Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 15 FRÉTTIR Hreppsnefnd vill að Olfus verði bær en ekki hreppur Ný aðveitustöð RARIK við Brennimel 500 staurar víkja fyrir jarðstreng HREPPSNEFND Ölfushrepps hefur samþykkt að óska eftir því við örnefnanefnd að hún mæli með því að nafni sveitarfélagsins verði breytt úr Ölfushreppi í Ólfus. „Eg held að það sé skoðun fólks að hreppur sé eitthvað lítið og smátt,“ sagði Sesselja Jónsdóttir sveitar- stjóri. „Þar sé fámenni og ekki eins góð þjónusta og í borg eða bæ.“ „Við viljum hnsta þetta af okk- ur,“ sagði hún. „I Þorlákshöfn búa tæplega 1.500 manns og samtals 1.700 manns í öllum hreppnum en hann nær frá Herdísarvík í vestri og að Ölfusá í austri. Hér er mjög öflugt félagsstarf á öllum sviðum og okkur finnst fullt tilefni til að verða bær enda störfum við sem bær. Þetta mun ekki breyta neinu í sjálfu sér. Réttindi og skyldur allra sveitarfélaga í landinu eru þær sömu og breytingin mun ekki heldur hafa úrslitaþýðingu um fjárveitingar til okkar. Það er ein- ungis þetta að okkur finnst bær vera stærri og við teljum okkur vera það og viljum vera það.“ Að sögn Sesselju verður tillagan kynnt íbúum og sagðist hún vera fullviss um að breytingin myndi mælast vel fyrir. I tillögu um nafnabreytinguna segir að þegar örnefnanefnd hafi mælt með breytingunni þyrfti að ræða hana tvisvar í hreppsnefnd og að lokum þurfi hún að hljóta staðfestingu fé- lagsmálaráðherra. Óbreytt útsvar Hreppsnefnd Ölfushrepps hefur einnig samþykkt að útsvar verði óbreytt 11,4% á næsta ári og í bók- un sem fylgir tillögunni segir að þrátt fyrir miklar framkvæmdir og fyrirsjáanlegar kostnaðarhækkanir í rekstri hreppsins hafi verið ákveðið að halda óbreyttu útsvari. Hreppsnefnd hafi ákveðið að auka ekki álögur á íbúa í formi hærra út- svars heldur leggja sitt af mörkum til að viðhalda kjarabótum í formi skattalækkana sem samið var um í tengslum við kjarasamninga árið 1997. A fundi hreppsnefndar var auk þess samþykkt að leggja auka- vatnsgjald á þá notendur, sem kaupa vatn til annarra nota en heimilisþarfa og var samþykkt að hækka gjaldið um 10% frá fyrra ári eða 2,75 krónur fyrir hvern rúmmetra. Þá var samþykkt að hækka sorphirðugjald um 5% árið 1999. TEKIN var formlega í notkun á mánudaginn ný aðveitustöð RARIK við byggðah'nustöð að Brennimel í Hvalfirði. Jafnframt tók Akranes- veita í notkun nýjan 66 þúsund volta jarðstreng frá stöðinni til Akraness. Strengurinn leysir af hólmi 40 ára gamla tengingu RARIK frá aðveitu- stöð ofan Korpúlfsstaða til Aki-a- ness, þ.e. 27 km háspennulínu og 4 km sæstreng undir Hvalfjörð. Það var árið 1958, um svipað leyti og Sementsverksmiðjan tók til starfa, að Akranes tengdist Sogs- virkjunum með þeirri línu, en fram- kvæmd var í höndum RARIK. Að undanfömu hefur verið unnið að niðurrifi línunnar frá Korpu. Mastur í miðjum Kollafirði setti svip sinn á umhverfið, en nú hefur það verið fjarlægt. Tæplega 500 staurar verða teknir niður og verður verkinu lokið á þessu ári. Aðveitustöð RARIK við Saurbæ á Kjalamesi verður jafnframt lögð niður, en Kjósin sem áður tengdist Saurbæ, fær nú rafmagn frá Brenni- mel um 5 km jarðstreng og nýjan 3 km langan sæstreng um Katanes yf- ir Hvalfjörð annars vegar og jarð- streng um Hvalfjarðargöng hins vegar. Framkvæmdir við hina nýju að- veitustöð hófust á síðasta ári og vora Borgarverk hf. og Trésmiðjan Borg í Borgamesi verktakar við byggingu aðveitustöðvarhússins, en að öðra leyti hefur vinna við þær verið í höndum starfsmanna RARIK. Kostnaður við verkhluta RARIK, þ.e. aðveitustöð og nýjar lagnir í Hvalfirði, er um 150 milljónir króna. BALENO baleno \mnm VKU=in SWIFT BALENO WAGON R+ JIMNY VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. TEGUND: VERÐ: l,3GL3d 1.140.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. TEGUND: GL GL4x4 VERÐ: 1.079.000 KR. 1.259.000 KR. TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.379.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. TEGUND: JLX SE 3d JLX SE 5d DIESEL 5d VERÐ: 1.580.000 KR. 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. TEGUND: GR, VITARA 2,0 L GR. VITARA 2,5 L V6 VERÐ: 2.179.000 KR. 2.589.000 KR. Komdu og sestu inn! Sjáðu rýmið og alúðina ry- við smáatriði. Skoðaðu verð o. gerðu samanburo. FUiLyM framíIMI i mm ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • aflstýri • 2 loftpúðar • 1 aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn í rúðum og speglum • styrtarbitaí hurðum • • samlitaða stuðara • SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Gardabraut 2, slml 431 28 00. Akureyrl: BSA hf„ Laufásgötu 9, slml 462 63 00. Egllsstaðlr: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 5S515 50. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, slmi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 2617. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.