Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 23

Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998 23 ERLENT Annan hittir Gaddafi KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær myndu halda til Líbýu á laug- ardag og væntanlega eiga þar fund með Moamm- ar Gaddafi, leiðtoga lands- ins. Er það talið auka lík- umar á því að Líbýumenn fallist á að réttað verði yfir mönnunum tveimur sem ákærð- ir eru fyrir að hafa staðið að Lockerbie-tilræðinu árið 1992. Þá sprakk flugvél Pan Am-flug- félagsins yfir Skotlandi og lét- ust 270 manns. Talið er að Lí- býumenn muni fallast á að rétt- að verði yfir hinum grunuðu í Hollandi. Hefnd með bréfsprengju? ÁSTRALSKA lögreglan leitar nú fyrrverandi starfsmanns skattheimtunnar sem grunaður er um að hafa staðið að bréf- sprengjuherferð í Queensland. Hafa 26 bréfsprengjur fundist en þær voru stflaðar á yfirmenn hjá skattinum og er talið að maðurinn hafi með þeim viljað mótmæla brottrekstri úr starfi. Fjórtán forust í Alsír FJÓRTÁN manns fórust og 24 særðust í öflugri sprengingu sem varð við markaðinn í borg- inni Khemis Miliana í Alsír í gær. Hafa 37 manns látið lífið í tilræðum í landinu á fjórum dögum. Mandela hitti Banana CANAAN Banana, fyrrverandi forseti Zimbabve, er kominn til Suður-Afríku og hefur átt fund með forseta landsins, Nelson Mandela. Banana flýði land eft- ir að hann var dæmdur fyrir ósiðlegt athæfi í heimalandi sínu og er hann eftirlýstur. Banana er m.a. dæmdur fyrir samkynhneigð sem er bönnuð í heimalandi hans en leyfð í Suð- ur-Afríku. 50 drukknuðu í Nígeríu FIMMTÍU manns drukknuðu þegar ferju hvolfdi á Benue- fljóti í Nígeríu. Er orsök slyss- ins sögð sú að alda frá öðru far- artæki á fljótinu hafi skollið á ferjunni. Ræða IMF-fund Jevgení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, ræddust í gær við í síma í kjöl- far fundar Prímakovs og Michels Camdessus, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, IMF. Sagði Chirac Camdessus hafa verið jákvæð- an eftir fundinn en hann hefur ýjað að því að Rússum verði veitt aðstoð í janúar. Gaddafi Hart deilt um framtíð lávarðadeildar þing’sins London. The Daily Telegraph. HORÐ deila hefur blossað upp inn- an breska Ihaldsflokksins vegna þeirrar ákvörðunar Williams Hagu- es, leiðtogi flokksins, að víkja Cran- bome lávarði frá sem leiðtoga flokksins í lávarðadeild þingsins fyr- ir að samþykkja málamiðlunartil- lögu stjómarinnar um breytingar á deildinni. Samkvæmt málamiðlunartillög- unni á 91 af 750 aðalsmönnum, sem eiga erfðarétt til setu í lávarðadeild- inni, að sitja þar áfram uns þingið ákveður varanlegt fyrirkomulag hennar. Aðalsmennimir eiga að kjósa 75 lávarða í deildina. Þessi tillaga er veruleg tilslökun af hálfu stjórnarinnar, sem hefur stefnt að því að afnema algjörlega erfðarétt aðalsmanna til að sitja í lá- varðadeildinni. Hague hafnaði sam- komulaginu, sakaði stjómina um „hrossakaup" og að hafa „hlaupið á sig“ með kúvendingu í málinu. Sú ákvörðun hans að víkja Cran- bome lávarði úr skuggaráðuneyti íhaldsflokksins er mesta áhætta sem Hague hefur tekið frá því hann varð leiðtogi flokksins. Hún af- hjúpaði mikla óeiningu meðal íhalds- manna um framtíð lávarðadeildar- innar og beindi athyglinni frá kúvendingu stjórnarínnar í málinu. Ólgan í Ihaldsflokknum er svo mikil að flestir forystumenn hans í lávarðadeildinni buðust til að segja af sér. Hague hafnaði því en viður- kenndi að hugsanlega yrðu frekari breytingar á forystusveit flokksins í deildinni. Hague tilkynnti að Strathclyde lávarður, einn af forystumönnum íhaldsmanna, hefði verið skipaður eftirmaður