Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Um móður í Nasaret og aðrar konur Sveitasæla BÆKUR Gnðfræði KONUR OG KRISTUR eftir Sigurbjörn Einarsson. Utgef- andi: Setberg. Stærð: 160 blaðsíður, innbundin. ÞVÍ er oft haldið fram að kristin- dómur_ sé tæki til að halda konum niðri. I þessari bók er talað þvert gegn slík- um skoðunum. I henni er numið staðar við all- ar helstu kvenpersónur Nýja testamentisins, stöðu þein-a og kjör og sýnt fram á hvaða þýð- ingu hinn kristni boð- skapur hafði íyrir líf þeirra og aðstæður. Dregnar eru fram and- stæður hins kvenfjand- samlega umhverfís, sem þær bjuggu í, og hins lífgefandi boð- skapar Jesú Krists og þýðingu hans íyrir þær. Bent er á hvernig konur voru oft í aðal- hlutverki í mikilvægustu atburðum guðspjallanna. Það var kona sem fékk fyrst að vita að frelsarinn myndi fæðast. Það var kona sem fyrst játaði Jesú sem Drottin. Það voru konur sem stóðu við krossinn þegar flestir lærisveinarnir voru flúnir eða í felum og það voru konur sem fengu íyrst vitneskju um upp- risuna, grundvallaratburð kristninn- ar. I hinum grísk-rómverska heimi samtímans þótti það engum málstað til framdráttar að konur væru áber- andi fulltrúar hans. Dæmi úr bók- inni: „Enginn dómstóll í samtíðinni gat fellt úrskurð út á vitnisburð konu. Þó að konum bæri saman um eitthvert mikilvægt atriði skar það ekki úr. Það mátti hafa að engu. En þegar karl eða karlar voru til vitnis var engin stoð í því, sem konur kunnu að segja (s. 44-45). Og eng- inn gæti bent á nein þáttaskil sögunnar, - þar sem nöfnum kvenna sé svo til skila haldið og hlut kvenna svo á lofti haldið sem gert er í guð- spjöllunum í sambandi við þau aldahvörf, sem þau lýsa og eru sprottin af (s. 46).“ Bókin skiptist í 20 kafla sem hver um sig greinist í nokkra sjálfstæða þætti eina og hálfa til þrjár blaðsíður að lengd. í hverjum þætti er eitt atriði íhugað. Sama persóna getur komið fyrir í fleiri en einum þætti, eins og t.d. María, móðir Jesú. Mest er fjall- að um konurnar sem Jesús um- gekkst, enda er meira vitað um þær en flestar aðrar. En konur úr öðrum hlutum Nýja testamentisins, sumar lítt þekktar, ei-u einnig dregnar fram í Ijósið. Lesandinn getur lært eitthvað af öllum konunum, sem staldrað er við, trú þeirra. og per- sónueiginleikum. Undir lok bókarinnar hugleiðir höfundur mikilvægi Faðirvorsins og þýðingu þess að vera í lífssambandi við hinn lifandi Guð. Vegna uppbyggingar bókarinnar má nota hana sem andaktsbók. Það hefði gert hana aðgengilegri að gefa köflunum heiti sem gæfu vísbend- ingu um innihald þeirra í stað núm- ers eingöngu. Höfundur eys í þessu riti af brunnum mikils lærdóms, langrar lífsreynslu og lifandi trúar á þann Guð sem bókin fjallar um með bein- um og óbeinum hætti. Hann ritar ís- lensku eins og sá sem valdið hefur. Málið leikur í höndum hans og þjón- ar efninu á þann veg að hver stund með bókinni er andleg og bók- menntaleg veisla. Konur og Ki'istur er fyrir karla jafnt sem konur. Hún hrekur lítt ígrundaða sleggjudóma um kenn- ingu Jesú Krists um konur. Frá henni stafar andi Jesú Krists og því er hún holl lesning fyrir alla. Kjartan Jónsson BÆKUR Þjóðfræði SIGGA A BREKKU Endurminningar aldamótabarns eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. Myndir: Sigrún Eldjárn. 143 bls. Æskan. Prentun: Viðey ehf. Reykjavík, 1998. FYRSTA setning bókarinnar vekur strax athygli: »Mikið er oft voðalega mikið að gera innanbæjar á laugardögum.