á skiltum í 26 verslun- um ÁTVR og á þeim eru jafn- framt fleiri ábendingar um málið. Að átakinu standa auk ÁTVR Landssamtökin Heimili og skóli og verkefnissljórn áætlunarinnar Island án eitur- lyQa. Dögg Pálsdóttir, formaður verkefnisins Island án eitur- lyfja, sagði nauðsynlegt að full- orðnir sameinuðust um að kaupa ekki áfengi fyrir ung- linga. Rannsóknir sýndu að unglingar lentu oft í alvarleg- um vanda vegna áfengisneyslu. Hún benti á að með kaupum fullorðinna á áfengi fyrir ung- linga væri hugsanlega hrint af stað ferli, sem menn hefðu eng- an áliuga á, og vísaði þar til slysa sem oft tengdust áfengis- neyslu. Hildur Petersen, formaðúr stjórnar ÁTVR, sagði skilti með ábendingum vera í öllum 26 verslunum ÁTVR og kvað átak- ið mundu standa næstu vikurn- ar. Hún sagði stjórnina hafa markað þá stefnu að fyrirtækið yrði sýnilegra í forvörnum. Þá hefur verið lögð áhersla á að afgreiðslufólk ÁTVR krefjist skilyrðislaust skilrfkja frá þeim sem virðast vera undir 20 ára aldri. Verður tekið með sama hætti á þeim, sem ekki geta framvísað persónuskilríkjum, og þeim, sem ekki geta framvís- að debetkorti með ávísun, þ.e. að synja um afgreiðslu. Á skiltunum segir m.a. að áfengiskaup fyrir unglinga séu Iögbrot og að unglingar undir áhrifum séu í hættu. Einnig: „Unglingar vilja skýr skilaboð - kaupum ekki áfengi fyrir þau“. I samantekt frá þeim, sem að átakinu standa, kemur fram að kannanir bendi til þess að 60% nemenda í 10. bekk, um 40% nemenda í 9. bekk og 18% nem- enda í 8. bekk hafi orðið ölvað- ir einu sinni eða oftar. Einnig segir að áfengisneysla 15 ára unglinga virðist lítið hafa breyst milli áranna 1894 og 1997 en á sama tíma hafí rann- sóknir sýnt að reykingar meðal þeirra hafi minnkað. Einnig hefur komið fram í könnun að 88% foreldra með börn á ung- lingsaldri hefðu ekki keypt fyr- ir þau áfengi. Utandagskrárumræða á Alþingi um málefni Stofnfísks hf. Landbúnaðarráðherra gagnrýnd- ur fyrir að afhenda ekki gögn LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA var harðlega gagnrýndur í utan- dagskrárumræðum um málefni Stofnfisks hf. á Alþingi í gær fyrir að hafa neitað Lúðvíki Bergvins- syni alþingismanni um upplýsingar í tengslum við fyrirhugaða einka- væðingu fyrirtækisins. Kröfðust þingmenn þess í umræðunum að ráðherra léti alþingismönnum í té öll gögn varðandi málið. Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðarmanna, hóf umræðuna og sagði hann að tilefni hennar væri framganga landbúnaðarráðherra nú á haustdögum við að auka hluta- fé í Stofnfiski hf. og hvernig hann hefði staðið að einkavæðingu fyrir- tækisins. Sagði Lúðvík að bæði landbúnaðarráðherra og Ríkisend- urskoðun hefðu neitað sér um upp- lýsingar varðandi málið. „Eins og alkunna er er Alþingi ætlað meðal annars að hafa eftirlit með því að ráðherra fari að lögum. Það er því mjög alvarlegur hlutur þegar svo er íyrir Alþingi komið að það eigi það undir geðþóttaákvörð- un einstakra ráðherra hvort það fái sinnt þessu stjórnarskrárbundna hlutverki sínu,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að af þeim gögnum sem sér hefði tekist að afla virtist sem einkavæðing Stofnfísks hf. hefði átt að fara fram í kyrrþey síð- astliðið sumar, en þá hefði Ríkis- endurskoðun krafist þess að fram færi fjárhagslegt uppgjör á því áð- ur en til fyrirhugaðrar hlutafjár- aukningar og sölu hlutafjár kæmi. Sagðist Lúðvík hafa heimildir fyrir því að í úttekt Ríkisendur- skoðunar kæmi fram að tekjur fyr- irtækisins hafi