Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ 68 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 * Snemma á nítjándu öld bjó bóndi sá á Bakka í Fnjóskadal, er Jón hét. Var hann vandaður maður og sannorður. Eitt sinn fór flest fólkið frá Bakka tii kirkju að Illugastöðum, og Jón bóndi og kona hans voru ein heima. I rökkurbyrj- un um kvöldið sátu þau hjón inni í bað- .stofu. Sá Jón þá, að inn kom lítil stúlka, settist á rúm gegnt baðstofudyrum og hamaðist við að prjóna; horfði hann á hana nokkra stund og sagði svo: „Þú ert rækalli fljót að prjóna." Um leið og hann sleppti orðinu, þaut stelpan fram eins og kólfi væri skot- ið, og þá skellihló Jón. Kona hans spurði hann, af hverju hann hefði hlegið, og sagði hann henni þá, hvað fyrir hann hafði borið. „Þá kemur einhver ókunnugur með messufólkinu í kvöld,“ mælti hún. Varð hún sannspá um þetta, því að þangað kom til gistingar stúlka nokkur. Settist hún á sama rúmið og prjónaði, alveg eins og stelpan hafði gert. Þessi þjóðsaga heitir „Prjónandi fylgja“ og er úr handriti Sigurðar Bjarnasonar frá Snæbjarn- arstöðum og birtist í Grímu hinni nýju, safn þjóð- legra fræða íslenskra, sem kom út árið 1965. Ekki er nú mælst til að börnunum séu sagðar slikar sögur á kvöldin, en skemmtileg er hún því hún ber í sér ýmsan fróðleik um horfna tíma. T.d. um trú fólks á fylgjur manna, en sú trú er mjög gömul og er að fínna í Islendingasögunum, einnig sýnir sagan sérstaka orðnotkun og vitneskjuna um að konur og karlar voru sípijónandi. Sagan er svolítið fyndin og virkar á nútímalesanda að vissu leyti sem háðsádeila á þann gífurlega prjónaskap sem var viðhafður á vissum tímum ársins og Jónas Jónasson frá Hrafnagili kallar í bók sinni, Islenskir þjóðhættir, „vinnufrekju“. Lætin við prjónaskapinn voru svo mikil að til að geta prjónað sem lengst fram eftir nóttu setti fólk á augnlokin svokall- aða „vökustaura“. „En aldrei var þó ham- azt eins og vikuna næstu fyrir jólin, því að bæði var þá hvfldin í vonum, og svo þurfti að koina svo miklu í kaupstaðinn, sem hægt var, til þess að skuldin í búð- inni stæði ekki fram yfir nýárið. Var þá á fyrri timum ekki svo fátítt, að fólk setti vökustaura, sem kallaðir voru, á augna- lokin til þess að sofna ekki út af. Staurarnir eða augnateprurnar voru gerðar úr smáspýtum, ámóta stórum og eldspýtur gerast nú á dögum. Stundum var og notað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein úr físki. Var skorið inn í beinið eða spýtuna til hálfs, en haft heilt hinumegin, og gerð á lítil brotalöm og skinninu á augnalokinu smeygt inn í lömina. Stóðu þá endarnir í skinnið, og var þá mjög sárt að láta aftur augun. Þetta kvalræði settu húsbændur á þá, sem ekki gátu haldið sér uppi við prjónaskapinn eins og þeim líkaði. Vika þessi hefur verið nefnd staurvika“. Þeir verða sennilega fáir þetta árið, þrátt fyrir rikjandi góðæri, sem tekst að greiða upp skuld- ina við kreditkortafyrirtækin áður en nýjar árið rennur í garð þó margur leggi á sig svipað harð- ræði og líst er hér að ofan. Sé ekki hægt að leggja inn pijónaða húfu og trefíl