« Mikið - mikið! Var höfundur- inn að mismæla sig? Þegar lengra dregur í lestrinum vaknar skiln- ingsljósið. Höfundur- inn gerir sér far um að skrifa sem alþýðlegast. Að nokkru leyti líkir hann eftir barnamáli eins og það var talað í sveitinni snemma á öld- inni en fer þó hvergi út fyrir þær málvöndun- arskorður sem fólk setti sér í þá daga. Höfundur lýsir dag- lega lífinu á Brekku eins og það kemur Siggu litlu fyrir sjónir. Hún er glöð og sæl í sinni bernsku, tekur vel eftir, hlakkar til jólanna og fylgist af áhuga með amstri full- orðna fólksins. En það eru einmitt hin daglegu störf sem höfundur leggur kapp á að lýsa sem gleggst og ítarlegast. Þótt textinn sé með sögusniði er þetta fyrst og fremst fræðirit fyrir börn, íslensk þjóð- fræði í sögubúningi. Ekki er sennilegt að bók þessi höfði til barns sem hefur lítinn eða engan áhuga á að fræðast um lífið í gamla daga. Ungur lesandi, sem getur meðtekið gamla tímann og nýtur þess að fræðast, mun hins vegar fínna þarna áhugavert les- efni. Því fer nefnilega víðsfjarri að börn séu einhver einsleitur les- endahópur. Áhugamál þeirra eru mismunandi, rétt eins og annarra. Flest börn hafa áhuga á lífi og leikjum jafnaldra sinna. Þannig munu fyrir- finnast börn, bæði í dreifbýli og þéttbýli, sem hafa gaman af að vita hvernig dagur leið í lífi lítillar stúlku fyrir öld. Heimilið var þá jafnframt vinnu- staður. Og litla stúlk- an var smásaman lát- in taka til hendinni í samræmi við getu sína og aldur. Jafn- framt hafði hún fyrir sér hvernig fullorðnir unnu störf sín og þannig lærði hún strax í bernsku á lífið sem beið hennar á fullorðinsárum. Teikningar Sigi'únar Eldjárn eru í góðu samræmi við textann, ein- faldar, barnslegar, kómískar og að flestu leyti við hæfi ungra og áhugasamra lesenda. Erlendur Jónsson Sigurbjörn Einarsson Ingibjörg Þorgeirsdóttir Jóla- bókatóna- flóð í Kaffí- leikhúsinu LESIÐ verður úr fimm nýjum bók- um í Kaffileikhúsinu í dag, fimmtu- dag, kl. 21: Gerður Kristný les úr bók sinni Eitruð epli, Auður Jóns- dóttir les úr sögu sinni Stjómlausri lukku, Fríða Björk Ingvarsdóttir les úr þýðingu sinni Hestaskálinni eftir Graham Swift, Kristján B. Jónasson les úr Líffærameistaran- um eftir Federico Andahazi í þýð- ingu Kolbrúnar Sveinsdóttur, Krist- ín Ómarsdóttir flytur ljóð úr bók sinni Lokaðu augunum og hugsaðu um mig og Guðmundur Andri Thorsson les úr greinasafni sínu Eg vildi að ég kynni að dansa. Hljómsveitimar Jagúar og Stjörnukisi sjá um tónaflóðið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson VIGFIJS Þór Hróbjartsson og Sigurbjörg Magnúsdóttir ásamt undir- leikaranum Krisztinu Szklenár skemmta á aðventuhátíð í Vík. Helmingur nemendanna í kórnum Fagradal. Morgnnblaðið. FYRSTA sunnudag í aðventu héldu barnakór Grunnskóla Mýrdalshrepps, Tónskólinn og Kór Víkurkirkju aðventuhátíð í félagsheimilinu Leikskálum í Vík. Sr. Haraldur M. Kristjáns- son flutti hugvekju. A dagskrá tónleikanna voru kórsöngur, einsöngur og hljóðfæraleikur undir stjórn Krisztinu Szklenár og Önnu Björnsdóttur. Um fjörutíu börn syngja með barnakórnum eða um helming- ur nemanda skólans, sem hefur nýverið sent frá sér geisladisk sem heitir Vorið góða. Andersen í nýrri þýðingu HERRA- SLOPPAR Herranáttföt Herranáttserkir lympía. Kringlunni 8-12, sími 553 3600 BÆKUR Barnabðk LJðTI AMIAI! I \(íI V V 0« FJÖGUK ÖIVlMUIt ÆVINTÍIU eftir H.C. Andersen í þýðingu