Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Unglingaráðgjafar ráðleggja foreldrum að gleyma ekki unglingunum í jólstreitunni Yfír 100 unglingar hafa leitað í Rauðakrosshtísið Morgunblaðið/Arni Sæberg MEST álag er á starfsmönnum Neyðarathvarfsins í desember. Frá vinstri: Edda Hrafnhildur Björnsdóttir forstöðumaður og unglingaráðgjafarnir Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson og Bára Snæfeld. NEYÐARATHVARF Rauðakross- hússins í Reykjavík, sem hefur verið starfrækt frá því í desember 1985, hefur það sem af er árinu hýst börn og unglinga, sem af einhverjum ástæðum hafa flosnað upp úr um- hverfi sínu, 122 sinnum. Fon-áða- menn hússins búast við auknu álagi nú í desember eins og fyrri ár og vilja þeir hvetja foreldra og unglinga til að reyna að forðast streitu og álag, njóta aðventunnar og gleyma ekki friði jólanna í jólaundirbúningnum. Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, forstöðumaður Rauðakrosshússins, segir starfsemina þríþætta: Neyðar- athvarf, ráðgjafarþjónustu og trún- aðarsíma. Rekstur hússins er kost- aður með framlagi frá öllum deildum Rauða kross Islands auk þess sem seld eru jólakort til ágóða fyrir starf- ið og eru þau nú að berast lands- mönnum ásamt gíi-óseðli. Ái-legur rekstur heimilisins kostar um 20 milljónir króna. Auk Eddu starfa nokkrir unglingaráðgjafar í Neyðar- athvarfmu. Börn og unglingar geta komið í Neyðai'athvarfíð hvenær sem er allt árið og dvalið þar um lengri eða skemmri tíma ef aðstæður heima fyrir eða annars staðar þar sem þau búa eru þeim óbærilegar. Dvölin er þeim að kostnaðarlausu en skilyrt er að þau reyni jafnframt að vinna að úrlausn mála sinna með foreldrum og eða sérfræðingum sem kunna að verða kallaðir til. Edda Hrafnhildur segir að þegar unglingur kemm’ í Neyðarathvarfíð sé látið vita um hann á heimili hans. I framhaldi af því eru síðan aðstæð- urnar kannaðar og reynt að vinna úr málum í samráði við unglingana og segir hún þeim oft vísað til fagaðila. Unglingunum er einnig gert að stunda áfram nám sitt eða vinnu jafnframt því sem þeir vinna úr mál- um sínum. Yfir 5 þúsund trúnaðar- símtöl á ári Ráðgjafarþjónusta hefur einnig verið rekin í Rauðakrosshúsinu og geta börn sem foreldrar leitað þar ráða hjá sérfræðingum hússins. Hafa ráðgjafarviðtöl í ár verið 211. Trúnaðarsíminn er eins og önnur starfsemi Rauðakrosshússins opinn allan sólarhringinn árið um kring. í ár hefur verið hringt 5.200 sinnum í trúnaðarsímann og segir Edda Hrafnhildur það næstflestar hring- ingar á ári. Forráðamenn Neyðarathvarfsins segja álag mest í desember og júní og sérstaklega í desember. Edda Hrafnhildur segir það reynsluna að álag og streita vegna anna fyrir jólin geti aukið á erfíðleika heimila. Kapphlaup foreldra við að uppfylla væntingai- kringum jólin sé slíkt að börnin og unglingai'nir gleymist og geti það orðið kornið sem fylli mæl- inn og leiði til árekstra þannig að unglingar vilji komast burt. Hún segir reynt að greina milli þess sem eru raunverulegir erfíðleikar eða minni háttar erjur unglinga og for- eldra og aðeins sinnt raunverulegri neyð. Hún segir það erfítt skref fyr- ir börn og unglinga að leita í Neyð- arathvarfíð, þau séu oft hrædd en iðulega takist að snúa málum til betri vegar og hefja meðferð eða að- gerðir sem leitt geta til þess að unn- ið sé úr málum. Þá kom fram hjá unglingaráðgjöfunum að oft nefna unglingarnir að þeim finnist foreldr- ar sínir ekki sýna þeim væntum- þykju í verki með snertingum eða faðmlögum, unglingarnir telji sig þurfa á slíku að halda þótt þeir séu