hjá kredit- kortafyrirtækjunum til að lækka skuldina þar er allavega fátt notalegra en að fá í jólagjöf skemmtilega jólahúfu og trefíl sem einhver ná- kominn manni hefur farið höndum um og prjón- að. I þessa uppskrift er notað Smart-garn, sem er 100% soðin ull, sem þýðir að hana má þvo í þvottavél og hún er einstaklega mjúk og minnir ekkert á gömlu vökustaurana. Húfa og trefill falleg og rn • * j • / > • / i • •• r» iijotprjonuð jolagjof II XX Étítí g XX^ xx5d XX fflí mm Saumið með pijónsaumi jx] = Rautt nr. 840/4109 □ = Hvítt nr. 801/1001 j Prjónsaumur Stærðir: 2-4, 6-8 ára Húfuvídd: 45, 48 sm SMART 100% ull Rautt nr. 840/4109, 5 dokkur Hvítt nr. 801/1001, 1 dokka Einnig er hægt að nota Peer Gynt-gam. 'PRJÓNAR: 40 sm hringprjónar nr. 2,5 og 3,5 Sokkaprjónar nr. 3,5 Góðir fylgihlutir: Merkihringir, prjónanælur, dúskamót, þvottamerki fyrir gamið. PRJÓNFESTA: 22 lykkjur í sléttu prjóni á prjóna nr. 3,5 = 10 sm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. HÚFA: Fitjið upp með rauðu á ermaprjón nr. 2,5, 99-105 lykkjur. Prjónið 12 prjóna slétta í hring + 1 prjón bmgðinn = brotlína. Skipt- ið yfír á ermaprjón nr. 3,5 og prjónið áfram slétt þar til mælast 20-22 sm frá brotlínunni. Skiptið nú húfunni í þrennt með 33-35 lykkj- ur á hverju stykki. Setjið 66-70 lykkjur á nælu og prjónið slétt prjón fram og til baka yfír íyrstu 33-35 lykkjurnar. Eftir 1 sm er sett merki í miðjulykkjuna. Takið nú úr 1 lykkju báðum megin við miðjulykkjuna og einnig 1 lykkju í byrjun og enda fjórða hvers prjóns þar til 5-3 lykkjur eru eftir. Slítið frá. Dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eft- ir em og herðið vel að. Saumið þríhyming- inn saman niður að skiptingunni. Setjið næstu 33-35 lykkjurnar á prjón nr. 3,5 og prjónið eins og síðan síðustu 33-35 lykkjurn- ar. Saumið hjörtun í með prjónsaumi og hvítu í miðju að framan, um það bil 4 um- ferðum frá brotlínunni. Búið til 3 litla hvíta dúska og festið einn í hvern topp. TREFILL: Fitjið upp 72 lykkjur með rauðu á ermaprjón eða sokkaprjóna nr. 3,5. Prjónið 1 bragðin, 35 sléttar, 1 brugðin, 35 sléttar. Prjónið þannig þar til mælast 92 sm eða trefillinn er hæfílega langur. Fellið af. Saumið hjörtun í með prjónsaumi og hvítu í hvorn enda, um það bil 7-8 umferðum frá uppfitjun/affell- ingu. Saumið trefilinn saman í endana. Búið til 4 litla hvíta dúska og festið í hvert horn. * „Ögrandi og tíma- bær lesning fyrir nútímaparið. Bókin lýkur upp tantrískum leyndar- málum um sam- bönd, nánd og ástríður. “ Yoga Joumal. Fæst í öllum helstu bóka verslun um Þýðandi bókarínnar, Guðjón Bergmann, býður félagasamtökum, fyrírtækj- um og öðrum áhugasömum hópum upp á fyrírlestra, byggða á bókinni, fyrir jólin. Hafíð samband í LEIÐARLJÓS DREIFING í SÍMA 544 8070. síma 544 8070. Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn ídag kl. 17.00. Fundurinn eröllum opinn. A dagskrá er m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1999. Útvarpað verður á /Vær ÉaÁiuœisv ’ -vSv " Reykjavíkuifcoi^ Skrifstofa borgarstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.