Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 5-5.
Utskriftir
heimilismanna
Kópavogshælis
ÁRIÐ 1995 var gerð-
ur samningur milli fé-
lagsmálaráðuneytis og
heilbrigðisráðuneytis
um útskriftir 37 heimil-
ismanna Kópavogshæl-
is, þannig að heilbrigð-
isráðuneytið lét stöðu-
heimildir fylgja hverj-
um heimilismanni er
útskrifaðist á sambýli,
en félagsmálaráðuneyti
sæi um að kaupa eða
byggja húsnæðið.
Nú er þessum
áfanga að ljúka og er
því hér með skorað á
ráðherrana að hefjast
handa um að gera nýja
áætlun með frekari útskriftir. Pað
er skylda heilbrigðisráðheira jafnt
sem félagsmálaráðherra að koma á
samstarfsnefnd til að vinna að
þessu máli.
Það er ófyrirgefanlegt að þessir
fötluðu einstaklingar séu vistaðir á
sjúkrastofnun og verði þannig af
allri þeirri þjónustu sem aðrir fatl-
aðir fá. Þeir fá engar
örorkubætur, liðveislu
eða niðurgreiddan
ferðakostnað, og svo er
engin réttindagæsla
þeim til vamar. Allt
húsnæði Kópavogshæl-
is er byggt upp af sjóð-
um fatlaðra og er því
sjálfgefíð að heilbrigð-
isráðuneytið kaupi hús-
næðið og þeir peningar
fari í að byggja sambýli
fyrir þetta fólk. Þegar
Sólborg í Eyjafirði var
lögð niður og húsnæðið
notað fyrir Háskólann,
keypti menntamála-
ráðuneytið húsin og fór
kaupverðið í Framkvæmdasjóð fatl-
aðra er fjármagnaði kaup á sambýl-
um fyrir heimilismenn Sólborgar.
Það er ekki hægt að láta foreldra
og ættingja biða endalaust í þessari
óvissu um hvað verður um skjól-
stæðing þeima í náinni framtíð.
Á fulltrúafundi Þroskahjálpar var
samþykkt svohljóðandi ályktun.
Birgir
Guðmundsson
Fulltrúafundur Landssamtakanna
Þroskahjálpar haldinn að Flúðum
13.-15. nóvember 1998 skorar á
heilbrigðisráðherra og félagsmála-
ráðhema að standa við loforð sem
gefín hafa verið íbúum Kópavogs-
hælis um nýja búsetu og tryggja
þeim þannig sömu grundvallar-
mannréttindi og öðrum. Kópavogs-
hæli hefur verið byggt upp fyrir
fólkið sem þar býr. Framkvæmdir
hafa verið fjármagnaðar með fjár-
veitingum til málefna fatlaðra. Því
er eðlilegt að ríkisspítalar kaupi
Eg skora á félagsmála-
ráðherra, segir Birgir
Guðmundsson, að gera
eitthvað í réttindamál-
um heimilismanna
Kópavogshælis.
eignir á Kópavogshæli. Rekstrarfé
til þjónustu er þegar fyrir hendi og
þarf að fylgja.
Að lokum vil ég skora á félags-
málaráðherra að gera eitthvað í
réttindamálum heimilismanna
Kópavogshælis. Bendi ég honum á
þau erindi er við höfum komið með
til hans þrívegis en ekkert verið
gert.
Höfundur er fomiaður Foreldra- og
vinafélags Kópavogshælis.
Réttarbætur fyrir öryrkja
STJÓRNVÖLD
hafa bent á að ekki sé
langt að bíða leiðrétt-
ingar í kjaramálum
öryrkja. Um næstu
áramót hækka lífeyr-
isgreiðslur um heil
3%, eða um 1.860 kr. á
mánuði. Mismunurinn
á milli hugmynda ör-
yrkja um hækkun líf-
eyris annars vegar og
aðgerða stjórnvalda
hins vegar er mínus
42%.
Fólk í láglauna-
störfum á íslandi
þekkir af biturri
reynslu hversu erfitt
er að ná endum saman. Á síðustu 5
árum hafa lágmarkslaun í landinu
hækkað um 52% og launavísitalan
um 30%. Á sama tíma hefur örorku-
lífeyrir og tekjutrygging aðeins
hækkað um 17%. Við þau kröppu
kjör sem láglaunafólki eru búin,
skapast fátækt, sem eykur á vanlíð-
an fólks og vekur upp sjúkdóma
sem kosta samfélagið oft fjárútlát.
