Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 58
5$ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Yöruhús gagna Bestu upplýsingar um viðskiptavini, vörutegundir, þjón- ustu og fjármál fyrir- tækisins eru þegar til staðar innan fyrir- tækisins. Vöruhús gagna gefur mögu- leika á að flétta sam- an þessar upplýsing- ar, sem geta komið frá mörgum stöðum og tengja þær við upplýsingar, sem geta komið frá utan- aðkomandi aðilum. Taghi Montazeri NIÐURSKURÐUR kostnaðar og aukning hagnaðar er takmark hvers fyrirtækis. I þeirri hörðu samkeppni sem er ríkjandi í dag, koma tækifærin upp í hendur þeirra fyrirtækja, sem geta svai-að stöðugri kröfu mai-kaðar- ins um breytingar. Möguleikar starfs- manna til að meta gögn fyrirtækis geta komið fyrirtækinu á þann stall. Gífurlegt magn gagna sem eru til í fyrirtækjum eru óaðgengileg í dag, vegna þess hversu erfitt er að nálgast þau. Notendur treysta oft á staðnaðar ífcýrslur um gögnin, sem þeir flytja þá yfir í þau tól, sem viðkomandi fyr- irtæki hefur yfir að búa, til aðstoðar við mat á gögnunum. Öll fyrirtæki bregðast við þörfinni fyrir verkefnistengdum upplýsingum, vegna þess að markaðurinn er stöðugt að breytast og samkeppni þar með talin, viðskiptavinir eru ekki eins trúir einstökum fyrirtækjum og líf- tími vörutegunda á markaði er stöðugt að styttast. Til að ná þessum markmiðum þarf nýtt gagnakerfi, þar sem gagnalíkan- ið er þannig uppbyggt að það auð- veldar notendum aðgang að gögnun- um. Þessi nálgun er kölluð vöruhús gagna1. i#.Töruhús gagna geymir gögn um viðskipti fyrirtækisins á samfelldum og afstilltum gagnagrunni, sem veitir yfirsýn yfir þróun fyrirtækisins og gefur notendum þess betri og auð- veldari aðgang að gögnum fyrirtækis- ins. Betra aðgengi gagna An tillits til þess á hvaða formi gagnagrunnur fyrirtækisins er, eða hver högun húgbúnaðarkerfa er, þá eru flest vinnslukerfi hönnuð og bestuð með tilliti til vinnslu með ein- stakar færslur. Fyrirtæki sem hafa leyft kerfum til ákvarðanatöku að vinna beint á vinnslugagnagrunn fyrirtækisins, hafa fljótlega komist að því að þessar fyrirspurnir hafa mjög slæm áhrif á heildarafkasta- getu kerfisins. Einnig að uppsetning gagnanna er ekki á því formi að þau henti fyrir þær fyrirspurnir, sem notendur hafa áhuga á. Þessi veik- leiki getur kostað fyrirtæki bæði tíma og peninga. Betri skilningur á fyrirtækinu Núverandi samkeppnisumhverfi fyrirtækja krefst þess að þjónusta við viðskiptamenn fyrirtækisins sé góð og bætt þjónusta er eitt helsta markmið hvers fyrirtækis. Breyting- ar til batnaðar á því sviði, koma beint fram í auknum umsvifum fyrir- tækisins og lægri kostnaði. Jónsson lýsingar til ákvarðanatöku Vöruhús gagna gefur notendum þess möguleika á að greina upplýs- ingar fyrirtækisins og gefur þannig innsýn í vinnuferli fyrirtækisins. Þannig geta komið upp hugmyndir um breytt og bætt skipulag innan fyr- irtækisins, með tilliti til allrar starf- semi þess. Innkaupastjórar og aðrir fjármálastjórar fá mun betri heildar- yfirsýn yfir mynstur í innkaupum og lagerhaldi fyrirtækisins. Þannig geta fjármálastjómendur oft uppgötvað leiðir til hagræðingar og lægri kostn- aðar, sem eru faldar í ranglega sam- settum birgðum á lager. Arðsemi fjárfestingarinnar Það má segja að fjárfestingar á tæknisviðum séu áríðandi til að ná forskoti í samkeppni, en það þarf að staðfesta hvernig