Morgunblaðið - 04.12.1998, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
A austrænu astralplani
TÓJVLIST
Háskólabíó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Schumann: Sinfónía nr. 3; Bruch:
Konsert f. víólu og klarínett; Atli
Heimir Sveinsson: Flower Shower.
Unnur Sveinbjarnardóttir, víóla; Ein-
ar Jóhannesson, klarínett; Sinfóníu-
hljómsveit íslands u. stj. Stephens L.
Mosko. Háskólabíói, fimmtudaginn 3.
desember kl. 20.
„VOLDUG hljómsveitarverk“ ku
vera sérkenni gulrar tónleikaraðar
á þessu starfsári Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands, en sá var einkenn-
islitur tónleikanna í Háskólabíói i
gær. Stjórnandi kvöldsins, banda-
ríska tónskáldið Stephen Mosko,
sem kennir nú tónsmíðar við Cali-
fornia Institute of the Arts, hefur
komið hingað til lands áður, fyrst
til að ganga á fjöll, síðar til að
rannsaka íslenzka þjóðlagatónlist,
en mun sem hljómsveitarstjóri
kunnastur fyrir túlkun nýrrar tón-
listar. Pað var því einnig nokkur
forvitni að því hvemig manni sem
hefur módernisma síðustu áratuga
að sérsviði skyldi takast upp við
gömlu meistarana.
Þriðja og síðasta sinfónía Ro-
berts Schumanns (1810-56), kennd
við Rínarfljót, er af mörgum talin
bezta sinfóníuverk hans, þó að með
nokkrum rétti megi fremur kalla
hana sinfóníska svitu. Margir hafa
sakað Schumann um að vera slakur
orkestri, en aðrir haldið því fram,
að þótt jafnvægi milli hljóðfær-
aradda hans sé ekki jafn „sjálfstill-
andi“ og hjá mestu meisturum
greinarinnar, geti slyngur stjórn-
andi kallað það fram. I vondu húsi
eins og Háskólabíói verður slíkt
alltaf erfiðara en ella.
Ekki heyrðist manni honum
takast svo afleitlega í þeim efnum,
burtséð frá fullsterkum pákum í 1.
þætti og stundum of áberandi
hoi'nakór seinna í verkinu. Hvíld-
arsesúrurnar í landlerhrynjandi 2.
þáttar voru fallega mótaðar, þó að
barokklega strengjavíraverkið
mætti vera meira samtaka, líkt og
ýmislegt í hægum miðþættinum,
og fínallinn hafði góða snerpu.
Dómkirkjulegur 4. þátturinn var
hins vegar svolítið daufur, þrátt
fyrir mikilúðlegan lúðrablástur, og
bar fullmikinn svip af sorgarmarsi.
Tvíleikskonsertar fyrir klarínett
og víólu eru næsta fátíðir í sígildri
tónlist, og gæti umrætt fimmtu-
dagskvöld hæglega hafa verið í
fyrsta skipti sem íslenzkir áheyr-
endur fengu að heyra slíkt verk.
Konsert Bi-uchs var saminn 1911,
aðeins tveim árum fyrir Vorblót
Stravinskys, en gæti verið saminn
aldarþriðjungi fyrr, enda stendur
verkið öllu nær síðrómantík Bra-
hms og Bruckners. Raunar var
klassískt jafnvægi Mendelssohns
meginfyrirmynd hans, og þó að
Brahms hafi metið Bruch mikils,
var hann einnig fljótur að sjá í
gegnum hina miídu tæknilegu
færni Bruchs, sem duldi fagurlega
þá staðreynd að Bruch hafði ekki
hlotið náðameista stórsnillings í
vöggugjöf. Mörgum hlustanda hef-
ur sennilega komið á óvart að
heyra ávæning af þjóðlagastefinu
alkunna, „Vermaland þú fagra“, í 1.
þættinum, en það kann að eiga sér
þá skýringu, að Brueh setti saman
hlj ómsveitarsvítuna Sch wedische
Tánze (Op. 63) árið 1892.
