Morgunblaðið - 04.12.1998, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hæstiréttur felldi eignaskipti í tugmilljona búi úr gildi
Skipti eigna við skilnað
bersýnilega ósanngjörn
Skilorð og sekt
vegna skatta-
misferlis
gefið að sök að hafa látið undir höf-
uð leggjast að telja fram til skatts
tekjur sem hann hafði af útseldri
þjónustu sinni á sama tímabili, sem
námu um 3,5 milljónum króna. Með
þeirri háttsemi sinni komst hann
hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars
að fjárhæð um 730 þúsund krónur.
Loks var hann ákærður fyrir bók-
haldsbrot, þ.e. að hafa ekki haldið
lögboðið bókhald og samið ársreikn-
inga á umræddu tímabili.
Vítaverð
háttsemi
Viðurkenndi maðurinn skýlaust
sakargiftir. Háttsemi mannsins er
að mati dómsins mjög vítaverð og
er þá litið til þess að hún stóð yfir í
nær þrjú ár.
Var maðurinn sem fyrr segir
dæmdur í tveggja mánaða fangelsi,
skilorðsbundið og til gi'eiðslu 800
þúsund króna sektar í ríkissjóð, en
þriggja mánaða fangelsi komi í stað
sektar verði hún ekki greidd innan
fjögurra vikna frá birtingu dómsins.
HÆSTIRÉTTUR íslands felldi í
gær úr gildi þrjá fjárskiptasamn-
inga hjóna, sem þau gerðu með sér
árið 1995 í kjölfar skilnaðar síns.
Mál þetta fjallar m.a. um hlutafjár-
eign í kvótasterku sjávarútvegsfyr-
irtæki sem hjónin áttu.
í fyrsta samningnum frá 3. apríl
1995, sem gerður var viðauki við,
auk viðbótarsamnings, vegna
óánægju konunnar með sinn hlut,
var hlutafé hjónanna í fyrirtæki því
sem þau áttu 81,46% hlut í, skipt á
milli þeirra. Verðmæti hlutafjárins
var 35,2-41,6 milljónir króna.
Var þá lagt til grundvallar að
markaðsvirði alls hlutafjár í félaginu
væri 55-65% af 78,6 milljónum
króna, sem dómskvaddir matsmenn
töldu hafa verið eigið fé félagsins 3.
apríl 1995. Niðurstaða matsmanna
19. október sama ár leiddi hins veg-
ar í ljós að verðmæti hlutafjárins
var 84,9 til 100,3 milljónir króna. í
dómi Hæstaréttar segir að verð-
mæti 81,46% hlutar í fyrirtækinu
hafi verið 50-59 milljónum króna
meira en matsíjárhæðin 3. apríl.
Svarar það til þess að virði konunn-
ar, sem falla skyldi manninum ein-
um í skaut eftir fjárskiptasamningn-
um, hafi verið 25-29,5 milljónum
króna meira í október en í apríl
1995.
„Þegar litið er til þess og annars,
er áður greinir, þykir aðaláftýjandi
hafa sýnt nægilega ft-am á að sam-
komulag um fjái'skipti hjónanna sé
bersýnilega ósanngjarnt,“ segir í
dóminum.
Hæstiréttur sýknaði manninn af
kröfu konunnar um lífeyri frá 27.
október 1995 til 6. nóvember 1997,
en dæmdi hann hins vegar til að
gi-eiða konunni 1 milljón ki'óna í
málskostnað í héraði og Hæstai'étti.
Dóminn kváðu upp Gunnlaugur
Claessen og Arnljótur Bjömsson,
hæstaréttai'dómai’ar og Björn Þ.
Guðmundsson settur hæstaréttar-
dómari. Lögmaður eiginkonunnar
var Sigurður G. Guðjónsson hrl. og
lögmaður eiginmannsins var Ragn-
ar H. Hall hrl.
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri
hefur í Héraðsdómi Norðurlands
eystra verið dæmdur í tveggja mán-
aða fangelsi skilorðsbundið og til
greiðslu sektar að upphæð 800 þús-
und krónur vegna brota á lögum um
virðisaukaskatt og tekju- og eigna-
skatt.