Öryrkjar minntu valdhafa á bág
kjör sín við þingsetninguna 1. októ-
ber sl. með þögn og blysum. I fram-
haldi af þeirri aðgerð hafa talsmenn
öryrkja m.a. komið eftirfarandi
ábendingum um þörf á úrbótum á
framfæri við stjórnvöld:
1. í dag er grunnlíf-
eyrir aðeins um 15 þús-
und kr. á mánuði og
þarf hann almennt að
hækka verulega. Sér-
staða fatlaðra ung-
menna verði virt með
tilliti til skertra mögu-
leika þeirra til að hasla
sér völl í samfélaginu og
verði grunnlífeyrir
þeirra ekld lægri en 45
þúsund kr. og fylgi sú
upphæð þróun vísitölu.
2. Atvinnuþátttaka er
mikilvæg fyrir öryrkja,
en eins og málum er nú
háttað skerða atvinnu-
tekjur ráðstöfunartekjur öryi-kja
við 20 þúsund kr. mánaðartekjur,
sem er óviðunandi. Þess vegna verði
frítekjumark hækkað og það fylgi
síðan launavísitölu.
3. Hætt verði að skerða eða
svipta öryrkja tekjutryggingu
vegna tekna maka.
4. Skattleysismörk verði hækkuð
og jaðarskattar minnkaðir.
5. Hætt verði að skattleggja
húsaleigubætur.
Núverandi valdhafai- lýsa yfir vel-
þóknun sinni á árangri ríkisstjóm-
arinnar í efnahagsmálum á kjör-
tímabilinu. Máli sínu til stuðnings
Öryrkjar verða ekki
varir við góðærið, segir
— ~~~
Asta M. Eggertsdóttir,
þvert á móti, kjör
þeirra hafa versnað.
segja þeir að nú ríki góðæri í land-
inu. Öiyrkjar verða ekki varir við
góðærið, þvert á móti, kjör þeirra
hafa versnað.
Skorað er á stjórnvöld að taka lög
og reglur um kjör öryi-kja til ræki-
legrar skoðunai- og leiðréttingar hið
allra fyi'sta.
Næsta vor eru þingkosningar og
nýir valdhafar munu taka við stjóm
landsins að þeim loknum. Sagt hef-
ur verið að fólkið í landinu fái þá
stjórn, sem það verðskuldar. Við
munum svo sannarlega hlusta vel á
frambjóðendur allra flokka á næstu
vikum og mánuðum og veita því sér-
staka athygli hvort þeir hyggjast
beita sér fyrir réttarbótum í kjara-
málum öryrkja og fylgja þeim til
lykta.
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri og er íÁtakshópi
öryrkja.
Ásta M.
Eggertsdóttir
BRIÐS
IIiiisjoii Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag
Kópavogs
Þriggja kvölda hraðsveitakeppni
félagsins lauk sl. fimmtudag.
Úrslit:
Valdimar Sveinsson 1.716
Vinir 1.712
Loftur Pétursson 1.666
Ekki Ragnar 1.645
í sigursveitinni spiluðu auk
Valdimars: Eðvarð Hallgrímsson,
Friðjón Margeirsson, Ingimundur
Guðmundsson, Bemódus Krist-
insson og Þorleifur Þórarinsson.
Bestu skor kvöldsins náðu:
Valdimar Sveinsson 574
Ekki Ragnar 567
Erla Sigurjónsdóttir 558
Sl. föstudag fóru sex sveitir frá
B.K. og kepptu við Selfyssinga á
Selfossi. Bidsfélag Kópavogs
marði sigur. Keppt er um vegleg-
an bikar, sem Kópavogsbúar hafa
nú unnið fjóram sinnum, en Sel-
fyssingar þrisvar.
Aðventubrids. Næstu 2 fimmtu-
daga, 3. og 10. des., verður spilað-
ur tvímenningur, tvö sjálfstæð
kvöld, þar sem veittur verður
jólaglaðningur fyrir hæstu skor
hvort kvöld. Að auki verða veitt
verðlaun fyrir hæstu samanlagða
skor úr báðum kvöldunum. 17.
des. verður síðan hefðbundið
jólaglögg.
