Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Vernd er vandi „Þótt geimskutlan hefði aldrei orðið til án mannanna, þá hefðu mennirnir aldrei orðið til án loftsins, vatnsins, jarðarinnar. “ Václav Havel VANDI þeirra sem eru andvígir virkj- anaframkvæmdum á miðhálendi ís- lands er ekki sá að viðhorf virkjunarsinna sé óbærilega rangt og fráleitt, heldur þvert á móti, vandinn er sá, að viðhorf virkjunarsinna virðist bæði skynsamlegt og að- laðandi. Og það virðist þar að auki hafa það fram yfir vernd- unarsjónarmiðið, að vera byggt á rökum en ekki tilfinninga- semi. Það sem ræður virkjunarvilj- anum er nytja- og hagkvæmnis- hyggja. Þess vegna er málstað- ur virkjunarsinna svo ákaflega sterkur; hann VIÐHORF á sér rætur í Eftir~Kristján G. ^dvallar- Arngrímsson hugmyndum sem eru ríkj- andi og þar af leiðandi eru rök fyrir virkjunum sannfærandi. Þau höfða til framkvæmdasemi og verðmætasköpunar, og hvort tveggja er okkur í blóð borið - sem betur fer. Án fram- kvæmdasemi og verðmæta- sköpunar væri íslensk tilvera aum. Að vilja vernda miðhálendið felur í sér að maður vill ekki að þar rísi virkjanir. Þess vegna stangast verndunarsjónarmiðið á við ofangreinda nytjahyggju, og gengur þar með gegn með- fæddri framkvæmdasemi Is- lendinga og þeirri ákaflega ís- lensku hefð að öllu skipti að „bjarga verðmætum“. Hvaða verðmætamat liggur til grundvallar því sjónarmiði að vilja vernda náttúruna? Það er sú trú að náttúran sé verð- { mæti í sjálfri sér, burtséð frá því hvað okkur finnst eða hvað við gerum. Það felur í sér það viðhorf að ekki þurfi að fram- kvæma til að skapa verðmæti - verðmætið er þegar fyrir hendi þótt það sé kannski ekki okkar. En vandinn við þetta viðhorf er sá að það virðist byggt á til- finningasemi og þar með ekki á rökum. Svona „verðmæti" eru ekki mælanleg og skynsömum mönnum er meinilla við það sem ekki er hægt að mæla - slíkt er óvísindalegt og minnir óþægilega á álfa og huldufólk. Þetta gerir að verkum að I málstaður verndunarsinna er mun erfiðari og vandmeðfarn- ari en málstaður virkjunar- sinna og það er mun torveldara að færa rök fyrir verndun en virkjun. Ekki vegna þess að virkjun sé í sjálfu sér hinn rétti kostur, heldur vegna þess að virkjun er í samræmi við ríkj- andi grundvallarsjónarmið um mikilvægi nytsemdar og þær hefðbundnu hugmyndir, sem í því felast, um hvað geti talist skynsamlegt. Verndunarsjón- t armiðið brýtur í bága við þetta sjónarmið. Samkvæmt nytjahyggjunni er miðhálendið og fallvötnin fyrst og fremst auðlind. Að nýta ekki auðlind er beinlínis að kasta verðmætum á glæ, sam- kvæmt nytjaviðhorfínu. Auðlind sem ekki er nytjuð hefur sam- y kvæmt þessu ekkert gildi, hún er ekki verðmæti. Að hún hafi „gildi í sjálfri sér“ er merking- arleysa, samkvæmt nytjavið- horfmu. Frá sjónarhomi virkj- unarsinna er viðhorf vemdun- arsinna því bæði ábyrgðarlaust og óskynsamlegt - hreinlega barnalegt. Enn ein ríkjandi grundvallar- hugmynd sem verndunarsjón- armiðið gengur gegn er tækni- hyggjan, sú sannfæring að tæknilegt svar sé óhjákvæmi- lega ákjósanlegast - hljóti að vera besta lausnin því tækni sé alltaí' (og skilyrðislaust) til góðs. En vernd er verkefni sem ekki krefst tæknilegrar úr- lausnar - þvert á móti. Það eyk- ur enn vanda verndunarsinna að yfirleitt er talað um tækni og framfarir í sömu andránni, og því kviknar sá granur að ef maður er andvígur tæknilegri lausn þá sé maður beinlínis andvígur framförum - og hvaða skynsemi getur verið fólgin í því að vera á móti