Manninum, sem úrskurðaður var
gjaldþrota árið 1994, var gefið að
sök að hafa brotið gegn lögum um
virðisaukaskatt, en hann hafði ekki
staðið skil á þeim virðisaukaskatti
sem hann innheimti í sjálfstæðri
starfsemi sinni árin 1993 til 1995,
samtals að upphæð rúmlega 900
þúsund krónur. Honum var einnig
Dagsbrún/Framsókn, Sókn og FSV sameinast
12 til 14 þúsund manns
verða í nýja félaginu
STOFNFUNDUR nýs verkalýðs-
félags sem til verður með samein-
ingu Dagsbrúnar/Framsóknar,
starfsmannafélagsins Sóknar og
Félags starfsfólks í veitingahúsum
verður haldinn á morgun, laugar-
dag, kl. 14 á Hótel íslandi.
I nýja félaginu verða 12-14 þús-
und félagsmenn og verður það
næststærsta verkalýðsfélagið hér á
landi næst á eftir Verzlunarmanna-
félagi Reykjavíkur.
Dagsbrún og Framsókn samein-
uðust í eitt félag um síðustu áramót
og síðastliðið vor samþykktu fé-
lagsmenn í því og félagsmenn í
Sókn og Félagi starfsfólks í veit-
ingahúsum að sameinast í eitt fé-
lag.
Fyrsta stjórnarkjör í félaginu fer
fram í febrúar næstkomandi, en
samkvæmt samkomulagi félaganna
sem nú sameinast verður Halldór
Björnsson, formaður Dagsbrún-
ar/Framsóknar, formaður nýja fé-
lagsins næstu tvö árin, en þá verð-
ur kosinn nýr formaður. Halldór
var kosinn fonnaður Dagsbrún-
ar/Framsóknar til tveggja ára eftir
sameiningu félaganna og með hon-
um í stjórn nýja félagsins verða lík-
lega sex aðrir.
Halldór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að skrifstofur nýja félags-
ins verði í Skipholti 50d þar sem
Dagsbrún/Framsókn er til húsa.
Morgunblaðið/RAX
Bílþvottur til
öryggis í
skammdeginu
EKKI veitir af að þvo bílinn
og það er fljótleg og einföld
Ieið við þvottinn að nota
þrýstidælur, eins og þessa,
sem leigubílstjóri mundar hér
á bílaþvottastöð í bænum.
Ohreinindi og tjara standast
ekki þrýstinginn og skolast
burt á svipstundu.
Þegar sól er lágt á lofti í
skammdeginu er mikilvægt að
vera með hreinar framrúður
til þess að bflstjórar sjái um-
hverfí sitt sem best.
Jóla-
kort á
mbl.is
Á JÓLAKORTAVEF mbl.is er
lesendum boðin sú þjónusta að
senda kort til vina og vanda-
manna. Hægt er að senda jóla-
og afmæliskort. Mjög auðvelt
er að búa til kortin og er það
skýrt skref fyrir skref jafn-
harðan og kortið er búið til.
Ekki er hægt að senda kort
nema á netfang viðtakanda, en
það er slegið inn ásamt nafni
hans þegar kortið er búið til.
Móttakandi fær síðan tölvu-
póst þar sem fram kemur hver
sendi kortið. Einnig er gefin
upp slóð sem slá má inn til að
tengjast jólakortavefnum til að
skoða kortið. í tölvupóstinum
fylgir einnig númer sem mót-
takandi getur slegið inn í
gluggann vinstra megin á upp-
hafssíðu ásamt netfangi sínu.
Með því móti er hægt að skoða
eitt eða fleiri kort sem viðtak-
anda hefur borist. Sendandi
fær einnig tölvupóst þegar
móttakandi hefur skoðað kort-
ið svo fremi hann hafi slegið
inn netfang sitt.
Hægt er að nálgast jóla-
kortavefinn með því að smella
á hnappinn Jólakort innan
flokksins Dægradvöl eða
smella á hnapp með sama
nafni til hægri á síðunni. Þá
má einnig slá inn slóðina
www.mbl.is/kort
m wm
Shb fif 1É Éf 8! É It
■WWIUb
Fjórar kyn-
slóðir undir
sama þaki
Kallar nýr
lífsstill á
breytta borg?
Blaðinu í
dag fylgir
átta siðna
auglýs-
ingabæk-
lingur frá
Fróða,
„Góðar
jólagjafir"
Er sóknarleikur lands-
liðsins nógu góður? / C3
Alfreð Gíslason verður
þjálfari Magdeburg/C1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is