Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ á52 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 ALDARMINNING STEINUNN HJÁLMARSDÓTTIR Steinunn Hjálmars- dóttir fæddist á Þor- ljótsstöðum 1. desem- ber 1898. Hún lést 28. júlí 1990. Haustið sem hún verður átta ára flyst hún, vegna skiln- aðar foreldra sinna, að Vindheimum til fóstur- foreldra sinna Sigur- laugar Moniku Indriða- dóttur og Sigmundar Andréssonar. Þar dvelst hún til 1920 að undanskildum vetrin- um 1916-17. Þá var hún í vist hjá Elínu fóstur- systur sinni og Eggerti Jónssyni í Reykjavík. Veturinn 1919-20 var hún einnig í Reykjavík. Árið 1920 tók hún að sér ráðskonustarf á búi Eggerts Jónssonar á Reykhólum. Eggert hafði keypt jörðina og ætlaði að reka þar kynbótahrossabú. Kaup- in gengu til baka árið eftir og þá tóku við ábúð á jörðinni Reykhólum hin nývígðu hjón Steinunn og Þórar- inn Arnason. Þau bjuggu á Reykhól- um í tvö ár en fluttust að Hólum í Hjaltadal 1923 og þar gerðist Þórar- inn ráðsmaður á skólabúinu næstu þrjú árin. Árið 1926 flytjast þau aft- ur vestur til Breiðafjarðar og fá ábúð á Miðhúsum. Þórarinn deyr 4. júlí 1929. Hinn 30. nóv. 1930 giftist Steinunn Tómasi Sigurgeirssyni. Þau búa áfram á Miðhúsum til 1939. Árið 1939 flytjast þau að Reykhólum og fengu ábúð á hálflendunni til 1946. Eftir það var ábúðin næsta ótrygg eftir því sem byggð og um- svif Landnámsins og Tilraunastöðv- arinnar þróaðist. Þetta er í stuttu máli búskapar- og búferlasagan. Börn hennar og Þórarins voru Kristín Lilja, húsfreyja á Grund, Þorsteinn járnsmiður í Reykjavík, Sigurlaug Hrefna og Anna húsfreyj- ur í Kópavogi, Hjörtur á Selfossi. Börn Steinunnar og Tómasar voru Kristín Ingibjörg í Kópavogi og Sig- urgeir á Mávavatni. Þorsteinn og Sigurgeir eru látnir. Þegar i'ennt er yfir æviágrip hennar sem hún skrifaði 1977, er ekki að sjá mikla hnignun í hugai- flugi og umhyggjusemi fyrir al- mennum málefnum og sínum nán- ustu. I þessu æviágripi segir hún ekki frá hvernig hún stóð að hey- skap til jafns við aðra, en skaust heim og tók til hádegismat og mið- dagskaffi á örskömmum tíma. Reyndar var amma betri en enginn þegar kom að eldhúsverkunum. Framan af árum greip hún í slátt- inn. Ekki lét hún sig heldur vanta þegar farið var í eggja- og dúnleit í eyjunum. Á síðari árum helgaði hún sér landhólmana og tók smáfólkið til leitar með sér. Á fyrri árum gat það fallið í hennar hlut að annast heim- flutning á eyjaheyinu frá sjónum. Eitt sinn man ég eftir því að góður og gildur bóndi var þar til aðstoðar við að setja sáturnar á klakk. Ætlaði hann að snara sátunni upp á móti mömmu. Eitthvað mistókust honum handbrögðin á sátunni, svo mamma bað hann að hætta þessu puði og koma og standa við sátuna, sem hún hafði snarað á klakkinn. Tók hún síð- an sátuna hans og kippti henni upp á klakkinn í einum rykk. Eitthvað hafa svona átök valdið eftirköstum hjá henni, því um tíma þjáðist hún af kviðsliti. Þarf ekki að undra þeg- ar slík hjáverk féllu til með öðrum heimilis- störfum. Undirbúningur, frá- gangur og geymsla á matvælum var sérgrein hjá mömmu. Þegar mikið barst að af selkjöti og skarfi hafði hún lag á að láta fullnýta það. Einnig var það almenn regla að gefa á næstu bæi bæði selkjöt og skarf. Svo var sekjöt pantað og þá greitt eitthvað fyrir það. Haustvinnan og sláturstörfin tóku ekki síður mikinn tíma. Samt fer slátursuðan í gamla eldhúsinu á Reykhólum síst úr minni. Reykur lá inn um allan bæ dag og nótt meðan á þessu stóð. Ekki síst meðan reyking á kjötinu fór þar einnig fram. Allt breyttist þegar reykhús var tekið í notkun annars staðar. I mörg ár var farskóli á heimilinu. Það var hin hefðbundna skipti- kennsla. Kennarinn fór á milli bæja og kenndi fjórar eða sex vikur eftir ástæðum á hverjum stað. Þann tíma sem kennarinn var ekki á heimilinu, annaðist mamma reglubundna kennslu hjá okkur ákveðinn tíma á hverjum degi. Mamma hafði