Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Draumurinn sem rættist TONLIST Geislaplötur FRÁ DRAUMI TIL DRAUMS a) Joseph Haydn: Strengjakvartett op. 64 nr. 5 (Lævirkinn). b) Jón Nor- dal: Strengjakvartett, „Frá draumi til draums11. c) Johannes Brahms: Klarínettukvintett op. 115; d) Tvö söngljóð, op. 91 nr. 1 og 2. e) Carl Nielsen: Blásarakvintett op. 43. f) Ludwig van Beethoven: Strengja- kvartett op. 59 nr. 3. Flytjendur: b) Bernadel-kvartettinn (Zbiginiew Dubik, Greta Guðnadóttir, Guð- mundur Kristmundsson, Guðrún Th. Sigurðardóttir); a) og f) Sigrún Eð- valdsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdótt- ir, Guðmundur Kristmundsson, Ric- hard Talkowsky; d) Alina Dubik, Helga Þórarinsdóttir og Richard J. Simm; c) Einar Jóhannesson, Sigrún Eðvaldsdóttir, Sigurlaug Eðvalds- dóttir, Helga Þórarinsdóttir og Ric- hard Talkowsky; e) Blásarakvintett Reykjavíkur (Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannes- son, Jósef Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson). Utgáfa: Mál og menning MM-009. Lengd: 142’05. Verð: kr. 2.999 (2 plötur). FYRIR i'úmum 40 árum stofn- uðu nokkrir ofurhugar merkilegt félag sem nefndist Kammermús- íkklúbburinn. Það tónlistarum- hverfí sem þá ríkti var vafalaust mjög frábrugðið því sem við þekkjum nú á dögum; tónlistar- framboðið miklu minna og færri hljóðfæraleikarar liðtækir við flutning á kammertónlist. Það má teljast kraftaverk að mönn- um skuli hafa tekist að koma á svona starfsemi og viðhalda henni öll þessi ár. En kröftugt hugsjónafólk getur allt - sem betur fer. Við hin, sem látum aðra standa í stórræðum fyrir okkur, sækjum þá tónleika sem okkur hentar og erum svo tilbúin til að gagnrýna á eftir, við stönd- um í ævarandi þakkarskuld við þessa ötulu brautryðjendur. Hljóðritanimar eru allar gerð- ar á tónleikum félagsins í Bú- staðakirkju á síðastliðnum tveim- ur árum. Það er nú svo að tón- leikaupptökur lúta allt öðrum lög- málum en upptökur sem gerðar era í hljóðveri. Alltaf er hætta á óæskilegum umhverfishljóðum en félagar klúbbsins eru greinilega mjög agaðir tónleikagestir - í þeim heyrist bókstaflega ekkert. Einnig er það að mistök verða ekki aftur tekin. En væntanlegir kaupendur þurfa litlar áhyggjur að hafa af því. Bæði eru þau óheppilegu augnablik sárafá og svo bæta þessir framúrskarandi tónlistarmenn feilsporin upp svo um munar í innblásinni spila- mennsku. Sem dæmi má nefna hinn undurfallega annan þátt þriðja. Rasumowsky-kvartetts Beethovens þar sem flutningur Eðvaldsdætra, Guðmundar Krist- mundssonar og Richards Talkow- skys snertir strengi djúpt í sál manns. Lokaþátt sama verks spila þau með fágætum krafti og öryggi þótt þau tefli hér sem víð- ar á tæpasta vað í tónmyndun. Strengjakvartett Haydns endar á einskonar „perpetuum rnobile" og þar sýna þau sannkölluð „virtúósatilþrif’. Hinu dökka tónmáli kvartetts- ins eftir Jón Nordal skilar Berna- del-kvartettinn á sannfærandi hátt, leikur hans er ákafur og áhrifamikill í þessu áleitna verki. Ekki leikur á því vafí að hér er á ferðinni hópur sem er á heims- mælikvarða. Engum þarf heldur að koma á óvart að þeir félagar í Blásarak- vintett Reykjavikur era á heima- velli í blásarakvintett Nielsens - óumdeilanlega einu mesta meist- araverki sinnar tegundar. Sem betur fer kemst húmor Nielsens til skila - hann vantar því miður stundum þegar