Atla Magnússonar. Myndskreytt af Svend Otto S. Skjaldborg, 155 bls. FLESTIR kannast við þýðingar Steingríms Thorsteinssonar á æv- intýram H.C. Andersens, þess er hélt til Kaupmannahafnar vegna spásagnar um að síðar yrðu Óðins- vé skrautlýst honum til heiðurs. Eftir á að hyggja kann þessi spá að hljóma hógvær, því mörgu öðru hefur hann lýst með verkum sínum en heimabæ sínum einum. Enn koma út ævintýri H.C. And- ersens, rúmum 120 árum eftir dauða hans. Ekki þó ný sem eiga að hafa fundist í gömlum kössum uppi á háalofti, heldur em gömlu góðu ævintýrin færð í nútímalegi’i búning, hvað málfar varðar, því segja má að orðaval Steingi'íms sé á margan hátt bam síns tíma. Nýjasta útgáfan era þýðingar Atla Magnússonar á Þumalínu, Eldfærunum, Grenitrénu, Litlu stúlkunni með eldspýturnar og Ljóta andarunganum í einni bók, myndskreyttri af Svend nokkrum Otto. Það eru gullfallegar myndir, aðallega vatnslitir, og myndi hver um sig sóma sér vel í ramma uppi á vegg. I myndunum endurspeglast stemmning ævintýranna vel og litaval styður söguþráðinn; í Eld- 4*l~V\1 V, 11 W-l AW 1 Laim K-i nid-lM A A* húmorískir, en kuldalegir og trega- blandnir í Litlu stúlkunni með eld- spýturnar. Þýðingin er prýðisvel unnin, fyr- ir utan danska sagnorðsbastarðinn „ske“ sem hefur á einhvern hátt tekist að lauma sér inn í Þumalínu, á blaðsíðu 11. Einnig er talað um halakörtur í þeirri sögu sem um einhverja ákveðna körtutegund sé að ræða - en fyrsta æviskeiði sína eyða öll froskdýr sem halakörtur. Ævintýrin fimm í bókinni eru vel valin hvað varðar fjöibreytileika í efni og söguþræði; uppvaxtarsaga blómálfs, létt skemmtisaga um hermann, óður til líðandi stundar og að njóta meðan er, saga um ólánssama stúlku og að síðustu Ljóti andarunginn sem gæti hugs- anlega verið stílfærð sjálfsævisaga skóai'asonar sem varð dáður sagnamaður. Það er gleðilegt að „frumrit" skuli fægð en markaðsöflum ekki iátið eftir að teikna þau upp eftir minni og setja í söluvænlegan bún- ing. T_T 1 vv, 1 -v UCin«nnA« Fundarboð Hluthafafundur Hlutabréfasjóðsins íshafs hf. verður haldinn 15. desember 1998 kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Kosning nýrrar stjórnar félagsins. 2. Önnur mál, sem eru löglega upp borin. Reykjavík, 3 desember 1998. Stjórn Hlutabréfasjóðsins íshafs hf. Leikhús- stjdraskipti í Loft- kastalanum HALLUR Helgason hefur verið ráðinn leikhússtjóri Loftkastalans frá og með 1. janúar nk. Baltasar Kormák- ur, sem gegnt hefur stöðunni, er nú að undirbúa gerð kvik- myndar sinnar, 101 Reykjavík. Nýverið stofnaði Loftkastal- inn Islenska kvikmynda- verið í sam- vinnu við fyrirtæki Fríðriks Þórs Frið- rikssonar, íslensku kvik- myndasamsteypuna. Starfs- svið leikhússtjóra hefur tekið breytingum eins og rekstur fé- lagsins og era mannaskiptin nú hluti af endurskipulagn- ingu rekstursins, segir í fréttatilkynningu. Lesið úr fímm bdkum á Súfístanum LESIÐ verður úr fimm nýjum bókum á Súfistanum, bóka- kaffi, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30. Hallgi'ímur Helgason fer með ljóð úr Ljóðmælum sín- um, lesið verður úr þýðingu Sverris Hólmarssonar á Lilju- leikhúsinu, kínverskri ævisögu frá tíma menningarbyltingar- innar, Mikael Torfason les úr skáldsögu sinni Saga af stúlku, Sjón úr ljóðabók sinni Myrkar fígúrur og Guðjón Ai'ngn'msson les úr bók sinni um Vestur Islendinga, Annað Island. Hallur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.