Góður þokki var af verkinu í
heild, og sérstaklega af leik sólist-
anna, þar sem flauelsmjúkir víólu-
tónar Unnar Sveinbjarnardóttur
og kattliðugt klarínett Einars Jó-
hannessonar sungu margan íðil-
fagran ástardúett. I heild hefði
mátt heyrast ögn betur í víólunni,
en af hendi höfundar virtist klar-
ínettið hafa nokkum forgang hvort
eð var. Jafnvægið við hljómsveitina
var aftur á móti víðast hvar gott
undir öraggri stjórn Moskos.
Flower Shower Atla Heimis
Sveinssonar átti, eins og heiti
verksins bendir til, heyi'anlegar
rætur að rekja til andrúmslofts
„blómabarna" hippaskeiðsins. Það
var upphaflega samið 1973 en birt-
ist nú í nýrri endurgerð. Fyrir
nægilega gamla hlustendur, þ.e.a.s.
þá sem komnir eru á skallahippa-
aldur, var tíðarfarslýsing Atla
óyggjandi eins og fingrafar. Hljóð-
vist verksins var útfærð í þrívídd;
hljómsveitinni hafði verið skipt nið-
ur í 7 hópa á sviðinu, og aftast úr
sal hljómuðu hljóðfærahljóð og
effektar úr hátölurum af segul-
bandi undir stjóm höfundar.
Eftir langan og smám saman æ
minna gisinn inngang um hálftón-
bilsfram færðist slagverkið í æðra
veldi í n.k. nútíma „Darstellung
des Chaos“, er lauk á löngum blás-
arahljómi. Þá kom til skjala púls-
rytmi, fyrst í mynd hristu eða „hel-
enustokks" sem skekinn var jafnt
og þétt líkt og sistram við forneg-
ypzkt helgihald. Básúnutilbrigði
um sömu tóna bættist við og smám
saman bumbur í bít-ættuðum sam-
slætti, og því fönki lauk á samsöng
hljóðfæraleikara á síítrekuðu ör-
stefi. Bít-slætti lauk þá skyndilega
og við tók ólýsanleg edens-
stemmning á æðsta astralplani við
liggjandi orgelpunkt, himneskan
harpslátt og austrænar tvíblöð-
ungsstrófur úr óbói og ensku horni
með áberandi „vellíðunar“-sexund-
um. Verkinu lauk með dreifðu
klappi flytjenda um leið og óbóist-
inn gekk spilandi út af sviðinu,
klappi er „krossfeidaði" eins og
sagt er á hljóðvei’smáli, við
brosmildar undirtektir áheyrenda.
Sem næst útilokað var að átta
sig á hversu vel (eða illa) verkið var
flutt, en fáum virtist þó hafa leiðzt
að ráði þessar 33 mínútur.
Ríkarður 0. Pálsson
Norræna húsið
Einleikstónleikar
Dorothy Stone
þverflautuleikara
BANDARÍSKI þver-
flautuleikarinn
Dorothy Stone heldur
einleikstónleika í Nor-
ræna húsinu laugar-
daginn 5. desember kl.
12 á hádegi.
A efnisskrá eru verk
eftir íslensk og erlend
tónskáld, þar á meðal
Mist Þorkelsdóttur,
Stephen L. Mosko,
Karlheins Stock-
hausen, Wadada Leo
Smith og framflutn-
ingur á verki eftir
Hilmar Þórðarson sem
samið er sérstaklega
fyrir hana.
Dorothy Stone er einn þekktasti
þverflautuleikari Bandaríkjanna
sem sérhæfir sig í flutningi sam-
tímatónlistar. Hún er stofnandi
California EAR Unit-tónlistarhóps-
ins og hefur komið fram með honum
auk einleikaraferils á tónleikum
víða um veröld.
Gefinn hefur verið út
fjöldi geislaplatna með
flautuleik Dorothy Sto-
ne og era þeir fáanlegir
undir merkjum eins og
Crystal, New Albion,
Newport Classics, 0.0.
Discs, Tzadik, No-
nesuch Record Labels
og Voyager á CD-
ROM-formi. Hún hefur
gefið út einleiksdisk
undir heitinu None but
the Lonely Flute þar
sem m.a. eru verk eftir
Milton Babbitt og
Stephen Mosko sem
þeir sömdu sérstaklega
fýrir hana auk verka
eftir bandarísku tónskáldin John
Cage, Morton Feldman og Kathryn
Alexander. Nú nýlega kom svo út
plata með fjögurra klukkutíma tríó-
verki Mortons Feldmans, For Phil-
ip Guston, sem hefur hlotið góða
umsögn gagnrýnenda, segir í frétta-
tilkynningu.