verið vantaldar um 14 milljónir króna í ársreikningi fyrir árið 1997 þegar heildarvelta fyrirtækisins var rúmlega 90 milij- ALÞINGI ónir. Þá hafi eignir sem félagið keypti 1997 ekki verið eignfærðar sem skyldi, og ekki hafi verið sam- ræmi í áætlanagerð fyrirtækisins fyrir árið 1998. „Niðurstaða mín er sú að svo virðist sem ársreikningur Stofn- fisks hf. fyri'r árið 1997 hafi verið rangur og ekki gefið rétta mynd af stöðu fyrirtækisins. Hugsanlega hafí verið brotið gegn ákvæðum al- mennra hegningar- og bókhalds- laga. Um það verður þó ekki fullyi-t hér. Þessi atriði gátu auðveldlega leitt til þess að fyrirtækið yrði selt á undirvirði sem kaupendur hefðu væntanlega notið og þá væntanlega á kostnað ríkissjóðs,“ sagði Lúðvík. Hann sagði að eðlilegt hefði ver- ið að landbúnaðarráðherra eða Ríkisendurskoðun hefðu vísað mál- inu til frekari meðferðar hjá skatt- rannsóknarstjóra í stað þess að halda einkavæðingu þess áfram. „Þá herma mínar heimildir að minnisblað sem deildarstjóri lög- fræðideildar og skrifstofustjóri ráðuneytisins unnu fyrir ráðherra dagsett 30. ágúst 1998 geymi einmitt tilmæli um að láta rann- saka þetta mál frekar því hugsan- legt sé að landslög hafí verið brot- in,“ sagði hann. Ekki gerður munurá alþingismanni og almenningi Guðmundur Bjarnason landbún- aðarráðherra sagði að stjórn Stofn- fisks hf. hefði verið beðin að svara athugasemdum sem fram komu í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þau svör hefðu verið send Ríkisendur- skoðun sem síðan hafl lýst því yfir að stofnunin gerði ekki frekari at- hugasemdir, en hún teldi að endur- meta þyrfti félagið áður en til sölu eða hlutafjáraukningar kæmi. „Varðandi aðgengi að upplýsing- um um málið verður það að koma fram að það er í raun samkvæmt upplýsingalögunum ekki gerður munur á alþingismönnum og al- menningi hvað upplýsingalögin varðar. Þannig að þegar um er að ræða efnisatriði sem talin eru við- skiptalegs eðlis og gætu skaðað hagsmuni félags þá hefur ráðuneyt- ið ekki talið rétt að afhenda viðkom- andi gögn,“ sagði landbúnaðarráð- herra. Hann sagði jafnframt að synjun ráðuneytisins á beiðni um skýrslu Ríkisendurskoðunar hafi verið staðfest af úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Pappírar verði strax aflientir þingmönnum Guðmundur Árni Stefánsson, þingflokki jafnaðarmanna, gagn- rýndi málflutning landbúnaðarráð- herra og krafðist hann þess að allir pappírar varðandi mál Stofnfisks hf. yrðu strax afhentir þingmönn- um. Undir þá kröfu tók Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, en hann sagðist telja að úrskurður úr- skurðarnefndar um upplýsingamál sem landbúnaðarráðherra vitnaði til í máli sínu stæðist ekki þar sem Ríkisendurskoðun væri stofnun Al- þingis og ekki væri hægt að neita þingmönnum um aðgang að slíkum gögnum. Guðjón Guðmundsson, Sjálfstæðisflokki, sagði það óviðun- andi fyrir Alþingi að þingmanni hefði verið neitað um upplýsingar og spurði hann hvort í málinu væri eitthvað sem ekki þyldi dagsins ljós. Ríkisendurskoðun beðin um ærlega úttekt á fyrirtækinu Lúðvík Bergvinsson gagnrýndi að landbúnaðarráðherra skyldi í ræðu sinni lesa upp úr gögnum sem hann hefði áður hafnað að af- henda alþingismanni, og sagði hann að í máli sínu hefði ráðherr- ann engu svarað þeim spurningum sem fram hefðu verið bornar. „Þingflokkur jafnaðarmanna mun einfaldlega biðja um að Ríkis- endurskoðun taki þetta fyrirtæki, Stofnfisk, í gegn, geri á því ærlega úttekt og skili slíkri skýrslu inn til