þetta yndislega verk er leikið. Sérstaklega er ástæða til að nefna stórsnjallan leik þeirra félaga í lokakaflanum. Þetta er hreint óviðjafnanleg spilamennska. Alina Dubik syngur tvær af söngperlum Brahms við undirleik Helgu Þórarinsdóttur og Richard Simms og gerir það fallega. Eink- um er flutningur seinna lagsins, hins látlausa Geistliches Wiegen- lied, einkar áhrifaríkur. Síðasta verkið er Klarínettu- kvintett Brahms þar sem Einar Jóhannesson er í aðalhlutverki en hann hefur um árabil verið í fremstu röð hljóðfæraleikara okkar. Silkimjúkur tónn hans hæfir þessu innilega vefki sér- staklega vel og túlkun hans og fé- laga hans mjög sannfærandi. Bæklinginn með diskunum má lesa án stækkunarglers og er hann fræðandi og skemmtilegur aflestrar. Hljóðritun verkanna er mjög góð miðað við það að hér er um lifandi uppfærslur að ræða. Frábært safn! Valdemar Pálsson Nýjar bækur Vilhjálmur Árnason FIMM ný lærdómsrit eru komin út í bókaflokknum Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. • AGRICOLA eftir rómverska sagnaritarann Comelius Tacitus í þýðingu Jónasar Knútssonar, sem einnig ritar inngang og skýringar. í ritinu rekur Tacitus, sem kunnur er af riti sínu Germaníu, ævi tengdafóður síns, Agricola, sem vai' herstjóri Rómverja á Bretlandi á íyrstu öld eftir Kiist. Hann lýsir Bretum, staðháttum, siðum og venjum, og greinir frá hernaðarátökum Rómverja og Breta sem lauk með stórsigri Rómveija sem „friðuðu” landið í rúmar fjórar aldir. Jafnframt bregður ritið ljósi á þau valdaátök sem voru á þessum tíma í Rómaveldi. Ritið er 150 bls. Verð: 1.990 kr. • AR var alda. - Fyrstu þrjár mínútur alheims er eftir Steven Weinberg, prófessor í Harvard, í þýðingu Guðmundar Amlaugssonar. Inngang ritar Einar H. Guðmundsson stjai'neðlisfræðingur. I kynningu segir: „Allt frá því að vísindamenn uppgötvuðu hinn svokallaða örbylgjuklið sem talinn er afleiðing Miklahvells hafa þeir reynt að gera sér í hugarlund fyrstu þrjár mínútur alheimsins. Weinberg, sem hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1979, segir frá þessu heillandi rannsóknarefni á einfaldan og skýran hátt í bók sinni og rekur ævintýi'alega sögu þessarar uppgötvunai'.“ Ritið er 370 bls. Verð: 2.990 kr. • BLAA bókin er eftir Ludwig Wittgenstein í þýðingu Þorbergs Þórssonar. Inngang ritar Þorsteinn Gylfason. Nýtt Áður en þessi tímamót skella á ættu atvinnurekendur að huga að fjárfestingu í vinnubílum. Eigum til nokkrar gerðir bíla á lager til afgreiðslu STRAX. Hafðu samband í dag eða næstu daga og við náum rétta bílnum heim fyrir áramót ef hann er ekki til á lager. Palio Van Iveco Daily Nú er Daily enn betri með nýrri 2,8 lítra dísilvél og diskahemlum á öllum hjólum. Iveco Daily er þekktur fyrir mikla burðargetu og lágan rekstrarkostnað. istraktor Iveco Daily og Fiat Ducato í óteljandi útfærslum _______Fiat Ducato Bensfn eða dísil. Ný 2,8 lítra dísilvél, sú sama og er að finna í Iveco Daily. Fiat Ducato sigraði Mercedes Sprinter, Renault Master og VW LT í nýlegri samanburðarprófun þýska blaðsins „Lastauto Omnibus". Og nú á betra verði en nokkru sinni fyrr. SMIÐSBÚÐ2 I GARÐABÆ I SÍMI: 565 65 80 Mikið flutningsrými. Sparneytinn. Góð veghæð. Hentar alls staðar. Mikill bíll á ótrúlegu verði! Verð kr. 1.036.000 án VSK í kynningu segir að þetta sé fýrsta ritið eftir þennan áhi-ifamikla heimspeking sem birtist á