tæknin getui- nýst til að minnka kostnað og/eða aukið tekjur fyrirtækisins. Niðurstöður Vöruhús gagna, segja Taghi Montazeri og Guðbergur Jónsson, geymir gögn um viðskipti fyrirtækisins á samfelldum og afstilltum gagnagrunni. könnunar, sem International Data Corporation (IDC)2 gerði, gefa mik- ilvægar vísbendingai- um þetta. IDC er leiðandi á sviði upplýsingagjafar, úttekta og ráðgjafar á tæknisviðinu. Það gerði könnun á fjárhagslegum áhrifum vöruhúss gagna. Könnunin náði til 62 fyrirtækja sem höfðu sett upp vöruhús gagna hjá sér. Könnun- in sýndi að á þremur árum var arð- semi fjárfestingar (ROI) fyrir vöra- hús gagna að meðaltali 401 prósent yfir tímabilið. Yfir 90 prósent fyrir- tækjanna sem voru með í úttektinni sögðust hafa fengið yfir 40 prósent arðsemi yfir tímabilið, helmingurinn gaf upp arðsemi meira en 160 pró- sent yfir tímabilið og fjórðungur þeirra gaf upp arðsemi yfir 600 pró- sent yftr tímabilið. Að meðaltali borgaði fjárfestingin sig upp á 2,3 árum og kostnaðurinn var að meðal- tali 2,2 milljónir bandaríkjadala. Markaðsstaða I könnun sem META hópurinn3 gerði kemur fram að yfir 90 prósent af Global 2000 fyrirtækjunum hafa hafist handa við að koma upp vöru- húsi gagna. Vöruhús gagna er tækni, sem er notuð í öllum helstu atvinnu- vegum. Af þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í þessari könnun höfðu 54 pró- sent þegar komið sér upp og eru byrjuð að nota vöruhús gagna, að fullu eða einhverju leyti. Samkvæmt könnuninni þá er stærstur hluti nú- verandi vöruhúsa gagna, eða 53 pró- sent, sem hafa færri en 50 notendur og 66 prósent eru með minna en 10 Gb af gögnum. Samkvæmt könnun- inni þá reiknar langstærstur hluti fyrirtækja, eða 46 prósent, með að fjöldi notenda verði milli 50 og 500 eftir fyrstu 12 rekstarmánuðina. Hvar á að byrja? Meii-ihluti fyrirtækja, sem hefui- gengið vel að koma sér upp vöruhúsi gagna, hefur byrjað á því að átta sig á þörfum tilvonandi notenda vöruhúss- ins. Þau hafa í framhaldi af því sett sér skýr markmið. Það er sterklega mælst til þess að hópurinn sem hefur það verk með höndum sé samansettur af sérfræð- ingum á tölvusviði og tilvonandi not- endum. Verkefnið verðm- að hafa vel skilgreint verksvið vegna takmarkana á fjármagni og starfrækslu þess. Upp- setning á vöruhúsi gagna getur gefið fyrirtæki forskot í samkeppni. Það gefur fyrirtækjum möguleika á að meta gögn, sem era til nú þegar innan veggja þeirra. Gæta þarf að því að hafa á hreinu hvemig fyrirtækið ætlar að hagnast á vörahúsi gagna. Búnaðurinn sem notaður er þarf að vera nægjanlega sveigjanlegur til að hann gefi vöruhúsinu möguleika á að þróast og stækka með fyrirtækinu. 1 Sam Anahory, Dennis Murray, „Data Warehousing In The Real World, A pract- ical Guide for Building Decision Support Sy- stems“, Addison-Wesiey, 1997. 2 Intematíonal Data Corporation, „The Foundations of Wisdom: A study of the fin- ancial Impact of Data Warehousing", apríl 1996. 