Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 82
áJg FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Heilmikil orka í
* hlátrasköllum
Um þessar mundir er veríð að sýna fars-
ann Tveir tvöfaldir eftir breska leikrita-
skáldið Ray Cooney í Þjóðleikhúsinu.
Dóra Ósk Halldórsdóttir tók Þór
Tulinius leikstjóra tali og spurði hann
grafalvarlega um hláturinn.
LEIKRITIÐ Tveír tvöfaldir gerist
á hóteli í miðbænum þar sem fáir
eru það sem þeir segjast vera og
menn bregða sér í hin ýmsu gervi.
A hótelherbergi 650 gerast margir
kyndugir hlutir svo við hæfi þótti að
biðja Pór um að knýja á dyrnar á
herbergi 650 þar sem hann var
spurður spjörunum úr.
- Hvernig kom það til að þú varst
fenginn til að leikstýra Tveim tvö-
földum íPjóðleikhúsinu?
„Þjóðleikhúsið vildi bjóða mér
leikstjórnarverkefni og verið var að
sjjoða ýmis verk. Síðan stóð til að
setja upp þetta verk og Stefán
Baldursson bauð mér að taka það
að mér. Ég veit ekkert hvers vegna
hann veðjaði á mig, og held jafnvel
að mörgum hafi ekki fundist ég vera
maður til að setja upp farsa.“
-Ertu svona þunghúinn dags
daglega?
„Ja, ég hef að minnsta kosti ekk-
ert verið í þessum skemmtanageira
eða í gamanleik. Margir telja að
best sé að láta gamanleikara eða
„gaman“-leikstjóra setja upp farsa,
en ég er ekkert endilega sammála
því. Svo má auðvitað deila um hvort
maður er gamanleikari eða ekki.
Hvaða hæfileika hafa gamanleikar-
ar fram jrfir harmleikara eða öfugt?
Góður leikari er einfaldlega góður
leikari.
Ef farsi er vel skrifaður er ekkert
svo mikið sem leikstjórinn þarf að
gera annað en bara að fá fullan
skilning allra aðstandenda á verk-
inu. I Tveim tvöföldum lendir
venjulegt fólk í mjög erfiðri stöðu,
og það er nákvæmlega það sem ger-
ir verkið fyndið. Þar með þarf mað-
ur ekki að setja verkið upp öðruvísi
en alvarlegra leikrit."
-Er þetta ekki bara eðlislæg
hógværð hjá þér?
„Nei, þetta er alveg satt,“ segir
Þór og kímir. „En auðvitað töluðum
við um alla þá tækni sem fylgir
farsaleik, eins og hraða, þéttleika,
orku og skýra framsögn. Ég hafði
það sem reglu í uppsetningunni að
flýta sér hægt, og gera verkið eins
FÓLK í FRÉTTUM
raunverulegt og hægt var. Síðan
var það aðeins síðustu dagana sem
við fórum að gefa í og keyra hrað-
ann upp. Maður byrjar engan veg-
inn á því að tala um hraða. Ég var
því frekar maðurinn á bremsunni til
að byrja með.“
-Hvað fær fólk til að hlæja á
svona sýningu. Er það feginleiki yf-
ir að vera ekki sjálfur í þessum að-
stæðum?"
Nú hlær Þór, og segir að það
megi vel vera. „Annars má ég til
með að vitna í fyrirlestur sem Arni
Ibsen hélt um kímnigáfuna, en hann
þýddi og staðfærði leikritið. Hann
vitnar þar í Nafn rósarinnar eftir
Umberto Eeo sem er spennusaga
sem gerist á miðöldum. Glæpur
bókarinnar er sá að munkamir eru
að fela meinta bók Aristótelesar um
hláturinn. Ástæðan fyrir því að
munkamir vilja fela bókina fyrir
mannkyninu er sú að hláturinn er
oft þyrnir í augum yfirvalda vegna
þess að hann er mjög skætt vopn.
Hláturinn er frelsandi afl. Hlátur
losar líka um mikla spennu. Samfé-
lag manna er fullt af siðum og venj-
um sem við keppumst við að halda
okkur við. En þar sem við emm ekki
fullkomin tekst það ekki alltaf.
