Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 64
'64 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÞEIR SEM MISSTU AF GÓÐÆRINU ÞEGAR góðærið fór aftur að láta á sér kræla, eftir dálitla efna- hagslægð, í lok stjórnartíðar „Við- eyjarstjórnarinnar" og byrjun stjórnartíðar núverandi stjórnar, ^yrðust fljótlega um það aðvörun- arraddir, að það gæti raskað jafn- væginu í þjóðfélaginu, ef ofvöxtur hlypi í góðærið og sem verra væri, ef það dreifðist um allt þjóðfélagið. Spámennimir, sem íluttu þennan boðskap, komu flestir úr röðum þeirra, sem ekki höfðu þurft að herða sultarólina að mun í nýliðinni efnahagslægð og niðurskurðurinn í velferðarkerfinu hafði látið þá að mestu ósnortna. Þeir höfðu ekki þurft að aka um á litlum eða göml- um bflum, eða fækka verulega skemmtiferðum til útlanda. En þeir vissu að ef velferðarkerfíð yrði fært í eðlilegt horf og láglaunafólk- ið næði of stórum hluta af góðær- inu, yrði tekjujöfnun í þjóðfélaginu og það mundi trufla lögmál eðli- legrar efnahagsþróunar, en hún er að hinir ríku skulu verða ríkari og hinir fátæku fátækari. Eitthvað vafðist lög- málið þó fyrir verka- lýðsforystunni og for- svarsmönnum öryrkja og aldraðra, sem fóru þess á leit að umbjóð- endur þeirra fengju einhvem hlut í góðær- inu. En til þess að vera ekki sakaðir um að stefna efnahagsjafn- vægi þjóðarinnar í hættu, gerðu þeir samning við stjórnvöld og atvinnurekendur til þriggja ára, um hund- raðshlutahækkun launa í áfóngum. Hundraðshlutahækkun launa þýðir, eins og allir vita, að há laun hækka meira í ki'ónum talið en lægri laun og í góðæri skapast líka möguleik- ar fyrir hina hærra launuðu til að ná meiru útúr því, t.d. með sérsamningum, en hinir opinbera launasamningar segja til um. Sá sem gerir langtímalaunasamning í upphafi góðæris, á á hættu að missa af góð- ærinu, ef hann hefur ekki möguleika til að krækja sér í aukabita af því eftir krókaleið- um. Þetta er það sem er að gerast í góðær- inu nú. Bilið milli þeirra sem hafa og hafa ekki er að aukast, í stað þess að minnka. Hagvöxtur hér á landi hefur ver- Árni Björnsson Sími: 569 1122/800 6122 • Bréfsími: 569 1155 • Netfang: askrift@mbl.is áskrift að Morgunblaðinu komið að góðum notum fyrir pabba og mömmu, afa og ömmu eða frændur og frænkur í útlöndum. Áskriftin getur verið f 1 mánuð eða lengur, allt eftir óskum hvers og eins. Hafðu samband eða komdu f Morgunblaðshúsið, Kringlunni 1 og fáðu allar nánari upplýsingar um gjafabréf fyrir áskrift að Morgunblaðinu. Gjafabréf fyrir áskrift að Morgunblaöinu er líklega ekki það fyrsta sem þér dettur í hug að gefa í jólagjöf, en fyrir vikið er hún óvenjuleg og kemur skemmtilega á óvart. Gjafabréf með áskrift að Morgun- blaðinu er tilvalin gjöf fyrir unga fólkið sem er að hefja búskap eða er búsett erlendis, en einnig getur í nýja fjárlaga- frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að efnahagsj afnvæginu verði raskað, segir Arni Björnsson, því ljóst er að hinir fátæku munu halda áfram að vera fátækir fram yfir aldamót. ið meiri en í öðram vestrænum löndum. Samt segja niðurstöður rannsókna, sem verið er að birta þessa daga, að fleiri fátæklingar séu hér en annai's staðar í þeim löndum sem við berum okkur oft- ast saman við. Hvað varð af góðær- inu? Muni ég rétt, sagði félagsmála- ráðherrann okkar, einhvern tím- ann á sl. ári, að fátækt væri afstæð. Spaklega mælt, enda er ráðherr- ann góður hagyrðingur, hestamað- ur og Húnvetningur. Þetta veit ut- anríkisráðherrann okkar líka, sem hefur séð fátækt annars staðar í heiminum. Skoðum aðeins góðærið út frá forsendum þeirra, sem ekki geta krækt sér í aukabita. Við höfum lif- að í góðri trú á það undanfarna áratugi, að íslenska þjóðfélagið sé velferðarsamfélag en það þýðir í raun, að það tryggi þegnana gegn skorti og um leið því sem getur valdið skorti, svo sem atvinnuleysi, sjúkdómum og elli. Það á líka að tryggja þegnunum jafnrétti, sem þýðir að allir skuli hafa jafnan rétt og aðgang að þeim gæðum, sem standa til boða, án tillits til þjóðfé- lagsstöðu. Hvað varðar hina yngri þýðir þetta fyrst og fremst jafnan aðgang að menntun við hæfi, og tækifæri til að nýta sér menntun- ina og varðandi eldra fólkið, mögu- leika til að geta eytt ævikvöldinu með lágmarksáhyggjur af daglegri afkomu á bakinu. Rækir velferðarþjóðfélagið skyldur sínar og þá hvernig? Er hugsanlegt að þeir sem nú stjórna velferðarþjóðfélaginu séu mótfalln- ir grandvallarhugsjónum þess og reyni, í krafti valds síns, að koma því fyrir kattarnef? Velferðarsam- félagið sé af hinu illa og stríði gegn mannlegu eðli um frjálst framtak og frjálsa samkeppni. Það er a.m.k. kenning, sem átt hefur sér háværa formælendur í ákveðnum stjórn- málasamtökum um nokkurt árabil. í efnahagslægðinni á undan nú- verandi góðæri, notuðu ráðandi stjómmálamenn tækifærið til að skera velferðarkerfið niður við trog. Sá niðurskurður var réttlætt- ur með því að ekki mætti skuld- setja komandi kynslóðir. Niður- skurðurinn kom náttúrlega, fyrst og fremst niður á þeim, sem minnsta burði höfðu. Þannig hefur það alltaf verið. I munni stjórn- valda, þ.ám. jafnaðarmanna, þá í ríkisstjórn, hét niðurskurðurinn það að „varðveita“ velferðarkerfið. Neytendur velferðarkerfisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.