Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Eftir jarð- skjálftann INDÓNESÍSK kona virðir fyrir sér kirkju, sem fór illa í jarð- skjálfta á eyjunni Mangole síðast- liðinn sunnudag. Var styrkleiki hans 7,6 stig. Biðu 34 menn bana og 89 slösuðust. ♦ ♦♦. Kanna lán til Rússa í janúar Moskvu. Rcuters. MICHEL Camdessus, yfírmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, hét engum nýjum framlögum í við- ræðum sínum við rússnesk stjórn- völd í Moskvu í gær en sagði, að sjóðurinn myndi taka til athugunar frekari aðstoð í janúar. Fyi’rver- andi hjartaskurðlæknir Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, sagði í viðtali í gær, að veikindi hans stöf- uðu líklega fremur af biluðu ónæm- iskerfi en veilu hjarta. Camdessus sagði að í janúar myndi IMF taka afstöðu til frekari lánveitinga á grundvelli tillagna frá rússnesku stjóminni. Sagði hann, að þeir Jevgení Prímakov, forsætis- ráðherra Rússlands, hefðu verið sammála í mörgum greinum en lagði jafnframt áherslu á, að rúss- neska stjómin yrði að halda umbót- um áfram. Prímakov var einnig bjartsýnn á áframhaldandi sam- starf við IMF. Renat Akchúrín, sem sá um hjartaaðgerðina á Jeltsín 1996, sagði í viðtali við vikuritið Argúm- entí í Faktí, að hann vissi ekki ná- kvæmlega hvað amaði að forsetan- um þar sem hann hefði ekki skoðað hann í átta mánuði. Hann sagði þó, að hjartveilan, sem hann hefði verið skorinn upp við, ætti ekki að geta valdið veikindum hans nú og ólík- legt, að hún hefði versnað mjög. „Þessi sífelldu veikindi hans ann- að árið í röð verða helst skýrð með veikluðu ónæmiskerfí, sem gerir hann útsettan fyrir sýkingar. Veikt hjarta á ekki sök á því öllu,“ sagði Akchúrín en nefndi um leið, að lungnabólga gæti haft slæmar af- leiðingar, meðal annars hjartveiki, fengi sjúklingur ekki rétta meðferð. Konur í meiri hættu á að fá lungnakrabba London. Reuters. KONUR em í meiri hættu en karlmenn á að fá hættulegustu tegund iungnakrabbameins, sem orsakast nær alltaf af reykingum, samkvæmt niðurstöðum stærstu krabbameinsrannsóknar sem gerð hefur verið í Bretlandi. Rannsóknin leiddi í ljós að kon- ur eru tvisvar sinnum líklegri en karlar til að fá þá tegund lungna- krabbameins, sem oftast dregur sjúklingana til dauða, en í sjö til- fellum af hverjum tíu er ekki möguleiki á meðferð og flestir sjúklingar deyja innan hálfs árs. Karlmenn fá hins vegar frekar aðrar tegundir lungnakrabba- meins, sem breiðast hægar út, og í helmingi tilfella má rejma með- ferð. Ekki er ljóst hver ástæðan er, en læknarnir sem gerðu rannsókn- ina telja hugsanlegt að munurinn skýrist af því að konur tóku ekki að reykja í stórum stíl fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld, áratug á eftir körlum. Auknar reykingar ungra stúlkna áhyggjuefni Einnig getur verið að konur andi reyknum að sér á annan hátt en karlmenn, til dæmis með styttra og snarpara innsogi, eða reyki aðr- ar sígarettutegundir. Þá er talið mögulegt að ástæðuna megi rekja til ólíkra honnóna eða genasam- setningar. Rannsóknin var gerð af sérfræð- ingum við Konunglega læknahá- skólann í London og var byggð á upplýsingum frá 46 sjúkrahúsum. Dr. Mike Pearson, sem fór fyrir sérfræðingahópnum, sagði að nið- urstöðurnar gæfu ástæðu til að hafa sérstakar áhyggjur af þeirri staðreynd að sífellt hærra hlutfall unglingsstúlkna byrjaði að reykja. Rannsóknir hafa sýnt að hætti fólk að reykja dregur verulega úr líkunum á að það deyi úr sjúkdóm- um af völdum tóbaks. Jafnvel þeir sem hætta á miðjum aldri auka lífslíkur sínar umtalsvert. Nýr forsætisráðherra skipaður í Tyrklandi Stjdrnin í hendur Ecevits