3 META Group, Inc., „META Group Data Warehouse Summary Report", febrúar 1996. Höfundar eru Taghi Montazeri og Guðbergur Jónsson, sem báðir eru MS-nemar i tölvunarfræði við Há- skóia íslands. Þjdðin sam- einast í bæn EINN elsti, dýr- mætasti og dýpsti menningararfur okkar Islendinga er bænin. Einstaklingar og fjöl- skyldur hafa um aldir lagt sig og sína í Guðs hendur í bæn og þegið fyrirbæn af kirkju jpndsins meðvitað og ómeðvitað enda flestir landsmenn færðir frelsaranum Jesú Kristi í heilagri skím og þegið þannig ómeð- vitað og óverðskuldaða náð Guðs og elsku sem er ofar okkar mann- lega skilningi. Við er- um eins og gróðursett á syni Guðs, frelsaranum Jesú Kristi og tilheyrum honum í lífi og dauða nema við höfnum honum og viljum ekki hafa með Guðs og eilífa lífgjöf að gera. Skyldur þjóðfélagsins ristið þjóðfélag, uppalendur skírðra barna taka á sig þá ábyrgð að kenna baminu um frelsarann Jesú. Kenna því að virða hann og elska og elska náungann eins og sjálfan sig. Hið kristna þjóðfélag tekur á sig þá ábyrgð og skyldu að kenna börnunum bænir og að ala þau upp í því að tala við Guð, leita vilja hans og lifa í samfélagi við hann. Þegar mikið liggur við Þegar mikið liggur við sameinast þ^óðin gjarnan í bæn og er það vel. Þegar sorg leggst yfir landsmenn vegna snjóflóða eða annarra nátt- úruhamfara eða þegar dauðsfall mikilsmetinnar persónu er stað- reynd, persónu sem þjóðin elskaði og dáði. Við slíkar aðstæður sam- einast þjóðin í sorg, í hluttekningu, umhyggju og í bæn. Einstaklingar toa saman til að biðja eða menn mðja í einrúmi. Menn koma í kirkj- ur landsins til þess að biðja eða menn fylgjast með í einum huga þeg- ar aðrir koma saman til að biðja og bænir þeirra fylgja, meðvitað og ómeðvitað, með orð- um og án orða í djúpri þögn og af lotningu. Þetta segir sagan okk- ur og skemmst er að minnast snjóflóðanna hræðilegu í Súðavík og á Flateyri eða vegna sorglegs fráfalls for- setafrúarinnar okkar. 1000 ára afmæli kristnitöku á Islandi Þar sem nú er ekki nema rúmlega eitt ár þar til við fögnum 1000 ára afmæli kristnitöku á Islandi hlýtur það að vera sjálf- sagt og líklega sjálfgefið að þjóðin Bænin er, segir Sigurbjörn Þorkelsson, einn elzti og dýrmæt- asti menningararfur okkar Islendinga. sameinist í bæn, bæði með formleg- um og óformlegum hætti, jafnt ein- stakhngar í einrúmi sem og í hóp- um. Einstaklingar leggi sig fram við að læra bænavers og venji sig á að tala við Guð í bæn með eigin orðum. Bænir verði viðhafðar á heimilum í upphafi og við lok hvers dags. Eins við matarborðið eða hvenær sem tími gefst til og henta þykir á hverju heimili. Eg sé fyrir mér for- svarsmenn fyrirtækja og stofnana eða starfsmannafélög hefja hvern vinnudag með signingu, stuttu bænaversi og stuttri bæn þar sem dagurinn og samskipti starfsfélaga og viðskiptamanna þeirra eða um- bjóðenda eru lögð fram fyrir höfund Sigurbjörn Þorkelsson hfsins í bæn. Þessar stundir þurfa ekki að taka nema tvær til þrjár mínútur. Það er mín skoðun og reyndar tel ég bæði sjálfsagt og eðlilegt að hver skóladagur hefjist með stuttri bæn í hverri kennslustofu. Það getur varla meitt neinn en getur skilað sér í aukinni samstöðu, umburðar- lyndi og kærleika. Eg tek þó skýrt fram að að sjálf- sögðu má ekki neyða neinn til þátt- töku í slíku bænahaldi heldur verði um frjálst boð að ræða og komi eng- um á óvart. Alþingi sýni fordæmi Ég tel eðlilegt í okkar kristna þjóðfélagi að hver fundur í okkar háa Alþingi hefjist með signingu. Síðan fari þingmenn allir saman t.d. með bæn Hallgríms Péturssonar, Vertu Guðs faðir, sem allir kunna og síðan flytji forseti þingsins stutta frumsamda, jafnvel staðlaða bæn fyrir störfum þingsins þann daginn. Alþingi sýni þannig gott fordæmi og sýni það í verki að þjóðin vilji teljast kristin, enda