mikið yndi af hest- um. I uppvexti hennar í Skagafirði naut hún mikils frjálsræðis í um- gengni við hestana. Þeir voru vinir hennar. Kannski hefur Trausti hennar verið í mestu uppáhaldi. Eitt þótti henni ekki við hæfi, það var að sitja í söðli. Hún segir að það hafi breyst, þegar tvær hefðarfrúr í Skagafirði voru farnar að sitja í hnakk, að þá hafi erfiðleikar hennar með reiðveraskiptin verið úr sög- unni. Eina vísu gerði hún þegar hún þeysti um Vallhólmann og Vindheimamelana. Uppáhalds vekringur hennar nefndist Reykur. Þetta er önnur af tveim vísum sem ég hef náð í eftir mömmu: Reykur minn er röskur klár, rennur títt um móa, yfir urðir, gjótur gjár, grundir, mela og flóa. Sjálf kunni hún að koma orðum að hugrenningum sínum. Á síðasta vetrardegi hinn 23. apríl 1986, en það var síðasta samvistarár þein-a Tómasar, mælti mamma þetta af munni fram: Nú lokarðu bænum í síðasta sinn, senn er veturinn búinn. Kæri bóndi minn, komdu hér inn og hvfldu beinin þín lúin. Hjörtur Þórarinsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Við bh-tingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskh-kju. Sóknarprestur kynnir og fræðir um spámennina í Gamla testamentinu. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar- heimilinu á milli kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Æskulýðsfélagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. I auga stormsins, kytrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsía. Kl. 19.30 innri íhugun, kl. 20.15 trúarreynsla, fræðsla. kl. 21 Taize-messa. Líknar- og vinafélagið Bergmál verður með aðventuhátíð í Háteigs- kirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16. Að vanda verður vönduð dag- skrá. Að athöfn lokinni verður boð- ið upp á veitingar í safnaðarheimili. Langholtskirkja. Opið hús fyrir foreldra yngri barna kl. 10-12. Að- ventukrans búinn til við spjall um aðventuna. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Samvera eldri borgara kl. 14. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Leikfimi aldraðra kl. 11.20. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Bænarefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bænakassa í anddyri kirkjunnar. Kl. 20.30 jóla- fundur kirkjufélagsins. Ræðumað- ur dr. Pétur Pétursson, prófessor. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 árakl. 16. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Dagskráin í vetur verð- ur fjölbreytt og boðið verður upp á áhugaverða fyrirlestra og skemmti- legar samverustundir. Kyrrðar- stundir í hádegi kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegis- verður. Æskulýðsfélagið 10. bekkur kl. 20-22 í kirkjunni. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Hafnaríjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffí eftir athöfn. Bi- blíulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Hraunbúðum. Öllum opin. Kl. 17 TTT-kirkjustarf fellur niður vegna prófanna. KFUM og KFUK v/Holtaveg. Á morgun, fósudaginn 4. desember, kl. 14 bjóða KFUM og KFUK eldri borgurum til samveru í félagsheim- ilinu við Holtaveg. Ritningarlestur og bæn hefur Aðalsteinn Thoraren- sen. Vitnisburð flytur Vilborg Jó- hannesdóttir. Þórarinn Björnsson kafar í sögu félaganna og segir frá atburðum út frá nýju sjónarhorni. Gideonfélagar gefa þeim sem þiggja vilja Nýja testamentið með stóru letri og Ástráður Sigurstein- dórsson hefur hugleiðingu. Að sam- veru lokinni verður öllum boðið í kaffi og kökur. Allir eldri borgarar hvattir til að koma og njóta kyrrðar og samfélags á aðventu ásamt því að hita upp fyrir 100 ára afmæli KFUM og KFUK. Eldri borgarar á öllum aldri velkomnir. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Matur og matgerð Safarí og sætmeti Þótt Kristín Gestsdóttir hafí skrifað tvo þætti frá Kenýa er aðalævintýrið eftir, en það er safaríferð til Masai Mara- þjóðgarðsins nyrst í landinu. VIÐ flugum árla morguns frá Mombasa í 12 sæta Cessna 404. Farkost- vekjandi, ekki heldur flug- maðurinn, sem kallaði aft- ur í vél: „Ann- aðhvort leyfið þið mér að reykja eða ég sofna við stýr- ið.