þingsins. Áður en það liggur fyrir kemur ekki til álita að mínu viti að Alþingi samþykki það að heimila að þetta fyrirtæki verði einkavætt í skjóli myrkurs að hætti háttvirts land- búnaðarráðherra sem virðist vera orðið í flestum þeim málum sem hann tekur sér nú fyrir hendur," sagði Lúðvík. Landbúnaðarráðherra sagði engu í þessu máli hafa verið haldið leyndu öðru en skýrslu Ríkisendur- skoðunar þar sem í henni væru málefni viðskiptalegs eðlis. Önnur bréfaskipti og gögn í málinu væru öllum opin og aðgengileg. Sagði hann embættismenn innan ráðu- neytisins hafa beint því til sín að skoða mál þetta betur og það hefði hann gert með því að senda það endurtekið til Ríkisendurskoðunar. 10,2% bein- greiðslna til 70 ára og eldri 288 einstaklingar, 70 ára og eldri, fá beingreiðslur vegna sauðfjár- ræktar en 1.860 bændur undir sjö- tugu njóta beingreiðslna. 10,21% af fjárhæð beingreiðslna 1. nóvember sl., rann til bænda 70 ára og eldri. Meðalfjárhæð, sem greidd er til eldri hópsins á mánuði, nemur tæpum 44 þúsund krónum en rúm- um 59 þúsund krónum til hinna yngri. Þetta kemur fram í svari land- búnaðarráðherra við fyrirspm’n Einai-s K. Guðfinnssonar alþingis- manns. Eldri bændur nær þéttbýli Hlutfall eldri bænda af bein- greiðslum er mjög breytilegt eftir landshlutum. Hlutfallið virðist vera hæixa á þéttbýlli svæðum en hin- um strjálþýlli. Þannig renna 27,53% bein- | greiðslna í Gullbringusýslu og Gr- I indavík til eldri en 70 ára. 22,56% í | V-ísafjarðarsýslu, 18,73% í Eyja- r fjarðarsýslu, Akureyri, DaMk og Olafsfirði, 19,08% í Rangárvalla- sýslu og 18,32% í Árnessýslu. Eldri bændur fá á hinn bóginn 4,38% beingreiðslna í A-Skafta- fellssýslu, 8-9% í Þingeyjarsýslum, 10% í Dalasýslu, 2,61% í Skaga- firði, 5,94% í A-Húnavatnssýslu og 8,44% í V-Húnavatnssýslu. | Alls renna beingreiðslur til 2.436 I bænda en í skráningunni kemur á ekki allur fjöldinn fram því víða eru fleiri en einn bóndi skráður fyrir beingreiðslu og er þá skráður sá sem hæst hlutfall hefur eða sá, sem eldri er, ef skipt er í tvo jafna hluta. Smábændur flestir á þéttbýlli svæðum Einar K. Guðfinnsson spurði 1 einnig hve hátt hlutfall bein- | greiðslna vegna sauðfjárræktar | renni til bænda með innan við 60-120 ærgilda bú, sundurliðað eft- ir sýslum. Samkvæmt svarinu eru 450 bændur með minna en 60 ærgildi, 290 með 60-90 ærgiidi, 244 með 90-120 ærgildi en 1.300 bændur með fleiri en 120 ærgildi. Flestir eru smábændurnir hlut- L fállslega í Kjósarsýslu, þar sem | 46,47% af fjölda framleiðenda | höfðu minna en 120 ærgilda r greiðslumark. Smábændurnir höfðu 41,92% greiðslumarks í Eyjafjarðarsýslu, 38,64% í Árnes- sýslu og 36,81% í Rangárvalla- sýslu. I Dalasýslu, Barðastrandarsýsl- um, ísafjarðarsýslum, Stranda- sýslu, Húnavatnssýslum, N-Þing- eyjarsýslu, Múlasýslum og A- | Skaftafellssýslu runnu hins vegar j um og yfir 90% beingreiðslna til g þein’a bænda, sem höfðu hærra greiðslumark en 120 ærgildi. Alþingi. Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: L 1. Tilkynningaskylda íslenskra f skipa. 1. umr. 2. Leigubifreiðar. 1. umr. 3. Skipulag á fólksflutningum með hópferðabifreiðum. 1. umr. 4. Rannsóknir sjóslysa. 1. umr. 5. Siglingalög. 1. umr. 6. Hafnaáætlun. Fyrri umr. 7. Leiklistarlög. 2. umr. 8. Almenn hegningarlög. 2. umr. 9. Almenn hegningarlög. 2. umr. 10. Refsiábyrgð iögaðila vegna L mútugreiðslu til opinbers f starfsmanns. 2. umr. 11. Mannanöfn og hjúskaparlög. 2. umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.