Dorothy Stone
Fjórir lesarar í Súfistanum
LESIÐ verður upp úr nýjum bók-
um í bókakaffi Súfistans I húsa-
kynnum Máls og menningar,
Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30.
Einar Örn Gunnarsson les úr
bók sinni Tár paradísarfuglsins,
Elísa Björg Þorsteinsdóttir les úr
þýðingu sinni á Sléttuúlfinum eftir
þýska nóbelsskáldið Hermann
Hesse, Kristinn R. Ólafsson les úr
skáldsögu sinni Pósthólf dauðans og
Sveinn Einarsson les úr skáldsögu
sinni Rafmagnsmaðurinn - Nú birt-
ir í býlunum lágu.
Tóna- og
skáldamál í
Listaklúbbnum
í LISTAKLÚBBI Leikhús-
kjallarans mánudaginn 7. des-
ember kl. 20.30 kynna nýir
skáldsagnahöfundar verk sín
og ný hljómsveit, Sídróma, leik-
ur frumsamda tónlist.
Jón Karl Helgason les úr
Næturgalanum; Guðrún Eva
Mínervudóttir kynnir smá-
sagnasafn sitt Á meðan þú
horfir á mig ertu María mey;
Huldar Breiðfjörð les úr bók
sinni Góðir íslendingar; Auður
Jónsdóttir les úr bók sinni
Stjómlaus lukka og Auður
Ólafsdóttir flytur ásamt Hilmi
Snæ Guðnasyni kafla úr sögu
sinni Upphækkuð jörð.
Hljómsveitin Sídróma leikur
einungis djass-funk og aðrar
tónlistarstefnur skapa hinn sér-
staka sídrómuhljóm. Hljóm-
sveitina skipa Kristmundur
Guðmundsson trommur, Helgi
Mar Hallgrímsson gítar, Erla
Björg Þórisdóttir bassa og Ei-
ríkur Ki-istjánsson trompet.
Kynnir kvöldsins verður
skáldið Sjón.
Fyrirlestur
um bandaríska
tónsmídi
BANDARÍSKA tónskáldið og
hljómsveitarstjórinn Stephen
Mosko heldur fyrirlestur um nýj-
ustu strauma í bandarískri tón-
smíði, föstudaginn 4. desember kl.
17-19 í húsakynnum Tónlistarskól-
ans í Reykjavík, Laugavegi 178, 4.
hæð.
BOKASALA í nóv,
Röð ritill/Hö(undurAlt9efandi
1 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON I SILD OG FISK/Gyifi Gröndal/ Forlagið
2 ÁHYGGJUR BERTS/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
3 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/ Dagur B. Eggertsson/Vaka-Helgafell
4 TALNAPÚKINN/ Bergljót Arnalds/ Virago
5 ALDREI AÐ VITAI/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
6 EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR/ Guðbergur Bergsson/ Forlagið
7 NE-HEI! SAGÐI EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/ Mál og menning
8 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Arnalds/ Virago
9-10 SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/ Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell
9-10 TEITUR TÍMAFLAKKARI/ Sigrún Eldjárn/ Forlagið
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 EINS OG STEINN SEM HAFIÐ FÁGAR/Guðbergur Bergsson/ Forlagið
2 SÉRÐU ÞAÐ SEM ÉG SÉ?/ Þórarinn Eldjárn/ Vaka-Helgafell
3 MARÍUGLUGGINN/ Fríða Á. Sigurðardóttir/ Forlagið
4 NORÐURLJÓS/ Einar Kárason/ Mál og menning
5 LEIT/ Stephen King/ Fróði
6 GULLRÁNIÐ/ Jack Higgins/ Hörpuútgáfan
7 AUGUN f BÆNUM/Sindri Freysson/Vaka-Helgafell
8 BROTASAGA/BjörnTh. Björnsson/ Mál og menning
9 LÁTTU SEM EKKERT SÉ/ Mary Higgins Clark/ Skjaldborg
10 MORGUNÞULA í STRÁUM/ThorVilhjálmsson/ Mál og menning
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 PERLUR ÚR LJÓÐUM ÍSLENSKRA KVENNA/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi Ijóðin/ Hörpuútgáfan
2 HÁRFÍNAR ATHUGASEMDIR/ Halldóra Thoroddsen/ Höfundur
3 ÞAR SEM ÞAÐ ER SÉÐ/ Þorgeir Rúnar Kjartansson/ Einar
