Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 6^ sama gildir þegar stjómvöld ákvarða þjónustugjöld of há með til- liti til þeirra reglna sem raktar hafa verið hér að framan. Hinn 1. janúar 1996 tóku gildi lög nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Otvírætt er, að frá og með þeim degi, ber stjórnvöldum að endurgi-eiða borg- urunum það fé sem ofgreitt reynist lögum samkvæmt ásamt vöxtum. Stjómvöld skulu sjálf hafa frum- kvæði að slíkum endurgreiðslum þegar þeim verður ljóst að ofgreitt hefur verið. Þegar gjaldtaka hefur á hinn bóginn farið fram án nokkurr- ar lagaheimildar, er e.t.v. ekki rétt að tala um „oftöku" þjónustugjalda þar sem gjaldtakan er þá í heild ólögmæt. Alitamál er hvort heimilt sé að dæma gjaldanda bætur eftir almennum skaðabótareglum í slík- um tilvikum. Ríkisstarfsmenn, sem oftaka skatta eða gjöld í starfí sínu, geta sætt stjórnsýsluviðurlögum, s.s. áminningu eða brottvikningu eða eftir atvikum uppsögn, séu sakir miklar. Opinber starfsmaður getur jafnvel sætt refsiviðurlögum skv. 129., 139. eða 141. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. í 129. gr. laganna er kveðið svo á, að ef opinber starfsmaður heimtir eða tekur sér eða öðrum til ávinnings við sköttum eða gjöldum, sem gjaldandi skuldar ekki, þá varði það fangelsi allt að 6 árum, enda liggi ekki þyngri refsing við verknaðinum eftir öðrum ákvæðum laganna. Vægari refsingu að tiltölu skal beita, ef opinber starfsmaður hefur í upphafi tekið við gjaldinu í þeirri trú, að gjaldandinn skuldaði það, en heldur gjaldinu síðan í ávinningsskyni, eftir að hann kemst að hinu rétta. Kerfisbundin eiulurskoðun þjónustugjalda nauðsynleg Öllum má ljóst vera, að ekkert ríki getur haldið uppi starfsemi sinni án þess að afla til þess fjár. I dómum þeim og álitum umboðs- manns Alþingis, sem minnst hefur verið á hér að framan, hefur ekki verið um það deilt að hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar þjóð- arinnar á Alþingi fara með vald til þess að ákveða hvenær lagður skuli á skattur og hvenær tekin skuli þjónustugjöld af hálfu stjórnvalda. I þessum dómum og álitum hefur heldur ekki verið deilt um hinn pólitíska þátt, sem gert er út um á Alþingi, þ.e. hvar leggja skuli á þessar álögur. í dómum þessum og álitum hefur aftur á móti verið tek- ist á um, hvort Alþingi og stjórn- völd hafi við meðferð valdheimilda sinna haldið sig innan ramma stjórnarskrár og annarra réttar- heimilda. í hnotskurn felst vandinn í því, að þegar í lögum er mælt fyr- ir um, að stjórnvöld skuli taka gjöld fyrir veitta þjónustu, þá eru slík gjaldtökuákvæði oft æði fábrotin og lagatæknilega ófull- komin, og þar með til þess fallin að valda deilum við beitingu þeirra. í annan stað hefur Alþingi mælt svo fyrir í nokkrum lagaákvæðum að innheimt skuli þjónustugjöld fyrir opinbert eftirlit, en slík gjaldtaka getur í mörgum tilvikum verið óframkvæmanleg. í þriðja lagi eru deilur tíðar varðandi innheimtu þjónustugjalda, þegar stjórnvöld- um hefur verið framselt vald til að ákveða fjárhæð þeirra. Furðu mörg dæmi eru um, að stjórnvöld skeyti litlu um þær reglur, er gilda um þjónustugjöld, þegar þau ákvarða fjárhæð þeirra. Á síðastliðnum árum hafa gengið nokkrir dómar þar sem ríki eða sveitarfélögum hefur verið gert að endurgreiða gjöld að hluta eða öllu leyti. I dómum þessum hafa dóm- stólar jafnan tekið einarða og skýra afstöðu. I ljósi þess verður ekki talið að réttaróvissa ríki um þær meginreglur er gilda um heim- ildir stjórnvalda til töku þjónustu- gjalda hér á landi. Með hliðsjón af því hversu laga- heimildir til töku þjónustugjalda eru oft ófullkomnar og mörg stjórnvöld hirðulaus um að fylgja settum reglum, er við því að búast að fleiri dómar gangi, þar sem stjórnvöldum verður gert að end- urgreiða oftekin gjöld sem þau hafa innheimt. Til þess að ráða á þessu bót, virðist nærtækast að hlutast verði til um, að fram fari kerfisbundin endurskoðun á þeim þjónustugjöldum sem ríki og sveit- arfélög innheimta og kannað ann- ars vegar hvort lagaheimild gjald- anna sé viðhlítandi og hins vegar hvort útreikningar og innheimta þeirra sé í samræmi við lög. Með hliðsjón af fjárstjórnar- og laga- setningarvaldi Alþingis, hvílir ábyrgðin á þvi að koma þessum málum í löglegt horf bæði hjá Alþingi og stjórnvöldum. Verði ekkert að gert gæti skapast hætta á að tekjuöflún ríkis og sveit- arfélaga biði skipbrot á tilteknum sviðum. Höfundur er dósent i lögum við lagadeild Háskóla íslands. ''prJ INNLENT Erindi um aðferðir til alkóhólmælinga Lyfjafræðingarnir Jakob Krist- insson og Kristín Magnúsdóttir, Rannsóknastofu í lyfjafræði, flytja erindi á málstofu efna- fræðiskorar föstudaginn 4. des- ember kl. 12.20 í stofu 158, húsi VR-II við Hjarðarhaga. Erindið nefnist: Nýjar og gamlar aðferðir til alkóhólmælinga. Árið 1958 voru sett í umferðar- lög hér á landi ákvæði um að refsivert væri að stjórna ökutæki ef þéttni alkóhóls í blóði væri 0,5 „ eða meiri. Til þess að hægt væri að framfylgja þessum ákvæðum umferðarlaga þurfti að vera hægt að mæla alkóhól í blóði. I erindinu verður gerð grein fyrir aðferðum, sem notaðar hafa verið hér á landi til ákvörðunar um alkóhól í blóði og aðferð þeiiri, sem nú er notuð til ákvörð- unar um alkóhól í útöndunarlofti. Rætt verður um nákvæmni og sérhæfni hverrar aðferðar um sig. Jólttskúl fyrir kunfekl orfterubtU 2 Icngdi fdáknr lÁtill lantpi J'yrir sprittkerti, 12 cm Postulímdúkka 3B ciu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.