Ankara. Reuters. BULENT Ecevit var í gær út- nefndur nýr forsætisráðherra Tyrklands. Mótmæltu heittrúaðir múslimar í Velferðarflokknum, sem er stærsti flokkurinn á tyrk- neska þinginu, skipun hans og sögðu hana verða fellda á þingi. Vika er síðan Mesut Yilmaz frá- farandi forsætisráðherra sagði af sér vegna spillingarmála, en Ecevit var aðstoðarforsætisráð- herra í stjórn hans. Ecevit er 73 ára og einn þekkt- asti stjórnmálamaður Tyrklands, var forsætisráðherra í þrígang á áttunda áratugnum. Hann er BULENT Ecevit vinstrimaður en þykir blanda vinstristefnu sína þjóðernis- hyggju, sem höfðar til Tyrkja. Þá nýtur Ecevit stuðnings hersins, sem er afar mikilvægt, þar sem tyrkneski herinn hefur mikil áhrif á það hverjir fara með völd í Tyrk- landi. Ecevit vildi í gær ekki spá fyrir um hve langan tíma hann þyrfti til að mynda nýja stjórn eða til hvaða flokka hann myndi leita um stuðn- ing. Ljóst er þó að Velferðarflokk- urinn verður ekki þar á meðal. Mun Ecevit sitja fram í apríl, en þá fara þingkosningar fram ÖSE átelur stórveldin vegna Kosovo Ósl<5. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRA Pól- lands, sem fer með foi’ystu í Orygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (OSE), sakaði stói’veldin um að hafa hunsað viðvaranir hans um yf- irvofandi sókn Serba gegn Kosovo- Albönum í janúar síðastliðnum, á fundi utanríkisráðherra aðildar- ríkja stofnunarinnar í Osló í gær. Bronislaw Geremek sagði í ávarpi sínu að stórveldin hefðu látið viðvaranir hans um að brýn nauð- syn væri á að bregðast við yfirvof- andi átökum í héraðinu sem vind um eyru þjóta. Sagði hann að nauð- synlegt væri að efla viðvörunar- kerfí stofnunarinnar og auka trú- verðugleika þess. Ennfremur lét Geremek þá skoðun sína í Ijós að Kosovo-Albanir hefðu átt að vera með í ráðum er samið var um vopnahlé í héraðinu. Bondevik ver eftirlitsstarf Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, varðist gagnrýni á að eftirlitsstarf ÖSE í Kosovo hefði farið hægt af stað, og minnti á að þetta væri stærsta og flóknasta verkefnið sem stofnunin hefði tek- ist á hendur, en Noregur mun fara með forystu í ÖSE á næsta ári. Samkvæmt samkomulagi við Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, munu um 2.000 eftirlits- menn á vegum stofnunarinnar verða við friðargæslu í héraðinu. Um 400 eftirlitsmenn eru þegar komnir til Kosovo, en ráðgert er að allir verði teknir til starfa í lok jan- úar á næsta ári. Santer segir skattatillögur ESB misskildar í Bretlandi Brussel, London. Reuters, Daily Telegraph. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins (ESB), vísaði því á bug í gær að það væri stefna hennar að sam- ræma tekjuskatta í öllum aðildar- ríkjum ESB og sagði að skattatil- lögur sem ræddar hefðu verið á vettvangi ESB hefðu verið mis- skildar í Bretlandi. „Þegar ég les brezku blöðin fínnst mér stundum eins og ég sé staddur í allt öðrum heimi, ekki í þeim heimi sem ég kysi að búa í,“ sagði Santer á blaðamannafundi í Brussel. „Ég vil ekki, sem forseti framkvæmdastjórnarinnar, sam- ræmingu skatta með samræmingu tekjuskatta, svo dæmi sé tekið. Mér hefur aldrei komið slíkt til hugar,“ sagði hann. Santer sagði að orðið „skatt- heimta" væri skilið á annan hátt í Bretlandi en á meginlandinu. Hann líkti þessari nýjustu deilu við þá sem upp kom fyrir nokkrum ár- um um evrópskar sambandsríkis- hugmyndir, þegar enska hugtakið yfír sambandsríki var nær notað Nýtt upphlaup Sun gegn Lafontaine sem blótsyrði í umræðunni í Bret- landi. Mikið hefur verið deilt í Bretlandi að undanförnu um hugmyndir um samræmingu skatta innan ESB eftir að