4 EDDU KVÆÐI/ Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna/ Mál og menning
5 SKAGFIRSK SKEMMTILJÓÐ - II/ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði efni/ Hólar
6-9 í GARÐI KONU MINNAR/Guðjón Sveinsson/ Mánabergsútgáfan
6-9 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/ islendingasagnaútgáfan
6-9 TREASURES OFICELANDIC VERSE/Árni Sigurjónsson valdi efni/ Mál og menning
6-9 TVEGGJA HEIMA SKIL/ Björn Erlingsson/ Kjölur
10 GIMSTEINAR - LJÓÐ16 HÖFUNDA/ Ólafur Haukur Árnason valdi efni/ Hörpuútgáfan
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 AHYGGJUR BERTS/Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
2 TALNAPÚKINN/ Bergljót Arnalds/ Virago
3 ALDREI AÐ VITA!/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
4 NE-HEI! SAGÐI EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/ Mál og menning
5 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Arnalds/ Virago
6 TEITUR TÍMAFLAKKARI/Sigrún Eldjárn/ Forlagið
7 ÉG HEITI BLÍÐFINNUR-EN ÞÚ MÁTT KALLA MIG BÓBÓ/ Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur
8 NÓTTIN LIFNAR VIÐ/ Þorgrímur Þráinsson/ Fróði
9 BESTU BARNABRANDARARNIR - BRJÁLAÐ FJÖR/ Börn sömdu og söfnuðu efni/ Hólar
10 GETTU HVE MIKIÐ ÉG ELSKA ÞIG/ Sam McBratney og Anita Jeram/ Mál og menning
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 ALMANAK HASKOUNS1999/ Háskóii ísiands
2 HÆSTVIRTUR FORSETI/ Ritstj. Guðjón Ingi Eiriksson og Jón Hjaltason/ Hólar
3 ALMANAK HINS ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAGS 1999/ / Hið íslenska þjóðvinafélag
4 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/ Mál og menning
5 AMAZING ICELAND/ Helgi Guðmundsson og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
6-7 GOÐSAGNIR HEIMSINS/Ritstj. Dr. Roy Willis/ Mál og menning
6-7 LITLA BRANDARABÓKIN - 2/1 steinegg
8 ÆVISAGA ÞORSKSINS/ Mark Kurlansky/ Hans Kristján Árnason
9 AF BESTU LYST/ Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir/ Vaka-Helgafell
10 ÍSLAND, LANDIÐ HLÝJA í NORÐRI/ Torfi H. Tulinius og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR
1 ÞORVALDUR GUÐMUNDSSON I SILD OG FISK/ Gylfi Gröndal/ Forlagið
2 STEINGRÍMUR HERMANNSSON - ÆVISAGA/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
3 ÚTKALL - FRAM AF FJALLI/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan
4 LÍFSGLEÐI -VII/ Þórir S. Guðbergsson/ Hörpuútgáfan
5 ÞJÓÐSÖGUR JÓNS MÚLA ÁRNASONAR - II/ Jón Múli Árnason/ Mál og menning
6 BLÖNDUKÚTURINN/ Bragi Þórðarson/ Hörpuútgáfan
7 GLYMJA JÁRN VIÐ JÖRÐU/ Árni Gunnarsson/ Skjaldborg
8 PETURBEN ./ Jakob F. Ásgeirsson/ Mál og menning
9 Á MÖRKUM MANNABYGGÐA/ Lawrence Elliott/ Mál og menning
10 NÁÐUGA FRÚIN í RUZOMBEROK/ Jónas Jónasson/ Vöxtur
Bókabúðir sem tóku þátt í kðnnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bóksala stúdenta, Hringbraut
Bónus, Holtagörðum
Hagkaup, Skeifunni
Eymundsson, Kringlunni
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Hagkaup, Smáratorgi Kópavogi
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri
KÁ, Selfossi
Tónspil, Neskaupstað
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka I nóvember 1998
Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Fólag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru
taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.