“ Skömmu fyrir lendingu eftir tveggja tíma flug steypti vélin sér niður á þvengmjóa braut á gresjunni og tók nokkrar sveigjur eins og hún væri í rallýakstri - það hvarfl- aði að manni hvort flug- maðurinn hefði samt sofnað - hann sem fékk þó leyfi til að reykja. Vélinni var millilent til að hleypa út plantekrueigend- um, enskum hjónum. Síðan var haldið áfram og lent á flugvelli í Masai Mara. A afgirtu, vöktuðu svæði var eins konar tjaldbúða- þorp sem við gistum í. Þarna var líka veitingaskáli og útisundlaug og fallegur gi-óður. Þetta voru tveggja manna tjöld með fínum húsgögnum í ný- lendustíl, rafmagni, salerni og sturtu. Áður en gengið var til náða um kvöldið birtist þeldökkur þjónn með rauða gúmmíhitapoka og stakk undir rekkjuvoðirnar, enda kalt um nóttina þarna í um 1.700 m hæð. Eftir hádegi fyrri daginn og árla morguns hins síðari var ekið úr á gresjuna í 7 manna Toyota Landcrucier, opnum í toppinn. Saddok fararstjóri og bílstjóri okkar var bæði líffræð- ingur og landfræðingur og vissi bókstaflega allt um þetta svæði. Þjóðgarður þessi er gríðarstór og er aðeins ekið eft- ir vegaslóðum. Ófærurnar sem ekið var yfir gerast ekki verri á íslandi. Saddok sagði okkur að svona vildu þeir hafa það. Um- hugsunarefni fyrir okkur ís- lendinga. Allt var iðjagrænt því litli regntíminn var nýafstaðinn og allt kvikt hafði nóg að bíta og brenna, en öll dýrin láta sér ekki nægja græn grös og matur kjötætanna var þarna alls stað- ar á beit. Þarna stóðum við Is- lendingarnir upp úr jeppanum og horfðum með forundran á villidýrin sem voru þarna allt um kring í návígi. Mest bar á vísundum, gnýjum, vörtusvín- um, sebrahestum og gazellum, en aðrar perlur, svo sem ljón, gíraffar, fílar, nashyrningar og flóðhestar, létu sig ekki vanta. Gaman hefði verð að sýna barnabörnunum og raunar öll- um Islendingum blettatígur- ungana í faðmlögum við móður- ina í skugga krónu akasíutrés, en þau standa stök á gresjunni. Hinir háu tígulegu strútar gengu þarna um með höfðing- legt fas og göngulag - alltaf ein- ir á ferð. Ljónin strukust næst- um því við jeppann og skeyttu hvorki um bíl né menn sem stóðu upp úr honum. Ekki sáum við dýrin hremma bráð. Öll þurfum við að borða - mennirn- ir líka. Þegar í búðirnar kom beið okkar máltíð og í eftirrétt fjölbreytt úrval af kökum og búðingum, m.a. Charlotte russe (rúllutertubúðingur), sem ég fékk þó ekki uppskrift af, en gæti hafa verið úr jógúrt. Þetta borðuðum við Islendingarnir í eftirrétt með heimsins besta kaffi í kaffílandinu Kenúa. Charlotte russe _____________3 egg_____________ __________125 g sykur__________ _______75 g kartöflumjöl ________1 '/2 tsk. lyftiduft___ 2 dl. jarðarberjasulta (eða önnur tegund) 1 stór dós jarðarberjajógúrt (eða önnur tegund) 1 pk. Toro jarðarberjahlaupduft (eða önnur tegund) __________1 peli rjómi_________ plastfilma og rúnnuð skál 1. Þeytið egg og sykur vel. Blandið saman kartöflumjöli og lyftidufti, sigtið út í og hrærið saman með sleikju. 2. Setjið bökunai'papapír á bökunarplötu, smyrjið hann vel með smjöri, hellið síðan deiginu á og bakið við 200°C, en í blást- ursofni við 180°C í 15 mínútur. 3. Hvolfið á sykurstráðan bök- unarpappír og smyrjið sultunni jafnt á, vefjið upp langsum. Kælið. 4. Leggið plastfilmu inn í skál- ina, skerið rúllutertuna í sneiðar og raðið þétt ofan á filmuna í skálinni. 5. Leysið hlaupduftið upp í 2 V2 dl af sjóðandi vatni, helmingi minna en stendur á umbúðun- um. Kælið án þess að hlaupi saman. Hrærið þá jógúrtina út í safann, þeytið rjómann og blandið saman við. Hellið í skál- ina, látið stífna í kæliskáp í minnst 6 tíma. 6. Hvolfið á fat, fjarlægið plastfilmuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.