Cranbomes. Sú ákvörð- un Strathclydes að þiggja stöðuna kann að auðvelda Hague að sefa aðalsmenn sem reiddust honum vegna brottvikn- ingar Cranbomes. Sagði ekki Hague frá samkoniulaginu Hague kvaðst ekki sjá eftir því að víkja Cran- bome frá fyrir að reyna að „þröngva" honum til að samþykkja tillögu stjómarinnar. Cranbome hóf leynilegar viðræður við Tony Blair forsætisráðherra um stjómlagabreytingamar með sam- þykki Hagues. Hann hélt hins vegar viðræðunum áfram án vitundar flokksleiðtogans eftir að skuggaráðu- neyti íhaldsmanna hafnaði því að semja við stjómina um málið. Cran- bome náði síðan samkomulagi við Blair án þess að segja Hague frá því. Samkvæmt samkomulaginu áttu íhaldsmenn að skuldbinda sig til að hindra ekki afgreiðslu stjórnarfrum- varpa með því að halda uppi málþófi vegna stjórnlagabreytinganna gegn því að einn af hverjum tíu aðals- mönnunum héldi rétti sínum til setu í efri deildinni um sinn. Hague sagði að hann hefði átt einskis annars úrkosti en að víkja Cranborne frá. „Það er aldrei hægt að una því að einn af frammá- mönnum flokksins reyni að breyta stefnu flokksins án vitundar eða samþykkis flokks- leiðtogans eða skugga- ráðuneytisins," sagði Hague í bréfi til lá- varðarins. Afstaða íhalds- flokksins í málinu er þó harla óljós, því tals- menn hans sögðu í fyrrakvöld að Hague myndi ekki greiða at- kvæði gegn því að 91 lávarður fengi að halda þingsæti sínu þegar tillagan verður lögð fyrir þingið á næsta ári. Hann væri hins vegar andvígur því að samið yrði um málið fyrirfram og að tillagan yrði samþykkt án mót- spymu á þinginu án þess að tillögur stjómarinnar um varanlega tilhögun efri deildarinnar lægju fyrir. Eins og „illa vaninn hundur“ Cranbome lávarður er afkomandi Williams Cecils, sem varð aðalráð- herra Elísabetar 1. Bretadrottning- ar árið 1558, og ætt hans hefur gegnt veigamiklu hlutverki í breskum stjómmálum í rúm 400 ár. Lávarður- inn sagði að brottvikningin væri réttlætanleg þar sem hann hefði hagað sér eins og „illa vaninn hund- ur“. Hann viðurkenndi að hafa reynt að „þröngva" íhaldsflokknum til að breyta stefnu sinni. „Hague áleit það réttilega ögran við sig sem leiðtoga og rak mig. Hegðun mín var all- hraksmánarleg." Cranbome lávarður kvaðst þó standa við samkomulagið, sem hann sagði tryggja að allmargir lávarð- anna fengju tældfæri til að halda velli á þinginu í stað þess að heyja vonlausa baráttu gegn breytingun- um og „deyja með reisn í skotgröf- unum“. „Fjórðungur brauðhleifs er betri en enginn.“ Lávarðar styðja tillöguna Áður en Cranbome var vikið frá var Ijóst að hann nyti mikils stuðn- ings meðal íhaldsmanna úr röðum lá- varðanna. Tæplega 200 lávarðar sátu fund um málið í fyrradag og margh- þeirra tóku málstað Cranbomes. Einn fundarmannanna sagði að 80% þeirra væra á bandi Cranbomes. Hague er sagður hafa verið „fólur og fár“ þegar hann fór af fundinum vegna þessa mikla stuðnings við Cranbome lávarð. Heimildarmenn í starfsliði flokksins sögðu að hann hefði samt ákveðið að víkja lávarðin- um frá til að sýna „vott um einarða forystu“. Áhrifamikil nefnd þing- manna flokksins studdi þá ákvörðun síðar um daginn. Nefnd þingmanna Verkmanna- flokksins samþykkti tillögu Blairs og Frjálslyndir demókratar gáfu til kynna að þeir myndu fallast á hana. Skuggaráðuneyti íhaldsmanna lýsti hins vegar yfir fullum stuðningi við afstöðu Hágues í málinu. CRANBORNE lávarður HAGKADP 17 verslanir og þjónustuaöilar bjóða frábært vöruúrval til hátíðarundirbúnings og jólagjafa. Næg bílastæði. Við bjóðum læknavaktina velkomna í Smáratorg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.