Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 80
■■§0 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Anne Heche og Ellen PeGeneres
flytja frá Hollywood
Osanngjörn og auð-
mýkjandi framkoma
KÆRUSTUPARIÐ Anne
Heche og Ellen DeGeneres
kvartaði í vikunni yfír því að
yfirlýst samkynhneigð sín
hefði haft slæm áhrif á kvik-
myndaferilinn í Hollywood.
Nú hafa þær lýst því yfir að
þær ætli að hverfa á braut
frá kvikmyndaborginni í
Los Angeles.
„Við erum hættar hjá
umboðsmönnum okkar,
búnar að segja upp tals-
mönnum okkar, erum að
selja húsið okkar og ætlum
að flytja í burtu,“ sagði
DeGeneres í samtali við
Los Angeles Times sem
birtist á þriðjudag.
Hún fór áður með aðal-
hlutverk í Ellen og var það
fyrsti framhaldsþátturinn í
Bandaríkjunum þar sem
aðalpersónan var samkyn-
hneigð. Hún sagði í samtalinu að
' liún og Heche, sem er í öðru af aðal-
hlutverkunum í endurgerð á sígildri
mynd Hitchcocks „Psycho", ætli að
taka sér „að minnsta kosti árs
hvíld“.
Ummæli hennar fylgdu í kjölfarið
á viðtali við leikkonunarnar í sunnu-
dagsblaði Times þar sem þær sögðu
að komið hefði verið fram við þær á
ósanngjarnan og auðmýkjandi hátt
af stóru kvikmyndaverunum. Nokkr-
ar nýjar myndir með þeim verða
frumsýndar í Bandaríkjunum á
i næstunni sex mánuðum eftir að
þættimir Ellen með DeGeneres
voru teknir af dagskrá ABC-sjón-
varpsstöðvarinnar. Þær sögðust hafa
verið sniðgengnar af kvikmyndaver-
um og sjónvarpsstöðvum efth- það.
)vAllt sem ég óttaðist varð að
veruleika," segir DeGeneres. „Ég
missti framhaldsþættina. Það hefur
verið ráðist að mér úr öllum áttum.
Ég fór úr því að þéna ógrynni fjár á
framhaldsþáttum í að þéna enga
peninga.“
Heche sagði í samtali við Times:
„Mér var sagt að ég fengi aldrei aft-
ur vinnu.“
Heche er sem áður segir í öðru
aðalhlutverkinu í Psycho sem frum-
sýnd verður vestanhafs á föstudag
og DeGeneres leikur í þremur
væntanlegum myndum, þar á meðal
„Goodbye Lover“ sem frumsýnd
verður í desember og gamanmynd
Ron Howards „edTV“ sem frum-
sýnd verður i vor.
„Ég get ekki sagt að tilboðunum
rigni inn,“ segir Heche, sem sagðist
hafa komist að því að „Fox vildi
ekki ráða mig vegna þess að for-
ráðamenn fyrirtækisins eru enn
sárreiðir mér fyrir að verða ást-
fangin af Ellen á sama tíma og
Volcano var frumsýnt."
Súkkulaði
Elton John
framleiðir
kvikmyndir
HELENA Bonham Carter
mun leika í fyrstu kvik-
mynd Rocket Pictures,
nýstofnaðs kvikmyndafyrir-
tækis Eltons Johns, og verður
það í myndinni „Women
Talking Dirty“. Bonham Cart-
er verður í hlutverki Coru í
gamanmyndinni sem fjallar um
vináttu tveggja skoskra
kvenna sem hjálpa hvor
annarri í lífsins ólgusjó. Tökur
hefjast í Edinborg í mars og
verður Coky Giedroyc leik-
stjóri en hún hefur áður leik-
^ stýrt „Stella Does Tricks".
nýjasta efnið?
►HÉR sést súkkulaðilífstykki á
gínu nokkurri í súkkulaðisýningu
New York-borgar sem haldin var
27. nóvember sl. Sýningin stend-
ur í fímm daga og sú fyrsta sinn-
ar tegundar í Bandaríkjunum.
Súkkulaðiflíkin á rætur sínar að
rekja til samskonar súkkulaði-
hönnunar á sýningu í París fyrr
á árinu og er mann farið að
gruna að
súkkulað-
ið sé
nýjasta
efnið hjá
tísku-
hönnuð-
um í dag.
ERLENDAR
90000®
Sverrir Hreiðarsson
vefhönnunarstjóri
skrifar um geisladiskinn „Pearl
Jam Live On Two legs“ og
myndbandið „Single Video
Theory"
Frábært ár
fyrir Pearl Jam-
aðdáendur
FLJÓTLEGA eftir að nýaf-
stöðnu tónleikaferðalagi
Pearl Jam lauk fór að bera á
fregnum þess efnis að í íyrsta sinn
væri sveitin til í meira. Annað hefur
yfírleitt verið upp á teningnum og
bandið hefur alla tíð yfíykeyrt sig á
þessum ferðalögum. Ég var því
mjög spenntur að heyra að til stæði
að gefa út hljómleikaplötu og það
réttum sextíu dögum eftir að ferða-
laginu lauk.