áhrifa- IHHHW ~éþ. miklir stjórn- málamenn á meg- inlandinu - þar á meðal Öskar Lafontaine, nýr fjármálaráðherra Þýzkalands - hafa sagzt vilja sjá slíka samræmingu. Þetta hefur vak- ið ótta um skattahækkanir í Bret- landi. Sir Leon Brittan, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn- inni, vísaði í gær alfarið á bug hug- myndum um að til lengri tíma litið ætti að afnema neitunarvald ein- stakra ríkja er teknar væru ákvarð- anir um skattamál á vettvangi ESB. Lafontaine viðraði þessa hugmynd á þriðjudag með eindregnum stuðn- n ®r Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. **■ 10 ára ábyrgö **■ 12 stcerðir, 90 - 500 cm Stálfótur fýlgir >* Ekkert barr að ryksuga >* Truflar ekki stofublómin Eldtraust Þarfekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili Skynsamleg fjárfesting ffjjílaí/f,'V1' 'shORRMRMit 60 BamMag islenskra skóta ingi hins franska starfsbróður síns, Dominique Strauss-Kahn, en tafar- lausum andmælum Gordons Brown, fjármálaráðherra Bretlands. „Af þessu verð- ur ekki einfald- lega vegna þess að ef þetta er nefnt við Hollend- inga, Dani, Svía eða Austurríkis- menn þá munu þeir hreinlega aldrei fallast á þetta,“ sagði Brittan. Á samráðs- og leiðtogafundi Frakka og Þjóðverja í Potsdam, sem lauk í fyrradag, komu þeir sér saman um að stefna sameiginlega að meiri samræmingu skatta, eink- um meðal þeirra ellefu ESB-rikja, sem um áramótin gerast stofnaðilar að Efnahags- og myntbandalaginu (EMU). Þjóðverjar gegna for- mennsku í ráðherraráði ESB fyrri helming næsta árs. „Skaðleg" skattheimta rannsökuð I desember í fyrra samþykktu fjármálaráðherrar allra ESB-land- anna 15 að hrinda í framkvæmd þriggja þrepa áætlun gegn svokall- aðri „skaðlegri" skattheimtu innan ESB, þar sem hugmyndin var eink- um að hindra að einstök ríki gætu spilað með eigin skattheimtu af fyr- irtækjum í þeim tilgangi að skapa sér forskot í samkeppninni um er- lenda fjárfestingu. Menn voru sam- mála um að slíkt bæri að hindra vegna neikvæðra áhrifa á innri markað Evrópu. Áætlunin fól einnig í sér að vinna gegn því að fjár- magnseigendur gætu komizt hjá skattgreiðslum af vaxtatekjum af inneignum í öðrum ESB-löndum. Á fundi fjármálaráðherra ESB, sem hófst á þriðjudag og lauk í gær, voru kynntar bráðabirgðaniðurstöð- ur skýrslu sérskipaðrar nefndar, sem í umboði fjármálaráðherranna hefur undanfarið hálft ár unnið að því að kanna tilfelli um það sem kallað er „skaðleg" skattasam- keppni innan sambandsins. Nefnd- in, sem einn af astoðarráðherrum Gordons Brown fer fyrir, nefnir 84 slík tilfelli í skýrslunni. Mario Monti, sem fer með mál- efni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórninni, fagnaði starfi nefndarinnar, sem hann sagði gott skref í þá átt að jafna samkeppnis- stöðu fýrirtækjanna á innri mark- aðnum. „Foxtrot Oskar“ Æsifréttablaðið The Sun, sem er með stærsta upplag dagblaða í Bretlandi, blés til nýrrar atlögu gegn nýja þýzka fjármálaráðherr- anum í gær. „Hlustaðu vandlega, herra Lafontaine, við munum að- eins segja þetta einu sinni... Foxtrot Oskar,“ skrifaði blaðið í risafyrirsögn á forsíðu. Bókstafirn- ir F og O, sem standa fyrir eitt dónalegasta orðatiltæki enskrar tungu, voru prentaðir í rauðu. í síð- ustu viku tileinkaði blaðið Lafontaine forsíðuna (og reyndar síðu þrjú líka) undir fyi’irsögninni „Er þetta hættulegasti maður Evr- ópu?“ Talsmaður Tonys Blair forsætis- ráðherra sá ástæðu til að fordæma þetta tiltæki blaðsins. „Önnur Evr- ópuríki munu halda að brezkir fjöl- miðlar séu að ganga í gegnum eitt móðursýkiskastið enn,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.