íslensku. Wittgenstein lét fjölrita Bláu bókina handa nemendum sínum i Cambridge en bjó hana aldrei til úgáfu. I ritinu fjallar hann einkum um merkingarhugtakið og um merkingu einstakra orða með margvíslegum dæmum. Hann leitast ekki síst við að sýna hvemig hugsunin hafnar látlaust í misskilningi á orðum sem hver maður kann þó að nota í daglegu lífi. I ítarlegum inngangi gerir Þorsteinn Gylfason prófessor m.a. grein fyrir hugmyndum Wittgensteins og menningarlífi Vínarborgar á fyrstu áratugum aldaiinnar." Ritið er 240 bls. Verð: 1.990 kr. • UM uppruna dýrategunda og jurta er eftir Þorvald Thoroddsen . Inngang og skýringar ritar Steindór J. Erlingsson. Þetta rit birtist upphaflega sem ritgerðaröð í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags 1887-1889, og er það enn í dag besta íslenska ágripið , af sögu líffræðinnar sem völ er á. Þorvaldur endursegir á skýran hátt rit Darwins Um uppruna tegundanna og útlistar jafnframt þau gríðarlegu umskipti sem urðu almennt í náttúrufræðirannsóknum á 19. öld. I ítarlegum inngangi Steindórs J. Erlingssonar er skýrt samhengi og saga kenningarinnar og hún tengd íslenskri hugmyndasögu. Ritið er 320 bls. Verð: 2.990 kr. • NYTJASTEFNAN er eftir John Stuart Mill íþýðingu Gunnars Ragnarssonar. Innganginn ritar Roger Crisp í þýðingu Þorsteins Hilmarssonai', sem einnig ritar skýringar og ritstýrir. I kynningu segir: „Nytjastefnan er eitt merkasta siðfræðirit sem skrifað hefur verið. I ritinu koma fram kenningar Mills um að hamingja felist í ánægju og að siðferðilegt réttmæti athafna ráðist af því að hvaða marki þær auka við eða draga úr ánægju. Afleiðingar athafna segja samkvæmt þessu til um réttmæti þeirra. Meðal heimspekinga samtímans er rit þetta og kenningar í anda Mills í brennipunkti allrar umræðu um siðfræði." I inngangi er lýst ævi og kenningum Mills og sagt frá þeim siðfræðikenningum öðrum sem tekist er á um í heimspeki samtímans auk ítarlegrar umfjöllunar um málflutning Mills í Nytjastefnunni. Ritið er216 bls. Verð: 1.990 kr. • ORÐRÆÐA um aðferð er endurútgefin. Ritið er eftir René Descartes, í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar. Inngang og skýringai' ritar Þorsteinn Gylfason. Ritið hefur um skeið verið ófáanlegt. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins era nú orðin 38 talsins, en þau fýrstu komu út árið 1970. Ritin hafa öðlast veglegan sess meðal fjölmargra lesenda og er útgáfa þeirra talin einhver hin merksta hérlendis. Utgefandi er Hið íslenska bókmenntafélag. Nýr ritstjórí Lærdómsrita B ókrn enn tafélagsins er Vilhjálmur Amason prófessor en Þorsteinn Hilmarsson ritstýrði Nytjastefn unni. • UÓÐÁRUR er ljóðabók eftir Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur. I bókinni era 54 ljóð sem eru gerð á sl. þremui' áram. I kynningu segir: „Ljóðin era margvísleg að efni, gerð og bragháttum. Höfundur yrkir mikið um hversdagslegt mannlífið í hinum ýmsu myndum, en dýrin, landið og náttúran era henni líka hugstæð. Einnig bregður fyrir smellnum ljóðum um samskipti kynjanna." Þetta er fjórða Ijóðabók höfundar. Aður útkomnar bækur era: Ljóðnálar, 1982, Ljóðblik 1993 og Ljóðgeislar 1995. Útgefandi er Ásúigáfan. Bókin er 73 bls., prentuð íÁsprent/pob, Akureyrí. Myndir við ljóðin teiknaði Gerður Helga Helgadóttir. Verð: 2.200 kr. Kristjana Emilía Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.