ekki smábörn lengur. Fjármálaráðherra um tillögu eldri sjálfstæðismanna Kostnaðarsöm en athyglis- verð tillaga GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að tillaga Samtaka eldri sjálf- stæðismanna um jöfn ellilaun 67 ára og eldri sé athyglisverð. Hann segir hins vegar ljóst að tillagan sé kostn- aðarsöm. Fjármálaráðuneytið muni fara vandlega yfii’ tillöguna og skoða hana frá öllum hliðum. Hann segist hins vegar ekki hafa haft aðstöðu til að meta hana og geti því ekki sagt fyrir um hvort hægt sé að hrinda henni í framkvæmd. í tillögu Samtaka eldri sjálfstæðis- manna er lagt til að ákvæði í lögum um almannatryggingar sem varða ellilífeyri og heimildir til hækkunar og skerðingar verði felld úr gildi. I staðinn komi ný ákvæði um ellilaun til allra 67 ára og eldri sem nemi 80 þúsund krónum á mánuði fyrir hvern einstakling. -------------- Símanotkun í bílum bönnuð RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt og vísað til þingflokkanna frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingu á umferðarlögum, þar sem bönnuð er notkun farsíma í akstri nema til staðar sé í bifreiðunum handfrjáls búnaður. Frumvarpið er samhljóða tillög- um nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði til þess að fjalla um notkun farsíma og áhrif þeiira á umferðar- öryggi. I frumvarpinu segii’ að öku- manni vélknúins ökutækis sé við akstur óheimilt að nota farsíma sem ekki sé með handfrjálsum búnaði. Gert er ráð fyrir ákveðnumn aðlög- unartíma. Ríkið sitji við sama borð og aðrir 950 krónur fyrir Islandsmyndasyrpuna Zlirich. Morgunblaðið. RÍKINU er óheimilt að ráðstafa inn- eign virðisaukaskatts sem myndast hjá þrotabúum til greiðslu eldri skattskulda þess aðilja sem komst í þrot. Var þetta niðurstaðan í tveimur málum sem Hæstiréttur dæmdi á fimmtudaginn var: íslenska ríkið gegn þrotabúi Miklagarðs hf. og ís- lenska ríkið gegn þrotabúi Hafverks hf. Þar með var skorið úr um lög- mæti fyrirmæla fjármálaráðuneytis- ins frá 8. apríl 1997 til innheimtu- manna ríkissjóðs þar sem tekin var upp ný stefna og lagt fyrir þá að skuldajafna innskatt sem myndast eftir að hlutafélag hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta á móti van- greiddum opinbei'um gjöldum sem til stofnaðist áður en félag var tekið til skipta. Eitthvað á annan tug mála hafa verið höfðuð út af sama ágreiningsefni og hefur verið beðið með að leysa úr þeim uns stefnu- mörkun Hæstaréttar lægi fyrir. Jafnræði kröfuhafa I málum þessum reyndi annars vegar á ákvæði gjaldþrotaskipta- laga nr. 21/1991 sem leggja bann við því að kröfuhafar gagnvart þrotabúi öðlist forskot við fullnustu krafna sinna miðað við aðra með því að taka sér það sem þrotabúið á inni hjá þeim. Byggist það á því sjónar- miði að jafnræði eigi að ríkja milli ki’öfuhafa og kröfuhafar með jafn- réttháar kröfur skuli eiga sömu möguleika til að fá þær greiddar af eignum þrotabús. Ekki eigi að koma einum til góða þótt hann sé í að- stöðu til að skuldajafna eða með öðrum orðum taka sér fé sem þrota- búið á inni hjá honum. Hins vegar kom til skoðunar 3. mgr. 25. gr. virðisaukaskattslaga nr. 50/1988 sem er á þá leið að endurgreiða skuli skattaðila mismun reynist „innskattur á einhverju uppgjörs- tímabili hærri en útskattur". Það á þó ekki við ef viðkomandi skuldar opinber gjöld, því „[kjröfu um van- goldin opinber gjöld og skatta til ríkissjóðs ásamt viðbótum, álagi og dráttarvöxtum skal skuldajafna á móti endurgreiðslum“ eins og þar stendur. Til verður sjálfstæður skattaðili Tilefni þess að fjármálaráðuneyt- ið