Bridsfélag
Hafnarfjarðar
Spilaðar voru tvær umferðir í
sveitakeppninni mánudaginn 30.
nóvember og er hún nú rúmlega
hálfnuð. Staða efstu sveita er nú
þannig:
Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 94
Sveit Guðmundar Magnússonar 80
Sveit Sigurjóns Harðarsonar 66
Sveit Halldórs Pórólfssonar 63
í butlernum er staðan svo
þessi:
Ásgeir Ásbjömss. - Dröfn Guðmundsd. 21,21
Guðm. Magnúss. - Olafur Þór Jóhannss. 19,83
Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurb. 19,46
Bjöm Amarson - Haukur Harðarson 17,62
Gísli Hafliðason - Jón N. Gíslason 16,83
Bridsfélag Reyðarfjarðar
og Eskiljarðar
Þriðjudagskvöldið 1. desember
var spilaður tvímenningur með
þátttöku 16 para, tvö spil milli
para. Úrslit urðu þessi:
MagnúsValgeirss.-MagnúsÁsgrímss. 261
Auðbergur Jónsson - Hafsteinn Larsen 242
Haukur Bjömsson - Magnús Bjamason 222
Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss. 216
Brids í jólapakkann
Hjá Bridgesambandi íslands er
mikið úrval af bridsbókum, sagn-
boxum, spilabökkum og fleiru fyr-
ir bridsspilara, sem tilvalið er að
lauma í jólapakkann. Bókalistinn
er á heimasíðunni: islandia.is/~is-
bridge og hægt að panta á netinu
eða í síma 587 9360 á skrifstofu-
tíma kl. 13-17.
Frá Sellafield
til miðhálendis-
ins á íslandi
ENN einu sinni ber-
ast fregnir um mengun
frá kjamorkuvinnslu-
stöðinni við Sellafield á
Bretlandi. Að þessu
sinni er það vegna los-
unar efnisins teknisí-
um-99 í hafið. Frá þess-
ari umdeildu stöð er
sleppt í hafið geisla-
virkum úrgangi sem
síðan berst með haf-
straumum inn á norska
firði og þaðan áfram á
hafsvæði í Norður-Atl-
antshafi, m.a. til Is-
landsmiða. Viðbrögð
Norðurlandabúa hafa
verið mjög hörð vegna
þessa og með sama
hætti er mikið uppnám vegna máls-
ins í Bretlandi. Krafan um lokun
stöðvai'innar í Sellafield hefur orðið
æ háværari, bæði innan Bretlands
og ekki síður almennt í Evrópu.
Þannig hefur málið meðal annars
komið til umræðu á þingi Evrópu-
ráðsins. En krafan um lokun stöðv-
arinnar í Sellafield er alls ekki auð-
Krafan um lokun
stöðvarinnar í Sella-
field er alls ekki auð-
veld, segir Hjálmar
Arnason, og málið er
hið vandmeðfarnasta.
veld og málið hið vandmeðfarnasta.
Grannur þess er sú einfalda stað-
reynd að efnahagslíf Bretlands og
Evrópu þarf á raforku að halda -
orku sem framleidd er meðal annars
með kjarnorku.
Sellafield
Svo undarlega sem það kann að
hljóma þá tengist vandamál Sellafi-
eld miðhálendi íslands. Málið snýst
nefnilega um undirstöðu atvinnulífs
veraldar, þ.e. raforku. Efnahagslíf
heimsins þarf orku til að standa
undir framleiðslu, atvinnusköpun og
hagsæld íbúa heimsins. Orka er hins
vegar af verulega skomum
skammti. Á meginlandi Evrópu er
raforka framleidd að langmestu
leyti með olíu, kolum eða kjarnorku.
Þannig er kjarnorkan einn helsti
orkugjafi Frakka. Raforkufram-
leiðsla með kjarnorku er hápólitískt
mál. Veldur þar ekki síst sú ógnun
sem stafar af hættulegum umhverf-
isslysum af hennar völdum. Flestir
muna eftir Chemobyl-slysinu og
þeim hörmungum sem því fylgdu.
Svipuð ógn stafar af kjamorkuver-
um hvar sem er, jafnt á Norðurlönd-
um sem á meginlandi Evrópu. Ann-
ar þáttur er úrgangurinn úr kjarn-
orkuveranum. Hvað á að gera við
hann? Endurvinnslustöðin í Sellafi-
eld er dæmi um slíkt vandamál.
Geislavirkum úrgangsefnum er
dembt í hafið og berast þau með
hafstraumum víða. Nágrannaríki
telja sér standa ógn af þessu enda í
rauninni vandamál heimsins alls.
Umhverfísmál geta aldrei orðið
staðbundin heldur verður að skoða
þau í hnattrænu samhengi.