I Tveimur tvöföldum er lostinn sá
mannlegi breyskleiki sem menn ráða
ekki alveg við, þótt þeir séu í vígðri
sambúð. Þetta er eitthvað sem allir
þekkja. En spuming er bara hvað þú
gerir við það, hvort þú lætur undan
eða ekki. Þess vegna geta allir séð
sig í aðstæðum þar sem menn em að
kljást við ófullkomleika sinn og
breyskleika.
En hláturinn gerir okkur lífið létt-
ara. Öll list er í rauninni speglun. Við
speglum okkur í hug-
arheimi einhvers ann-
ars og listamenn em
alltaf að reyna að
fanga einhvern sann-
leika um sjálfa sig eða
samfélagið. í þessu
tilviki verður speglun-
in til þess að losa um
spennu.“
- Er farsinn sem
form kannski háalvar-
legur?
„Mér finnst farsinn
vera vanmetið form.
Alvarlegri dramatísk-
um verkum er oft
meira hampað og gert
er lítið úr farsanum
og gamanleikjum.
Fyndnin er gerð lág-
kúraleg og ekki talin
jafn menningarleg og
alvarlegri leikbók-
menntir. En þess eru
dæmi að farsaformið
hefur sameinað fólk
sem er undirokað. í ráðstjómarríkj-
unum var til að mynda komin hefð
fyrir gamanleik sem var mjög póli-
tískur. En ekki var hægt að ritskoða
leikritin því öll pólitísk skilaboð vora
undir rós. En almenningur hló sig
máttlausan og fékk í leikhúsinu vett-
vang til að losa um óuppgerðar til-
finningar til stjómkerfisins. Þar var
hláturinn bæði hættulegur og líkn-
andi.
En Tveir tvöfaldir er ekki pólitísk-
ur farsi, heldur er þar gert meira
góðlátlegt grín að hinum venjulega
manni. Það er fullt til af fólki sem
gengur um og áttar sig ekkert á því
að það á í baráttu við kenndir sínar,
að það tekur á að vera siðaður ein-
staklingur. En með því að sjá svona
sýningu losnar spenna úr læðingi.
Það er heilmikil orka í hlátrasköllun-
Morgunblaðið/Kristinn
Olafía Hrönn Jónsdóttir
N0 NAME andlit ársins 1998
NO NAME
---COSMETICS
‘Kynning
Helga Sæunn förðunarfræðingur gefur
ráðleggingar í dag frá kl. 14-18.
Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82
NO NAME
.—COSMETICS .........
‘Xynnitifi
Silla Páls förðunarfræðingur gefur
ráðleggingar í dag frá kl. 14-18.
NoaN»MEa°"má0renins°998 Snyrtivöruverslunin Sandra, Smáratorgi
HVER ERU HELSTU MISTOK KVENNA
í SAMSKIPTUM VIÐ KARLMENN?
5 4 -Á' ó
ÍA.........ú
pl§
„Þessi bók gefur konum
kjark til þess að líta í
eigin barm og taka
ákvörðun um að axla
ábyrgð á lífi sínu og
tilfinningum."
FANNÝ JÓNMUNDSD.
LEIÐBEINANDI
Zé; . -■ :
4 OGJíAj JDJ j
j Ój'JJSGAj JÐJ *
* i'lÓDGAi JDJ j
UMFRAM ALLT
GÓÐ BÓK
Bandarískar
stjörnur fá leik-
húsverðlaun í
Lundúnum
►TVEIR bandarískir kvikmynda-
leikarar fengu stór verðlaun þegar
leikhúsverðlaunin í Lundúnum
voru afhent með
viðhöfn á mánu-
dag. Nicole Kid-
man sem fékk
frábæra dótna
gagnrýnenda
fyrir kynþokka-
fulla frammi-
stöðu sina í Bláa
herberginu fékk sérstök verðlaun
dagblaðsins Evening Standard fyr-
ir framlag sitt til leikhússheims
Lundúnaborgar. Kevin Spacey var
svo valinn besti leikari fyrir
frammistöðu sína í „The Iceman
Cometh“. Kynnir á hátíðinni var
breska kvikmyndastjaman úr Tra-
inspotting og næsta Stjörnustríði,
Ewan McGregor, sem hefur fengið
lofsamlega dóma fyrir frammi-
stöðu sína í leikriti frá sjöunda
áratugnum, „Malcolm litli og bar-
átta hans við geldingana."
Jólagjafirnar
jr
I
RCWELLS
Kringlunni 7,
sími 5 88 44 22