Það hefði verið ósköp auðvelt fyr-
ir Pearl Jam að taka góðan tíma í
undirbúning á sinni fýrstu hljóm-
leikaplötu. Þeir eiga árangursríkan
feril að baki og ekki skortir þá efni-
viðinn. Fyrsta plata þeirra, Ten,
skaut þeim upp á stjömuhimininn í
upphafí áratugarins og gerði þá að
persónugerving-
um Grunge tón-
listarinnar með
lögum eins og
Blaek, Alive, Ev-
en Flow og Jer-
emy. Pearl Jam
voru kannski
ekki fyrstir, en
náðu meiri vin-
sældum og sölu
en t.d. Nirvana
og Soundgarden
sem komu fram á
sama tíma.
Margir voru
svartsýnir á að
þeim tækist að
fylgja Ten eftir
en 1993 kom svo út önnur plata
sveitarinnar og seldist hún í tæpri
milljón eintaka fyrstu vikuna. Það
er sölumet sem stendur enn vestan-
hafs.
Það var því mikill léttir þegar Li-
ve On Two Legs kom í hús því þar
eru Pearl Jam ekkert að gi-afa í
gamla rykfallna spólusafninu heldur
eru hér á ferðinni upptökur frá tón-
leikaferð sumarsins. Þeirri sömu og
Vedder og félagar eru svo ánægðir
með að helst vildu þeir halda áfram.
Svo erfitt reyndist þeim að hætta að
það sást til þeirra á 350 manna stað
í heimabæ þeirra, Seattle, þar sem
þeir mættu óvænt og hituðu upp
fyrir gömlu biýnin í Cheap Trick.
Engin ein stúdíóplata fær sér-
staka athygli á Live On Two Legs
en lagavalið er bæði gott og fjöl-
breytt. Við fyrstu hlustun er ekki að
heyra nein sérstök frávik frá upp-
runalegum útgáfum laganna en
annað kemur þó fljótlega i ljós.
T.a.m í laginu Daughter er bæði að
finna nýja nálgun McCready gítar-
leikara sem svipar helst til sveita-
tónlistar og í lok lagsins hafa þeir
svo komið fyrir versi úr Neil Young
laginu Rockin’ in a free world. Með
því gefa þeir í skyn að dóttirin endi í
strætinu og eigi sér ekki viðreisnar
von eins og upprunalegi textinn
gerði ráð fyrir. Neil Young eru ann-
ars gerð enn betri skil í síðasta lagi
plötunnar, F*ckin’ Up. Pearl Jam
hafa oft og iðulega flutt þetta lag
hans á tónleikum og ferst það vel úr
hendi. Gaman hefði þó verið að
heyra eitthvað af því efni sem var á
Mirrorball, plötunni sem Neil
Young og Pearl Jam gerðu saman
1995.
Um miðbik plötunnar hægja þeir
aðeins ferðina með Elderly Woman
Behind The Counter In A Small
Town, Uiititled og MFC. Það er
helst MFC sem ég set spurningar-
merki við. Miklu nær hefði verið að
velja einhver meiri tónleikalög af
Yield, eins og In Hiding eða Faith-
ful. Untitled hljómar líka kunnug-
lega og gott ef þetta er ekki aukalag
sem kom á Go smáskífunni um árið
og heitir Alone. Talandi um Go þá
er það næsta lag á plötunni og þar
með hitnar í kolunum. A efth' fylgja
svo Red Mosquito og Even Flow
sem að mínu mati kemur best út á
þessari plötu.
Skömmu áður en halda átti upp í
tónleikaferðina kaus trommarinn,
Jack Irons, að sitja heima vegna
geðhvarfasýki og því var Matt Ca-
meron, fyri'verandi trommari
Soundgarden og góðvinur Pearl
Jam, fenginn til að berja húðirnar.
Það verður að játast að hann er eins
og fæddur til að vera í bandinu.
Kannski er þetta bara best svona;
Irons spilar inn á plöturnar en Ca-
meron á tónleikum. Það er allavega
ekki annað að heyra en Jeff Ament
bassaleikara líki vel við Cameron
því þéttleikinn einkennir þessa
plötu frá því talið er í og þar til yfir
lýkur. Þrátt fyrir orðróm þar að lút-
andi stendur ekki til að Cameron fái
fast sæti í bandinu.
Off He Goes og Nothingman eru
lög sem sóma sér vel aftarlega á
listanum enda eru þau alls ekki af
ólíkum toga. í Nothingman er
Vedder upp á sitt besta og sýnir að
hann er hinn eini sanni særði héri
þegar að söngnum kemur enda falla
textar Pearl Jam vel að þessum ein-
kennandi söngstíl hans. En Vedder
er fleira til lista lagt og það sannar
hann í Do The Evolution. Þar er
engu líkara en hann sé kominn í
hlutverk sjónvarpsprests sem er al-
veg að tapa vitglórunni og í lok lags-
ins mætti halda að hann sé allur -
en þá tekst honum að grafa eftir
aukaorku og senda frá sér enn eitt
„It’s evolution baybeeeeeeee!“ öskr-
ið. Og trúið mér. Ég meina þetta á
jákvæðan hátt.