Vatn eða kjarnorka
Af þessum sökum er nú alls staðar
verið að leita nýrra og vistvænna
orkugjafa. Þjóðir ESB hafa sett sér
það markmið að á næstu 10 áram
verði hlutfall vistvænna orkugjafa í
efnahagslífi þeirra orðið 12% í stað
5% í dag. Rétt til upprifjunar skal
minnt á að þetta sama hlutfall hér á
Islandi er 67% eða meira en í nokkra
öðra ríki veraldar. Til skoðunar eru
ýmsar leiðir, svo sem að nýta metan-
gas, vindmyllur, sjávarfóll, sólarorku
og fleira. Vandinn er sá
að vistvænh’ orkugjafar
á borð við vatnsföll og
gufuorku era mjög tak-
markaðir í Evrópu.
Þess vegna era augu
fjárfesta í vaxandi mæli
farin beinast að íslandi. ~
Við íslendingar erum
svo lánssamir að ráða
yfir veralegu magni af
vistvænni orku, sem á
sinn hátt má segja að
sé að verða ein dýr-
mætasta auðlind okkar.
Af þessum sökum má
segja að við íslending-
ar stöndum nú frammi
fyrir mjög 6141014 sið-
fræðilegri spurningu:
Viljum við leggja heiminum tO vist>
væna orku eða ýta vandamálum
Evrópuríkja frá okkur og eftirláta
kjarnorkuverum Evrópu að fram-
leiða það rafmagn sem þörf er á?
Þessari spurningu er vandsvarað
vegna þess að nýting fallvatna felur í
sér virkjanir. I því sambandi hefur
verið bent á aðra mjög verðmæta
auðlind, það er hina ósnortnu víðáttu
miðhálendisins. Gjaman er þessum
tveimur umhverfismálum teflt fram
sem andstæðum þótt ég sé ekki
sammála þeirri framsetningu.
Stöðugleiki og atvinna
Ég harma það hversu oft umræða
um umhverfis- og virkjunarmál get-
ur tekið á sig yfirborðskennda mynd'
þar sem upphrópanir og órökstudd-
ar staðhæfingar eru látnar ganga
fyrir yfirvegaðri og faglegri um-
ræðu. Svo langt hefur verið gengið
að fullyrt hefur verið að sökkva eigi
miðhálendi Islands undir miðlunar-
lón orkuvera. Auðvitað er slík full-
yrðing út í hött - engan hef ég í
raun setja slík áform fram nokkra
sinni. Spurningin er einfaldlega sú
hvort við viljum hagnýta fyrir okkur
og umheiminn þær vistvænu orku-
lindir sem landið á. Fyiir fjórum ár-
um var hér mikið atvinnuleysi og
þjóðin virtist sýna því skilning að
einhverjar virkjanir væra nauðsyn-
legar til þess að efla atvinnu- og
efnahagslíf þjóðarinnar. Nú, þegaK,
árar betur, er komið annað hljóð í
strokkinn. Við skulum hins vegar
vera þess minnug að efnahagslíf
okkar er fallvalt og þarf ekki annað
en breytingar á þorskstofni til þess
að vofa atvinnuleysis knýi hér dyra
að nýju. Það hlýtur að vera hags-
munamál þjóðarinnar til lengri tíma
litið að auka stöðugleika í efnahags-
lífi þannig að íslendingar geti búið
við þá hagsæld sem þeir í raun vilja.
Þess vegna þarf að skoða alla mögu-
leika í stöðunni.
Sáttaleið
Mikilvægt er að skilgreina miðhá-
lendi íslands. Hverjar era nátt-
úraperlur þess? Hverjir era virkjj*
unai’kostir? Hvar eru hinar ólíku
auðlindir? Síðan þarf að finna sátt
um leiðir þar sem sjónarmið nátt-
úrufegurðar og hagnýtingar geta
farið saman. Þetta er i raun sú
stefna sem iðnaðarráðherra hefur
boðað. Við slíka umræðu verðum við
að vera málefnaleg og er það trú
min að slík sáttagjörð geti orðið
raunveraleg. Kjarnorkuvandamál
Evrópuþjóða snertii’ okkur jafnmik-
ið og hófleg nytjastefna á vistvæn-
um orkugjöfum hérlendis. Islenska
þjóðin er umhverfisvæn í hugsun
sinni - til allrar hamingju. Við viljir
um draga úr mengun alheimsins og
við viljum líka fá að njóta þeirra
náttúi’uverðmæta sem land okkur
felur í sér. Þess vegna.er svo mikil-
vægt að skoða málin í víðu sam-
hengi og umfram allt að ræða þau
öfgalaust.
Höfundur er alþingismaður. A
Hjálmar
Árnason