taldi að heimilt væri að skulda- jafna gagnvart þrotabúum voru tveir dómar Hæstaréttar sem féllu árið 1995 og 1997. Þar var dæmt að ríkið mætti skuldajafna þegar í hlut ættu aðilar sem nutu greiðslustöðv- unar eða nauðasamninga. í dómun- um sl. fimmtudag segir Hæstiréttur hins vegar að sá munur sé á að við töku bús til gjaldþrotaskipta verði til ný lögpersóna, sem jafnframt því að taka við réttindum og skyldum skuldara njóti hæfis til að öðlast réttindi og baka sér skyldur. Verði þrotabúið þannig sjálfstæður skatt- aðili. Sérstakar reglur gildi um skuldajöfnuð við gjaldþrotaskipti samkvæmt 100. til 103. grein laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti. Hafi skuldajöfnuður ríkisins ekki fullnægt þeim skilyi'ðum. Hann raski og því jafnræði milli kröfuhafa sem reglur laganna um gjaldþrota- skipti byggjast á. Var ríkið því dæmt til að endurgreiða viðkomandi þrotabúum umrædda skattinneign. Einar Karl Hallvarðsson hrl. flutti málin af hálfu íslenska ríkisins en Jóhann H. Níelsson hrl. og Lilja Jónasdóttir hdl. fyrir hönd þrota- bús Miklagarðs hf. og Karl Axels- son hrl. fyrir hönd þrotabús Haf- verks hf. ÞAÐ er sama hvort kaffi er drukkið á pitsustað eða í veit- ingasal Swiss Re-fyrirtækisins í Ziirich þessa dagana, íslands- myndir fylgja kaffinu. Cremo- mjólkurfyrirtækið dreifði 20 milljón kaffirjómaboxum með ís- landsmyndum á lokinu í Sviss í október, eins og þegar hefur komið fram í Morgunblaðinu. Myndirnar ganga kaupum og söl- um meðal safnara. íslands- myndasyrpan með 30 myndum kostar 950 krónur. Svissnesk mjólkurfyrirtæki byrjuðu að skreyta lítil kaffi- rjómabox með ólíkum mynda- syrpum árið 1968. Rjómaboxin eru notuð á veitingastöðum og einnig seld í verslunum. Magnið í þeim nægir í einn kaffíbolla. Fólk fór strax að safna lokunum. Þau eru úr þykkum álpappír og verða að vera heil og hrein til að vera einhvers virði. Thomas Hediger, frímerkja- og myntsali í St. Gallen selur rjómaboxasyrpur. Hann hefur samband við pítsustaði þar sem lokin eru tekin af boxunum þeg- ar þau berast frá mjólkurfyrir- tækjunum. Lokin eru hreinsuð, flokkuð í syrpur, og mjólkin er notuð í eldhúsinu. Það er munur á lokum sem eru notuð á veit- ingastöðum og seld í verslunum, lok úr verslunum eru einskis virði. „Margir söfnuðu frímerkjum hér áður fyrr,“ sagði Hediger. „Nú er minna um frímerki og færri safna þeim. Lokin á kaffí- rjómaboxunum hafa að sumu leyti komið í þeirra stað. Konur fá sér gjarnan kaffibolla þegar þær fara út að versla og þær byrjuðu að safna Iokunum. Fyrst var hlegið að því en nú þykir ekkert athugavert við það. Bankastjórar safna þeim. Það var mikið söfnunaræði fyrir nokkrum árum en það hefur minnkað, þó er enn algengt að fólk safni lokum.“ Bók með verðlista og myndum af lokum, sem voru gefín út 1997 og 1998, kom út í lok nóvember. Það var þriðja uppsláttarbókin en fyrri bækurnar tvær eru með lista yfir lok frá 1968 til 1994 og 1994 til 1997. íslandsmyndasyrp- an er í sama flokki og myndir frá öðruni löndum. Það voru til dæmis 20 myndir í Brasilíú- myndasyrpunni og hún kostar nú 800 krónur og 20 myndir frá Jamaica kosta 600 krónur. Það eru margvíslegar myndasyrpur á lokunum: kvennærfót, brunaliðs- hjálmar, ávextir og grænmeti, stjörnumerki, hérar og svo mætti lengi telja. Nokkur fyrirtæki, eins og Lakerol og Victorinox, hafa kynnt vörur sínar á lokun- um en engin lok eru eins verð- mæt og 5 lok sem Blick-dagblað- ið lét gera í auglýsingaskyni árið 1979. Blick-syrpan er nú 150.000 króna virði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.