Þegar hlustað er á Live On Two
Legs er engu líkara en upptökurnar
séu frá einum og sömu tónleikun-
um, en svo er ekki. Lögin eru tekin
upp í Detroit, Washington, Boston
og á West Palm Beach svo eitthvað
sé nefnt. Eins og ávallt er mikið
lagt í hönnun umslags plötunnar
enda er Jeff Ament, bassaleikari,
grafískur hönnuður að mennt og sér
um þessa hlið mála. Á umslaginu er
að finna myndir af öllum vegg-
spjöldunum sem notuð voru íyrir
tónleikana sem og myndir af starfs-
fólki Pearl Jam á þessu ferðalagi.
Það er nú ekki oft sem maður sér
hljómsveitir gera aðstoðarfólki sínu
jafn hátt undir höfði. Pearl Jam
hlýtur því nafnbótina „Tillits-
samasta hljómsveit allra tíma“ og
eru vel að titlinum komnir. Allt frá
upphafí hefur sveitin verið mótfallin
útgáfu smáskífna sem þeir segja
vera óþarfa peningaplokk. Þær
smáskífur sem komið hafa frá Pearl
Jam innhalda því áður óútgefíð efni.
Þá eru þeir líka þekktir fyrir bar-
áttu sína við Tieketmaster sem hef-
ur einokunaraðstoðu í miðasölu
allra stærri tónleikahúsa í Banda-
ríkjunum. Pearl Jam koma því ekki
fram á þeim stöðum sem
Ticketmaster er með umboð fyrir
og segja miðaverð þeirra alltof hátt.
Þá hafa þeir, líkt og hún Björk, ver-
ið fastagestir á góðgerðatónleikum
til styrktar frelsisbaráttu Tíbet.
Nú fer að líða að lokum tónleik-
anna og eitt allra besta lag Pearl
Jam til þessa, Better Man, rennur
rólega af stað. Salurinn lætur ekki á
sér standa og syngur hástöfum með
(eins og ég þegai' þetta er skrifað -
samstarfsfólki mínu til ógleði). Að
undanskildu Neil Young-laginu sem
ég minntist á hér að framan, þá er
bara eitt lag eftir og það er jafn-
framt vinsælasta
lag sveitarinnar
frá upphafi.
Black er þegar er
orðið ódauðlegt
popplag og með-
ferðin á því hér
er til háborinnar
íyrirmyndar.
Live On Two
Legs stendur
kyrfilega í báða
fætur og toppar
frábært ár fyrir
Pearl Jam-aðdá-
endur.
Single Video
Theory
Pearl Jam sendi nýlega frá sér
myndbandið Single Video Theory
þar sem áhorfandinn er í hlutverki
flugunnar á veggnum. Fylgst er
með þegar æfingar og upptökur á
Yield fóru fram i hljóðveri í Seattle.
Það er fróðlegt að heyra meðlimi
Pearl Jam útskýra hvernig lög
þeirra verða til og hvaða aðferðum
þeir beita. Mike McCready segir
m.a. frá því hvernig gítarleikur
hans er háður söng Eddie Vedder
hverju sinni og að stundum sé ein-
faldlega best að forða sér út í horn,
svo æstur geti Vedder orðið.
Pearl Jam hefur ekki farið var-
hluta af sálarstríði því sem alþekkt
er í rokksveitum eða eins og Jeff
Ament, bassaleikari, kemst að orði:
„Samkeppnin innan sveitarinnar er
mikil. Ut úr góðu rifrildi þróast svo
kannski eitthvað rosalega fallegt -
ef við komumst í gegnum það.“
Leikstjóri Single Video Theoi'y er
Mark Pellington sem oft er kallaður
MTV-leikstjórinn vegna þess fjölda
tónlistarmyndbanda er eftir hann
liggja. Honum er þó líka treyst fyrir
stærri verkefnum því í janúar á að
frumsýna mynd hans Arlington
Road þar sem stórleikararnir Tim
Robbins og Jeff Bridges fara með
aðalhlutverkin. Framleiðandi er svo
enginn annar en Cameron Crowe
sem leikstýrði Jerry McGuire og
Singles (sem meðlimir Pearl Jam
léku einmitt í).
Viva La Vinyl
Að lokum er ekki úr vegi að
minna Netverja á Viva La Vinyl III,
beina útsendingu til heiðurs Pearl
Jam, 11. desember nk. Sent verður
út í Real Audio á slóðinni
http:/Avqri.rwu.edu/vlv frá klukkan
13 til 16 að íslenskum tíma.