framföram? Eiga vemdunarsinnar þá engin haldbær rök? Era þeir þá bara tilfinningasöm og mót- þróafull börn sem ekki vilja lúta skynsamlegum rökum alvarlega þenkjandi manna? Geta þeir þá ekkert gert nema dansað á fjallgönguskóm og þanið brjóst- ið í lopapeysum, syngjandi sig hása á væmnum ættjarðar- kvæðum? Stundum reyna vemdunar- sinnar að vera „skynsamir“ og þá fara þeir að beita nytjarök- um. Segja kannski að ómenguð náttúra geti skilað stórfelldum arði sem ferðamannaauðlind. En þetta eru veik rök og eigin- lega gagnverkandi. Ferða- mannafjöld er plága - beinlínis mengun - víða um heim, til dæmis á Italíu, og getur þar að auki spillt náttúranni. Þetta væri eins og að leyfa ferða- mönnum að blaða óhindrað í fornritunum. Virkjunarsinnar segja að rök, en ekki tilfinningar, skuli skera úr um hvað gert verður. Því geta vemdunarsinnar verið samþykkir. En verndunarsinn- ar era ekki sammála því að nytjarök séu einu raunverulegu rökin og allt annað sé tifinn- ingasemi. Hagkvæmni og tækni era ekki sjálfkrafa svarið við öllum vanda. Nytjahyggjan er einfaldlega ekki allur sannleik- urinn. Meginástæða þess að vernd- unarsjónarmiðið er af mögum talið grunsamlegt er að það er ekki verkefni í venjulegum skilningi. Það er að segja, það krefst ekki framkvæmda, held- ur þvert á móti, það krefst þess að maður haldi aftur af fram- kvæmdaseminni. Og að halda aftur af framkvæmdaseminni gengur gegn innsta eðli íslend- ingsins. Framkvæmdasemi og hag- sýni era af hinu góða. Tilvist ís- lendinga er sennilega besta sönnun þess. En það er líka af hinu góða að kunna sér hóf og vita hvenær tími er kominn til að líta upp úr framkvæmdunum og huga að hinu víðara sam- hengi. MARÍA HENCKELL + María Bjarna- dóttir Henckell fæddist á Akureyri 25. júní 1911. Hún andaðist í Reykjavík 23. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, banka- stjóri á Akureyri, f. 1872, og kona hans, Sólveig Einarsdótt- ir, f. 1874. Systkini Maríu eru: Einar, f. 1907, Kristín, f. 1909, Unnur, f. 1910, Guðrún, f. 1911 (tvíburasystir), og Guð- finna, f. 1913. Þau eru látin nema Guðrún og Guðfinna. Árið 1936 giftist María Arnold Henckell, f. 1911, d. 1996, frá Hamborg í Þýskalandi. Þau bjuggu fyrstu árin í Hamborg, en María flýði þaðan með dætur sínar tvær til Maissen í Saxlandi eftir loftárásirnar á Hamborg sumarið 1943. Skömmu fyrir stríðslok 1945 komst hún til Dan- merkur og þaðan heim til Islands með fyrstu ferð Esjunn- ar eftir að friður komst á. Eftir að Arnold kom til Is- lands árið 1947 bjó fjöskyklan öll í Reykjavík, lengst af á Hraunteigi 20. Dætur Maríu og Arnolds voru: Helga Guðrún, f. 1937, d. 1963, og Hilde Sólveig, f. 1939, d. 1997. Hún var gift Siguijóni Helgasyni, f. 1937, og eru börn þeirra Helga Guðrún, f. 1969, og Hjalti, f. 1974. Utför Maríu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. María tengdamóðir mín ólst upp á Akureyri, á efri hæð í bankanum sem faðir hennar stýrði. Foreldrar henn- ar, Sólveig og Bjarni, höfðu dvalist áram saman erlendis við nám og störf, og mun heimilið hafa borið þess merki, verið e.t.v. með nokkrum heimsborgarabrag. Sjálfsagt þótti að börnin fengju menntun við hæfi. Son- urinn varð lögfræðingur, en að loknu gagnfræðanámi héldu dæturnar til annarra landa til að læra tungumál og víkka sjóndeildarhringinn. I þeim erindum fór Maja tæplega hálfþrítug til Hamborgar í Þýskalandi, og þar réðust örlög hennar þegar hún kynntist jafnaldra sínum Amold Henckell, sem starfaði þar við