eru eins og allir vita yfir 90% þjóðarinnar skírð eða til- heyra kristnum söfnuði. Ég geri þetta að tillögu minni og skora á forseta Alþingis, ríkis- stjórnina og þingmenn alla að taka þetta sjálfsagða mál upp. Betri af- mælisgjöf getum við ekki fært frels- aranum sjálfum, hinum lifandi Jesú Kristi, sem vill taka okkur að sér og veita okkur fyrirgefningu synda okkar og eilíft líf, frelsaranum Jesú sem við miðum tímatal okkar við. Ég er þess fullviss að samskipti, umræður og störf þingsins myndu fara í eðlilegri og jákvæðari farveg ef þingmenn sameinuðu hugi sína í bæn til Guðs föður almáttugs skap- ara okkar í upphafi hvers þingfund- ar. Þessi sjálfsagða og mikilvæga at- höfn mundi skila sér margfaldlega í samskiptum og störfum þingmanna og fólks almennt. Bænin og sá góði hugur sem henni mundi fylgja hefði einnig ómetanlega blessun í för með sér fyrir þjóðina alla. Höfundur er framkv.st. KFUM og KUFK og höfundur bænabókarinn- ar Vef mig vængjum þínum. Byggðamál og samgöngur í þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998-2001, sem nú liggur fyrir Alþingi, er m.a. full- yrt að ein forsenda traustra byggða og uppbyggingar vaxtar- svæða séu öruggar samgöngur. Þar er einnig rætt um nauð- syn þess að grípa til aðgerða til að auð- velda fólki í strjálbýli atvinnusókn. Sam- göngumál eru einnig augljóslega mikilvæg- ur þáttur í allri um- ræðu um sameiningu sveitarfélaga. Samgöngumál Þingeyinga Ibúar Norður-Þingeyjarsýslu hafa mörg undanfarin ár barist Ef þær áherslur sem settar eru fram í þingsályktunartillög- unni eiga að gilda fyrir íbúa Norður-Þingeyjar- sýslu, telur Elsa B. Friðfinnsdóttir, að hraða þurfí uppbygg- ingu Norðausturvegar um a.m.k. fímm ár. fyrir bættum samgöngum milli Húsavíkur og Þórshafnar. Sam- kvæmt núgildandi vegaáætlun er þeim ætlað að bíða í um tíu ár til viðbótar eftir varanlegum úrbót- um í þeim efnum. Þó er ljóst að íbúar svæðisins eiga allt sitt undir góðu vegakerfi ekki síst eftir að flug innan svæðisins og til Akureyrar hefur nær lagst af. Uppbygg- ing atvinnustarfsemi með nýtingu gufuorku frá Þeistareykjum, sem vinna ber að á allra næstu árum, mun krefjast starfsmanna af stóru svæði. Ibúar strjálbýlis Norður- Þingeyjarsýslu eygja þar möguleika til at- vinnu, sem aftur má ætla að sporni við brottflutningi af svæð- inu. Þá er gott vega- samband forsenda ör- yggis í heilbrigðis- þjónustu, öryggis sem íbúar þessa svæðis hafa ekki búið við að undanförnu. Nú eru uppi hugmyndir um víðtæka samein- ingu sveitarfélaga í Þingeyjarsýsl- um. Með slíkri sameiningu skap- ast stórt atvinnu-, menntunar- og heilbrigðisþjónustusvæði sem þarf að reiða sig á góðar vegasamgöng- ur. Nauðsynlegar aðgerðir Ef þær áherslur sem settar eru fram í áðurnefndri þingsályktunar- tillögu eiga að gilda fyrir íbúa Norður-Þingeyjarsýslu, má ljóst vera að hraða þarf uppbyggingu Norðausturvegar um a.m.k. fimm ár. Þótt lántaka kunni að verða nauðsynleg til að gott vegasam- band verði komið í Þingeyjarsýslur eigi síðar en árið 2005 má benda á þann sparnað sem á móti kemur í styttri framkvæmdatíma og ekki síður á mikilvægi þessa í því að sporna við þeim fólksflótta úr dreif- býli sem hátt hefur borið í opin- berri umræðu síðustu vikur. Höfundur er lektor og settur for- stöðumaður heilbrigðisdeildar H.A. Elsa B. Friðfinnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.