versl- unarfyrírtæki foður síns. Þau gengu í hjónaband rétt fyrir jólin árið 1936 og settust að í Hamborg og þar fæddust báðar dæturnar, Helga Guð- rán og Hilde Solveig. Maja minntist þessara fyrstu Hamborgarára með einstakri hlýju, og þá ekki síst tengdaforeldranna sem tóku henni eins og sinni eigin dóttur. En þessi góðu ár liðu fyrr en varði. Skömmu eftir fæðingu yngii dótt- urinnar skall stríðið á og Amold var kallaðm- til herþjónustu eins og aðrir ungir menn. Lengi vel kom hann heim í leyfi öðru hverju og fjölskyld- an frétti af honum reglulega. En sum- arið 1943 dundu ósköpin yfir þegar miklar loftárásir voru gerðar á Ham- borg. Maja bjó þá með dæturnar hjá tengdafoður sínum sem var orðinn ekkjumaðm-. Hús þeiira var lagt í rást ásamt flestu sem í því var, en fólkið komst undan með naumindum. Skömmu síðar fluttist Maja til Mais- sen í Saxlandi, og síðasta ár stríðsins dvöldust þær mæðgur við tiltölulega góðai1 aðstæður á prestssetri þar ná- lægt. Þegar nær dró stríðslokum og austurvígstöðvamar færðust nær fór Maja þaðan með dætur sínar og komst með ævintýralegum hætti til Kaupmannahafnar. Hún hefur sjálf sagt frá þessum atburðum í bókinni Lokuð sund sem dr. Matthías Jónas- son gaf út árið 1946. Frásögn hennar nefnist Þegar Hamborg brann og verður ekki rakin hér nánar, en ferðalagið um Þýskaland til Dan- merkur var afrek sem lýsir vel kjarki Maju og einbeitni. Hún kom svo heim til Islands með fyrstu ferð Esjunnar eftir að friður komst á. Arnold slapp heill á húfi úr hildarleik ptríðsins og þegar hann fluttist til íslands árið 1947 sameinaðist fjölskyldan á ný eft- ir áralangan aðskilnað. Lengst af áttu þau heimili á Hraunteigi 20 í Reykja- vík, og þar bjó Maja ein eftir fráfall Amolds fyiár tæpum þremur árum. Henni var ekki að skapi að vera upp á aðra komin og varð svo lánsöm að geta séð um sig sjálf til æviloka. Maja var glæsileg kona, víðfórul og víðlesin, sönn heimskona í bestu merkingu orðsins. Hún hafði yndi af að umgangast fólk og taka á móti gestum. í þeim efnum gerði hún sér engan mannamun, og alltaf tók hún málstað þeiira sem minna máttu sín. Samband hennar við okkur Hildi og barnabömin var alla tíð með ágæt- um, en alltaf vildi hún fremur vera veitandi en þiggjandi. Og síðustu ár- in skipti velferð barnabarnanna hana mestu máli. Mikið ástríki var líka alltaf á milli Maju og systra hennar. Maja varð fyrir þeirri þungu raun að missa báðar dætur sínar, Helgu Guðránu hálfþrítuga og Hildi Sólveigu langt um aldur fram. Að sjálfsögðu fengu þessi áföll mjög á hana en hún lét þó aldrei bugast og sýndi sálarstyrk sem varð öðrum dýrmætur stuðningur. Að leiðarlokum þakka ég sam- fylgdina í þrjá áratugi. Sigurjón Helgason. Óvenjulegu lífshlaupi ömmu Maju er lokið. Hún fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Uppvaxtarárin voru áhyggjulaus og góður tími í hópi fimm annarra systkina. Margar skemmtilegar sögur kunni hún af uppátækjum sínum og systkinanna og sérstæðu mannlífinu á Akureyri í þá daga. Þáttaskil urðu í lífi hennar þegar hún tuttugu og fimm ára hélt til Þýskalands ásamt Guðránu tví- burasystur sinni í þýskunám. Þar kynntist hún afa. Þau giftust um jól- in 1936 og settust að í Hamborg. Þar fæddust dætur þeirra tvær. En fyrir henni lá mikil og erfið lífsreynsla. Hörmungum stríðsins kynntist hún af eigin raun. Stríðsárin var hún í Þýskalandi en tókst með dugnaði sínum að koma sér og dætranum heilum heim til Islands við lok stríðs- ins. Á þessum tíma hefur mótast sú andúð sem amma hafði á stríðs- rekstri síðan, en líka óvenjulegt sál- arþrek, og ákveðni sem örugglega hefur komið sér vel þegar þurfti að eiga viðskipti við skriffinna og lög- reglumenn sem á leið hennar urðu. Afi kom til Islands tveimur árum síðar og við tóku betri tímar um sinn. Dæturnar tvær gengu í skóla á veturna. Sumrin vora oft notuð til ferðalaga um Evrópu, því amma og afi höfðu yndi af því að kynnast framandi löndum og lífsháttum. Oft lá leiðin líka til fjölskyldunnar í Þýskalandi. En ógæfan dundi yfir á páskadag 1963. Ámma og afi misstu Helgu Guðrúnu eldri dóttur sína í hörmu- legu slysi. Þrátt fyrir allt munum við eftir ömmu sem lífsglaðri og kátri. Ekki síst gat hún gert grín að sjálfri sér. Kannski vora það líka eiginleik- arnir sem hjálpuðu henni að komast af á erfiðum tímum. Amma hafði líka til að bera mikla víðsýni. Hún hafði ánægju af lestri góðra bóka, og var ágæt málamanneskja enda las hún bæk- ur á þremur tungumálum auk ís- lensku. En amma var líka ákveðin og stjórnsöm í jákvæðum skilningi þess orðs. Ef til dæmis einhver lá lasinn heima var eins víst að hon- um væru lagðar lífsreglurnar. Þessi eiginleiki kom líka vel í ljós heima á Hraunteigi. Þar stjórnaði hún fallegu heimili, og þangað voru allir velkomnir. Alltaf var gott að koma á Hraunteiginn og spjalla við ömmu og afa, þar var amma með gott kaffi og fallega lagt á borð. Á Hraunteignum bjó hún til síðasta dags, síðustu þrjú árin ein eftir að afi dó. Fyrir tæpum tveimur árum þurfti hún svo að sjá á bak móður okkar, Hildi Sólveigu. Það var allri fjölskyldunni erfitt, en sálarstyrk- ur hennar vakti aðdáun og var stuðningur okkur hinum. Elsku amma, takk fyrir samfylgd- ina og allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Helga Guðrún og Iljalti. TORFI ÓLAFSSON Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 + Torfi Ólafsson fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1921. Hann lést á Landspítalan- um 5. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. Torfi Ólafsson, pabbi hennar Jónu, er fallinn frá. Með þessari fregn komu ekki aðeins upp í huga mér undrun og sorg, heldur rifjuð- ust upp myndir úr æsku minni með Jónu í Vesturbænum. Flestar af þessum minningum tengjast Torfa og Möggu á einhvern hátt, því við vinkonurnar eyddum mörgum stundum á Nýlendugötunni í að æra þau hjónin með Adam Ant og fleiri skelfilegum tónlistarmönnum. Oft ílengdist maður og var svo heppinn að lenda í mat. Einkennandi fyrir þessa matmálstíma var að gustur barst um eldhúsið, Toi-fi vatt sér inn, át á mettíma og snaraðist aftur út í vinnu; krafturinn og orkan voru aðalsmerki þessa manns. Það var aldrei stoppað. Þegar hann var ekki í vinnunni var hann úti á verkstæði að smíða, en Torfi var geysihagur á allt sem hann tók sér fyrir hendur, húsið, garðurinn og síðast en ekki síst glæsilegur sumarbústaður bera þess vitni. Þegar ég sá hann fyrst setti að mér, stelpukrakkanum, ótta- blandna virðingu fyrir stórum og stæðilegum manni með hafnarvarð- arkaskeitið og svo keyrði hann þessa stóru flottu bíla. En þetta var hlýr maður og traustur sem munaði ekki um að útvega vinkonu dóttur sinnar hennar fyrsta alvöru sumar- starf, það var greiði sem ég mun ekki gleyma frekar en svo mörgum góðum stundum á Nýlendugötunni. Elsku Magga og Jóna, megið þið finna styrk í sorg ykkar og þú, Jóna mín, stendur þig sem alltaf, þú hefur ekki styrkinn hans Torfa fyrir ekki neitt. Sara Níelsdóttir. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.